Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 C 7 Rökrætt um lagnir á Vestfjörðum Lagnafréttir Tjón af völdum skemmdra lafflia eru vanda- mál um land allt, segir Sigurður Grétar Guðmundsson, sem hér fjallar um fyrirhug- aðan fund um lagnamál á Vestfjörðum. Morgunblaðið/Þorkell FRÁ ísafirði. Á fyrirhuguðum fundi lagnamanna þar verða m.a. kynntar nýjar iagnaaðferðir og ný lagnaefni eins og rör-í-rör kerfið, en einnig fjallað um orkunýtingu og stillingu ofnhitakerfa. SUMIR halda því fram að mann- líf á Vestfjörðum sé all frá- brugðið mannlífi annars staðar á landinu eða réttara sagt að Vest- firðingar séu sér á parti. Víst er að sérkenna gætir enn í málfari og einkennilegum mannanöfnum bregður þar oft fyrir. Fyrir löngu eru menn í þeim landsfjórðungi hættir að brenna fólk fyrir galdra, en vissulega héldu þeir lengst í þessa hvimleiðu ár- áttu. Óumdeilt er að síðasta galdra- brennan fór fram á Vestfjörðum. Laxness segir frá því í Islands- klukkunni að með Jóni Hreggviðs- syni hafi setið vetrarlangt í tugt- húsinu á Bessastöðum Hólmfastur nokkur og Jón Þeófílusson, Vest- firðingur sem setti upp vindgapa til að ná ástum prestsdóttur. Fyrir þá galdra var nefndur Jón dæmdur á bálið, en úr brennunni varð ekki, því Þorskfirðingar tímdu ekki að leggja til hrís í bálköstinn. Nú vill svo til að pistilshöfundur er hálfur Vestfirðingur og er af þeirri ætt sem nefnist Kollsvíkur- ætt og á rætur í Rauðasands- hreppi. Fróðlegt er að glugga í ættartöluna og vekur þar athygli að bændur voru miklu fijósamari en húsfreyjur þeirra, þetta jafnað- ist hins vegar á þann veg að vinnu- konur virðast hafa verið vel til barneigna fallnar. Fyrir kom að vinnumönnum var kennt um þung- ann en það gat meira að segja breyst. Ein af formæðrum var dótt- ir vinnumanns fram að fermingu en varð dóttir húsbóndans á þeim degi, eitthvað hefur rumskað í sam- visku karls. Fræðslufundur á ísafirði En það var ekki meiningin að liggja í fortíðinni, hvorki varðandi réttarfar né siðferði, hvorutveggja hefur vonandi farið batnandi á Vestfjörðum sem annars staðar. Menn eru hættir að stunda galdur og vinnukonur eru stétt sem ekki er lengur til. Hrís er ekki lengur eldiviður, svo nú er sama hvað Þorskfirðingar segja. Víða er nýttur jarðhiti, svo sem á Suðureyri, Reykjanesi, Reyk- hólum og Birkimel á Barðaströnd, svo spurning er hvort galdramönn- um nútímans yrði ekki komið fyrir kattarnef á annan hátt en á bál- kestþef slíkt tíðkaðist ennþá. Norð- ur í Árneshreppi er ágæt sundlaug sem fær varma úr jörðu og við norðanverðan Steingrímsfjörð er ríkulegur jarðhiti sem gæti nýst Hólmavík, en lögn þangað yrði æði löng ef farið yrði inn fyrir fjörðinn. Skemmtileg lausn kom fram fyr- ir tveimur áratugum þegar sænskt fyrirtæki bauðst til að leggja plast- leiðslu þvert yfir Steingrímsfjörð. Ætlunin var að koma með hreyfan- lega vélasamstæðu til Hólmavíkur og framleiða plaströrin á staðnum, draga þau yfir fjörðinn, setja á þau steinakker og láta þau leggjast á botninn. Útreikningar lágu fyrir um hvert hitatapið yrði og nauðsyn- legt var talið að grafa leiðsluna niður í fjarðarbotninn út á ákveðið dýpi til að hún skemmdist ekki af hugsanlegum hafís. Ekkert varð úr framkvæmdum - en er ekki