Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 12
***** Norbert Elliott þjálfari Guðrúnar Vona að stutt verði við bak hennar NORBERT Elliott, þjálfari Guðrúnar Arnardóttur, segist vona að yfirvöld á íslandi styðji við bakið á henni eins og hún eigi skil- ið. „Hún hefur allt sem til þarf til að ná árangri og hefur staðið sig mjög vel. Ef þið fylgist með öðrum keppendum hér þá eru all- ir með lið aðstoðarmanna með sér, eins og nauðsyn- legt er. Hún verður mjög góður fulltrúi íslands á heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum ef hún get- ur haldið áfram af fullum krafti,“ sagði Elliott við Morgunblaðið. Það er gott að setja íslandsmet tvo daga í röð, ekki síst á Ólympíuleikum, en á þeim vettvangi hafði íslandsmet í fijálsíþróttum ekki fallið í 20 ár þar til Guðrún tók sig til á sunnudaginn. Á mánu- dagskvöld bætti hún metið svo aft- ur, en hljóp þó ekki eins vel og daginn áður - hún fipaðist í hlaup- inu og fór ekki eins liðlega yfir sumar grindurnar. „Það eru smá vonbrigði að kom- ast ekki áfram. Byrjunín var góð en svo fór ég að gera mistök." En samt setti hún íslandsmet: „Já, og ég er að reyna að hugga mig við það,“ sagði Guðrún og reyndi að brosa. Guðrún hljóp í seinni riðlinum, á 4. braut. Henni á vinstri hönd var Bretinn Sally Gunnell, fyrrum heimsmethafi, og á hægri hönd hin bandaríska Sandra-Farmer Patrick. Har.dan við hana var svo heims- meistarinn og heimsmethafinn Kim Batten, einnig frá Bandaríkjunum. Áður en hlaupið hófst þurftu stúlk- urnar að bíða lengi. Þegar þær voru komnar út á brautina varð nefnilega Ijóst að Carl Lewis hafði sigrað í langstökkinu og þar með tryggt sér ólympíugull í greininni í fjórða skipti í röð, og því fylgdu mikil fagnaðarlæti og sigurhringur hjá þessum frábæra íþróttamanni. Stúlkurnar brðu því lengi við start- blokkirpar. Skyldi það ekki hafa verið erfítt? „Jú, það hafði svolítið truflandi áhrif en það á jafnt við um okkur allar. Allir eru stressaðir fyrir svona hlaup, hvað sem þeir heita.“ Guðrún sagðist hafa verið mjög ákveðin áður en hún lagði af stað. „Ég hugsaði með mér að fyrst ég gat unnið þessar stelpur í gær gæti ég það alveg eins í dag.“ Hún byij- aði svo mjög vel, eins og hún sagði sjálf og fór fljótlega fram úr Farmer- Patrick en síðan fór hún að gera mistök. „Ég hljóp mjög áreynslu- laust í riðlinum í gær - þá var allt mjög eðlilegt - en nú fipaðist ég og líkiega er þar um að kenna reynslu- leysi; bæði í að keppa á svona stóru móti gegn þessum stelpum og líka reynsluleysi í þessari grein, sem ég er hálfgerður nýgræðingur í.“ Sally Gunnell, sem var á þriðju braut, var um það bil að fara fram úr Guðrúnu skömmu áður en komið var í síðustu beygjuna er hún datt. Meiddist og hætti, en Guðrún sagði það ekki hafa truflað sig. Guðrún hljóp ekki eins létt og leikandi eins og á sunnudaginn, þó svo tíminn væri betri, missti taktinn um tíma og notaði ekki eins mörg skref milli grinda og hún á að gera. „Ég hefði getað gefist upp. Fann að ég var að klikka, en var ákveðin í að hætta ekki og er ánægð með það. Ég vissi að ég yrði að gefa allt í þetta sem ég átti, og gerði það.“ Rauða ljónynjan, eins og Rauða ljónið, Bjarni Felixson íþróttafrétta- maður á RUV, kallaði Guðrúnu ein- hvern tíma tók einmitt mjög góðan sprett í lokin. „Það er líklega ljón- ynjueðlið í mér; ég gefst aldrei upp,“ sagði Guðrún. „Ég er alltaf sterk- ust'undir lokin því þegar ég sé enda- línuna fæ ég aukinn kraft.