Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 Q&P ATLAIMTA ’96 MORGUNBLAÐIÐ -H Pankratov of sterkur Rússinn Denis Pankratov er besti flugsundsmaður heims um þessar mundir. Hann tryggði sér óiympíumeistaratitilinn í 200 metra flugsundi í vikubyijun og í fyrrinótt bætti hann titlinum í 100 metra flugsundi í safnið en enginn hefur sigrað í þessum greinum á sömu Ólympíuleikum síðan Mark Spitz afrekaði það í Miinchen 1972. Reyndar gerði Pankratov gott betur og setti heimsmet, 52,27, en fyrra met hans frá því í Evrópukeppninni í_ Vín í ágúst í fyrra var 52,32. Ástralinn Scott Miller var í öðru íuémR FOLX ■ LAURA FLESSEL vann önnur guilverðlaun sín á Ólympíuleikunum er ítalska sveitin í skylmingum með lagsverði bar sigurorð af Frökkum í úrslitaviðureign. Áður hafði hún sigraði í einstaklingskeppni með sömu tegund sverðs. ■ STANISLAV Pozdnyakov krækti sér einnig í önnur gullverð- laun sín á leikunum í skylmingum í gær. Það gerðist þegar rússneska sveitin lagði þá ungversku að hólmi | skylmingum með- höggsverði. Líkt og Flessel hafði Pozdnyakov stað- ið uppi sem sigurvegari í einstakl- ingskeppni með höggsverði. ■ CHRISTIAN Klees frá skot- 100 M FLUGSUIMD Gífurlegur kraftur var í Pankratov og útfærslan hreint frábær sæti og Rúss- inn Vladislav Kulikov fékk bronsið. Gífurlegur kraftur var í Pankratov og útfærslan hreint frá- bær. Sem fyrr fór hann langleiðina í kafi á fyrri 50 metrunum og var milli- tíminn 24,19 sem var vel innan mettíma. Hreyfmgar hans frá mjöðmum, sérstaklega þegar hann var í kafi, voru úthugsaðar og hraðinn var ótrúlegur. „Fyr- ir tveimur dögum var ég mjög taugaóstyrkur,“ sagði hann. „Ég varð að einbeita mér til að stilla mig og þegar kom að sundinu fann ég ekki fyrir neinu, var mjög afslappaður." Miller gerði hvað hann gat til að komast fram úr á seinni 50 metrunum en varð að játa sig sigraðan, synti á 52,53. Kulikov sem var Evrópumeistari 1991 fór á 53,13. „Hann var einfaldlega of sterkur,“ sagði Miller um meist- arann. „Hann hafði einhvern kraft sem ég hélt að hann hefði ekki.“ HEIMSMET í 100 m flugsundi CD D~i DC-C I Denis Pankratov (Rússlandi)., 24. júli 1996 Fyrra met: 52,32sek. Heimsmet og gull RÚSSINN Denis Pankratov er besti flug- sundsmaður helms um þess- ar mundlr en hér fagnarhann helmsmetlnu og sigrinumí 100 metra flug- sundl. Reuter Loks gull hjá Norbert Rozsa maður frá Þýskalandi setti í gær heimsmet í riffilskotfimi af 50 metra færi með fijálsri aðferð og hlaut um leið guilverðlaun í flokn- um. Hann hlaut 704, stig en fyrra metið var 703,5 og var í eigu Dan- ans Jens Harskov. DAGSKRÁ VALLARGREINA ---------------fjj 26. júlí: Spjótkast kvenna, undankeppni Hástökk karla, undankeppni Kúluvarp karla, undankeppni Kúluvarp karla, úrslit 28. júlí: Kringlukast kvenna, undankeppni Hástökk karla, úrslit Þrístökk kvenna, úrslit 31. júlí: Stangarstökk karia, undankeppni Kúluvarp kvenna, undankeppni Langstökk karla, undankeppni Kringlukast karla, úrslit Reuter UNGVERJINN Norbert Rozsa er heimsmeistari í 200 metra bringusundi. Hann komst ekki í úrslit í 100 m bringusundi en langþráður draumur varð að veruleika þegar hann sigraði í 200 m bringusundinu í fyrrinótt. Á myndinni er hann til vinstri og horfir á Belgann Frederik Deburghgraeve fagna heimsmetlnu í 