Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR13. ÁGÚST1996 B 5 þremur og varð í öðru sæti í tveim- ur - langstökki og þrístökki. Það eru greinar sem hún hefur ekki æft í nokkur ár. „Ég æfði einu sinni þrístökk og átti um tíma íslands- metið, en hef ekkert æft þessa grein í mörg ár. Nú keppi ég bara einu sinni á ári í þessum greinum og það er í bikarkeppninni til að vinna stig fyrir mitt félag,“ sagði Guðrún. Þá var hún í sigursveit Ármanns í 4x100 metra og 1000 metra boð- hlaupi kvenna. Verðskuldaður sigur Það var snemma ljóst á síðari keppnisdegi að eitthvað þyrfti al- varlega að bera út af hjá FH til þess að bikarinn gengi þeim úr greipum. Sigurður T. Sigurðsson og Jón Oddsson létu sínar greinar, stangarstökk og langstökk, ekki vefjast fyrir sér og fóru með sigur af hólmi. Þjálfarinn Ragnheiður Ólafsdóttir dró vagninn utan vallar og innan og varð önnur í 3.000 metra hlaupi og hafði áður náð sama sæti í 1.500 metra hlaupinu. Laufey Stefánsdóttir varð önnur í 800 metra hlaupi og Finnbogi Gylfason í sömu grein í karlaflokki svo fátt eitt sé nefnt úr afrekalista Hafnfirðinga. „Halla Heimisdóttir og Unnur Sigurðardóttir voru sterk- ar í köstunum og Helga var frábær eins og venjulega," sagði Ragnheið- ur er sigurinn var í höfn. „En þetta er Ííklega í síðasta sinn sem ég er bæði keppandi og þjálfari hjá FH í sama móti. Að vera jafnt utan vallar sem innan er of stressandi. Þetta hef ég reyndar sagt áður.“ Þegar kom að síðustu grein, 1.000 metra boðhlaupi kvenna, var ljóst að FH-sveitin hefði mátti koma síðust í mark án þess að það kæmi í veg fyrir sigur þeirra í stigakeppn- inni. En Helga Halldórsdóttir og stöllur hennar í boðhlaupssveitinni sýndu ekkert kæruleysi í greininni heldur hlupu á fullum dampi og innsigluðu sigurinn í heildarkeppn- inni með því að koma í öðru sæti í mark líkt og karlamir höfðu gert nokkrum mínútum áður. Góð breidd með fjölmörgum jöfnum einstakl- ingum hafði skilað bikarnum í Hafnarfjörð á verðskuldaðan hátt þriðja árið í röð. Kvennabikarinn til Ármanns „Árangurinn var betri en við þorðum að vona og ég sáttur," sagði Kristján þjálfari Armanns. „Það var vitað mál að ekkert mætti fara úr- skeiðis hjá okkur ef við ætluðum að ná öðru sætinu því ÍR var með framsækið lið, en miðað við útreik- inga mína fyrir keppnina fengum við átta stigum meira þegar öllu er á botninn hvolft en ég hafði reiknað með. Það tel ég gott því okkur vant- aði í karlaliðið meðal annars Hauk Sigurðsson spretthlaupara. Auk þess sigruðum við í kvennaflokkun- um líkt og í fyrra og það er já- kvætt og ber vott um styrk að halda þeim bikar í húsi,“ bætti Kristján við. „Annars óska ég FH-ingum til hamingju með sigurinn en vona jafnframt að hann verði til þess að aðstaða þeirra til æfinga í Hafnar- firði verði bætt.“ ÍR komið til að vera á toppnum Það var hlutskipti ÍR að hljóta þriðja sætið og að sögn Þráins Haf- steinssonar, þjálfara er markmið þeirra þar með í höfn. „Þegar við féllum í aðra deild fyrir tveimur árum settum við okkur það mark- mið að vinna aðra deildina árið eftir og ná þriðja sæti i fyrstu deild árið eftir og það tókst. Þannig að ég er sáttur í sjálfu sér,“ sagði Þráinn í mótslok. „Við eigum eftir að ala upp sterkari hóp og það kemur með tím- anum og því eru nokkrar greinar veikar hjá okkur ennþá. En við erum með ungt lið sem stóð sig vel og sérstaklega var frammistaða Guðnýjar Eyþórsdóttur góð, en hún keppti í mörgum greinum þrátt fyr- ir ungan aldur. Nú er það Ijóst að við ÍR-ingar eru komnir til þess að vera á toppnum. Eg vil hins vegar óska FH til hamingju, þeir unnu verðskuldað að þessu sinni.