Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ 099 ATLANTA ’96 MIÐVIKUDAGUR24. JÚLÍ 1996 D 9 Eiginkonan rak Scherbo áæfingu FYRIR sex mánuðum leit út fyrir að stjarna fimleikakeppn- innar í Barcelona fyrir fjórum árum og fjórtán faldur heims- meistari, Hvít-Rússinn Vitaly Scherbo, myndi ekki keppa á Ólympíuleikunum í Atlanta og verja sex ólympíutitla sem hann vann þá hörðum höndum fyrir. Ástæðan var sú að eigin- kona hans Irina lenti bflslysi og Vitaly fékk þann úrskurð frá læknum að líkurnar á því að kona hans myndi lifa af væru óverulegar. Við þetta áfall missti Ólympíumeistarinn all- an áhuga á fimleikum og hætti æfingum. En það sem fáir áttu von á gerð- ist, Irina fékk ótrúlegan bata eftir slysið, mun hraðari og betri en nokkur hafði reiknað með. Vit- aly tók gleði sína á ný af skiljanleg- um ástæðum, en það var ekki fyrr en einginkona hans skipaði honum að æfa á ný að hann lét verða af því. „Þú getur ekki kastað á glæ þeim tæpu fjórum árum sem þú hefur lagt hart að þér við æfingar svo þú getir varið ólympíutitla þína. Þú mátt ekki hætta á Ioka- ' sprettinum," sagði hún. Scherbo hlýddi skipun konu sinnar og hóf æfingar á nýjan leik og nú er hann mættur og hefur hafið keppni á Ólympíuleikunum í Atlanta. Ásamt félögum sínum í sveit Hvít-Rússa varð hann í fjórða sæti í sveitakeppninni og bíður þess nú að keppni í einstökum Fyrsta gull Rússa ÞEIR voru glaðir í bragði rússnesku fimleikamennirnir er þeir höfðu tryggt sér sigurinn í sveitakeppninni og um leið fyrsta gull Rússa á stórmóti í karla- flokki. Arkaev, þjálfari, er þriðji frá hægri. FRÁ því Rússar hófu að keppa undir eigin fána á fimleikamótum, að lokn- um Ólympíuleikunum árið 1992, hafa þeir ekki riðið feitum hesti frá stórmótum. Margir af betri fimieikamönnum fyrrum Sovétríkjanna eru hættir keppni eða eru liðsmenn annarra þjóða, s.s. Hvít-Rússinn Vitaly Scherbo. En nú þegar liðakeppninni er lokið með fyrsta sigri Rússa á stórmóti er greinilegt að hinn gamalkunni þjálfari þeirra Leonid Arkaev hefur byggt upp sterkt lið sem hefur möguleika á að koma Rússum á sama stall í fimleikaheiminum og þau sigurlið sem hann þjálfaði á tímum Sovét- ríkjanna. ð loknum skylduæfmg- unum á laugardaginn voru Rússar í fyrsta sæti sveitakeppninn- ar, einu stigi á eftir heimsmeisturum Kínveija. A síðari keppnisdegi gerðu rússnesku snáðarnir hans Arkaevs engin mistök. Þeir fóru af öryggi í gegnum æfingar sínar sem þeir hafa lagt nótt við dag í að æfa og létu aðalandstæðinginn um að gera mi- stök. Rússneska vélin mallaði af ör- yggi allt til enda og uppskar að leiðar- lokum öruggan og langþráðan sigur. Samanlögð einkunn var 576,778 stig, en Kínverjar fengu 575,539. Úkraína varð í þriðja sæti og Hvít-Rússar voru aðeins 0,16 á eftir í 4. sæti. Þetta var í fjórða sinn sem Arka- ev þjálfar lið sem vinnur til gullverð- launa á Ólympíuleikum í liðakeppni. Hann var þjálfari sovéska liðsins árið 1980 og 1988 og liðs Samveld- is sjálfstæðra ríkja árið 1992. Marg- ir telja að fimmtu gullverðlunin hefðu verið i höfn ef landar hans hefðu tekið þátt í leikunum í Los Angeles árið 1984. „Á fyrstu leikun- um mínum var ég mjög taugaóstyrk- ur og nú á fjórðu leikunum er ég engu betri,“ sagði hann er sigurinn var í höfn í fyrrakvöld. „Mín ósk var sú að allir legðu sig fram, fengju háar einkunnir og væru stoltir af því að keppa fyrir Rússa. Kannski var ég of æstur og lagði full mikið á drengina, en það hefur skilað sér. Það vinnur enginn gullverðlaun nema með því að æfa og æfa og æfa,“ bætti þessi gamli fimleikaref- ur við er hann var inntur eftir því hver lykillinn að sigrinum væri. Alexei Nemov, Rússlandi, fékk hæstu einkunn einstaklinga, 116,361, og skaut þar með Scherbo, Hvíta-Rússlandi, ref fyrir rass sem varð að gera sér annað sætið að góðu eftir afdrifarík mistök á boga- hestinum. Scherbo fékk 115,210. Þriðji