100 m bringusundi um liðna helgi. Þrefatt hjá Bandaríkjamönnum? Kúluvarp karla verður fyrsta fijálsíþróttagreinin til að klá- rast á Atlanta-leikunum. Ætla má að tveir Bandaríkjamenn komist á pall, heimsmethafinn Randy Barnes og John Godina John Godina náði besta árangri síðasta árs, varpaði kúlunni þá 22 metra slétta og varð heimsmeistari í Gautaborg. Hann er með þriðja besta árangur ársins, 21,25 metra. Sjálfur spáir hann þreföldum banda- rískum sigri. Godina reynir eins og Michael Johnson að vinna tvenn gullverð- laun. Hann er ekki einungis góður kúluvarpari því hann hefur náð ein- um besta árangri ársins í kringlu- kasti einnig. Hefur það ekki gerst frá leikunum í París 1924 að sami maðurinn hefur unnið kúlu og kringlu, en þar var að verki Banda- ríkjamaðurinn Bud Houser. Það mun reynast Godina erfitt að leika þann leik eftir. Hann beið ósig- ur fyrir Randy Barnes á bandaríska úrtökumótinu er sá síðarnefndi varp- aði 21,37 metra. Barnes hefur kast- að mun lengra en aðrir í ár eða 22,40 metra. Heimsmet hans frá 1990 er 23,12. í millitíð- inni tók hann út lyfjabann. Barnes verður að teljast sigurstrangleg- astur og silfrið ætti að falla Godina í skaut. Barátt- an um bronsið gæti orðið hörð en um það bítast líklega Dragan Perec Júgóslavíu (21,26 í ár), Roman Ví- rastjúk Úkraínu (21,23) og þriðji Bandaríkjamaðurinn, C. J. Hunter, en hann hefur náð fimmta besta árangri ársins, 21,17. Fremsti Norð- urlandabúinn í Atlanta er Finninn Mika Halvari sem varpað hefur um 21 metra í ár. 36 kúluvarparar keppa, 12 bestu komast í úrslitin, sem hefjast klukkan 21.30 að íslenskum tíma.21.30 að ís- lenskum tíma. KULUVARP Randy Barnes hefur kastað lengst í ár-22,40 m Ungverjinn Norbert Rozsa er heimsmeistari í 200 metra bringusundi. Hann komst ekki í úrslit í 100 m bringusundi en lang- þráður draumur varð að veruleika þegar hann sigraði í 200 m bringu- sundinu í fyrrinótt. Reyndar var um tvöfaldan ungverskan sigur að ræða því Karoly Guttler varð í öðru sæti en Rússinn Andrei Kor- neyev. sem hélt uppi hraðanum lengst af og leiddi sundið, varð í þriðja sæti. Bandaríkjamaðurinn Mike Barrowman setti heimsmet í grein- inni á Ólympíuleikunum í Barcel- ona 1992 en millitíminn hjá rúss- neska Evrópumeistaranum var mun betri að þessu sinni. Hann gerði vel en Ungveijarnir reyndust sterkari á endasprettinum. Rozsa, sem fékk silfur í Barcel- ona, kom í mark á 2.12,57. Guttl- er, sem fékk brons á HM í Róm 1994 þegar Rozsa sigraði, synti á 2.13,03 en hann var í öðru sæti á eftir Bretanum Adrian Moorhouse í 100 m bringusundi á Ólympíuleik- unum í Seoul 1988. Bretinn Nick Gillingham, sem hlaut silfur í Seo- ul og brons í Barcelona, varð að sætta sig við fjórða sætið, synti á 2.14,37. „Við Ungveijarnir æfðum sér- staklega fyrir síðustu 50 metr- ana,“ sagði Rozsa, „og mér leið mjög vel,“ bætti hann við aðspurð- ur um hvernig honum hefði liðið að vera á eftir Korneyev. „Munur- inn á 100 og 200 er mjög mikill og erfitt var að jafna sig eftir 100 metra sundið.“ Guttler er 28 ára og hefur ver- ið lengi í eldlínunni. „Þetta eru vonbrigði en ferillinn hefur verið dásamlegur. Ég hef synt á þrenn- um Ólympíuleikum, unnið til tvennra silfurverðlauna og sett heimsmet."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.