Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 1
 • MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓDUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • **gttnIftibMfe Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 10. septcmber 1996 Blað C Lán og greiðslugeta SEGJA má með nokkrum sanni, að möguleikar skuldara á að endurgreiða lán, séu mikilvæg- ari þáttur lánveitinga en þær tryggingar, sem veittar eru fyr- ir þeim, segir Grétar J. Guð- mundsson í þættinum Markað- iiriiin. /2^ Ný efni og aðferðir NYJAR lagnaaðferðir og ný lagnaefni munu draga úr vatns- tjónum, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Stilling ofnhita- kerfa er víða brýn nauðsyn og ekki síður eftirlit og stilling loftræstikerfa. /7^ U T T E K T Lóðir og stórhýsi ÞAÐ vekur ávallt athygli, þegar stórar lóðir á grónum svæðum í Reykjavík koma í sölu. Hjá Eignamiðluninni er nú til sölu 8.500 ferm. Idð við Köllunar- klettsveg. Vegna staðsetning- ar sinnar hefur lóðin margvís- lega kosti, en hún er í iðnaðar- hverfi og bæði stutt frá höfn- inni og umferðaræðum í kring. Við Krókháls 5 er Eigna- miðlunin einnig með stóra lóð í sölu, en á henni má byggja 8.000-10.000 ferm. hús. í viðtali hér í blaðinu í dag við Sverri Kristinsson, fast- eignasala í Eignamiðluninni, er fjallað um þessar lóðir og nokkrar stórbyggingar, sem Eignamiðlunin er með til sölu. Að sögn Sverris eru auðar lóð- ir í grdnum hverfum yfirleitt eftirsóttari og um leið dýrari en lóðir í nýjum hverfum. — Framboð á lóðum í grón- um hverfum er yfírleitt lítið og ef byggja má íbúðarhús, skipt- ir það að sjálfsögðu miklu máli, að öll þjónusta er yfirleitt þegar til staðar, segir Sverrir. SÍF-skemmurnar svonefndu við Keilugranda 1 eru nú til sölu hjá Eignamiðluninni, en þær eru um 4900 ferm. — Þetta húsnæði fæst á mjög hagstæðu verði, en fermetrinn þar er á um 19.500 kr., segir Sverrir. Við Brautarholt 20 er Eignamiðlunin með þekkt hús í sölu, en þar var áður Þórs- kaffí til húsa. Ásett verð er 95 miiy. kr., en húsið er fjórar hæðir og selst í einu lagi eða hlutum. /26 ? Lægra fermetraverð eftir því sem húsin eru stærri TÖLUVERÐUR munur er á fer- metraverði í sérbýli á höfuðborgar- svæðinu, en undir sérbýli falla bæði einbýlishús og raðhús. Teikningin hér til hliðar sýnir meðal fermetra- verð í þeim húseignum, sem skiptu um eigendur á síðasta ári og er þar byggt á útreikningum frá Fasteigna- mati ríkisins, sem ná til steinhúsa, er reist eru 1940 og síðar. Eins og sjá má, er fermetraverðið lægra eftir því sem húsin eru stærri. Vissir dýrir þættir eru sameiginleg- ir með öllum íbúðarhúsum. Þar má nefna eldhús og bað, útihurð og margs konar búnað. Margs konar undirbúningur kostar líka svipað, hvort sem húsin eru stór eða lítil. Hagræði við innkaup í stór hús eru meiri vegna magnsins. Sama gildir við vinnu við að koma efninu fyrir á endanlegan stað. Sem einfalt dæmi má nefna, að kostnaður við að setja 20 rafmagnsdósir í hús er hlutfalls- lega minni á einingu en ef aðeins þarf að setja örfáar. Fleira hefur áhrif á fermetraverð en stærð húsanna. Þau eru auðvitað mjögmisjöfn að allri gerð ogmismik- ið í þau borið. Sum hverfi eru líka eft- irsóttari en önnur og það hefur einn- ig áhrif á verðið. Þá er það líka mjög misjafnt, hve vel húsum er haldið við, en aldur húsa er að sjálfsögðu mismunandi og greinilegt, að fermetraverðið er yfir- leitt hærra, eftir því sem húsin eru yngri, enda þótt það sé ekki algild regla. Að sögn fasteignasala hefur verð á stórum húsum ekki hækkað, enda þótt talsvert hafi selzt af þeim að undanförnu og er ástæðan ekki hvað sízt fyrirgreiðsla verðbréfafyrir- tækja og lánastofnana, sem hófu að lána svokölluð fasteignalán til allt að 25 ára í fyrra. Kaup á stórum húsum eru því auðveldari nú en áður. Fasteignaverð í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu 1995 Fermetraverð eftir stærð I fjölbýli tii samanburðar A7S Kr. 67.576 a> t ¦c | =o 63.529 o ¦c :o < í sérbýli j& ¦ Kr. 60.386- P^K CD E | •0) ,\J N I o t CO Daa ödc DDD DDD DDD DDO Q .62.1,60 CNJ I 8 I •<D A. W *A r~—:>'~\ \ »431 A A 9> (o CM I O T- <N t •o I co 00 I R •o to /iæsta verð Meðal \ll ^4 TRYGGÐU PER BETRA VERÐ ¦=i=3 T ¦ I« bH =1=1=^ d iJ b-ÍUJX SKANDIA Þaðborgarsig aðgera verðsamanburó! Kaupgengi Húsbréfa er mismunandi eftir fjármálastofnunum. Skandia keppist við að bjóða alltaf besta kaupgengið og staðgreiðir húsbréfin samdægurs. Ráðgjafar Skandia veita allar upplýsingar um kaupgengi Húsbréfa. Hærra kaupgengi þýðir hærra verð fyrir Húsbréfin þín. Skandia FJÁnFESTINGARFÉLAGIB SKANDIA HF L AU G AV E<3 I 1 T O SlMI 5-40 SO SO F=AX 54Q 50 B1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.