Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR26. JÚLÍ1996 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Atlifót- brotnaði á æfingu LEIFTURSMENN urðu fyr- ir þeirri miklu blóðtöku á æfíngu liðsins í fyrrakvöld að markvörðurinn sterki, Atli Knútsson, fótbrotnaði nokkuð illa rétt fyrir ofan ökkla og sleit í leiðinni lið- bönd. Atli hefur leikið í marki Leifturs í síðustu leikjum eftir að aðalmarkvörður liðsins, Þorvaldur Jónsson, meiddist fyrr í sumar og hefur hann svo sannarlega staðið fyrir sínu á milli stanganna. Óskar Ingimundarson, þjálfari Leifturs, segist þó binda miklar vonir við að Þorvaldur verði orðinn klár í slaginn gegn efsta liði deildarinnar, KR, á fímmtu- dag. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir bæði Atla og liðið í heild því hann hefur verið að leika mjög vel síðan Þor- valdur meiddist. Gerð var aðgerð á Atla í morgun [í gærmorgunj en ég býst ekki við honum aftur á æfingu fyrr en í fyi-sta lagi eftir sex vikur. Þorvaldur er annars allur að braggast og við verðum að vona að hann verði búinn að ná sér í næstu viku en við eigum þó ennþá tromp uppi í erminni ef I harðbakkann slær,“ sagði Óskar í samtali við Morgun- blaðið í gær. Isaiah Rider til Portland BANDARÍSKI körfuknatt- leiksmaðurinn Isaiah Rider hefur gengið í raðir Port- land Trail Blazers eftir að leika með Minnesota Tim- berwolves undanfarin ár. Rider, sem er 25 ára gam- all, þykir mjög óstýrilátur í skapi og hefur margsinnis komist í kast við lögin á þessu ári, nú síðast á föstu- daginn þegar hann var handtekinn fyrir að stunda ólöglegt fjárhættuspii á al- mannafæri. Forráðamenn Minnesota sáu sér því þann kost vænstan að láta Rider fara frá félaginu en í stað- inn fær Wolves bakvörðinn James Robinson og fram- heijann Bill Curley frá Port- land auk valréttar í fyrstu umferð í NBA-valinu ein- hvern tímann í framtíðinni. Hinn geysiöflugi bakvörð- ur „Draumaliðsins“, Gary Payton, hélt upp á 28. af- mælisdag sinn sl. þriðjudag, með því að endurnýja samn- ing sinn við Seattle Super- Sonics til sjö ára. Sagan endurtók sig KR-ingar hafa tapað fjórum stigum gegn Keflavík KR-IIMGAR, sem voru í toppsæti fyrstu deildar eftir nfu umferð- ir, tóku á móti Keflvíkingum í Frostaskjóli f gærkvöldi. Heima- menn sóttu stíft framan af en sóknarþungi þeirra minnkaði þeg- ar á leið. Framan af virtust mörkin ætla að láta standa á sér en KR-ingar voru fyrri til að skora - aðeins örfáum mfnútum fyrir leikslok. Gestunum tókst svo að jafna leikinn þegar tvær mfnútur voru til leiksloka. Það blés ekki byrlega fyrir Kefl- víkinga í byijun leiks. KR- ingar byijuðu betur og þjörmuðu að varnarmönnum gestanna fyrsta ■■■■■■■ hálftímann. Kjart- Edwin an Másson, þjálfari Rögnvaldsson Keflvíkinga, var skrifar rekinn af vara- mannabekknum á þriðju mínútu fyrir mótmæli og munnsöfnuð. Á 1a ^^KR-ingar fengu hornspyrnu á ■ %#88. mínútu. Hilmar Bjömsson spyrnti stutt á Heimi Guðjónsson, sem lék upp kantinn að endamörkum og gaf háa sendingu inn á vítateig Keflvíkinga. Þar var varamaðurinn Óskar Þorvalds- sömu mínútunni átti Hilmar Björnsson fyrsta færi leiksins er hann skallaði boltann framhjá marki Keflvíkinga. Gestirnir áttu þó eitt og eitt upphlaup, en þau runnu flest út í sandinn þegar þeir komust nærri vítateig KR. Heimamenn voru miklu sterkari í fyrri hálfleik og áttu mörg hættu- leg færi, en skot þeirra rötuðu ekki rétta leið. Keflvíking- ar færðu sig örlítið