Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 26
26 C ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Jafnvægi á f ramboði og eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði Eignamiðlunin hefur nú til sölu nokkrar stór- ar lóðir og þekktar stórbyggingar. Hér ræð- ir Magnús Sigurðsson um söluhorfur á slík- um eignum í viðtali við Sverri Kristinsson, fasteignasala í Eignamiðluninni. STÓRAR byggingar- lóðir á grónum svæð- um í Reykjavík eru fágætar. Hjá Eignam- iðluninni er nú til sölu 8.500 ferm. lóð við Köllunarklettsveg. Að sögn Sverris Kristins- sonar, fasteignasala í Eignamiðluninni, hent- ar þessi lóð vel fyrir iðnaðarhús, heildverzl- anir, lagerhúsnæði og fleira af því tagi. Vegna staðsetning- ar sinnar hefur lóðin margvíslega kosti, en hún er í iðnaðarhverfi, örstutt frá Kassagerð- inni og fleiri iðnfyrir- tækjum og bæði stutt frá og umferðaræðum í kring, Sverrir Kristins- son, fasteignasali í Eignamiðluninni. höfninni Eigandi lóðarinnar er Lýsi hf., en ásett verð er 29 millj. kr. — Hús og mannvirki á lóðinni eru í því ásig- komulagi, að þarna er fyrst og fremst verið að selja lóð, segir Sverrir. — Enn hefur ekkert tilboð borizt, en þegar um þetta stórar eignir er að ræða, hvort sem það eru lóðir eða hús, tekur alltaf nokk- um tíma að selja. Það gerist ekki í einum vettvangi. Aðdragand- inn er lengri, en yfir- leitt seljast samt allar eignir að lokum. Við Krókháls 5 er Eignamiðlun- inn ennfremur með stóra lóð í sölu, en á henni má byggja 8.000-10.000 ferm. hús. Eigandi lóðarinnar er Rekstrarfélagið hf., eignarhaldsfé- lag Landsbankans. Gatnagerðar- gjöld eru þegar greidd og töluverð jarðvegsvinna og malbikun hefur þegar farið fram. Óskað er eftir tilboðum. Lóðir í grónum hverfum dýrari Að sögn Sverris eru auðar lóðir í grónum hverfum yfirleitt eftirsótt- ari og um leið dýrari en lóðir í nýj- um hverfum. — Þessu ræður ein- faldlega lögmálið um framboð og eftirspurn, segir hann. — Framboð á lóðum í grónum hverfum er yfir- leitt lítið. Ef byggja má íbúðarhús, skiptir það að sjálfsögðu miklu máli, að öll þjónusta er þegar til staðar t. d. skólar, leikvellir og íþróttamannvirki svo og verzlanir og aðrar byggingar af því tagi. Nýbyggingar í grónum hverfum er líka hægt að hanna frá grunni og þá með tilliti til nútímaþarfa, hvort sem um íbúðir er að ræða eða atvinnuhúsnæði. Gott dæmi um þetta er Eimskipafélagslóðin svo- nefnda við Kirkjutún, en þar er þegar risið myndarlegt og nútíma- Morgunblaðið/Júlíus VIÐ Brautarholt 20 er Eignamiðlunin með þekkt hús í sölu, en þar var áður Þórskaffi til húsa. Asett verð er 95 millj. kr. Hús- ið skiptist í fjórar hæðir og selst í einu Iagi eða í hlutum. legt fjölbýlishús á lóð, þar sem áður var athafnasvæði. — í gamla bænum er öðru hverju verið að rífa eða flytja burt gömul hús og byggja ný í staðinn, heldur Sverrir áfram. — Nýtingin þar verð- ur betri en áður. Stærstu svæðin eru meðfram Skúlagötunni, en þar hafa verið skipulögð mörg hús á sama svæði. Eg tel, að þar hafi tekizt vel til. Það er alltaf viss áhugi á að búa nærri miðborginni og þessi nýju fjölbýlishús við Skúlagötu eru með lyftum, bílgeymsluhúsum og öðrum þægindum, sem nauðsynleg þykja nú á dögum. Þessi þróun hlýtur að halda ✓ I faUegu umhverfi þrífst