varð Rússinn Alexei Voropaev, en hann var með Seherbo í sigur- sveit Samveldisins í Barcelona árið 1992. Eftir að hafa verið með forystu að loknum skylduæfingunum juku Rússar enn við forskot sitt að lok- inni fyrstu þraut í fijálsu æfingunum þar sem þeim tókst vel upp í gólfæfmgunum. Kín- veijar gáfust ekki upp við svo búið og tókst að minnka forskotið niður i 0,5 í tvígang. En í æfingum á svifrá, sem var næstsíðasta æfíng Kínverjanna, urðu þremur þeirra á afdrifarík mistök er þeir náðu ekki gripi á ránni, eftir erfið stökk og félíu í gólfið. Við það jókst forysta Rússa enn, þeir fóru á kostum á góífinu og í síðustu greininni, á svifrá, fóru þeir hnökralítið í gegn. Engu breytti þó að Kín- veijarnir sýndu ailar sínar bestu hliðar á gólfinu í sinni loka- þraut. Tapið varð heimsmeisturum Kín- veija mikil vonbrigði. „Margir samverkandi þættir komu í veg fyrir sigur okkar. Sá stærsti er eflaust mikil spenna í lið- inu og væntingar,“ sagði Huang Yu Bin þjálfari Kínveija. Ljóst er að einstaklingskeppnin sem framundan er verður hörku- spennandi. Alexei Nemov er í úrslit- um í öllum greinum að undanskild- um hringjum og náði hæstu einkunn í sveitakeppninni í tvíslá og svifrá. Scherbo hefur ekki sagt sitt síðasta og einnig Kínverjinn Li Xiaoshuang sem varð heimsmeistari í fyrra. Hann er í úrslitum í fjórum grein- um, á gólfi, í stökki, á bogahesti og tvíslá. Enn hefur Leonid Arkaev þjálfað upp geysisterktfimleikalið í karlaflokki Reuter VITALY Scherbo frá Hvíta-Rússlandi er hér í keppni á tvíslá á Ólympíuleikunum I Atlanta. Rússar rísa úr öskustónni áhöldum þar sem FIMLEIKAR Missti allan áhuga þegar kona hans lenti í bílslysi hefjist hann vann sex guil- verðlaun á síð- ustu leikum, að- eins Mark Spitz sundmaður frá Bandaríkjunum hefur unnið fleiri gullverðlaun á einum Ólympíuleikum. Scherbo varð annar í einstakl- ingskeppninni og Ijóst að hörð keppni verður á milli hans í einstaklingskeppninni og Rússans Alexei Nemow, sem varð stigahæstur. Scherbo keppir á fjórum áhöldum í keppni einstakl- inga, á gólfi, í stökki, á svifrá og á tvíslá. Hann gerði hins vegar afdrifarík mistök á bogahestinum er hann rak hægri fótinn í annan bogann er hann var að snúa. Fyrir vikið fékk hann aðeins 9,00 í einkunn. „Ég vildi ekki keppa við hann núna,“ sagði Bart Connors Ólympíumeistari í fimleikum árið 1984. „Hann er vel einbeittur og veit hvað þarf að gera til að sigra á Ólympíuleikum,“ bætti Connors við. Scherbo og frú hafa undanfarin misseri búið í Pennsylvaníu í Bandaríkunum ásamt þriggja ára gam- alli dóttur sinni. Hann segir ástandið í heimalandinu vera sorglegt og hann vilji ekki leggja á fjölskyldu sína að búa þar. „Ég vil að fjölskylda mín eigi kost á hollum mat og þurfi ekki að vera í daglegum biðröð- um eftir nauðþurftum með peninga í kílóavís," sagði Scherbo nýlega í viðtali. „í Bandaríkjunum líður okk- ur vel. Hér getum við slakað á og lifað Iífinu.“ Elvis ósáttur FRAKKINN Philippe Omnes, sem er núverandi ólympíumeistari í skylm- ingum, og Kúbumaðurinn Elvis Gregory háðu harð- an bardaga á mánudag. Elvis tapaði að lokum gegn Frakkanum, 15:14. Kúbumaðurinn var nyög ósáttur við ósigurinn og henti sverði sínu á gólfið, sparkaði í vegg og neitaði að taka í hönd andstæð- ingsins að bardaganum loknum. Þegar Gregory og Omnes géngu af vell- inum hófu þeir að stugga við og hrópa hvor að öðr- um. Að lokum þurfti lög- regla og öryggisgæsla á staðnum að skilja félag- ana að. Elvis brást illa við í stöðunni 14:14 þegar Philippe sagði við hann, „Ég mun sigra. Þú ert ekkert.“ Nafni rokkgoðs- ins var einnig áreittur af frönskum keppendum sem sátu á áhorfendapöll- unum. „Dómarinn gaf Omnes fjögur stig sem við áttum að fá og hegðun hans sæmdi ekki heiðurs- manni,“ sagði kúbversk- ur fylgdarmaður um franska skylmingamann- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.