Morgunblaðið - 28.06.1996, Side 6

Morgunblaðið - 28.06.1996, Side 6
6 C FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Skilaboð að handan sönnun fyrir framhaldslífi sálar? SVIPIJR. Queenie Nixon miðill fyrir aftan, en fremri líkamann nam ljósnæm fílma en áhorfendur ekki. MIÐILSFUNDUR, úr kvikmyndinni Húsið. „FÓLK leitar frétta hjá miðl- um af framliðnum ættingj- IfiC um, og leiðbeininga um hvemig best sé að haga mál- Jjj um sínum í lífinu,“ segir ■ Davíð Bjamason, nýútskrif- 25 aður mannfræðingur. „Á ^ meðan vísindum tekst ekki ■ að svara spumingunni um dauðann, leitar fólk svara annars staðar." Davíð Bjamason gerði loka- verkefni í mannfræði við Háskóla íslands um miðla eða milligöngu- menn, eins og hann kallar þá. „Fyrir mannfræðing sem rannsak- ar samband fólks við aðra heima skiptir ekki máli hvort raunveru- legt samband eigi sér stað,“ segir hann, „heldur að milligöngumað- urinn trúi því sjálfur og að aðrir trúi á hæfíleika hans til þessara samskipta." Samtöl viö sjö íslenska miðla Davíð byggir rannsókn sína á samtölum við sjö íslenska miðla og einn breskan, og er markmiðið að varpa ljósi á hugmyndir þeirra sjálfra og viðhorf til hæfíleika síns að miðla upplýsingum að handan til lifandi manna. Eins og sönnum fræðimanni sæmir forðaðist hann að blanda eigin tilfínningum í málið og hugsanlegum fordómum. „í viðtölum við miðlana var nauðsynlegt að setja sig í þær stellingar," segir Davíð, „að sam- band við aðra heima sé staðreynd, annars yrði með engu móti hægt að nálgast við- fangsefnið út frá þeirra eigin sjónarhóli." Vinsældir miðla hafa aukist mikið síðustu árin hér á landi og starfa tug- ir manna við miðlun að handan. Einnig ná þeir eyrum fleiri vegna út- varpsþátta og opinna skyggnilýsingafunda. Miðlar hafa nýlega stofn- að með sér félag og er tilgang- urinn að fá miðla til að standa saman og einnig að hafa ákveðið eftirlit með starfandi miðlum. Miðlar eru mlllistykkl lifandl og dauðra Kannanir hafa sýnt að veruley- ur meirihluti Islendinga lítur á andlátið sem þáttaskil en ekki endalok, og trúir á einhvers konar framhaldslíf. Starf miðlanna hvílir á þessari trú; að sálin eða sjálfíð lifí eftir líkamsdauðann, og einnig á trúar- legum forsendum, því flestir segj- ast starfa í kærleika Krists. „Miðlar eru eins konar millistykki lifanda og dauðra,“ segir Davíð, „og gegna meðal annars því hlutverki að draga úr ótta fólks við dauðann og veita huggun vegna látinna ást- vina.“ Davíð segir miðla starfa á jaðri íslensku kirkjunnar. „Þeir eru ekki viðurkenndir af henni, en hafa sönnunarbyrði í kenningunni um að dauðinn sé ekki endirinn". Miðlamir telja sig jrfirleitt kristna og eru mjög trúaðir," seg- ir Davíð. „Jesús er í þeirra augum sumra þeirra mesti miðillinn og sést gáfa hans á lækningakraftin- um. Einnig má segja að spámenn Gamla testamentis og Múhameð hafí verið miðlar.“ Davíð skilgreinir miðla sem ein- staklinga sem með einum eða öðr- um hætti geta haft samskipti við persónur eða verur utan hins þekkta efnislega heims og flutt boð eða vitneskju til baka. „Miðlar þurfa, ólíkt prestum, að sanna persónulegt samband sitt við andaverumar,“ segir hann, „og fólk kemur til þeirra til að spyija um látna ættingja eða um ráð í glímunni við lífið.“ Vald miðils er háð sannfæringu fólks um að hann sé í sambandi við annan heim, og þekkjast þeir í öllum samfélögum manna, þótt hlutverk þeirra sé af ýmsum toga. „Miðillinn er í raun málpípa anda- heimsins," segir Davíð, „hann flyt- ur skilaboð frá yfimáttúrulegum heimi.