“ ÍÞRÓTTIR Guðrún Arnardóttir Var bara meðaljón „MÉR fannst nokkuð kalt en það venst fljótt," sagði Guðrún Arn- ardóttir, hlaupakona úr Ármanni, en hún lét sitt ekki eftir liggja um helgina við að safna stigum fyrir félag sitt. „Það tilheyrir að koma heim á sumrin og taka þátt í bikarkeppninni. Það er öðruvísi keppni en flestar aðrar. Mikil stemmning er í liðunum og sam- staða um að gera vel.“ Guðrún tók þátt í fimm ein- staklingsgreinum, 400 m grinda- hlaupi, 400 m hlaupi, 100 m grindahlaupi, langstökki og þrí- stökki. Þá var hún í báðum sigur- sveitum félagsins í boðhlaupi kvenna. „Mér finnst nyög gaman að sjá hvað yngstu stelpumar í Ár- manni eru duglegar að leggja sig fram við æfingar og keppni því eins og þjóðfélagið er í dag er svo margt í boði fyrir fólk á þeirra aldri. Ég bara vona að frammistaða mín geti verið þeim og öðrum stúlkum um land allt jákvæð fyrirmynd og fordæmi fyrir að þær haldi áfram að leggja rækt við íþróttir. Ur því að ég hef náð þeim árangri sem ég hef náð er jjóst að flestar stúlkur geta þetta því ég var bara meðaljón á þeirra aldri,“ sagði Guðrún Amardóttir sem með glæsilegri frammistöðu á Ólympíuleikunum skipaði sér í hóp allra bestu kvenna í 400 m grindahlaupi í heiminum. Guðrún sagði ennfremur ætla að vera heima fram að áramótum og nota tímann til að meta stöðu sína og hvort hún færi í áfram- haldandi nám til Bandaríkjanna eða hvort hún reyndi að finna sér vinnu þar i landi. „Einnig veltur þetta allt á því hvort ég fæ áframhaldandi styrk til þess að geta einbeitt mér að æfingum. Frá því Ólympíuleikunum lauk hafa margir verið jákvæðir í minn garð og Jóns Arnars og vonandi verður einnig svo þegar fram líða stundir." Þjálfari henn- ar síðustu misseri verður áfram þjálfari við hásskólann í Athens og er það von þeirra beggja að áframhald geti orðið á þvi sam- starfi sem hefur skilað góðum árangri að sögn Guðrúnar. Engin keppni Morgunblaðið/Golli SIGURÐUR T. SlgurAsson, FH, fékk enga keppnl í stangar- stökki, fór 90 sentímetrum hærra en næsti keppandl. Hér vlppar Sigurður sér léttilega yfir 4,80 m. ÍÞR&mR FOLX ■ ÞÓRDÍS Lilja Gísladóttir há- stökkvari úr IR keppti á ný í bikar- keppni FRÍ fyrir sitt gamla félag eftir nokkurra ára veru í HSK, en þetta var í 21. skipti sem hún er meðal þátttakenda í bikarkeppn- inni. Hún sigraði að vanda í há- stökki en tók auk þess þátt í boð- hlaupi og 100 m grindahlaupi. ■ SVEINN Þórarinsson hlaupari úr FH setti drengjamet í 400 m grindahlaupi þegar hann kom annar í mark á 55,15 sekúndum. Gamla metið var 55,9 sek. í eigu Borg- þórs Magnússonar KR en það setti hann árið 1970 í Danmörku. ■ GISLI Sigurðsson sem undan- farin ár hefur verið betur þekktur sem þjálfari Jóns Arnars Magnús- sonar lét sig ekki muna um að keppa í tveimur greinum í bikar- keppninni fyrir UMSS enda mjög vel liðtækur tugþrautarmaður á áðrum áður. Gísli varð fjórði í kúlu- varpi með 12,04 metra og fimmti í sleggjukasti með 36,42 metra. Lærisveinninn Jón Arnar tók þátt í hinum kastgreinunum, kringlu- kasti og spjótkasti fyrir UMSS. ■ SIGURÐUR EINARSSON spjótkastari úr Ármanni tók þátt í 4x100 m boðhlaupi karla og hljóp fyrsta sprett sveitarinnar. ■ ÓLAFUR Guðmundsson tug- þrautarmaður úr HSK keppti í sjö greinum í bikarkeppninni. „Eg slapp við eina í dag,“ sagði hann með bros á vör en hann hafði verið skráður til leik í kringlukasti en skipti við félaga sinn Ásmund Jónsson á síðustu stundu. ■ GUÐRÚN