Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 12
12 C ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Á heilum vagni heim Smiðjan Það vantar mikið, þegar ekki eru til stað- ar stikur á vegbrúnum og engin strik á —...........................^----- vegum úti á landi, segir Bjarni Olafs- son, sem hér fjallar um gildi vegmerkja. Íloftinu liggur eftirvænting og gleði blandin óþreyju. Sumar- ferðin er að hefjast og nú er um að gera að komast af stað. Allmiklum farangri hefur verið pakkað, nesti tekið með og nú er bara eftir að gæta að því að ekki sé straumur á eldavélinni eða öðru tæki og hvort lokað sé fyrir vatns- krana áður en húsinu er læst. Sum- ir hafa fyrir fasta venju að fara með stutta ferðabæn þegar lagt er af stað í ferðalag. Það er góður siður sem getur hjálpað huganum að komast í jafnvægi eftir undir- búninginn og gott er að vera guði falinn á ferð sinni. Hugarró ogjafnvægi er áríðandi að fylgi sérhveijum bíl á vegunum. Það er raunverulega eins nauðsyn- Iegt og að nota stjórntæki bílanna, stýri, hemla og önnur stjórntæki. Hvernig gekk þér? Mikil breyting er orðin á vegum, þar sem þeir hafa verið klæddir bundnu slitlagi. Það finnst best þegar slíka vegkafla þrýtur svo bif- reiðin tekur að hristast og hoppa á holóttum og grófum malarvegi. Þá er ekki um annað að velja en að draga úr ökuhraða svo hann hæfi þeim vegi sem ekið er eftir og þarf þá stundum að fara löturhægt. Segja má að það sé undur hvern- ig íslenskir ökumenn gátu komist Ieiðar sinnar áður, þegar ekki þekktust upphækkaðir vegir með bundinni klæðningu. Þakkarvert er hvernig gengið er frá vegum t.d. með jöfnum fláa er hallar frá akbrautinni. Hvernig veg- ir eru strikaðir, bæði jaðarlína á báðum brúnum akbrautarinnar og svo miðjulínur, ýmist heilar eða brotnar línur. Stikurnar með endurskinsmerkj- unum við vegkantana eru einnig afar hjálplegar og fínnum við það best í dimmviðri, snjókomu eða þoku. Ég heyrði fyrir löngu haft eftir merkiskonu að hún nefndi stik- urnar „englafingur" er hún hafði ekið yfir heiði í slæmu skyggni og dásamaði hve gott væri að hafa stikurnar við vegkantinn. Vegamerki Fleiri merki má sjá við vegabrún- imar en þessar ágætu stikur sem nefndar voru hér á undan. A ég þá við aðvörunarmerki ýmiss konar. Þar má nefna merki er vara við blindhæðum, hættulegum beygjum, merki er gefa upp hámarkshraða á hveiju svæði fyrir sig, hvar ekki má aka fram úr öðmm bíl o.s.frv. Einnig eru víða merki er vara við steinkasti frá hjólum bílanna vegna lagningar olíumalar á vegi. Þessi merki em öll afar gagnleg þeim sem hafa tamið sér að veita slíkum hjálp- armerkjum athygli og gefa sér tíma til að fara eftir þeim. Ný gerð merkja er komin mjög víða á vegi. Það eru merki sem vara ökumenn við ef þeir nálgast brú sem er einbreið. Það er mörgum kunnugt að hræðileg slys hafa orðið við það að tveir bílar mætast á allmikilli ferð á brú sem er of mjó til þess að hægt sé að víkja til hliðar. Því- líkum árekstrum hefur fjölgað að miklum mun á síðari árum. Akst- urshraði hefur aukist töluvert á vegunum eftir að lögð hefur verið á þá olíumöl. Það er líkast því að menn gleymi hreinlega að nota hemla bílsins og fótur þeirra sé fastur við inngjafarfótstigið. Aðvörunarmerki við einbreiðar brýr eru til mikilla bóta og hljóta að draga úr slysatíðni á brúm. Gildi merkja Þegar merkin vantar getur svo farið að maður skynji betur hve nauðsynleg þau eru okkur við akst- urinn. Ég átti leið suður yfir Holta- vörðuheiði í myrkri og rigningu föstudagskvöldið 30. ágúst sl. Það er vægt til orða tekið er ég segi að sá kafli ferðar minnar hafí verið vandfarinn og erfiður!! Hver