“ Efnisheimurinn er ekki eini heimurinn í huga miðla, heldur einn af mörgum, og hugmyndin um líf eftir dauðann er sjálfgefin hjá þeim, einnig kenningin um endurholdgun sálarinnar. Einn miðillinn sem Davíð ræddi við líkti líkamanum við kápu sem sálin kastar að notkun lokinni. Miðlar telja yfirleitt að sálin eigi erindi á jörðina, sem felst í því að læra og þroskast. „Miðlar gera líka ráð fyrir slæmum kröftum,“ segir Davíð. „Þeir telja því mikilvægt að vera í góðu andlegu jafnvægi og hafa hreint hjarta til að hið slæma nái ekki yfirtökunum. Kærleikurinn er því settur í öndvegi." Hæfileiki miðla virð- ist gera vart við sig strax í bemsku, eins og hann sé meðfædd gáfa. Starf þeirra er því ákvarðað fyrirfram, að þeirra mati, og markm- iðið að hjálpa öðram lif- andi veram. Hlutverk þeirra flokk- ast undir þjónustu. Miðlar líta almennt á samband sitt við aðra heima mjög jákvæðum augum og segjast þakklátir að fá að vera verkfæri handanvera. Starfið er erfltt og ábyrgðin mikil Miðlar á íslandi hafa nóg að gera og eru bókaðir mánuði og jafnvel ár fram í tímann, og hafa yfirleitt starfíð að aðalatvinnu. Starfíð felst fyrst og fremst í því að taka fólk í einkatíma eða lestur eins og það er stundum kallað, einnig er nokkuð um skyggnilýsingar. Tilgangur starfsins felst aðal- lega i að koma með sannanir um framhaldslíf og líka að miðla fræðslu að handan. Áríðandi er fyrir miðlana í starfí sínu að nefna sérkenni eða einkennandi orð fyrir hinn látna, til að sá sem leitar frétta af honum sannfærist. Hins vegar sannar fræðslumiðlun ekki neitt og í hana sækir aðallega fólk sem er nú þegar orðið sannfært um framhaldslíf. „Miðlar eru sammála um að starfíð sé erfitt," segir Davíð, „og bæði andlega og líkamlega slít- andi. Stundum era þeir lengi að ná sér eftir tengingu við handan- heiminn og komast ekki strax í jarðneskt samband. Þeir leita sér jafnvél sjálfir aðstoðar, hjá sál- fræðingi eða starfsfélögum." Ábyrgðin sem fylgir miðilsstarf- inu er líka mikil því fólk sem leit- ar til þeirra á oft við'erfíðleika að stríða. Fólk treystir nefnilega yfir- leitt á það sem miðillinn segir. „Þeir eiga það sameiginlegt,“ segir Davíð „að vilja láta gott af sér leiða, bæði fyrir einstaklinga og samfé- lagið í heild." Fólk sem leitar til miðla er úr öllum stétt- um og þjóðfélagshópum, og flestir gera ráð fyrir framhaldslífi. Margir era að leita sér ráða eftir að hafa villst af leið í lífinu. Miðlamir reyna svo að hjálpa þeim að sjá tilganginn í þeirra lífi. DAVÍÐ Bjarnason Miölar eru mólpípur andaheimsins og þjónar. Hæfileika sína telja þeir meðfæddan. Morgunblaðið/Svcrrir T.V.: Biðröð á miðilsfund fyrir utan hús Guðspekifélagsins. T.h. Einar Nielssen miðill á milli Ágústar H. Bjarnasonar og Haraldar Níelssonar snemma á þessari öld. .— Trúarleg heimsmynd miðla flókin meö ópersónulegan guö íslenskir miðlar virðast mjög trúaðir, eftir könnun Davíðs að dæma, og telja guð undirstöðuna í starfí sínu. Þeir sem hann ræddi við eru allir í Þjóðkirkjunni, en líta hins vegar á guð sem ópersónulegt afl eða orkuflæði. Ágreiningur er því milli presta, sem telja guð persónulegan, og miðla. Sumir trúmenn hafa jafnvel tekið svo djúpt í árinni að segja miðilsstarfíð frá djöflinum komið. „Aftur á móti era biblían og krossinn mikilvæg í miðilsstarf- inu,“ segir Davíð, „og algeng sjón á starfs- vettvangi þeirra. Bænin skipar líka stóran sess í trúarheimi þeirra og hefja þeir og enda alla sína fundi með bænum, biðja þeir um vernd og að hið illa verði hindrað." Fæstir þeirra leggja það í vana sinn að sækja kirkju og segja að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.