Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
Q99 ATLAIMTA ’96
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 C 5
Ótrúleg
þrenna
hjá
Smith
Írska stúlkan Michelle Smith gerði
sér vonir um að fara heim frá
Atlanta með tvo verðlaunapeninga,
gull, silfur eða brons, en í fyrrinótt
tók hún á móti þriðja gullinu eftir
sigur í 200 metra fjórsundi. Mar-
ianne Limpert var í öðru sæti og
Li Lin frá Kína fékk silfrið.
Smith var stíf í baki eftir átök
liðinna daga og rétt hafði það inn
í úrslitin en synti á fyrstu braut.
Hún var fyrst eftir flugsundið og
baksundið, kínverska stúlkan fór
fram úr í bringusundinu og eftir það
var Smith í fjórða sæti en kraftur
írans kom í ljós í skriðsundinu. „Ég
hef lagt mikið á mig,“ sagði Smith,
„og vissi að ég átti nóg inni. Ég
þurfti bara að haida mér í fremstu
röð og leggja síðan allt í síðustu 50
metrana." Tíminn var 2.13,93, Lim-
pert, sem var með besta tímann í
riðlakeppninni, fór á 2.14,35 og Lin
á 2.14,74.
„Þettaer eins og draumur,“_sagði
Smith. „Ég trúi þessu varla. Ég lét
mig aldrei dreyma um að fara heim
með þrenn gullverðlaun. Ég hélt að
ég gæti átt möguleika á verðlauna-
sæti í tveimur greinum.“ Krisztina
Egerszegi frá Ungverjalandi var
eina sundkonan sem sigraði í þrem-
ur greinum á Ólympíuleikunum í
Barcelona 1992, fagnaði sigri í 100
og 200 metra baksundi og 400
metra fjórsundi.
Forystusveit írska sundliðsins
gladdist mikið í fyrrinótt, sérstak-
lega vegna aðdróttana Bandaríkja-
manna gegn Smith. „Við erum sér-
staklega ánægð með þetta vegna
siðlausra árása bandaríska sund-
sambandsins sem hafa átt sér stað
til að vernda Janet Evans en hún
komst ekki einu sinni alla leið,“
sagði Patrick Hickey, formaður
Ólympíunefndar írlands. Eins og
greint hefur verið frá gagnrýndu
Bandaríkjamenn, studdir af Frökk-
um og Hollendingum, að Smith hefði
verið heimilað að keppa í 400 m
skriðsundinu þar sem hún hafði
ekki verið skráð til keppni á tilsett-
um tíma. Evans vakti athygli á ótrú-
legum framförum Smith á undan-
förnum árum og gaf lyfjamisnotkun
til kynna. „Við litum öll á Janet
Evans sem góða manneskju og frá-
bæran sigurvegara en það er engin
þörf fyrir siðlausar árásir," sagði
Hickey, sem er í Alþjóða ólympíu-
nefndinni. Hann sagði að óskað
hefði verið eftir niðurstöðum úr
lyfjaprófum Smiths til að hreinsa
hana af öllum ásökununum.
Er á leiðinni
Reuter
MICHELLE Smith var fyrst eftir flugsundið og baksundið, kínverska stúlkan fór fram úr í bringusundlnu og eftlr það var Smith
í fjórða sæti en kraftur írans kom í Ijós í skrlðsundlnu.
Gulldrottningin Michelle Smith svarar ásökunum um lyfjamisnotkun fullum hálsi
Ég svindla ekki
M ichelle Smith hefur
vakið
mesta athygli á Ölympíu-
leikunum í Atlanta og komið mest
á óvart. Hún komst ekki á blað á
Ólympíuleikunum í Barcelona
1992 en framfarirnar hafa verið
ótrúlegar og árangur hennar, gull
í 200 og 400 metra fjórsundi og
400 metra skriðsundi, hefur vakið
vissar grunsemdir hjá íþrótta-
mönnum, þjálfurum og fjölmiðlum
í Atlanta og hefur mest borið á
ásökunum um lyfjamisnotkun.
Eiginmaður hennar er í fjögurra
ára banni eftir að hafa fallið á
lyfjaprófi og þar sem hún hefur
sagt að hann hafi breytt æfingum
sínum og þakkar honum árangur-
inn hafa margir sett samasem-
merki á milli hjónanna varðandi
lyfj'amisnotkun. Smith hefur ekki
viljað ræða málefni eiginmannsins
en vísar öllum ásökunum um lyfja-
misnotkun heim til föðurhúsanna.
