Morgunblaðið - 10.09.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.09.1996, Qupperneq 1
• MARKADURINN • SMIDJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓDUR OG GARDAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Lán og greiðslugeta SEGJA má með nokkrum sanni, að möguleikar skuldara á að endurgreiða lán, séu mikilvæg- ari þáttur lánveitinga en þær tryggingar, sem veittar eru fyr- ir þeim, segir Grétar J. Guð- mundsson í þættinum Markað- urinn. /2 ► V«' ■*--iV' Ný efni og aðferðir NYJAR lagnaaðferðir og ný lagnaefni munu draga úr vatns- tjónum, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Stilling ofnhita- kerfa er víða brýn nauðsyn og ekki síður eftirlit og stilling loftræstikerfa. /7 ► Ú T T E K T Lóðir og stórhýsi AÐ vekur ávallt athygli, þegar stórar lóðir á grónum svæðum í Reykjavík koma í sölu. Hjá Eignamiðluninni er nú til sölu 8.500 ferm. lóð við Köllunar- klettsveg. Vegna staðsetning- ar sinnar hefur lóðin margvís- lega kosti, en hún er í iðnaðar- hverfi og bæði stutt frá höfn- inni og umferðaræðum í kring. Við Krókháls 5 er Eigna- miðlunin einnig með stóra lóð í sölu, en á henni má byggja 8.000-10.000 ferm. hús. I viðtali hér í blaðinu í dag við Sverri Kristinsson, fast- eignasala í Eignamiðluninni, er fjallað um þessar lóðir og nokkrar stórbyggingar, sem Eignamiðlunin er með til sölu. Að sögn Sverris eru auðar lóð- ir í grónum hverfum yfírleitt eftirsóttari og um leið dýrari en lóðir í nýjum hverfum. — Framboð á lóðum í grón- um hverfum er yfirleitt lítið og ef byggja má íbúðarhús, skipt- ir það að sjálfsögðu miklu máli, að öll þjónusta er yfírleitt þegar til staðar, segir Sverrir. SÍF-skemmurnar svonefndu við Keilugranda 1 eru nú til sölu hjá Eignamiðluninni, en þær eru um 4900 ferm. — Petta húsnæði fæst á mjög hagstæðu verði, en fermetrinn þar er á um 19.500 kr., segir Sverrir. Við Brautarholt 20 er Eignamiðlunin með þekkt hús í sölu, en þar var áður Þórs- kaffi tii liúsa. Ásett verð er 95 millj. kr., en húsið er fjórar hæðir og selst í einu lagi eða hlutum. / 26 ► Lægra fermetraverð eftir því sem húsin eru stærri TÖLUVERÐUR munur er á fer- metraverði í sérbýli á höfuðborgar- svæðinu, en undir sérbýli falla bæði einbýlishús og raðhús. Teikningin hér til hliðar sýnir meðal fermetra- verð í þeim húseignum, sem skiptu um eigendur á síðasta ári og er þar byggt á útreikningum frá Fasteigna- mati ríkisins, sem ná til steinhúsa, er reist eru 1940 og síðar. Eins og sjá má, er fermetraverðið lægra eftir því sem húsin eru stærri. Vissir dýrir þættir eru sameiginleg- ir með öllum íbúðarhúsum. Þar má nefna eldhús og bað, útihurð og margs konar búnað. Margs konar undirbúningur kostar líka svipað, hvort sem húsin eru stór eða lítil. Hagræði við innkaup í stór hús eru meiri vegna magnsins. Sama gildir við vinnu við að koma efninu fyrir á endanlegan stað. Sem einfalt dæmi má nefna, að kostnaður við að setja 20 rafmagnsdósir í hús er hlutfalls- lega minni á einingu en ef aðeins þarf að setja örfáar. Fleira hefur áhrif á fermetraverð en stærð húsanna. Þau eru auðvitað mjögmisjöfn að allri gerð ogmismik- ið í þau borið. Sum hverfi eru líka eft- irsóttari en önnur og það hefur einn- ig áhrif á verðið. Þá er það líka mjög misjafnt, hve vel húsum er haldið við, en aldur húsa er að sjálfsögðu mismunandi og greinilegt, að feimetraverðið er yfir- leitt hærra, eftir því sem húsin eru yngri, enda þótt það sé ekki algild regla. Að sögn fasteignasala hefur verð á stórum húsum ekki hækkað, enda þótt talsvert hafi selzt af þeim að undanförnu og er ástæðan ekki hvað sízt fyrirgreiðsla verðbréfafyrir- tækja og lánastofnana, sem hófu að lána svokölluð fasteignalán til allt að 25 ára í fyrra. Kaup á stórum húsum eru því auðveldari nú en áður. Fasteignaverð í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu 1995 Fermetraverð eftir stærð . . ■ ^ í fjölbýli til samanburðar I Serbyll r ^ l^r 67.576 Þadborgarsig adgera verðsamanburð! Skandia Kaupgengi Húsbréfa er mismunandi eftir fjármálastofnunum. Skandia keppist við að bjóða alltaf besta kaupgengið og staðgreiðir húsbréfin samdægurs. FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ SKANDIA H F • LAUGAVEGI 17 0 Ráðgjafar Skandia veita allar upplýsingar um kaupgengi Húsbréfa. Hærra kaupgengi þýðir hærra verð fyrir Húsbréfin þín. SlMI 540 50 60 • FAX 540 50 S1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.