Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Guðrún og Jón Amar sýndu styrk sinn GUÐRÚN Arnardóttir úr Ármanni og Jón Arnar Magnússon, UMSS, sýndu í bikarkeppni FRÍ um helgina svo ekki verður um villst að þau bera höfuð og herðar yfír aðra frjáls- íþróttamenn hér á landi. Guðrún tók þátt í fimm einstaklingsgreinum, sigraði í þremur og varð í öðru sæti í tveimur. Guðrún hefur síðustu misseri lagt áherslu á grindahlaup, kom fyrst í mark í 100 og 400 m grindahlaupí auk 400 metra hlaups- ins. Þá varð hún önnur í langstökki og einnig í þrístökki, en það eru greinar sem hún hefur ekkert æft í mörg ár. Guðrún hljóp einnig loka- sprettina í 4x100 m og í 1.000 metra boðhlaupi og innsiglaði sigur sveita Ármanns. Jón Amar hafði líkt og Guðrún yfirburði í þremur greinum. Kom fyrstur í mark í 100 m hlaupi á 10,69 sek í miklum mótvindi. I 110 m giindahlaupi og langstökki komst enginn með tæmar þar sem Jón hafði hælana. Einnig tók hann þátt í spjót- kasti og náði þar þriðja sæti á eftir Sigurði Einarssyni, Ái-manni og Ein- ari Vilhjálmssyni, ÍR. í kringluklasti varð hann fjórði á eftir Vésteini Hafsteinssyni, Pétri Guðmundssyni og Eggerti Bogasyni. Einna eftir- minnilegastur var 400 m sprettur Jóns í 1.000 m boðhlaupi sem var síðasta grein keppninnar. Þar tók hann við keflinu í öðm sæti nokkm á eftir liðsmanni FH, hljóp hann uppi og kom nokkuð á undan honum í mark. Þá var Jón einnig skráður til leiks í 200 m hlaupi en hætti við, því hlaupið var á sama tíma og keppni stóð yfír í kringlukasti. Morgunblaðið/Golli JON Arnar Magnússon, UMSS, sigraði með yfirburðum í 100 metra hlaupi á 10,69 sekúndum þrátt fyrir óhagstætt veður. Jóhannes Marteinsson ÍR, til vinstri, varð annar og Kristján Friðjónsson, UMSK, sjötti. Engin hand- tímataka í bikarkeppninni um helgina var í fyrsta skipti hér á Iandi einungis notast við rafmagns- tímatöku í öllum hlaupum, en síðustu ár hefur rafmagns- timataka verið notuð j'afn- hliða handtímatökum. Nú voru þrjár klukkur við mark- línuna sem tóku tímann og að sögn eins forráðamans mótsins gafst þessi tiihögun vel og jók um leið á ná- kvæmni við tímatökur. Um leið þurfti ekki eins marga starfsmenn við hvert hlaup og áður. Var þetta einn liður í undirbúningi fyrir fram- kvæmd Smáþjóðaleikanna sem haldnir verða hér á landi í júní ánæstaári. Fánar óspart notaðir ANNAR liður í undirbúningi Smáþjóðaleikanna sem var verið að reyna á í bikar- keppninni að þessu sinni var að við verðlaunaafhendingu fyrir hveija grein í 1. deild var félagsfánum þriggja efstu manna flaggað og kepp- endur snéru sér um leið í átt til þeirra. Tókst þetta vel að því undanskildu að fram eftir degi á laugardag vantaði fána UMSK en hann kom fyr- ir rest og gekk þá allt fyrir sig eins og í sögu. Sigurði vís- að úr keppni MJÖG hart eftirlit var með þvi að keppendur héldu sig á afmörkuðum svæðum á meðan keppni í þeirra grein fór fram líkt og er gert á mótum er- lendis, en þessi mál hafa verið laus í reipunum á fijálsíþrótta- mótum hér á landi síðastliðin ár og keppendur getað valsað um völlinn eins og þeim hefur hugnast. Sigurður Einarsson spjótkastari hafði ekki verið látinn vita um þetta og varð hann fyrir þvi að vera vísað úr leik í miðri keppni í spjót- kasti. Keppendur voru 13 í spjótkastkeppninni og því löng bið á milli kasta. Hléið á milli hugðist Sigurður nota til að þyggja ráð hjá þjálfara sín- um og fara á salernið. Þegar hann kom á ný til leiks var honum vísað úr keppni fyrir að hafa ekki beðið um leyfi til að yfirgefa kastsvæðið. Var hann óhress með það en ákvörðun dómara var ekki breytt. Þetta kom hins vegar ekki í veg fyrir sigur hans í keppnini þar sem áður en að þessu kom hafði hann kastað lengst allra, 72 metra, og eng- um tókst að gera betur. FH-ingar sigruðu með 16 stiga mun í bikarkeppni FRÍ í fimmta sinn á sex árum Það kom ekkert annað en sigur til greina Mjótt á munum Fyrirfram var reiknað með að FH-ingar væru líklegir til að veija titil sinn en skæðustu andstæðingar þeirra í fyrra, Ármenningar, myndu veita þeim harða samkeppni svo og ÍR sem að nýju var komið í 1. deild eftir eins árs veru í 2. deild. Fyrri