“ íslandsmethafinn sagðist þurfa svolítinn tíma til að átta sig á því sem hefði gerst og hvað framtíðin bæri í skauti sér. „Tilfinningin var rosalega góð að koma fyrst í mark á Ólympíuleikum - þó það hafi ekki verið í úrslitum," sagði Guðrún, en hún sigraði í riðlinum í 1. umferð. „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa getað keppt hér og að hafa staðið mig - því mér finnst ég hafa staðið mig. Ánnað væri dónaskapur við skaparann." Hún lýsti yfir sérstakri ánægju með að hafa getað haft þjálfara sinn, Norbert Elliott, með sér því það skipti sköpum. „Hann hefur endalausa trú á mér. Telur mér trú um að allt sé mögulegt - engar takmarkanir séu til, og það skiptir miklu máli. Hann sagðist reyndar ætla að lemja mig (!) ef ég bætti mig ekki í dag. Ég óttast það auðvitað ekki en ef hann lemdi mig myndi ég bara lemja hann fastar á móti,“ sagði Guðrún og bætti við: „Þetta er mjög gott sam- band þjálfara og íþróttamanns." Guðrún hefur nýlokið námi við háskólann í Athens, eins og fram hefur komið. Hún er á heimleið í sumar og sagðist setjast niður með fjölskyldu sinni, foreldrum og systk- inum, til að ákveða framhaldið. „Þegar ég er búinn að leggja svona mikið á mig er spuming hvort ég verði ekki að halda áfram. Ég verð 25 ára í haust og það yrði enginn vandi að halda áfram á fullu í tvö ár enn, jafnvel fjögur. Ég sagði alltaf við sjálfa mig, að Ólympíu- leikarnir myndu skipta máli upp á framhaldið og mér finnst ég hafa staðið mig. Eg var mjög ánægð með að hlaupa undir 55 sekúndum í riðlakeppninni og nú gerði ég það aftur, þannig að ég get ekki annað en verið ánægð. Að hafa náð þessu er gott fyrir mig og alla heima sem hafa hjálpað mér. Ég vona bara að einhvetjar litlar stelpur hafi verið að horfa á mig og segi sem svo að fyrst ég geti þetta geti þær það líka. Eg er nefnilega ekkert sérstök - bara venjulegur Islendingur." Guðrún Arnardóttir bætti íslandsmetið annan daginn í röð en komst ekki í úrslitahlaupið Reynj að hugga mig við íslandsmetið Guðrún segir ekki Ijóst hvert framhaldið verður. Hana langar greinilega að halda áfram, helst undir stjórn Elliotts því þegar Morgunblaðið spurði hvort samstarfi þeirra væri hér með lokið eftir Ólympíu- leikana, svaraði Guðrún: „Vonandi ekki.“ Það verð- ur svo að koma í Jjós hvað verður. Hvort hún verður á Laugarvatni næsta vetur, þar sem hún hefur fengið inni i Iþróttakennaraskó- lanum, eða í Bandaríkjun- um við æfingar. Guðrún Arnardóttir hljóp á 54,81 sek. í und- anúrslitum 400 m grindahlaupsins. Skapti Hallgrímsson sá hana þá setja Islandsmet annan daginn í röð og ná tíunda besta tíman- um, en átta komust í úrslit. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson GUÐRÚN Arnardóttir, lengst til hægrl, kemur í kjölfar Sllvia Rleger, Þýskalandi og Söndru Farmer Patrick, Bandaríkjunum. Meistarinn úr leik NÚVERANDI ólympíumeistari í 400 metra grindahlaupi kvenna, Sally Gunnell frá Bretlandi, meiddist í undanúrslitum 400 metra grindahlaupsins í fyrrinótt. Hún hljóp á þriðju braut en Guð- rún Arnardóttir hljóp á þeirri fjórðu. Gunnell fór að haltra eftir sjöttu grindina og féll síðar á brautina, en hún hafði meiðst á hásin fyrr í þessum mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.