framar á völlinn síðasta stundar- flórðung fyrri hálfleiksins og var þá meira jafnræði með liðunum. Heimamenn hófu síðari hálfleik- inn eins og þeir byijuðu þann fyrri. Þeir áttu meðal annars gott færi á 49. mínútu þegar Þorsteinn Guðjónsson átti skot sem stefndi framhjá markinu og Ásmundur Haraldsson missti naumlega af boltanum fyrir framan markið. Á 62. mínútu átti Brynjar Gunnars- son þrumuskot en það þaut fram- hjá markstönginni hægra megin við Ólaf Gottskálksson, markvörð Keflvíkinga. KR-ingar áttu enn eitt færið á 78. mínútu þegar Árni I. Pjetursson hitti boltann illa í skottilraun sinni og Ríkharður Daðason missti af knettinum þeg- ar hann rann framhjá markinu. KR-ingar hafa nú leikið tvo leiki gegn Keflavík í sumar og gert jafntefli í þeim báðum, en Kefla- vík er eina liðið sem tekist hefur að forðast tap gegn KR-ingum í sumar. Morgunblaðið/Golli KR-INGURINN Ásmundur Haraldsson lelkur fram hjá tvelmur varnarleikmönnum Keflvíkinga. Mikilvæg stig Grind- víkinga gegn Val Heimamenn í Grindavík náðu í þijú mikilvæg stig í barátt- unni um sæti í 1. deildinni þegar ■■■■■■§ þeir lögðu Val að Frimann velli 2:0 og gerðu Ólafsson þeir mörk sín seint skrifar frá hvort í sínum hálf- Grindavik leiknum. 1a^%Ólafur Ingólfsson sendi fyrir markið frá hægri. Boltinn ■ \#barst til Grétars Einarssonar sem hitti hann illa en þaðan barst hann til Zoran Ljubicic sem hamraði hann í netið á 45. mínútu. 2«^%Gunnar Már Gunnarsson lék inn í vítateig Valsmanna og ■ ^#kom boltanum til Kekic Siusa sem hafði allan tíma í heimin- um til að leggja boltann fyrir sig og þruma honum í þverslána við stöng, niður í jörð og inn í markið. Þetta var á 87. mínútu og vamar- menn Vals hreyfðu hvorki legg né lið. Grindvíkingar sigruðu mjög sanngjarnt og geta leikmenn Vals nagað sig í handarbökin að nýta ekki tækifærin sem þeir fengu. Færi heimamanna voru þó miklu fleiri og léku þeir oft á tíðum ágæt- lega úti á vellinum og settu vörn Vals í vanda. Ólafur Örn Bjamason var bestur Grindvíkinga og vex hann með hveijum leik sem aftasti varnar- maður. Óli Stefán Flóventsson sem er kominn aftur í raðir Grindvíkinga frá Þrótti Neskaupstað átti góðar rispur á hægra kanti en sigurinn var liðsheildarinnar. Leikmenn Vals náðu sér aldrei á strik og vantaði að reka endahnútinn á sóknarleik- inn. Sigþór Júlíusson var þeirra skástur frammi og Bjarki Stefáns- son í vörninni. „Það kom að því að við fórum að spila okkar bolta og þetta var verðskuldaður og góður sigur hjá okkur. Þetta var þó bara einn leikur hjá okkur og nú er að skoða næstu leiki. Við fjarlægðumst botnliðin en erum þó ekkert öruggir með okk- ur,“ sagði Ólafur Ingólfsson fyrir- liði Grindvíkinga eftir leikinn. ÍÞfémR FOLX ■ HELGI Sigurðsson kom inná sem varamaður í lið Stuttgart um miðjan síðari hálfleik þegar félagið vann sigur á ísraelska liðinu Hapoel Haifa í Israel á dögunum 0:4. Helgi skoraði síðasta mark leiksins aðeins tveimur mín. eftir að hann kom inná. ■ SKOSKA knattspymufélagið Glasgow Celtic krafði á miðvikudag franska liðið Mónakó um tafarlausa greiðslu fyrir skoska landsliðsmann- inn John Collins, sem gekk til liðs við Mónakó í maí síðastliðnum. For- ráðamenn franska iiðsins telja sig hins vegar algjörlega skuldlausa gagnvart Celtic sökum þess að sjálf- stæða furstadæmið Mónakó standi utan við Evrópusambandið og þurfi því ekki að hlýta nýjum ákvæðum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um greiðslur