kominn tími til að dusta rykið af hugmyndinni? Er þá best að komast, að mergi máls- ins. Lagnafélag íslands ætlar að halda umræðu- og fræðslufund í samvinnu við heimamenn í Fram- haldsskólanum á ísafirði laugar- daginn 21. sept. nk. og hefst hann kl. 10 árdegis. Frummælendur verða bæði af heimaslóðum og nokkrir gestir að sunnan. Ný efni og nýjar aðferðir En hvað á að ræða? Það sem efst er á baugi í lagna- málum og ekki er nokkur vafi á að staðbundin vandamál ber á góma. Tjón af völdum skemmdra lagna eru vandmál um land allt - en hvað á að taka til bragðs? Nýjar lagnaaðferðir og ný lagnaefni eru líklega það sem helst mun minnka þau miklu fjárútlát sem vatnstjón valda. Rör-í-rör kerfið verður kynnt, en það er þegar farið að nota í sveit- arfélögunum í kringum Reykjavík og á Akureyri. Orkunýting og still- ing ofnhitakerfa er brýn nauðsyn hvarvetna, ekki síður eftirlit og still- ing loftræstikerfa. í mörgum eldri kerfum eru óhreinindi og stíflur í leiðslum að gera hita- og neyslu- vatnskerfi ónothæf að mestu, en á fundinum veða kynnt ný efni til að ráða bót á vandanum. Hér eru rakin nokkur af helstu umræðuefni fundarins, en fyrir að- komumenn og ekki síður heima- menn hlýtur sú spurning að koma upp hvort ekki sé víðar jarðhita að finna en áður hefur verið talið upp og athyglisvert er að þekkt jarðhita- svæði á Vestfjörðum eru víðsvegar, við Húnaflóa, Breiðafjörð, Súganda- fjörð og Djúpið. Bendir þetta ekki til að hann sé víðar að finna? Að lokum skal þess getið að fund- urinn er öllum opinn. V FJÁRFESTING / FASTEIGNASALA eht I Sími 5624250 Borgartúni 31 Opið mánud. - föstud. kl. 9-18, Hilmar Óskarsson, Sigurður Jónsson. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hdl. Einbýlis- og raðhús Nesbali - Seltjn. - einb. Séri. gott ca 140 fm einl. einbhús ásamt góð- um 30 fm bílsk. 2-4 svefnherb., stór og björt stofa, rúmg. eldh. Allt nýtt á baði. Góður garður m. skjólsælli verönd. Góð eign á eftirsóttum stað. Fífumýri - einb. - Gbæ. Mjög fallegt 235 fm einbhús á tveimur hæðum. Húsið er vel staðs. á hornlóð með falleg- um garði. 5 rúmg. svefnh. Stórt og gott eldhús, búr og þvottahús innaf. 2 bað- herb. Góð sólstofa. Nýl. askparket á öll- um gólfum. Áhv. 4,4 millj. Vallarbarð - einb. - Hfj. sér- lega fallegt og gott tvll. einbhús ásamt tvöf. 50 fm bílsk. 3-4 svefnh., nýl. innr. á baðl og i eldh. Skjólgóður sólpallur. Góð staðs. Hjallabrekka - einb. - Kóp. Fallegt einl. einb. vel staðsett í rólegu og grónu hverfi. Húsið hefur verið endurn. frá grunni. Fallegar nýjar innr. og tæki. Eign í toppstandi. Tjarnarflöt - einb. Einstaki. vandað og vel skipul. einbhús á einni hæð ásamt tvöf. bflsk. og 35 fm sól- stofu. 4-5 góð svefnherb. Falleg ræk- tuð lóð. Sérl. góð staðsetn. Eign í toppstandi utan sem innan. Verð 15,4 m. Fannafold - parh. séri. faiieg 114 fm eign ásamt innb. bílsk. Stofa, sólst., 2 svefnherb., parket, flísar og góð tæki. Bjálkakofi fyrir garðtæki. Heitur pottur í ræktuðum garði. Snjóbræðsla i stéttum. Eignin virkar sem einbýli. Áhv. byggsj. 