Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 12
 4 IPHJUIK Vallarmet einn daginn, fimm yfir pari þann næsta RUSS Cochran, kylfingur frá Kentucky, setti vallarmet á Valhalla vellinum á laugardaginn er hann lék á 65 höggum, sjö undir pari. Hann bætti fyrra met, sem sett var daginn áður og jafnað fyrr þenn- an sama dag, um eitt högg. Lánið er fallvalt og Cochran var ekki lengi í paradís því daginn eftir lék hann á 77 höggum, 12 höggum meira en daginn áður. Perry sá mikið eftir sjón- varpsviðtalinu í lokin KENNY Perry var dreginn í sjónvarpsviðtal um leið og hann hafði lokið leik á sunnudaginn. Eftir að úrslit lágu fyrir sagðist hann sjá eftir því að hafa ekki frekar farið á æfingasvæðið. „Ég hefði aldrei átt að fara í myndverið hjá sjónvarpinu. Ég var allt of lengi þar og hefði betur farið út á æfingasvæði til að æfa mig og halda mér heitum. Ég læt mér þetta að kenningu verða,“ sagði Perry. Reynir mjögá þolrifin Það voru 48 af fimmtíu bestu kylf- ingum heimsins mættir á Val- halla-vellinum þegar PGA mótið hófst á fimmtudaginn og 82 af hundrað efstu á heimslistanum og hafa bestu kylfingar heimsins aldrei verið eins margir samankomnir á einu móti. Sigurvegarinn, Mark Brooks, og Kenny Perry léku báðir á 11 undir pari vallarins en það fundu sig ekki allir jafnvel á þessum nýja velli. Margir þekktir kylfingar urðu að láta sér nægja að fylgjast með síðari tvo dagana og má þar meðal annars nefna hönnuð vallarins, Jack Nick- laus, John Daly, Mark McNulty, Col- in Montgomerie og Sam Torrance. Montgomerie, sem er í öðru sæti á heimslistanum, hefur þann vafasama heiður að vera þekktasti kylfingurinn sem ekki hefur tekist að sigra á einu af stóru mótunum, og ekki tókst það að þessu sinni. „Þetta er erfiður völlur og hann reynir verulega á þolrif manna,“ sagði Ástralinn Greg Norman, sem er í efsta sæti heimslistans. Nick Faldo byijaði ágætlega, lék fyrsta hring á 69 höggum en síðustu þijá hringina tókst honum ekki að leika undir pari. „Völlurinn er mjög erfiður og mér tókst ekki að sigrast á hon- um,“ sagði hann. Sem fyrr segir gekk sumum illa að eiga við völlinn. Einn þeirra var Emie Els frá Suður-Afr- íku, en hann lenti í því að fara níu yfir par á fimm holum á laugardaginn. Hann náði þó að bjarga sér og lauk keppni á tveimur yfir pari, lék eina holuna til dæmis á fjórum höggum yfir pari. Sérfræð- ingur í bráða- bana MARK Brooks er sérfræð- ingur í bráðabana og um- spili. Þó svo hann hafi ekki verið meðal þeirra fremstu á stórmótum í þau þrettán ár sem hann hefur verið at- vinnumaður hefur hann engu að síður verið á smærri mót- um og sex sinnum hefur hann lent í bráðabana - og sigrað fjórum sinnum. „Mér hefur alltaf liðið vel í bráðabana og hef náð ágæt- um árangri þegar ég hef lent í þeim,“ sagði Brooks sigur- reifur. Hann hafði forystu framan af sunnudeginum, fékk fugl á sjöttu, sjöundu og áttundu holu en síðan þrjá skolla með stuttu millibili. „Það fór nó um mig á þessum tíma, en mér leið vel á 17. teig þegar ég vissi að ég ætti enn möguleika á að sigra,“ sagði hann. Þrír kylfíngar unnu í fyrsta sinn á stórmóti í ár, en þeir eru auk Brooks þeir Steve Jones, sem sigraði á Opna bandaríska mótinu, og Tom Lehman sem sigraði á Opna breska. Brooks hefur leikið vel í ár og er í efsta sæti á peningalistanum svokallaða í Bandaríkjunum, hefur fengið sem nemur 86 milljómim króna í verðlaunafé. Reuter