Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 7
4- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 D 7 Q99 ATLANTA '96 ílgSSalísVS HM8 Morgunblaðið/Kristinn >0 metra flugsundinu í Atlanta í gær. „Ég er mjög sátt viö sund!ð,“ sagði hún á eftir. i verið mjög afslöppuð og dreymt foreldra sína nálægt mínu besta ita. Morgunblaðið/Kristinn EYDÍS Konráðsdóttir úr Kefla- vík náði ekki að bæta íslands- met sitt í 100 metra flugsundi í gærmorgun í ólympíulauginni í Atlanta. Met hennar frá því í vorer 1.02,96 mín. en Eydís synti á 1.03,41 sek. í 3. riðli í gær og varð í 29. sæti af 44 keppendum í undanrásunum. Hún var hins vegar ánægð með sundið. Sundkonan sagðist hafa verið ótrúlega afslöppuð fyrir sundið. „Mér leið mjög vel í gærkvöldi og í nótt. Var yfirveguð —og dreymdi pabba Skapti °g mömmu. Það var Hallgrímsson mjög gott,“ sagði skrifar Eydís yið Morgun- blaðið eftir sundið. í vor, þegar hún var að reyna við ólympíulág- markið, sagðist Eydís aftur á móti hafa sofið illa og hugsað mjög mikið um það að kvöldi, sem fram- undan væri að morgni, dagana fyrir keppni. „Ég viðurkenndi ekki að ég væri stressuð en var það mjög. Það var líka svo mikið í húfi en hér hafði ég engu að tapa.“ Hún var í 29. sæti af 44 sem fyrr segir, var skráð inn í greinina með 31. besta tímann og var því ánægð. „Ég hoppaði yfir tvo, það er ág- ætt.“ Þegar Eydís náði lágmarkinu í maí byrjaði hún sundið hraðar og kom til baka, seinni 50 metrana, á svipuðum hraða og í gær. „Ég er mjög sátt við sundið, ánægð með að vera svona nálægt mínum Klaus Jurgen Ohk sundþjálfari nokkuð hress, sérstaklega með Elínu „Fer ekki a ðg rá ta II besta tíma. Þetta er fyrsta sundið mitt hér og ég hef alltaf þurft tvö til þrjú sund til að komast almenni- lega í gang, til dæmis í vor þegar ég náði lágmarkinu." Eydís fer ekki heim fyrr en eftir hálfan mánuð og nú, eftir að hún hefur lokið keppni, sagðist hún ætla að njóta lífsins í Atlanta. Mjög vel væri búið að keppendum og gott að vera í Ólympíuþorpinu. „Ég fer eitthvað í laugina, aðallega til að kæla, en ég ætli ég taki mér ekki smáfrí frá sundi þegar ég kem heim.“ „ÞETTA er allt ílagi. Ég fer að minnsta kosti ekki að að gráta,“ sagði Klaus Jiirgen Ohk, hinn þýski landsliðsþjálf- ari íslands í sundi, eftir að Ey- dís og Logi Jes höfðu keppt í gær. Ohk sagðist hafa átt von á að þau syntu nær bestu tímum sínum, mögulegt hefði verið að bæta þá en þó ekki sjálfgefið. „Ég sagði við þau fyrirfram að gott yrði að vera nálægt bestu tímun- um og mér finnst þetta því gott. Logi hefði getað byrjað betur. Hann fór hratt undir lokin en það hj álpar ekki ef maður byrjar ekki vel. í 100 metra sundi verður að synda vel allan tímann.“ Ohk sagði að Loga hefði gengið vel á æfingum, bandaríska þjálfarinn hans frá Phoenix væri líka í Atlanta og Logi hefði því haft allt sem þarf og hefði trúað á að hann gæti gert góða hluti. „En hann var stressaður. Þetta er fyrsta stórmót hans og því er í raun leyfilegt að vera stressað- ur. Fyrir næstu Ólympíuleika ætti að senda allt landsliðið á heims- meistaramót árið áður til að venja fólk við. Það kostar auðvitað pen- inga en myndi marg borga sig því fólki líður betur þegar það þekkir aðstæður.“ Ohk segir sundfólk mjög ein- mana þegar það stendur á rás- pallinum og bíður eftir að stinga sér. Sumum finnist tilfinningin skrýtin og því sé æskilegt að reyna að venja sig við þetta hlutverk. „Þegar sundmaður stendur á pall- inum getur enginn hjálpað honum. Það er ekki hægt að vera meira einmana. Eydís hefur hins vegar meiri reynslu en Logi á svona móti - keppti á Evrópumeistara- mótinu í fyrra og á Evrópumótinu í sprettsundum, þannig að hún hefur farið í gegnum þetta og þekkir því tilfinninguna. Þess vegna var hún nær sínum besta tíma.