5,1 millj. Afb. ca 24 þús. á mán. Hraunbær - raðhús. Einstaki. gott og vel skipul. raðhús á einni hæð ásamt bílsk. Húsinu hefur verið vel við haldið og er allt hið vand aðasta. Flísar, parket, JP-innr., góður arinn I stofu, 4 svefnh. Sérlega sólrík ur og vel afgirtur garður. Hagstætt verð. Áhv. 1,6 millj. Keilufell. Gott 2ja hæða einbýli ásamt bilskúr. Hús I mjög góðu ástan- di. 4 rúmg. svefnh. Fallegur ræktaður garður. Mjög hagst. verð 11,5 millj. 5 herb. og sérhæðir Skipholt. Björt og góð 4-5 herb. 103 fm íb. á 2. hæð. 4 svefnh. Góðar stofur. Suðursv. Falleg íb. á rólegum og góðum stað. Verð 7,6 millj. Fagrabrekka - Kóp. Faiieg og sérlega vönduð 119 fm ib. á 1. hæð. ásamt stóru herb. I kj. Nýlegt parket, ný- leg innrétting I eldhúsi. Stórar og bjartar stofur. Suðursv. 4 svefnherb. Tengt fyrir þvottav. Allar innr. I stíl. Góð sameign. Góður gróinn garður. Áhv. 2,7 millj. byggsj. Funafold. Mjög góð 130 fm efri sérh. í tvib. ásamt bílsk. Eignin er sérl. björt og glæsilega innr. Stórar stofur, suðursvalir með miklu útsýni. Áhv. byggsj. 3,5 millj. í Fossvogi. Elnstaklega björt og rúmgóð 115 fm endaib. á 2. hæð. Vel skipulögð með vönduðum innr. 3-4 góö svefnherb. Þvottahús I !b. Bur Inn af eidh. Parket. Flisar. Suöursv. Frá- bært útsýnl. Kambsvegur. Björt og góð 130 fm neðri sérh. ásamt 30 fm bílsk. 4-5 góð svefn- herb. Nýl. parket. Góð eign. Góð staðsetn. 4ra herb. Rauðás. Sórl. björt og falleg 110 fm íb. á 2. hæð. Flísar, parket, góðar innr. Þvottah. og búr innaf eldh. 3 góð svefnherb. Bilsk.plata fyrir 28 fm bll- sk. fylgir. Húsið viðgert og málað fyrir nokkru. Markland. Einstakl. falleg og björt íb. á 1. hæð. Ib. er mikið endurn. t.d. nýtt bað og eldh. 3 góð svefnherb. Búr innaf eldh. Tengt fyrir þvottav. á baði. Parket. Flisar. Mikið útsýni. Sameign i góðu ás- tandi. Klæddir gafíar. Nýjar þakrennur. Áhv. 3,8 millj. Verð 7,9 millj. Austurberg. Mjög góð vel skipul. íb. i fjölbýli. 3 rúmg. svefn herb. Gegn- heilt parket. Vandaðar innr. Þvottah. og búr inn af eldh. Suðursv. Hagstætt verð. Fífusel. Mjög góð 98 fm íb. á 2. hæð ásamt stæði í bílg. 3 góð svefnherb. Húsið nýklætt að utan með Steni. Hagstætt verð. Háaleitisbraut. Einstaki. björt og góð 117 fm endaib. ásamt bílsk. 3- 4 svefnherb. Nýl. parket á aliri íb. Pv- hús og búr inn af eldhúsi. Sameígn verður öll nýstandsett. Góð staðsetn. Hagstætt verð. 3ja herb. Ægisíða. Björt og rúmg. 2ja-3ja herb. tb. m. sérinng. I þríb. á þessum eftirsótta stað. Nýl. bað. Parket. Nýl. endurn. rafm. Nýir ofnar. Áhv. 3,5 millj. Grafarvogur - glæsieign. Einstakl. vönduö og falleg 100 fm Ib. ásamt stæðl i bílgeymslu. Innr. i hæ- sta gæðafl., parket, flisar, Alno eld- huslnnr., sérþvottah. í íb. Rúmg. svefnherb. Innangengt úr fb. i bll- geymslu. Ib. fyrir hina vandlátu. Laus strax. Verð 8,6 millj. Til sýnis eftir samkomulagi. Vesturberg. Góð 73 fm endaíb. á 2. hæð. Nýl. flísar. Góð nýting. Suðursv. Stutt i alla þjón. Mjög hagstæð íb. fyrir byrjendur. Áhv. ca 3,3 millj. Verð aðeins 5,8 millj. Hraunbær. Stór og góð 84 fm Ib. á 3. hæð. Flísar og parket. Rúmg. svefnherb. Suðvestursvalir. Blokkin er steniklædd. Áhv. 2,7 millj. Drápuhlíð. Björt og góð 2ja-3ja herb. lítið niðurgr. kjíb. í fjórb.húsi. Sér- inng, flísar, parket, stór herb, snyrtil. sameign, hiti i stétt. Rólegur og góður staður. Hagst. verð. Stórholt. Mjög snyrtileg og vel stað- sett 3ja herb. íb. á 2. hæð. 2 góð svefn- herb. Ágætt