fyrir leikmenn. ■ HOLLENSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Jordi Cruyff, er nú á leið til ensku meistaranna Manc- hester United og mun hann koma til Englands í dag í því skyni að skrifa undir samninga. Cruyff verð- ur í láni hjá United í eitt ár en að því loknu gengur svo kappinn form- lega í raðir félagsins til þriggja ára. ■ FYRRUM leikmaður og knatt- spyrnustjóri skoska liðsins Glasgow Rangers, Jock Wallace, lést á fimmtudag 60 ára að aidri. Wallace, sem varði mark Rangers á miðjum áttunda áratugnum, hafði um nokk- urt skeið hijáðst af Parkinsonveiki. ■ ENSKA knattspyrnusambandið tilnefndi á fimmtudag Peter Taylor sem þjálfara U-21 árs landsliðsins. Taylor var lengi í herbúðum enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur og lék hann þar við hlið Glenn Hoddles, sem nýlega tók við þjálfun Á-landsliðs þeirra Englend- inga af Terry Venables. ■ NIGEL Martyn, fyrrverandi markvörður Crystal Palace, ákvað á miðvikudag að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Leeds United en auk Leeds hafði Everton haft gríðarlegan áhuga á markverðinum. Fregnir frá Englandi herma að Leeds hafi þurft að reiða fram rúm- ar 230 milljónir króna fyrir Martyn og er hann þar með næst dýrasti markvörður í ensku knattspyrnunni á eftir Tim Flowers hjá Blackburn. ■ ÞRÁTT fyrir að hafa fengið til liðs við sig nýjan markvörð eru for- ráðamenn Leeds þó ekki í sjöunda himni því einn besti leikmaður þeirra undanfarin ár, Gary McAlIister landsliðsfyrirliði Skota, skrifaði á miðvikudag undir samning við Co- ventry City. ■ BELGÍSKI landsliðsmaðurinn, Philippe Albert, framlengdi á fímmtudag samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle til aldamóta. Albert er 29 ára gamall og var hann keyptur til Newcastle frá belgíska liðinu Anderlecht fyrir tveimur árum. ■ PAULO Serg-io Gralac knatt- spyrnumaður frá Brasilíu gekk í gær til liðs við Bordeaux. Hann lék áður með Curitiba í heimalandi sínu. Kaupverð hans var 50 milljónir króna. Gralac er annar leikmaðurinn frá S-Ameríku sem gengur til liðs við Bordeaux á viku því í síðustu viku keypti félagið Claudio Biaggio frá Argentínu. Stúlkunar leika í Svíþjóð LANDSLIÐ kvenna 20 ára og i yngri keppir á Opna Norður- landamótinu í knattspyrnu í Sví- þjóð dagana 28. júlí til 3. ágúst. Liðið skipa þær Sigríður F. Páls- dóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdótt- ir, Edda Garðarsdóttir og Anna Lovísa Þórsdóttir úr KR, Katrín Jónsdóttir, Erla Hendriksdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Margrét R. Ólafsdóttir, Helga Ósk Hannes- dóttir og Inga Dóra Magnúsdóttir úr Breiðabliki, Aslaug Akadóttir, Kristín Halldórsdóttir og Karen Ólafsdóttir úr ÍA, Jóna Siguijóns- dóttir úr Aftureldingu, Helga Rut Sigurðardóttir og Rósa Júlí Sig- þórsdóttir úr Val. Ámý Evrópumeistari í þrístökki í Malmö ÁRNÝ Heiðarsdóttir, Óðni, varð í gær, fímmtudag, Evrópumeistari ðldunga í þrístökki í 40 ára aldursflokki er hún stðkk 10,55 metra á Evrópumeistaramóti öldunga sem nú fer fram í Malmö í Svíþjóð. Á sama móti fékk Trausti Sveinbjörnsson, FH, silfurverðlaun í 50 ára flokki í 400 metra grindahlaupi, kom i mark á 63,47 sekúndum. Bæði settu þau Ámý og Trausti íslandsmet í sínum flokkum. Þriðju verðlaunin hlaut Krtistján Gissurarson, UMSB, en liann fékk brons í stangarstökki, stökk 4,50 metra. Kristján keppti í 40 ára flokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.