Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 B 9 ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson SIGURÐUR Unnsteinsson velti á hraðasta kafla brautarinnar og labbar hér frá bílnum eftir að hafa tekið hátt heljarstökk. Á neðri myndinni er Guðbergur Guðbergsson. Vélin í Porsche hans er staðsett afturí bílnum sem gefur gott grip í rásmarkinu. Guðbergur sigraði í öllum bílkrossmótum árslns á umræddri bifrelð. Guðbergur varð meistari þriðja áriðíröð GUÐBERGUR Guðbergsson á Porsche vann sinn þriðja meist- aratitil i'bílkrossi á sunnudaginn, þegar hann skildi alla andstæð- inga sína eftir í úrslitariðlinum í flokki railykrossbíia. Guðbergur hefur unnið öll mót ársins. Sumarið var allt of auðvelt. Ég vann án mikillar samkeppni, en kannski af því ég vann heimavinn- una mjög vel ásamt aðstoðarmönn- um. Við lágum í bílnum í allan vetur og betrumbættum hann. Hann var því alveg viðhaldsfrír í sumar, á meðan helstu andstæðingar lentu í basli,“ sagði Guðbergur Guðbergsson í samtali við Morgunblaðið. „Ég ætla að keppa í síðasta mótinu en taka síðan hlé frá bílkrossinu og keppa í alþjóðarallinu í ár og á næsta ári. Við erum að smíða upp 300 hestafla Porsche með nýrri vél og gírkassa. Liggjum í honum fram að keppni og höfum lagt nótt við nýtan dag. Um verslunarmannahelgina var fimm manna „halló bílskúr" hátíð hjá okk- ur. Við erum búnir að skipta um raf-, olíu- og bensínkerfið. Þá er bremsukerfið orðið stillanlegt og allir demparar nýir. Eins og í krossinu þá stefni ég á sigur í rallinu, þó það muni há mér eitthvað að hafa ekki keppt lengi í rallinu. Þá vonast ég til að fínna tíma til að skoða keppnis- leiðirnar sem er mikilvægt." Staðan er mjög jöfn í flokki krónu- bíla, ódýrustu keppnisbílanna í bíl- krossi. Þar geta þrír orðið meist- arar. Páll Pálsson vann keppnina um helgina á Lancer og er með 64 stig, en Ólafur Ingi Ólafsson á Toyota Corolla varð annar og er með 62 stig. Þriðji ökumaðurinn sem á möguleika er núverandi meistari, Garðar Þór Hilmarsson sem er með 61 stig. í flokki stórra bíla, teppa- flokki vann Ellert Kr. Alexandersson á Ford Mustang en Hjálmar Hlöð- versson á Camaro varð annar. Besta aksturstíma í brautinni náði Guð- bergur, ók á 4,01 mínútum. toömR FOLK ■ VILHJÁLMUR Viðarson, silf- urverðlaunahafí í ralli helgarinnar vinnur á veitingastað á Sauðárkróki og elur nýstárlega físka hérlendis í 13 keijum nálægt heimabæ sínum. Bassi kallast fiskurinn og er alinn til útflutnings. ■ AGNAR H. Agnarsson ók í kvartmílunni á Chevelle sem var með nýja beina innspýtingu sem köll- uð er fljúgandi klósettið. Sams konar búnað notar torfærukappinn Sigurð- ur Axelsson en búnaður þessi eykur bensínflæði inn á vélina verulega. Um allt að 50% ef hann er rétt stillt- ur. ■ BRYNJAR Gylfason ók Chev- rolet Vega í kvartmílunni og varð þriðji í flokki útbúinna götubíla. Hann mætti á endursmíðuðum bíl sem var orðinn öskuhaugamatur eftir að tor- færuökumaður hafði keypt vélbúnað bílsins og skilið yfirbygginguna éftir. Brynjar bjargaði bílnum frá haugun- um og smíðaði_úr úrvalsgrip. ■ GUÐNÝ Úlfarsdóttir rallöku- kona keppti ekki á Sauðárkróki. Hún giftist Heimi Helgasyni á sunnu- daginn, en Guðný er dóttir rallarans Ulfars Eysteinssonar. Guðný og Heimir óku á brott eftir giftinguna i Trabant sem ætlaði aldrei í gang. ■ ULFAR er að raða saman Willys Wrangler keppnisjeppa með „heitri“ vél fyrir alþjóðarallið og keppir á honum með Sighvati Sigurðssyni. Markmiðið er að leggja að velli breska hermenn sem keppa á sex Land Rover jeppum. Hjörleifur Hilmarsson gamalkunnur rallkappi mun einnig mæta á Willys. ■ SÆMUNDUR Sæmundsson keppti í krónukrossi um helgina á Lada. Hann má teljast heppinn að hafa ekki meiðst á fótum þegar bíll hans skall á steinsteyptum