skipulag. Góð sameign. Verð 5.950 þús. Öldugata - Rvík. vei stað sett 3ja herb. íb. á 3. hæð. Með nýl. gólf- efnum og góðum innr. Verð 6,2 millj. Eskihlíð. Mjög góð ca 90 fm endaíb. ásamt aukaherb. i risi. Rúmg. svefnherb. Nýl. eldh., góð innr. Björt stofa, mikið út- sýni. Nýtt þak. Gott ástand á sameign. Verð 6,3 millj. Eyjabakki. Mjög góð og vel um- gengin 101 fm Ib. á 1. hæð. íb. er sérl. rúmg. og 2 stór svefnherb. Tengt fyrir þvottav. á baði. Búr inn af eidh. Sam- eign í góðu ástandl. Við Vitastíg. Sérl. björt og góð 72 fm íb. á 3. hæð. Nýl. innr. og flísar. Gegnheilt parket. Mikil lofthæð. Nýtt þak. Nýl. rafm. Ib. nýmál. Ný standsett sameign. Verð 5,4 millj. Áhv. 2,9 millj. byggsj. Flétturimi - nýtt. Sérl.glæsil. 100 fm íb. á 1. hæð í 3ja hæða blokk. Parket. Flfsar. Mjög vandaðar innr. Sérþvottahús og búr í ib. Sóipallur. Góð sameign. Sérl. stór geymsla. Áhv. 5,0 millj. Verð 7,9 millj. Æsufell. Mjög falleg mikið endurn. ca 90 fm íb. á 3. hæð. Glæsil. sérsmíðaðar innr. Stórt og gott eldh. Nýjar flísar. Park- et. Áhv. 2,8 millj. Verð 6,4 millj. Engihjalli. Mjög björt falleg 90 fm ib. á 2. hæð. Nýl. parket og flísar. Tvennar sval- ir. Vandaðar innr. Þvottah. á hæðinni. Sam- eign I mjög góðu standi. Laus fljótlega. 2ja herb. Tjarnarmýri - Seltjnes. Ný sér- lega vönduð íb. á jarðh. I 3ja hæða húsi ásamt stæði I bílageymslu í húsinu. Góð íb. Góð staðsetning. Áhv. 2,5 millj. Austurströnd - 2ja herb. m. bílg . Góð og vel staðsett íb. Áhv. bygg- sj. 1,6 millj. Verð 5,3 millj. Einarsnes. Mikið endum. og ser- lega góð 2ja herb. Ib. í tvib. i nágrenni við Háskólann. Sérinng. Verð aðeins 4,8 millj. Hamraborg. Björt og góð 58 fm íb. á 2. hæð. Snyrtil. og góð sameign. Öll þjónusta i næsta nágrenni. Þangbakki. Góð, vel um gengin rúml. 60 fm ib. á 6. hæö. Frábært út- sýni. Stutt I alla þjónustu. Fyrir eldri borgara Eiðismýri. Einstakl. glæsil. ný fullb. 3ja herb. íb. Vandaðar innr. Parket. Sérl. góð staðsetning í nánd við stóra verslun- armiöstöð. Til afhend. nú þegar. Skipti mögul. á minni eign. Grandavegur. 3ja herb. mjög góð íb. á 8. hæð ásamt stæði í bilg. Glæsil. innr. og gólfefni. Áhv. byggsj. 2,8 millj. Skúlagata. Sérl. falleg 100 fm íb. á 4. hæð ásamt stæði í bílageymslu. íb. er í mjög góðu ástandi og laus til afh. strax. Áhv. byggsj. 3,7 millj. Nýjar íbúðir Gullsmári 5 - KÓp. Örfáar 3ja og 4ra herb. íb. eftir. Til afh. strax. Nýj- ar og fallegar íb. m. vönduðum innr. Fráb. staðsetn. Stutt í alla þjónustu. Fellasmári - raðhús - NÝTT. Einstakl. vönduð og vel skipl. raðh. á ein- ni hæð ásamt innb. bílsk. Húsin seljast tilb. u. trév. en fullb. utan m. frág. lóð. Hagkvæm stærð - Frábær staðsetn- ing. Til afh. fljótlega. Klukkurimi - parhús. vei skipulagt ca 190 fm parhús á tveimur hæðum ásamt bilsk. Afh. tilb. undir trév. Til afh. nú þegar. Nesvegur - sérhæð. Ný góð efri sérh. í tvíbýli á góðum stað við Nesveg- inn. lb. er ca 125 fm. Selst tilb. u. trév. eða lengra komin. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. Nesvegur. Glæsileg ný 3ja herb. fullb. ib. á jarðhæð i nýju og fallegu húsi á einum besta stað i vesturbæ. Til afh. strax. Starengi 24-32 - Grafarvogi 2ja hæða hús - sérinng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.