mannfólkið best því ákváðum við að byggja glæsilegar íbúðir í nágrenninu herbergi og parketi á gólfum. Hægt er að velja úr nokkrum tegundum af parketi og flísum. Verðið er Ixka gott! Dœmi um greibslur ú 3 h. íbúb 7.000.000 600.000 4.900.000 1.500.000 Fallegt útsýni og mikið útisvistar- svæði einkennir Víkurhverfi og nágrenni þess, þ.m.t. golfvöllur, íþróttasvæði Ármanns og fjölmargar gönguleiðir. í Víkurhverfi verður leikskóli og grunnskóli. Stutt verður í alla aðra þjónustu. íbúðirnar eru 3. og 4. herbergja, áfram og að mínu mati hefur henni ekki verið nægilegur gaumur gef- inn. Þegar hús eru kominn á vissan aldur, tel ég, að það verði bókstaf- lega að rífa heilu blokkirnar og jafn- vel hús við heilu göturnar og end- urnýja þau frá grunni, því að hús eru ekki eilíf. Að því hlýtur að koma, að end- urnýja þarf gömu! hverfi í borginni og þá þarf að hugsa stórt og skipu- leggja götur og jafnvel heil hverfi að nýju. Þá fæst meira samræmi, en víða er útlit bygginga býsna höttótt og samræmi lítið. Kröfur eru líka orðnar allt aðrar nú, en þegar hús voru byggð hér áður fyrr, fjölskyldumynstrið hefur breytzt og svo mætti lengi telja. Sumar lóðir hafa verið notaðar langtímum saman undir alls konar atvinnurekstur. Sú spurning kemur þá upp, hvort nokkur mengun hafi náð að safnazt saman í jarðvegin- um, sem spillir framtíðarnotkun landsins? Erlendis má finna mörg dæmi um slíkt. — Ekki er mér kunn- ugt um það hér á landi, þar sem byggð hefur risið, segir Sverrir. — En þau svæði eru vissulega til, sem gætu verið varasöm til bygginga. Við gömlu öskuhaugana í Reykjavík skilst mér, að ekki sé fyrirhugað að byggja íbúðarhús. Líklegt er, að þar sé töluverð meng- un í jarðvegi, enda búið að fleygja þar úrgangi áratugum saman. Loft- mengun frá verksmiðjum og hljóð- mengun frá umferð skipta líka máli og greinilegt er, að nú eru gerðar mun meiri kröfur um að dregið verði úr hvers konar mengun en áður. Þegar rætt er um ýmsar hættur t. d. af völdum hugsanlegra jarðskjálfta og mengunar, finnst mér samt oft, sem pólitík blandist inn í umræðuna og hún fari þá síð- ur fram á faglegum grundvelli. Stórhýsi á hag- stæðu verði Eignamiðlunin hefur um nokkurt skeið haft í sölu SÍF- skemmurnar svonefndu við Keilugranda 1, en eigandi þeirra eru Sölusamtök ís- lenzkra fiskframleiðenda. Þetta er 4900 ferm. bygging, sem skiptist í þrjár aðaleiningar, en þær eru nán- ast einn geimur hið innra. Góð bíla- stæði og gámapláss eru við þessa byggingu. I mestum hluta hennar er mikil lofthæð eða 5,7 metrar, en í hluta byggingarinnar er milliloft, sem nýtt er fyrir skrifstofur, kaffistof- ur, snyrtingar, geymslupláss o. fl. Ásett verð er 95 millj. kr. og boðið upp á hagstæð greiðslukjör. Hús- næðið hentar vel fyrir ýmiss konar atvinnustarfsemi, lagerpláss o. fl. — Þetta húsnæði fæst á mjög hagstæðu verði, en fermetrinn þar er á um 19.500 kr., segir Sverrir. — Þó nokkrir aðilar hafa sýnt því áhuga, en það er samt óselt enn. Sjálfur er ég svolítið undrandi á þessu, því að á sama tíma höfum við hjá Eignamiðluninni selt at- vinnuhúsnæði annars staðar á margfalt hærra verði. Að mati Sverris eru sumir stund- um fulllengi að hugsa sig um í fast- eignakaupum og missa þá jafnvel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.