Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson JACQUES Villeneuve vlð Williams-Renault keppnlsbílinn sem hann sigraði á um helgina. Villeneuve sigraði í ung- verska kappakstrinum KANADAM AÐURINN Jacques Villeneuve kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum á sunnudaginn, en Bretinn Damon Hill varð annar. Báðir óku Williams Renault keppnisbílum og tryggðu með þessum árangri Williams-liðinu heimsmeistaratitil bflahönnuða. Villeneuve saxaði hinsvegar á forskot Hill í keppni ökumanna um heimsmeistaratitilinn. Frakkinn Jean Alesi hirti bronsið. Heimsmeistarinn Michael Schumacher féll enn eina ferðina úr keppni, núna með bilaða vél og sömu örlög biðu einn- ig Eddie Irvan hjá Ferrari. Heimamaður í stuði undir stýri að var spenna rétt fyrstu 15-20 hringina í keppninni, þar sem margir skiptust á að hafa forystu. Staðan breyttist mest vegna þess að ökumenn tóku flestir þijú við- gerðarhlé, sem riðlaði stöðunni. En þegar nær dró lokum var Villeneuve hinsvegar kominn með hálfrar mín- útu forskot sem Hill saxaði jafnt og þétt á, eftir misheppnað viðgerð- arhlé Villeneuve. Þegar bílarnir komu í endamark var aðeins hálfrar sekúndu munur á köppunum tveim- ur. Austurríkismaðurinn Gerhard Berger var framarlega þangað til að vélin í Benetton hans gaf upp öndina í annarri keppninni í röð. Bretinn Martin Brundle var heppinn þegar Jordan bíll hans fór útaf á hraðasta kafla brautarinnar, hann slapp ómeiddur en féll úr keppni. Aðeins níu af tuttugu bílum sem keppnina hófu komust í endamark eftir 305 km akstur. Meðalhraði Villeneuve í keppninni var 174 km á klukkustund. „Það verður hörð keppni milli okkar Hill í síðustu fjórum mótun- um. Við erum búnir að tryggja Williams heimsmeistaratitil bíla- hönnuða og fáum því lausan taum- inn á lokasprettinum,“ sagði Vil- leneuve eftir að hafa tekið á móti sigurlaununum. „Það munaði minnstu að ég tapaði keppninni í þriðja viðgerðarhléinu þegar ró á afturdekki vildi ekki festast. Ég tapaði tíu sekúndum á þessu, en náði samt að halda Hill fyrir aft- an.“ Hill klúðraði enn á ný í rás- markinu, var annar í rásröð en féll í fimmta sæti á fyrstu 100 metrun- um. „Jean Alesi komst framúr mér og ég var lengi vel fastur fyrir aft- an hann og tapaði miklum tíma, því erfítt var að fara framúr á þröngri brautinni. Ef dekkin fóru of utarlega var ryk til staðar sem gerði brautina hála og hættulega, þannig að það varð að aka varlega, halda ökulínunni. Ég náði þó í silfr- ið og hlakka til síðustu mótanna, sem munu ráða hver verður heims- meistari ökumanna," sagði Hill. Feðgamir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson unnu fjórða rallið í röð á þessu ári á Mazda 323, en heimamennirnir Vilhjálmur Viðars- son og Ingólfur Arnarsson á Nissan nældu í silfur á heimaslóðum. Þriðju urðu Þorsteinn P. Sverrisson og Ingvar Guðmundsson á Toyota Cor- olla og sigruðu þar með í flokki Norðdekk bíla fyrir lítt breytta keppnisbíla. Keppnin var fámenn en sérleiðirnar þóttu sérstaklega skemmtilegar í keppninni sem fór fram í nágrenni Sauðárkróks, lá m.a. um Mælifellsdal. „Leiðin um Mælifellsdal er geggjaðasta sérleið á landinu. Það er varla beinn kafli á leiðinni og þú getur verið viss um að ef blind- hæð er framundan, þá er beygja strax á eftir. Leiðin er gífurlega hlykkjótt og skemmtileg," sagði Þorsteinn í samtali við Morgun- blaðið. Hann og Ingvar hafa háð harða keppni við Hjört P. Jónsson og ísak Guðjónsson í flokki lítt breyttra bíla í sumar, en þeir síðar- nefndu féllu úr leik á annarri sér- leið með tvö sprungin dekk. Bilaði einnig framhjólabúnaður eftir útaf- akstur á fyrstu leið. „Þegar við sáum bíl Hjartar bilaðan slökuðum við örlítið á, en höfðum sprengt á fyrstu leið. Þar til við sáum Hjört þá tók ég alla heimsins sjénsa á blindhæðum til að vinna tímatapið upp. Keyrði á skapinu frekar en vitinu og skynsemi. Eftir það var spurning um að keppa um annað sætið við Vilhjálm, en við vildum frekar halda bronsinu en taka áhættu. Þrátt fyrir ólán Hjartar sýnist mér að hann nái titli í þess- um flokki þó tvö mót séu eftir. Hann þarf aðeins að ná öðru sæti í öðru þeirra þó ég ynni bæði ,“ sagði Þorsteinn. Vilhjálmur var að vonum ánægð- ur að ná silfri á heimavelli, en hann hafði forystu á tímabili eftir að feðgarnir Rúnar og Jón töpuðu þremur mínútum á fyrstu leið. Þeir sprengdu dekk og ákváðu að skipta. „Við vorum í forystu fram að há- degishléi og það var sannarlega óvænt. Við erum í skýjunum með silfrið. Ég hefði gjarnan viljað hafa meira afl, þó það sé varla kominn tími á það