Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 1
• MARKADURINN • SMIÐJAN • L AGN AFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Pltir|imtiMiiliíi& Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 2. júlí 1996 Biað C Breyttir starfshættir VATNSVEITA Reykjavíkur er að breyta starfsháttum sínum, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Hún hefur stofnað innlagnadeild og ætlar héreftir að leggja kalda vatnið alla leið inn í hús í stað þess að skilja eftir stút við lóðamörk. / 8 ? Meiri lána- möguleikar ÁÐUR heyrði til undantekn- inga, að íbúðarkaupendur, hús- byggjendur og íbúðareigendur ættu kost á langtímalánum frá lánastofnunum, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Mark- aðurinn. Nú er aftur á móti aug- lýst eftir lántakendum. / 12 ? ¦nBBnn| Ú T T E K T Lyftur í húsum Lyftur eru í stöðugri þróun og það er alltaf að koma eitthvað nýtt fram á því sviði, segir Jeff Roberts lyftu- verkfræðingur í viðtali hér í blaðinu í dag. Hann er búsettur hér á landi og hefur annazt uppsetningu og eftirlit með mörgum lyftum hér. „I London sá ég fyrir sköm- mu lyftu, sem „talar" við far- þegana og segir þeim, á hvaða hæð þeir eru staddir hverju sinni, segir Jeff. „Einnig eru komnar í notkun lyftur sem til- kynna sjálfar í gegnum súna línu ef eitthvað íþeim bilar. Að sögn Jeffs eru iiæstu lyft- urnar ofanjarðar á íslandi lík- Iega í llailgrímskirkjii turni og Hlutur íbúðarbygginga í landsframleiðslu hefur farið minnkandi Fjármunamyndun í íbúðabyggingum 1987-1996 HLUTFALL fjármunamyndunar í íbúðarbyggingum miðað við lands- framleiðslu hér á landi hefur verið mismunandi á undanförnum árum. Á árunum 1989-1990 var hlutur íbúð- arbygginga all hár eða yfir 5%, en hefur síðan farið minnkandi og var á síðasta ári um 4%. Á þessu ári er gert ráð fyrir, að hann verði um 3,83%. Lægra hlutfall miðað við lands- framleiðslu skýrist að verulegu leyti af því, að landsframleiðslan hefur farið vaxandi á sama tíma og dregið hefur úr íbúðarbyggingum. í ársskýrslu Seðlabankans segir, að umsvif á húsnæðismarkaði hafi dregizt saman á síðasta ári og verð á íbúðarhúsnæði lækkað að meðal- tali og Þjóðhagsstofnunin áætlar, að fjárfesting í íbúðarhúsnæði hafi dregizt saman um 5% miðað við árið á undan. Fullgerðum íbúðum fækkaði um 2% í fyrra og sementssala minnkaði um 8% Qffyárð hin minnsta frá ár- inu 1961. í samræmi við minni um- svif dró úr húsnæðislánum. Sam- þykktum skuldabréfum frá Hús- bréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins vegna nýbygginga fækkaði um tæp- lega 2% í heild, þótt talsverð aukn- ing yrði í samþykktum skuldabréfa- skiptum byggingaraðila. Á þessu ári bendir allt til, að þessi þróun hafi snúizt við, því að á fyrstu fimm mánuðum þessa árs varð veruleg fjölgun á umsóknum um húsbréfalán vegna nýbygginga, bæði frá byggingaraðilum og ein- staklingum. Húsbréfaútgáfan hef- ur líka aukizt að sama skapi. Það er því ljóst, að umsvif á fast- eignamarkaði eru mun meiri í ár en í fyrra. Húsbréfin eru þó ekki jafn afgerandi þáttur í fasteignakaupum og áður, eftir að ýmsar lánastofnan- ir tóku að bjóða fasteignalán til allt að 25 ára. í Húsi verzmnarinnar. Margir hafa faríð með lyftunni upp l Hallgi 'ímskirk, jiiturn tíl þess að njóta útsýnisins yfir höfuðborg- arsvæðíð. Seðlabanki íslands státar sennilega af einni af þeim lyft- um á landinu sem byggðar eru fyrir hvað mesta þyngd, en hún liggur niður í peningageymslu bankans. I miðbæjarbygging^ini í Hafn- arfirði má sjá fallega glerlyftu. Hún er bara fyrir tvær hæðir og ekki flókin að gerð en sýnir vel hvernig slíkar lyftur eru hann- aðar. Hægt er að selja lyftur í hús, þótt ekki hafí verið gert ráð fyrir þeim íupphafi, enda er þaðoftgert./20^ IM IM VlLTU BKULDBREYTA EÐA STÆKKA N/IO ÞIG? Byggðu á Fasteignaláni Skandia Kostir Fasíeignalána Skandia Lánstími allt að 25 ár. Hagstæð vaxtakjör. Minni greiðslubyrði. Stuttur svartími á umsókn. Dæmi iim mánaðarlegar afboiganir af 1.000.000 kr. Fastcignaláni Skandia* \txlir(%)10ár 15 ár 25 ár 7.0 7,5 8,0 11.610 8.990 7.070 11.900 9.270 7.500 12.100 9.560 7.700 Miðað er við jafngrciðslulán. *Auk vcrðbóta Skandia LAUGAVEGI 170 SlMI 54D 5D BO FAX 540 50 G 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.