„Ég hef aldrei notað uppbyggj-
andi lyf, sem eru á bannlista,“
sagði hún nokkrum mínútum eftir
að þriðja gullið var í höfn í fyrri-
nótt. „Þessar vangaveltur eru
hlægilegar. í hvert sinn sem ég fer
í lyfjapróf eru niðurstöðurnar nei-
kvæðar. Fyrir hvert skipti sem
bandarískur landsliðsmaður er tek-
MICHELLE Smith fagnar sigrlnum í fjórsundinu
Reuter
írar ráða sér ekki fýrir gleði yfir árangri Smiths
MICHELLE Smith er sund-
drottning Ólympíuleikanna í Atl-
anta og Irar ráða sér ekki fyrir
gleði. Þeir segja hana mesta af-
reksmann þjóðarinnar á Ólymp-
íuleikum og stjiirnu leikanna.
Fyrir Atlanta hafði írland fengið
fimm guliverðlaun en Smith hef-
ur bætt þremur í safnið.
Mary Robinson, forseti ír-
lands, sagði að frammistaða
Smiths hefði glatt alla íra vítt
og breitt um heiminn. „Þú hefur
bætt hugarástand okkar þrátt
fyrir að hafa haft truflandi áhrif
á svefnvenjur okkar," sagði hún
og vísaði til þess að úrslitasund-
in fara fram eftir miðnætti að
staðartíma í írlandi.
John Bruton, forsætisráð-
herra írlands, sagði að þriðja
gull Smiths setti hana á sér-
stakan stall í ólympíusögunni.
„Árangurinn er frábær og eftir-
tektarverdur. írar fagna hug-
rekki hennar, ákveðni og holl-
ustu við íþróttina."
írskir fjölmiðlar héldu heldur
ekki vatni en þess má geta að
sund hefur ekki átt sérstaklega
upp á paUborðið í írlandi, að-
stæður hafa ekki þótt sérlega
góðar og áður var þess getið að
irskur sundmaður hafði það af
að komast i mark. En nú er ann-
að upp á teningnum. Irish Times
sagði að Michelle Smith væri
óstöðvandi og The Irísh Inde-
pendent gat þess að jafnvel
Bandaríkjamenn væru byrjaðir
að viðurkenna hana sem einn
besta sundmann sögunnar. Dnily
Mail nefndi hana „hreina vél“
sem svar við ásökunum um lyfja-
misnotkun þegar annað gullið
var í höfn. „trland 2 - Bandarík-
in 0.“ „Bandaríkjamenn hafa
ekki sannfærst," stóð í Daily
Mirror. „Þeir hafa séð konu, sem
þeir tóku ekki með í reikning-
inn, ýta þeim tU liUðar í ólympíu-
lauginni og leita að afsökunum.“
200 M FJORSUND
„Ég lét mig aldrei
dreyma um að fara
heim með þrenn
gullverðlaun"
inn í lyfjapróf er ég tekin fímm
sinnum.“
Umræðan hefur aukist mei
hveijum deginum og í fyrradaj
sögðu talsmenn íra í Atlanta ai
þeir hefðu beðið Alþjóða ólympíu-
nefndina um niðurstöður úr lyfja-
prófum sem tekin voru eftir sigur
Smiths í 400 m fjórsundi sl. laugar-
dag vegna umtalsins. Starfsmenn
IOC sögðu að enginn hefði falliðj
á lyfjaprófi teknu umræddan dag
en Joseph Cummiskey, læknir
írska liðsins, vildi fá nákvæmari
upplýsingar. „Við höfum óskað
eftir niðurstöðunum svo við getum
birt þær. Umræðan hefur verið
mjög hávær og við viljum hafá
niðurstöðurnar á hreinu." Smith
sagði að opinber birting niður*
staðnanna skipti engu máli. „Nei.
Hvers vegna?“
Michelle Smith er 26 ára sem
þykir hár aldur fyrir afreksfólk í
sundi en hún hefur stöðugt verið
að bæta sig. Hollendingurinn Erik
De Bruin, fyrrum silfurhafi í
kringlukasti á HM og eiginmaður
hennar síðan í liðnum mánuði,
hefur breytt æfingum hennar og
lagt áherslu á tækniæfingar sem
viðgangast í fijálsíþróttum. „Eitt
af því sem hefur farið í taugarnar
á sumum þjálfurum hérna er að
öflugar þjóðir sem gert var ráð
fyrir að ynnu til margra verðlauna
hafa ekki staðið undir vænting-
um,“ sagði Smith. „Þegar einhver
annar nær árangri er auðvelt að
gagnrýna en sumir þjálfarar nota
sömu þjálfunaraðferðir og þeii'
gerðu fyrir 20 árum.“