ennþá. Of mikið afl get- ur valdið óþarfa klúðri," sagði Vil- hjálmur sem byijaði að keppa í rall- akstri á þessu ári og hefur sýnt góða takta. „Ég ætla að reyna að safna peningum til að komast í al- þjóðarallið í september og þessi árangur eykur náttúrulega áhuga manns mikið. En við verðum að skoða sérleiðirnar betur en fyrir þessa keppni til að geta ekið hrað- ar,“ sagði Vilhjálmur. Það fór lítillega um Rúnar og Jón þegar sprakk hjá þeim og tjakkur- inn festist undir bílnum á fyrstu sérleið. „Við vorum búnir að aka þijá kílómetra af 22 á fyrstu leið þegar sprakk og við urðum að stöðva og skipta um dekk. Tjakkur- inn sökk hinsvegar í drullu, en okk- ur til happs voru áhorfendur nálæg- ir sem lánuðu okkur tjakk. En við töpuðum 3,45 sekúndum á fyrsta bfl,“ sagði Rúnar. „Ég þurfti því að hafa fyrir sigrinum og var hepp- inn að ekki voru öflugri bílar í þess- ari keppni en raun bar vitni. Vil- hjálmur var hinsvegar þrælsprækur á sínum bfl, en okkur tókst þó um síðir að síga framúr honum og unn- um með tæplega tveggja mínútna mun. Nú er bara að safna kröftum fyrir alþjóðarallið, sem er stærsti viðburðinn í rallinu hérlendis. Ég hlakka mikið til að keppa þar,“ sagði Rúnar Jónsson. Ammanæfði fyrir tor- færukeppni Sæunn Lúðvíksdóttir segir ruggustóla og prjóna ekki tímabæra og keppir í torfæru um næstu helgi Fyrsta amman til að keppa í torfæru verður Sæunn Lúð- víksdóttir frá Selfossi og það mun gerast í heimsbikarmóti í torfæru í Jósepsdal á næsta laugardag. Hún er aðeins 34 ára gömul en engu að síður orðin amma. Dóttir hennar Margrét Ósk eignaðist son fyrir skömmu, en hún er sautján ára gömul. Á sama aldri og þegar móðir hennar ól hana. Sæunn er eiginkona Gunnars Egilssonar sem keppt hefur í torfæru í mörg ár. Sæunn hefur keppt áður, í æf- ingamótum en keppir nú í bikar- móti sem verður grunnur að al- þjóðlegu torfærumóti framtíðar- innar. Margir torfærujeppar eru til á Norðurlöndum og nokkrir þeirra verða í keppninni um næstu helgi. Sæunn skrapp á laugardag- inn í prufutúr á keppnistæki fjöl- skyldunnar. „Ég náði úr mér skrekknum á æfingu í Jósepsdal. Ég velti harkalega þama í fyrra í myndatöku og jeppinn fór í steik að framan. En ég var fljót að rífa skrekkinn úr mér eftir akstur í hliðarhalla og börðum. Ég ætla að æfa mig vel fyrir mótið og ná árangri. Gef körlunum ekkert eft- ir og þeir fá að finna fyrir hve kraftmiklar ömmur geta verið,“ sagði Sæunn. „Veltan í fyrra var mjög harka- leg, jeppinn stakkst framyfír sig með látum. En öryggisbúnaðurinn er mikill og því er ég róleg að keppa. Eftir að ég varð amma þá hefur fólk komið til mín og spurt hvort ekki væri kominn tími til að slaka á. Jafnvel þó ég sé að- eins 34 ára, þá er titillinn amma farin að setja sitt mark á mig. Ég á greinilega bara að vera í pilsi og með pijóna í ruggustól. En ég hef svarað því til að ef ég hætti í torfæru, þá fari ég bara í fallhlífastökk í staðinn. Þá hefur fólk hætt að tala um þetta, sætt- ir sig við að ég sé í torfærunni. Ég finn mig vel undir stýri, hef alltaf ekið mikið og torfæran er orðin lífsstfll hjá okkur Gunnari. Krakkamir okkar eru heilluð líka, eiga eigin útfærslur af torfæru- jeppum sem Gunnar og Ævar bróðir minn smíðuðu. Þau koma á öll mót með okkur,“ sagði Sæ- unn. „Strákunum mínum líst svona þokkalega á að ég ætli að keppa. Þeir eru' svolitlar karlrembur, finnst pabbi eiga betur heima um borð í keppnistækinu.“ Hún segir þau Gunnar hafa ólíka aksturs- tækni. „Ég held að ég sé næmari í börðum, en Gunnar betri í tíma- þrautum og í því að krækja fyrir dekk. Ég á eftir að læra það bet- ur. Ég ætla að liggja yfir mynd- böndum af mótum sumarsins og skoða hvernig andstæðingarnir keyra. Það skiptir máli hvar þú ert í rásröð og hvemig ökumaður- inn fyrir framan þig ekur í þraut- um. Svo er spuming hvort maður muni það allt á keppnisstað, en ég verð vel undirbúin. Ég á alveg möguleika að vinna eins og strák- arnir sem hafa verið í þessu. Þeir verða örugglega á nálum, vilja ekki að amma leggi þá að velli í karlaíþrótt sem margir telja tor- fæmna vera. Ég ætla sanna að svo er ekki,“ sagði Sæunn galv- ösk. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Amman og synirnir SÆUNN Lúðvíksdóttir, 34 ára amma sem keppir í tor- færu um næstu helgi, æfðl í Jósepsdal á laugardaginn. Synir hennar Ægir Óskar og Hafberg Óskar Gunnarssyn- ir mættu með eftirlíkingar af keppnistæki hennar á staðinn og fylgdust með að- förum hennar. Hún verður fyrsta amman sem keppir í torfæru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.