Ingólfsdóttir ís- landsmethafi í kúluvarpi og kringlu- kasti kvenna var á meðal keppenda í þessum greinum fyrir ÚÍA/ÚSÚ í 2. deild þrátt fyrir að nokkuð sé um liðið frá því hún var upp á sitt besta. Guðrún sýndi mikið keppnis- skap og bar sigur úr býtum í báðum greinum. Varpaði kúlu 11,02 m og þeytti kringlunni 37,62 m. ■ SUNNA Gestsdóttir keppti með félögum sínum úr Húnavatns- sýslu í 2. deild og vann mikilvæg stig fyrir þá í baráttunni við að komst upp í 1. deild og það tókst. Þrátt fyrir ungan aldur er Sunna í fremstu röð frjálsíþróttamanna hér á landi undirstrikaði það um helgina. Ragnheiður Ólafsdóttir þjálfari FH sem varð bikarmeistari þriðja árið í röð Viljum fara að sjá athafnir í stað orða hjá yfirvöldum Við erum sú deild í íþróttum í Hafnarfirði sem stendur best að vígi á landsmælikvarða, höfum unnið bikarkeppnina þrisv- ar í röð og sex sinnum á siðustu níu árum og auk þess oft orðið íslandsmeistarar félagsliða. Samt sem áður er aðstaðan sem við búum við ekki til að hrópa húrra fyrir,“ sagði Ragnheiður Ólafs- dóttir, þjálfari FH ómyrk í máli um slæma aðstöðu og skilnings- leysi bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. „Það er alveg sama hvað við náum góðum árangri það hefur ekkert verið gert af hálfu aðal- stjórnar FH og bæjaryfirvalda í Hafnarfirði til þess að bæta að- stöðu okkar utanhúss og sífelt er borið við fjárhagsskorti. Á sama tíma hefur verið hægt að bæta aðstöðu annarra greina svo sem boltaíþrótta sem ekki hafa náð að halda merki félagsins eins hátt á lofti síðastliðin misseri. Nú finnst okkur vera kominn tími til að eitthvað verði gert og athafnir komi í stað orða.“ Ragnheiður sagði ennfremur að þegar horft væri til baka síð- astliðin ár væri það merkilegt hvað deildinni hefði tekist að halda sínum sess sem besta fé- lagslið landsins í fijálsíþróttum þrátt fyrir allt en ljóst væri hins vegar að nú væri farið að nálgast þáttaskil. Reykjavíkurfélögin ÍR og Ármann hefðu mun betri að- stöðu enda hefði þar átt sér stað mikil uppbygging að undanförnu. Svo væri einnig um að ræða hjá fleiri félögum sem hefðu mun betri aðstöðu en FH og nú síðast væri unnið að lagfæringum á fijálsíþróttaaðstöðu hjá Breiða- bliki í Kópavogi. Ljóst væri að ekki yrði lengi hægt að halda áfram góðu starfi innan FH miðað við óbreytta aðstöðu. „Aðstaðan í Kaplakrika er til skammar. Við höfum náð að vera á toppn- um undanfarin ár með einstaklega góðri samstöðu allra félaga deild- arinnar þar sem maður hefur gengið undir manns hönd við að gera það besta úr því sem við höfum haft úr að spila. Þá má heldur ekki gleyma því að stjórn deildarinnar hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf á sama tíma og án þeirra stæðum við ekki í þeim sporum sem við stöndum í í dag.“ Aðstaðan innanhúss er allgóð en deildin væri hálflgerð hornkerl- ing í samanburði við aðrar deildir og þá einkum boltaíþróttirnar. Taka yrði því sem að manni væri rétt til að geta haldið starfi á veturna. „I mörg ár hafa bæjaryfirvöld í Hafnarfirði sagt við okkur sem erum í fijálsíþróttum í Hafnarfirði að við værum næst í röðinni og nú mættum við ekki sitja á hakan- um lengur, en ekkert hefur breyst. Þegar leitað er eftir svörum er borið við fjárhagserfiðleikum bæj- arins. Langlundargeð frjáls- íþróttamanna í Hafnarfirði er senn á þrotum og við viljurn sjá að eitthvað gerist í okkar málum strax. Nú verða athafnir að fara koma í stað orða hjá bæjaryfir- völdum í Hafnarfirði." ■ Úrslit / B10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.