vegg við krossbrautina. Rifnaði framhjól og dempari undan og veggurinn gekk inn að kúplingspedalanum. Sæ- mundur slapp með skrámur. ■ SHAYNE King frá Nýja Sjá- landi á KTM hefur forystu í heims- meistarakeppninni í motorkrossi með 295 stig, en Belginn Joel Smetz er með 263. Peter Johanson á Husqu- arna sigraði á móti í Þýskalandi um helgina. Tvö ís- landsmet í kvartmflu Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson GUIMIMAR Rúnarsson setti íslandsmet á þessu sérkennilega og sérsmíðaöa kvartmíluhjóll. Ók brautina á 9,694 sek. ÞRIÐJA kvartmílumótið sem gefur stig til íslandsmeistara fór fram á föstudagskvöld. Tvö íslandsmet voru slegin íflokki mótorhjóla. Sigurður Gylfason á Suzuki ók brautina á 10,227 sekúndum íflokki sporthjóla og Gunnar Rúnarsson á sér- smíðuðu Suzukimótorhjóli ók á 9,694 sekúndum. Margir eiga möguleika á meist- aratitli í hinum ýmsu flokk- um kvartmílunnar þegar einu móti er ólokið, en það verður 1. septemb- er. Með sigri í flokki bíla með for- gjöf er Halldór Björnsson á Toyota Corolla með 280 stig eftir keppni helgarinnar en Torfi Sigurbjörnsson 230. Fyrir sigur í einstakri keppni fá ökumenn 100 stig, síðan 10 ef þeir setja íslandsmet. Síðan eru gefín stig fyrir árangur í tímatökum fyrir keppni, sá sem nær besta tíma fær átta stig og sá lakasti eitt stig. í flokki götubíla náði Jón Geir Ey- steinsson á Chevelle bestum tíma í tímatökum og vann síðan Agnar Agnarsson í úrslitaspyrnunni. Jón Geir er með 302 stig til meistara og Agnar 208. í flokki útbúinna götubíla vann Sigtryggur Harðar- son á Toyota Celica. I þessum jap- anska bíl er nú átta cylindra Cleve- land vél og amerísk hásing að aft- an. Fjöðrun hefur því verið gjör- breytt og í vélarsalnum prófaði Sig- tryggur að kæla bensínið með ís áður en það náði blöndungunum. Sú tilraun bætti tíma Sigtryggs í brautinni. Hann ók best á 11,95 sekúndum og var á rúmlega 190 km hraða í endamarki. Sigtryggur er með 233 stig í íslandsmótinu, Grétar 193 og Asgeir Örn Rúnars- son 104, en hann lenti í vélarvand- ræðum í keppninni. Það voru hinsvegar mótorhjóla- ökumenn sem settu íslandsmetin. Sigurður Gylfason sem ekki hafði keppt á mótorhjóli í sumar eftir ágætt á_r á vélsleða í vetur mætti og setti Islandsmet. Hann ók Suzuki mótorhjóli sem hann settist á klukkustundu fyrir keppni og tókst að vinna Bjarna Valson á Suzuki í úrslitum. Bjarni er hinsvegar með 194 stig til meistara, en Árni Gunn- laugsson sem varð þriðji um helgina er með 152. Valgeir Pétursson á Honda vann í flokki 600cc mótor- hjóla, lagði Unnar Má Magnússon á Kawazaki að velli. Besta aksturs- tíma í mótinu náði Gunnar Rúnars- son í flokki ofurhjóla á sérsmíðaðri Suzuki mótorhjólagrind. Hann ók á 9,694 sekúndum á sannkölluðu tryllitæki sem hann hefur smíðað með aðstoð margra félaga sinna. MEISTARASKÓLIVALS OG ACO HANDBOLTAHÁTÍÐ AÐ HLÍÐARENDA Otrúlegur skóli - ótrúleg verð Ekkl missa af þessu Leiðbeinendur: Boris Akbachev aðstoðar landsliðsþjálfari, Jón Halldórsson, Óskar Bjarni Óskarsson og Valtýr Thors. Gestir: Guðmundur Hrafnkelsson, Þorbjöm Jensson, Valdimar Grímsson, Sigurður Sveinsson og fleiri frábærir leikmenn. Verð: 2.000 25% systkinaafsláttur 19.08.-23.08. 26.08.-30.08. 8:00 - 9:00 Gæsla 'fc Allir fá Landsbankabol Ýmis verðlaun frá ADIDAS 9:00 - 12:00 Fædd '86 - '87 9:00- 12:00 Fædd '83 -'84 12:00 - 13:00 Gæsla 13:00 - 16:00 Fædd '87 - '89 13:00- 16:00 Fædd '81 - '82 lár Grillveisla 'jír Happdrætti ÝT Diskótek fyrir elstu hópana og kvöldvaka að hætti hússins 16:00 - 17:00 Gæsla aco Skráningfer fram dagana 14.-16. ágúst á skrifstofu Vals í Hlíðarenda frá kl.l 1:00 - 15:00. Allar nánari upplysingar eru veittar í síma 5512187. gdidas ESSO Ólíufélagið hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.