var ástæðan? Auðvitað fyrst og fremst myrkrið og veðráttan. Þannig stóð á að unnið hafði verið að því að leggja olíumöl á all langan vegarkafla á heiðinni. Verk- inu var ekki lokið og stikurnar, strik og önnur merki vantaði. Umferð norður yfir Holtavörðu- heiði var ótrúlega mikil. Meðal ann- ars voru þar á ferðinni íjölmargir jeppar á háum og belgmiklum hjól- börðum. Ökuljós þeirra sitja svo hátt, vegna hinna háu hjólbarða, að geisl- arnir lýsa bókstaflega yfir litla bíla sem koma úr gagnstæðri átt. Þessu er öðruvísi farið með stóra vöru- flutningabíla og hópferðabíla, þar ÖKUMENN sem ekki vita hvar hjólin á bílum þeirra fara á vegum og götum eru hættu- legir öðrum vegfarendum. eru ljósin öðruvísi staðsett og stillt. Við slæm akstursskilyrði þetta kvöld varð ég hvað eftir annað að stöðva bíl minn á vegbrún. Ástæða þess var að á móti mér kom alltof breiður bíll með ljósgeisla er blind- uðu ökumenn bíla er á móti þeim komu. Með mér vöknuðu spurningar um lög og reglugerðir um breidd bíla á vegum og um breytingar á bílum. Hversvegna þurfum við að eiga von á að mæta jöklabifreiðum inni í bæjum eða hvar sem er og hvenær sem er? Hversvegna er mönnum heimilt að breyta bílunum svo mik- ið að þeir breikki um allt að hálfum metra? Eða að hækka bílana um 40-50 sm. án þess að vera gert að færa ljóskerin neðar á bílnum? Reglur um þessi atriði voru mjög ströng áður fyrr. Sennilega mætti ég þarna mörgum áhugasömum gæsaskyttum á leið til veiða á föstu- dagskvöldi, eða jöklaförum. Eg fann fyrir því hve mikið vant- ar þegar ekki eru stikur á vegbrún- um og engin strik heldur. Það er áríðandi að gerðar séu breytingar á ljósabúnaði margra bíla og mæld breidd þeirra vegna þess að vinstri hjól þeirra eru oft öfugu megin við miðlínu vegarins er þeir mæta öðr- um bílum. Umhverfisviðurkenningar á Seltjarnarnesi NÝLEGA voru veittar viður- kenningar fyrir snyrtilegt um- hverfi á Seltjarnarnesi. Að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar bæjar- stjóra var í ár ákveðið að veita viðurkenningar fyrir sérstök verkefni sem lúta að fegrun um- hverfis og götumyndar bæjarins. Eiðismýri var valin fegursta gatan í ár. „Hún er í nýju hverfi og er orðin mjög heilsteypt,“ sagði Sigurgeir. „Fólk hefur gengið vel frá kringum húsin sín og gatan er öll orðin mjög snyrtileg. Nú tökum við fyrir heillegri svæði og veitum þeim viðurkenningu, en áður var meira um að einstökum görðum væri veitt viðurkenning. Þetta er breytt stefna, a.m.k. á næstunni. Við viljum reyna með þessu að skapa metnað og sam- heldni í hverfunum. Húsið Grænamýri við Nesveg fékk viðurkenningu. „Þar þótti vel til takast að gera upp gamalt hús,“ sagði Sigurgeir. „Þetta hús var nýlega endurnýjað mjög smekklega og án þess að breyta arkitektúr og „karakter" hússins. Grænamýri og Tjarnarmýri fengu sérstaka viðurkenningu fyrir grenndarsvæði F sem er sameig- inlegur garður og leiksvæði íbúa.“ HÚSIÐ Grænamýri við Nesveg fékk viðurkenningu. Þetta hús var nýlega endurnýjað mjög smekklega og án þess að arkitektúr og „karakter" hússins væri breytt. Bensínstöðin við Suðurströnd fékk og viðurkenningu. „Hún fékk viðurkenningu fyrir að vera ávallt hrein og þokkaleg hvenær sem að henni er komið og við metum það mikils ef atvinnufyrir- tæki ganga þannig frá í kringum sig,“ sagði. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri að lokum. GRÆNAMÝRI og Tjarnarmýri fengu sérstaka viðurkenningu fyr- ir grenndarsvæði F sem er sameiginlegur garður og leiksvæði íbúa. BENSÍNSTÖÐIN við Suðurströnd fékk sérstaka viðurkenningu fyrir umhverfi sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.