LANGÞRAÐUR koss! Mark Brooks kyssfr verðlaunagripinn en hann hafði beðið í 13 ár eftir sigri á stórmóti. PGA mótið var nú haldið í 78. sinn. Bestur ílokin BROOKS geymdi það besta þar til síðast á sunnudaginn og var bara nokkuð rogginn eftir sig- urinn. „Ég held að upphafs- höggin mín, á átjándu brautinni í dag, bæði í síðasta hringnum og líka í bráðabananum, séu bestu upphafshögg sem ég hef slegið lengi, alla vega í þessari viku,“ sagði hann og bætti síð- an hróðugur við: „Var þetta ekki rétti tíminn fyrir góð upp- hafshögg?!“ Ævintýri líkast Ekki dans á rósum MARK Brooks er 35 ára gamall og hefur tekið þátt í bandarisku mótaröðinni í þrettán ár. Hann hlaut rúmar 23 milijónir króna fyrir sijjurinn á sunnudaginn, en lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum því hann komst ekki að á mótaröðnni fyrr en í fjórðu tilraun. „Ég veit nákvæmlega hvernig lífið er, stundum gengur illa, stundum gengur vel, alveg eins og í golfinu," segir Brooks. MARK Brooks frá Texas sigraði á sunnudaginn á PGA mótinu í golfi, en það er eitt af fjórum stærstu og virtustu golfmótum hvers árs. Brooks, sem er 35 ára gamall, sigraði jafnaldra sinn, Kenny Perry, á fyrstu holu í bráðabana. Þetta var ævintýri líkast, sérstak- lega undir lokin,“ sagði Brooks örþreyttur en ánægður eftir sigur- inn. Já, það gekk mikið á í Kentucky, þar sem mótið fór fram. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdi Kenny Perry síðasta hrigninn á Valhalla- vellinum, enda er hann frá Kentucky. Áhorfendur hjálpuðu honum mikið, og hann lék mjög vel, fékk meðal annars fimm fugla áður en hann náði forystunni á fjórtándu holu. En þá kom átjánda og síðasta holan. Þegar hann kom á síðasta teig virtist fátt geta kom- ið í veg fyrir sigur hans. En ekki er allt sem sýnist og enn og aftur sannast að golfleikur er ekki búinn fyrr en síðasti maður hefur lokið leik. Perry hafði leikið síðustu holuna vel fyrri þijá hringina, en hún er rúmir 500 metrar og liggur aðeins í sveig til hægri. Nú brá hins vegar svo við að Perry lék hræðilega og fékk skolla á holuna. Hann gat að sjálfsögðu ekkert gert eftir það ann- að en fylgst með síðustu ráshóp- unum og vonað. Hann sá því þegar Brooks fékk fugl og tryggði þar með bráðabana. Brooks fékk fugl á fyrstu holu \ honum og það dugði til sigurs. „Ég er mjög ánægður og glaður með frammistöðu mína, allt nema 72. holuna," sagði Perry hálfniðurdreginn yfir að hafa ekki tekist að sigra á fyrsta stórmóti sínu á heimavelli. Spennan var mikil þegar Perry hafði lokið leik því auk Brooks gátu Ástralinn Steve Elkington, meistar- inn frá því í fyrra, og Vijay Singh frá Fiji-eyjum náð honum, en þurftu báðir að fá fugl á síðustu holu til að það tækist, sem það gerði ekki. Svíinn Jesper Parnevik átti einnig möguleika hefði hann náð erni á síðustu holunni, en það tókst honum ekki. Elkington var nærri því að setja niður púttið fyrir fugli, en varð að sætta sig við að verða í 3.-4. sæti. Singh, sem var með forystu eftir tíu holur, var 12 undir parinu þá, fékk skolla á síðustu holuna eftir hræði- lega lélegt vipp yfir flötina, og Parnevik varð að sætta sig við par. „Ég er mjög vonsvikinn. Ég hafði tækifæri til að sigra í dag en ein- hvern veginn þá gegnu hlutirnir ekki alveg upp þegar mest á reið,“ sagði Elkington, en hann sigraði Colin Montgomerie í bráðabana á PGA í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.