Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR BIKARKEPPNINIFRJÁLSIÞRÓTTUM Sigurvegarar JL í keppninni Karlabikar Kvennabikar frá upphafi |R Sérstök karla- og kvennakeppni frá 1973 Félög sem keppt hafai'1. deild frá upphafi árið 1966 , ^«^e»iniii8iwi‘iiin IR 28 ár HSK 26 ár KR 24 ár UMSK 22 ár Ármann 22 ár FH 17 ár HSÞ 9 ár UMSE 8 ár UÍA 6 ár HSH 5 ár UMSS 4 ár UMSB 3 ár KA 2 ár USAH 2 ár UMFK 1 ár ... KR UMSK IR 1966 1970 1975 1980 1985 fhírhskFHhsk FH 1995 1990 MEINAR Þór Daníelsson fékk að líta gula spjaldið í leik KR og Vals á sunnudaginn og er þess vegna kominn í eins leiks bann því þetta var hans fjórða gula spjald í sumar. ■ BALDVIN Jóhannsson kylfing- ur úr Keili fór í gær holu í höggi á sjöttu brautinni á Hvaleyrinni. Þetta er í annað sinn sem Baldvin nær draumahögginu í sumar því hann fór holu í höggi á sömu braut ekki alls fyrir löngu. Þá notaði hann kylfu númer sjö en var með kylfu númer sex í gær en brautin er 144 metra löng. Baldvin hefur fjórum sinnum farið holu í höggi á golfferli sínum. ■ HLYNUR Birgisson var valinn besti maður vallarins þegar Orebro sigraði Djurgárden 3:0 í sænsku 1. deildinni um helgina. Arnór Guðjohnsen þótti einnig standa sig vel og var sagður næst bestur. Þess má geta að Sigurður Jónsson var í leikbanni. ■ RÚNAR Kristinsson var kosinn besti maður Örgryte þegar Iiðið gerði markalaust jafntefli við Malmö. ■ ELFSBORG, lið Kristjáns Jóns- sonar í sænsku 1. deildinni, beið um helgina 1:2 ósigur fyrir Stenungs- sund og missti þar með toppsæti suðurdeildarinnar í hendur Hácken. Allt lítur því út fyrir að enn eitt árið ætli Elfsborg að gefa eftir á enda- sprettinum og glata þar með tæki- færinu til þess að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. ■ LEEDS keypti um helgina Lee Sharpe frá Manchester United og var kaupverðið um 470 milljónir króna. Sharpe á átta landsleiki að baki, en gekk erfiðlega að festa sig í sessi. hjá United á síðustu leiktíð. ■ RÚSSNESKI sundgarpurinn, Denis Pankratov náði besta tíma sem náðst hefur í 50 metra flug- sundi um helgina er hann synti á 23,68 sekúndum á móti í Frakk- landi. Bandaríski sundmaðurinn Byron Davis átti besta tímann þar til um helgina, en hann synti á 24,05 sekúndum í mars. ■ LINFORD Christie sigraði í 150 metra hlaupi á móti í Lundúnum um helgina fyrir framan aðeins 6.000 áhorfendur. Christie hættir keppni í lok sumars og ætlar héðan í frá aðeins að hlaupa sér til heilsubótar og yndisauka. ■ ENSKI landsliðsmaðurinn Nick Barmby, sem leikur með Midd- lesbrough á Englandi, gæti átt á hættu að missa af fyrstu leikjum liðs- ins í úrvalsdeildinni sökum meiðsla á kálfa er hann hlaut í vináttuleik gegn Inter Mílanó á sunnudag. Leik liðanna lauk annars með markalausu jafntefli. ■ DIEGO Maradona, knattspyrnu- maður, tilkynnti á sunnudag að hann væri hættur að leika með félagi sínu Boca Juniors og gaf jafnvel í skyn að hann ætlaði að hætta alveg. ■ LÖGREGLA á Englandi hefur lýst því yfír að mun minna hefði borið á hinum svokölluðu knatt- spyrnubullum meðan á Evrópu- keppninni stóð heldur en búist hafði verið við. Alls voru 1.148 manns færðir í járn en flestir þeirra fyrir ölvun á almannafæri, svartamark- aðsbrask eða hótanir um líkamiegt ofbeldi. HUGARFAR Ollu máli skiptir í íþróttum, eins og annars staðar, að hugur fylgi