Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 6
6 D MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 Q9P ATLANTA ’96 Beðið eftir Godot Að sigra heiminn er eins og að spila á spil, sagði Steinn Steinarr. Þeir sem halda Ólympíu- leika hveiju sinni ætla sér í raun að sigra heiminn, og allir eru sam- mála um að það hafi Spánveijum tekist í Barcelona fyrir fjórum árum. Ekki veit ég hvort þeir taka í nefið, Billy Payne og samheijar hans í framkvæmdanefnd leik- anna hér í Atlanta, en ekki ber á öðru en einhvers staðar hafi verið vitlaust _ gefið í Ólympíuspili þeirra. Ég er að minnsta kosti í vafa um að sá sem átti að sjá um að koma fólki milli staða hér á leikunum fái að vera með í næsta leikriti. Að minnsta kosti ekki í einu aðalhlutverkanna. Það sem helst hefur brugðist á leikunum eru einmitt samgöng- urnar, hvað varðar íþróttamenn- ina sjálfa, forystumenn ólympíu- hreyfingar- innar hvað- anæva, ýmsa gesti þeirra og ijölmiðla- menn. Hver á fætur öðrum hefur reitt hár sitt af reiði vegna klúðurs á þessu sviði og svo langt hefur gengið að íþrótta- menn hafa komið of seint til keppni vegna þess að bílstjóri þeirra rataði ekki á staðinn og eittvað hefur verið um að keppni hefur verið seinkað vegna þessa. Ræðarar sem keppa einhvers stað- ar talsvert utan við borgina hafa orðið illilega fyrir barðinu á þessu og ég heyrði af nokkrum sem tóku eina rútubifreið framkvæmda- nefndarinnar traustataki og óku sjáifir af stað til að komast í tæka tíð! „Skoðunarferðir“ Gísli _ Halidórsson heiðursfor- maður Ólympíunefndar íslands er einn þeirra sem lenti í „skoðunar- ferð“ um borgina og missti þar af leiðandi af Rúnari Alexanders- syni í fimleikakeppninni á laugar- dag, eins og kom fram í blaðinu í gær, vegna þess að s’á sem var undir stýri á ferðalagi hans var utanbæjarmaður og rataði ekki. Bílstjórar þessir eru allir, vel að merkja, á vegum framkvæmda- nefndar leikanna - en hún sér um að koma umræddum hópum manna milli staða, eins og tíðkast á samkomum sem þessari. Bíl- stjórinn bað Gísla og Leif son hans á endanum að stíga út úr bílnum því hann gæfist upp. Þeir urðu svo að finna sér leigubíl og komu of seint á staðinn. En hann brosti að öllu saman, gamli mað- urinn, enda veit hann eftir áratuga starf í íþróttahreyfingunni að ekki þýðir annað en reyna að vera í góðu skapi þó á móti blási um stundarsakir. Heimspressan er ekki yfirmáta ánægð með frammistöðu sam- göngumálaráðherrans hér. Ekki kæmi mér á óvart þó hann hafi hikstað eitthvað síðustu dagana því blaðamenn og ljósmyndarar hafa ekki alltaf talað blíðlega um þennan mann, sem enginn veit hver er. Þeir biðu og biðu, félag- arnir tveir í leikriti Unescos sem minnst var á í upphafi, en Godot kom aldrei. Hér bíða menn og bíða eftir strætó og stundum kemur hann heldur alls ekki. Oft kemur hann þó á endanum, seint - stund- um of seint. Allt of seint. Þetta á við þegar menn þurfa að komast ☆ Atlanta BRÉF Gestir í leikhúsi fáránleikans hafa beðið eftir Godot víða um heim annað veifíð í mörg ár. Skapti Hallgrímsson beið hins vegar eftir strætó í Atlanta - og hugsaði leikstjóranum þegjandi þörfina. frá einum keppnisstað til annars, og eru oftast á hraðferð, en einn- ig brást samgöngukerfið eftir setningarathöfnina. Þá komu þús- undir biaða- og fréttamanna út af leikvanginum en aðeins örfáar rútur biðu þeirra. Og þegar þær voru farnar með fyrsta „skammt" hófst bið. Löng, því einhvers mis- skilnings gætti víst. Bílstjórarnir virtust álíta að þeir þyrftu ekki að koma aðra ferð. Svo eiga rút- urnar það til að bila, sem auðvitað getur alltaf gerst, en alltént eru allir orðnir svo þreyttir á vandræð- unum að hálfgert neyðarástand ríkti í fyrradag. Þá voru formaður leikhússtjórnar; Juan Antonio Samaranch og formaður alþjóða ólympíunefndarinnar (IOC), leik- stjórinn; Billy Payne formaður skipuiagsnefndarinnar hér komnir með málið í sínar hendur. Einnig borgarstjóri Atlanta. Skilaboð IOC voru þau að nú skildu þessi mál leyst, takk fyrir, og það strax. Sömuleiðis að kippa ætti í liðinn vandamálum varðandi upplýs- ingaflæði og tækni sem verið hafa að stríða fjölmiðlamönnum. Á stundinni. Reiknað er með að fyrst málið hefur verið tekið fyrir á efstu hæðinni hljóti úr að rætast. Ef ekki nú þá aldrei, segja menn í það minnsta. Og bíða, og vona. í næsta herbergi... Stundum hefur verið sagt að allt sé býsna stórt í sniðum í henni Ameríku. Hugurinn flögraði nokkra mánuði aftur í tímann þegar við Kristinn ljósmyndari komum inn byggingu sem kölluð er Georgia Worid Congress Center í miðborg Atlanta, þar sem keppt er í nokkrum íþróttagreinum. Smáríkið ísland hélt heims- meistarakeppnina í handknattleik í fyrra og lengi var óljóst hvort byggt yrði nýtt íþróttahús. Lengi var beðið eftir þeim strætó, en svo fór að Laugardalshöll fékk and- litslyftingu og stóð vel fyrir sínu. Það kostar peninga að byggja hús en þeir hafa ekki verið í vandræð- um með það hér í Atlanta. Reynd- ar var það ekki íþróttahreyfingin sem stóð 1 því heldur er hér um að ræða ráðstefnu- og sýningar- höll, eins og nafnið ber með sér. Og þvílíkt mannvirki. Þarna er keppt í lyftingum, borðtennis, skylmingum, handknattleik, grísk-rómverskri glímu og júdó. Oteljandi sali er að finna í þessu mikla völundarhúsi, veitingahús og þar fram eftir götunum - og það var hálf skondið á júdókeppn- inni á sunnudaginn, þegar spurt var hvar keppt yrði í handbolta. Handboltakeppnin? Hún verður hérna í næsta herbergi, var svar- ið. Þessi tvö „herbergi", þar sem júdógarpar og handboltamenn spreyta sig, eru hvort um sig tals- vert stærri en Laugardalshöll og taka miklu fleiri áhorfendur. Kannski er engin ástæða til þess að bera þetta saman og ekki er verið að gera lítið úr HM95 á ís- landi, þvert á móti. Sú keppni var glæsileg og fór vel fram. þessa. Mörgum hefur komið á óvart hve fimleikarnir eru vinsæl- ir en í keppnissalnum komast um 37.000 manns fyrir og flest sæti hafa verið skipuð alla dagana. Þá er alltaf fullt við sundlaugina, þar sem pláss er fyrir um 15.000 áhorfendur og mikil aðsókn var að júdóinu, grísk-rómversku glím- unni, blaki og körfuboltanum, og svo mætti áfram halda. Heima- menn eru sem sagt vel með á nótunum og einnig hinir fjölmörgu gestir í borginni. Reiknað var með um einni og hálfri milljón manna vegna leikanna en íbúar eru venju- lega um þijár milljónir. Það má því kannski segja að ekki sé furða þó umferðin gangi svolítið hægt fyrir sig. Þessar þijár milljónir eru reyndar ekki allar heima meðan á leikunum stendur - sumir flýðu - og eina og hálfa milljónin er held- ur ekki öll hér í einu, en það er alveg sama. Þegar upp verður gert að leik- um loknum dæma menn væntan- lega uppsetningu Paynes og sam- heija hans á þessu gamla, góða leikverki, Hraðar, hærra, sterkari eftir franska baróninn Pierre de Coubertin. Ég er ekki viss um að Ieikhússtjórinn Samaranch verði ánægður en við skulum gefa Bandaríkjamönnum tækifæri. Forseti IOC hefur gjarnan haft á orði, þegar hann slítur Ólympíu- leikum, að hér hafi verið um að ræða glæsilegustu leikana til þessa. Spennandi verður að sjá hvort hann heldur uppteknum hætti, eða hvort honum finnst - eins og mörgum öðrum - leikarnir í heimaborg hans, Barcelona, hafa farið betur fram fyrir fjórum árum. J® ..„lHJí msfim. fligJií IBIFty,8mmMBm j.* ..-mMrk **'L'SCiív. : * iÉÉÉÉl iiÍKfta EYDÍS Konráðsdóttir um það bil að koma í mark í 1C Eydís Konráðsdóttirsegist haf. Gott ad vera Góð aðsókn Aðsókn á atburði Ólympíuleik- ma hefur verið geysigóð til LOGI Jes Kristjánsson í 100 m baksundl í Ólympíusundhölllnn! í Atlar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.