daginn var mjótt á munum í kapp- hlaupinu um stigin. FH var oftast nær skrefi framar en Ármenningar og IR-ingar voru skammt undan. Þessar þijár sveitir voru í nokkrum sérflokki en því næst komu sveitir HSK og UMSS með tugþrautar- kappana og frændurna Olaf Guð- mundson Jón Arnar Magnússon í broddi fylkingar. Kristján brosti „Okkur hefur gengið betur en við þorðum að vona og mér sýnist allt stefna í að við náum öðru sæt- inu,“ sagði Kristján Harðarson, þjálfari Armenninga, með bros á vör er líða tók á fyrri keppnisdaginn og ljóst að það yrði hans sveit en ekki ÍR sem fylgdi FH eftir. Hafn- firðingar héldu vel á spöðunum og náðu öðru sætinu í 4x100 metra boðhlaupi karla og kvenna og fengu þar fjórtán stig en Ármanni gekk síður í karlahlaupinu og fékk 11 stig fyrir boðhlaupið. FH hafði því sjö stiga forskot á Ármenninga og ÍR var skammt undan eftir dýrmæt tólf stig fyrir fyrrgreindar greinar. „Okkur hefur gengið vel í öllum greinum en samt er mjótt á mun- um, en spennan en nauðsynleg í svona keppni,“ sagði Helga Hall- dórsdóttir FH-ingur að loknum fyrsta deginum, en hún hafði þá önglað í ófá stig fyrir bikarmeistar- ana og átti eftir að bæta um betur síðari daginn. Jón og Guörún í eldlínunni Jón Arnar Magnússon, UMSS, og Guðrún Arnardóttir, Ármanni, voru í eldlínunni í mótinu og undir- strikuðu hvílíka yfirburði þau hafa í frjálsíþróttum hér á landi. Jón Arnar sagðist enn ekki hafa jafnað sig eftir tugþrautakeppni Ólympíuleikanna en lét það ekki á sig fá og bar uppi sveit UMSS með glæsilegri frammistöðu. „Ég er enn nokkuð þungur og þreyttur," sagði Jón á meðan langstökkskeppninni stóð. „Ég mun hafa hægt um mig á næstunni og æfi samt á fullu en verð í hægari gangi en áður,“ bætti hann við og sagðist næsta verkefni sitt vera þátttaka í stærsta tug- þrautarmóti ársins í Talence í Frakklandi um miðjan september. Guðrún Arnardóttir keppti í fimm einstaklingsgreinum og sigraði í Aldrei virtist vera nein hætta á því að bikar- inn g’engi FH úr greipum í bikarkeppni FRÍ * um síðustu helgi. Ivar Benediktsson fylgdist með skemmtilegri keppni í Laugardal. „VIÐ stefndum að sjálfsögðu á sigur og vissum að Armenning- ar og ÍR-ingar myndu veita okk- ur harða keppni. En FH-liðið er skipað reynslumiklu fólki í bland við unga og efnilega ein- staklinga sem eru að koma meira og meira við sögu. Við sigruðum í stigakeppni Meist- aramótsins í sumar og því kom ekkert annað til greina en að verja bikarinn og það tókst, enda erum við í skýjunum með það,“ sagði Ragnheiður Ólafs- dóttir, þjálfari FH, á sunnudag- inn eftir að félagið hafði tryggt sér sigur í bikarkeppni FRI þriðja árið í röð og i sjötta sinn á níu árum. FH hlaut 230 stig, en Ármann sem fylgdi þeim lengi vel sem skuggi varð í öðru sæti með 214 stig og ÍR- ingar hrepptu þriðja sætið með 204 stig. HSK hafnaði í fjórða sæti, UMSS í fimmta og UMSK í sjötta en UMSB og HSÞ verða að sætta sig við að keppa í 2. deild að ári. Eins og ævinlega var hart barist í flestum greinum enda er fyrst og fremst barist um stig og kepp- endur einblína síður á met í bikar- keppni. Hlaupin verða taktískari og kastarar og stökkvarar hafa oft vaðið fyrir neðan sig og tefla ekki á tvær hættur. En þrátt fyrir það verður keppni oft æsileg og ekki ganga hlutirnir eins fyrir sig og að er stefnt. Nú voru þijár sveitir sem háðu harða baráttu um sigurlaunin og þótt þau lentu á kunnuglegum slóðum var spennan til staðar lengst af, ekkert mátti bera út af. Menn og konur fórnuðu sér fyrir félagið og sumir kepptu í fleiri greinum en þeir eru þekktir fyrir og má nefna að Sigurður Einarsson spjótkastari úr Ármanni tók þátt í boðhlaupi og Guðmundur V. Þorsteinsson lang- hlaupari úr UMSB tók þátt í þrí- stökki og svo mætti lengi telja. Morgunblaðið/Golli GUÐRÚN Arnardóttir, Ármanni, dró hvergi af sér í bikarkeppninni um helgina og tók þátt í sjö greinum. Hér er hún að fara yfir síðustu grindina í 400 m grindahlaupinu og rétt á eftir henni er fyrrum methafi í greininni Helga Halldórsdóttir, FH, sem einnig sýndi mikla keppnís- hörku í fjölmörgum greinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.