“ Eydís sagði þetta hárrétt hjá Ohk. „Ég stend á pallinum, sund- laugin er fyrir framan og hún er vinur minn. Þangað ætla ég að stinga mér og synda! Þetta er það eina sem ég hugsa áður en ég fer af stað. Annað skiptir ekki máli,“ sagði Eydís. Elín, Eydís og Clinton ELÍN Sigurðardóttir og Eydís Konráðsdóttir, sundstúlkur, urðu þess heiðurs aðnjótandi að sitja hjá Bill Clinton, Bandaríkjaforseta og ræða við liann í nokkrar mínútur siðastliðinn föstudag, skömmu eftir að hann kom til borgarinnar til að vera viðstaddur opnunarhátíð Ólympíuleikanna. Clintou kom í matsal ólympíuþorpsins kl. 11 fyrir iiádegi og þar var Eiín að borða. „Þá kom þarna öryggisvörður og spurði hvorteg viidi ekki færa mig aðeins og setjast þjá forsetanum í smástund. Ég var auðvitað alveg til í það og spurði hvort Eydis mætti ekki koma líka. Það var sjálfsagt og við færðum okkar yfir að borði sem búið var að girða af. Svo kom forsetinn þarna, settist niður og spjaliaði við okkur í svona fimm mínútur," sagði Elín við Morgunblaðið. „Hann var mjög indæll og alveg ótrúiega rólegur og yfirvegaður. Clinton spurði hvaðan við værum og er hann vissi það spurði hann hvort okkur væri ekki heitt í Atlanta,“ sagði Eiín. „Hann sýndi íslandi áhuga og sagðist einmitt hafa komið þangað. Mér leist n\jög vel á Clinton, þetta virðist vera indælis maður og það var mjög gsunan að talavið hann,“ sagði Elín. „Ég spurði forsetann hvort ætl- aði að dve\ja eitthvað í borginni en hann sagði svo ekki vera; hann ætlaði bara að vera við setningarathöfnina og fara svo. Hann vildi ekki taka alia athyglina frá íþróttamönnunum. Clinton sagðist hins vegar ætla að koma eitthvað aftur þegar líða tæki á leikana." Atlantal996 ■ TANG Lingsheng lyftingamað- ur frá Kína krækti á sunnudaginn í fyrstu gullverðlaun Kína í lyfting- um á Ólympíuleikum síðan í Los Angeles fyrir tólf árum. Lingsheng keppir í fluguvigtarflokki, 54 kg, og setti um leið heimsmet í saman- lögðu, lyfti 307,5 kg og bætti eldra met um 2,5 kg. ■ EN það ætlaði ekki að ganga þrautalaust hjá Lingsheng að fá síðustu lyftuna gilda því eitt þriggja ljósa dómaranna sem gefur til kynna hvort lyfta sé gild eður ei stóð á sér og þrátt fyrir merki frá dómara með handapati þá neitaði Kínverjinn að láta niður lóðin. Á endanum þurfti þjálfari hans að ganga upp á lyftin- gapallinn til að segja honum að i lagi væri að sleppa lóðunum, lyftan væri gild og gullið í höfn. ■ DAVID ROBINSON einn leik- manna bandaríska „Draumaliðsins" í körfuknattleik óttast að slakur leik- ur liðsins gegn Argentínu geti verið vatn á myllu sterkari liða og þau öðlist trú á því að „Draumaliðið" sé ekki ósigrandi. ■ THOMAS Bach frá Þýskalandi sem á sæti í stjórn Aiþjóða ólympíu- sambandsins var í gær fluttur í snar- hasti veikur á spítala. Veikindi hans voru eru ekki talin alvarlega, en þessi 42 ára gamli Þjóðverji verður undir eftirliti lækna þýska ólympíul- iðsins á næstunni. ■ DA WN Fraser, ein sigursælasta sundkona Ástralíu til þessa, var i vikunni flutt á spítala, en hún kendi verks í bijóstholinu. Eftir skoðun hjá læknum í Atlanta fékk hún að fara af spítalanum en verður undii eftirliti. Fraser er nú 58 ára og á leikunum 1956, 1960 og 1964 vanr hún til fjögurra gullverðlauna, fjög- urra silfurverðlauna og þrennra bronsverðlauna. Hennar sérgi'ein vai 100 m skriðsund. ■ MARKUS Koistinen kúluvarps- meistari Finna verður ekki með é Ólympíuleikunum að þessu sinni Upp hefur komist að hann hefui notað vaxtaraukandi hormóna til ac bæta árangur sinn og fær þess vegna fjögurra ár keppnisbann. ■ ÞEIR sem fylgdust með liða keppni fimleika karla sáu að miklii kærleikar voru með rússnesku sig- ursveitinni. Eftir að hver liðsmaðui hafði lokið æfingunum sínum tóki þeir sem ekki voru að keppa á mót félaga sínum með kossi beint i muninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.