máli. Þegar ákveðið er að halda af stað út í lífíð, I því skyni að ná árangri, verður að trúa á sjálfan sig. Og fólk verður að nenna. Margir stunda íþróttir; sumir sér til heilsubótar og hressingar en aðrir með keppni í huga. Þeir sem kjósa að reyna fyrir sér HjfflHB að leggja sig fram við æfingar og keppni því eins og þjóðfélagið er I dag er svo margt í boði fyrir fólk á þeirra aldri. Ég bara vona að frammistaða min geti verið þeim og öðrum stúlkum um land allt já- kvæð fyrirmynd og fordæmi fyrir að þær haldi áfram að leggja rækt við íþróttir. Úr þvi að ég hef náð þeim árangri sem ég hef náð er tilbúnir að leggja hart Aðdáunarverl hvemig að sér, og þannig er ein- íhmtto. mitt með fremsta HClIloUI iplUlUl &%% k®"a landsins talar barna á íþróttaæfingu, veit enginn hvar afreksmaðurínn leynist og því er mikilvægt - einsog iðulega hef- ur verið bent á hér á þessum vett- vangi - að leyfa öllum að vera ínieð. Ræst getur úr þeim slakasta þegar tíminn líður. Meðalmenn I íþróttum fram eftir aldri geta orð- ið afburða á þeim vettvangi. Guðrún Arnardóttir vakti verð- skuldaða athygii á nýafstöðnum Ólympíuleikum. Mjög iitlu munaði að hún kæmist í úrslit 400 metra grindahlaupsins, hún hafði aila burði til þess en örlítil óheppni, og ef til vill reynsluleysi, varð þess valdandi að hún náði ekki settu marki. íslandsmetið bætti hún hins vegar tvo daga í röð. Guðrún hefur ekki síður vakið athygli fyrir hve jarðbundin hún er og hæversk. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið í Atlanta: „Ég vona bara að einhveij- ar litlar stelpur hafí verið að horfa á mig og segi sem svo að fyrst ég geti þetta geti þær það iíka. Ég er nefnilega ekkert sérstök - bara venjulegur íslendingur.“ Guðrún bætir svo um betur í dag, í samtali við blaðið á bikar- keppni FRÍ um helgina: „Mér fínnst mjög gaman_ að sjá hvað yngstu stelpumar í Ármanni eru duglegar ljóst að flestar stúikur geta þetta því ég var bara meðaljón á þeirra aldri.“ Aðdáunarvert er hvernig þessi mesta afrekskona Íslendinga í íþróttum 5 dag talar. Konur hafa verið allt of fáar í hópi afreks- manna okkar í íþróttum síðustu ár, en vonandi rætist úr eftir þenn- an frábæra árangur „rauðu ijón- ynjunnar“ síðustu misseri. Dæmin sanna að góðar fyrir- myndir skipta miklu máli; eftir Óiympíuleikana í Los Angeles 1984 hóf fjöldi ungra manna á íslandi að æfa júdó og ungviði út um allt land kastaði spjóti í gríð og erg á tímabili. Hann Magnús vinur minn í næsta húsi var farinn að fíkta við tugþraut í huganum þegar ég kom heim frá Atlanta og sjö ára dóttir undirritaðs geys- ist nú yfír ímyndaðar grindur hvort sem er í stofunni heima eða ann- ars staðar. Hetjurnar eru mikiivæg fyrir- mynd. Það er svo fagfólksins að koma auga á hveijír geta; hverja á að virkja. Og forystunnar að koma auga á hveija á að styrkja. Skapti Hallgrímsson Ætlar Fylkismaðurinn KRISTINN TÓMASSON að hrella markverði 1. deildaráfram? Ég mun gera mitt besta KRISTINN Tómasson, knattspyrnumaður úr Fylki, sem skoraði þrjú glæsileg mörk í 4:2 sigri gegn Grindvíkingum á sunnudag, er 24 ára gamall, fæddur 1. janúar 1972 í Reykjavík. Hann er Fylkismaður í húð og hár því tæp tuttugu ár eru nú liðin frá því að hann mætti á sína fyrstu æfingu íÁrbænum. Kristinn lék sinn fyrsta meistaraflokksleik gegn Val fyrir sjö árum og strax f öðrum leiknum, gegn KA fyrir norðan, komst hann á blað í deildinni þegar hann skoraði eina mark Fylkis í leiknum. Krist- inn er í sambúð með Unni Árnadóttur og á hann einn son, Árna Fannar tveggja ára. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Sund og er nú nemi í prentsmfði í Iðnskólanum í Reykja- vík en f tengslum við námið starfar hann auk þess við prent- smíði hjá Plastprenti. Kristinn hefur í gegnum tíðina oft náð að hrella margan markvörðinn, jafnt í yngri flokkum sem í meistara- flokki, og hefur Sigurgeir hann ætíð átt nokk- Guðlaugsson uð auðvelt með að finna réttu leiðina í mark andstæðinganna. Það sem af er sumri hefur hann nú skorað sex mörk, fjórum færri en markahæsti leikmaður 1. deild- arinnar, Ríkharður Daðason úr KR. Kristinn sagðist í gær ekki alls kostar ánægður með sjálfan sig því færin hafi ekki vantað og viidi hann gjarnan vera búinn að koma knettinum oftar yfir marklínu mót- heijanna en raun ber vitni. Eftir heldur slakt gengi fyrri hiuta sumars virðist þið Fylkis- menn nú á mikilli siglingu. Hverju ber að þakka? „Ég tel að þjálfaraskiptin hafi komið okkur mjög til góða því Þór- ir [Sigfússon] vakti okkur til lífsins og kom fram með áherslur, sem hugsanlega voru ekki fyrir hendi áður. Þórir hefur fylgst vel með okkur í sumar og hann vissi ná- kvæmlega hvað okkur vantaði en einnig tel ég að einhver hugarfars- breyting hafi átt sér stað hjá leik- mönnum sjálfum. Þetta hefur gengið upp hingað til og ég hef enga trú á öðru en við séum búnir að fínna réttu brautina.“ Er eitthvað sem kemur þér á óvart í sambandi við stöðu liðanna í 1. deild eins og hún er í dag? Morgunblaðið/Árni Sæberg KRISTINN Tómasson, sóknarmaður í Fylki. „Erum komnir á það ról, sem við ætluðum okkur þegar deildin hófst.“ Að sjálfsögðu hefðum við Fylk- ismenn viljað vera í þægilegri stöðu í deildinni en þetta er að ég held allt að smella saman hjá okkur og við ætlum okkur svo sannarlega ekki að falla. Annars kemur staða efstu liða mér alls ekki á óvart því Skagamenn og KR-ingar hafa mjög góðum liðum á að skipa og ég tel að þegar upp er staðið eigi Skaga- menn eftir að ná að fagna íslands- meistaratitlinum eitt árið enn. Vals- menn og Leiftursmenn hafa komið mér einna mest á óvart í sumar og munu þessi lið að öllum líkindum beijast um Evrópusætið allt þar til Islandsmótinu lýkur en að sama skapi hafa Eyjamenn sennilega valdið mestu vonbrigðunum.“ Hvað telur þú með áframhaldið hjá Fylki í sumar? „Við erum komnir á það ról, sem við ætluðum okkur þegar deildin hófst og við ætlum að halda okkar striki það sem eftir lifir sumars. Það er engu að síður of snemmt að hrósa happi því hlutirnir eru fljótir að breytast og við eigum án efa erfíða leiki framundan gegn ÍBV og KR. Ætli við þurfum ekki svona þijá sigurleiki til viðbótar til þess að tryggja 1. deildarsætið en við kunn- um vel við að vera komnir úr fallsæt- inu og erum harðákveðnir í að halda okkur fyrir ofan níunda sætið.“ Ætlar þú að stefna á marka- kóngstitilinn í ár? „Eg held að það sé ailtof snemmt að fara að hugsa um það strax en ég ætla að sjálfsögðu að gera mitt besta og reyna að halda áfram að koma knettinum framhjá mark- vörðum andstæðinganna. Hvort það tekst verður svo bara tíminn að skera úr um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.