Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 B 5 ÍÞRÚmR FOLX ■ BIRGIR Bragason vann þrjá þætti um torfærumótið á Hellu á laugardag. Einn fyrir Ríkissjón- varpið, annan fyrir BBC og þann þriðja fyrir Eurosport. Sex mynda- tökuvélar voru á mótinu, tvær um borð í keppnistækjum sem eykur fjölbreytnina í tökum. Eurosport sýndi torfæru á hverjum degi í lið- inni viku, nýtt og gamalt efni á víxl. ■ SIGURÐUR Þ. Jónsson lauk keppni á Hellu í fyrsta skipti í fjög- ur ár. Hann kvaðst hafa misst af allri titilvon þegar hann affelgaði á tveimur dekkjum í annarri þraut af sex en var ánægður að komast í allar þrautir. ■ AFAR voru tveir í keppninni, Páll Þormar frá Raufárhöfn og Gunnar Egilsson frá Selfossi. Sá fyrrnefndi varð sjötti en Gunnar í tólfta sæti þrátt fyrir mikið afl vegna stærri nítróspíssa í vélar- salnum. ■ GUNNARI gekk afleitlega. Braut fyrst framdrif í þriðju braut og við átökin fór sjálfskiptingin. Viðgerðarliðið skipti um skiptingu á hálftíma með látum. Gunnar komst því í mýrina í lokin, en þar snarsnerist jeppinn. Framdrifið reyndist brotið. Vélin og drifbúnað- urinn („kramið") þoldi ekki álagið. ■ EINAR Gunnlaugsson sópaði ótæpilega niður dekkjum í keppn- inni. Einhveijir höfðu á orði að Einar, sem rekur hjólbarðaverk- stæði á Akureyri, væri með hug- ann við vetrarvertíðina í snjódekkj- um. Því léti hann dekkin ekki í friði í þrautunum. ■ EINAR ætlar að veija titilinn í sandspyrnu á Akureyri um næstu hejgi, en þá verður tvöföld umferð í íslandsmótinu. Hann lánaði vél og drifbúnað, í annað spyrnutæki sem Kristján Skjóldal mun aka og er í eigu Einars Birgissonar kvartmílungs sem ekur á götubíl í keppninni. ■ GUNNAR Guðmundsson meistari á götujeppa í sandspyrnu ætlar að veija titilinn, þó ekki hafi það tekist á Hellu. Hann bíður enn áfrýjunar vegna kæru á úrslit í heimsbikarmótinu í torfæru. Meðal keppenda í sandspyrnunni verða Sverrir Þór á mjög öflugri spyrnu- grind, Svissinum svokallaða, og Valur Vífilsson á sérsmíðaðri grind og verður keppt á sandbökk- um við Eyjafjarðará. ■ GUNNAR Pálmi Pétursson fær dyggan stuðning frá heimabæ sínum, Höfn. Jeppi hans hefur ver- ið fluttur á 10 hjóla trukk með sex hjóla dráttarvagni, sem Kaupfé- lagið á Höfn rekur, á mörg mót- anna. Tuga fermetra mynd af Höfn er á vagninum sem auglýsir heimabæinn vel á mannmörgum mótum. ■ RAFN A. Guðjónsson átti möguleika á titli í flokki götujeppa en glataði honum fljótlega. Næsta sumar ætlar hann að hleypa Guð- jóni syni sínum á jeppann til keppni í sandspyrnu, en keppir sjálfur í torfæru á endurbættu ökutæki sínu. ■ RAFN A. Guðjónsson náði ekki titlinum að þessu sinni, brotinn öxull, bilaður dempari og gormur komu í veg fyrir góðan árangur í flokki sérútbúinna götujeppa. Þá fór hann fjórðu þraut, timaþraut, aðeins í afturdrifinu vegna bilunar í drifbúnaði. Sagði jeppann svo skakkan að hann hefði ekið út á hlið. Sömu sögu sagði Einar Gunn- laugsson um sinn fák í keppninni. ■ ÁSGEIR Jamil Allansson hef- ur náð ágætum árangri á árinu, varð fjórði á Hellu en hefur tvíveg- is náð bronsverðlaunum í mótum sumarsins. Hann varð sjötti að stig- um í íslandsmótinu á jeppa sem hefurverið notaður í sjö ár í keppni. TORFÆRA KIMATTSPYRNA Valur lék 'rað Stjömunni Meistararnir hylltir HARALDUR Pétursson og Gunnar Pálml Pétursson unnu ís- landsmelstaratitlllnn í torfœru, en bððlr unnu heimsblkarlnn fyrlr skömmu. Rafn A. Guðjónsson sem varð þriðjl að stigum í flokki sérútbúinna götujeppa hylltl þá með sigurveigunum. Þrír títlar á fiórum árum „ÉG VAR dálítið trekktur fyrir síð- ustu þrautina í mýrinni þótt ég væri með 120 stiga forskot á Gísla og Einar. Það gat ailtaf farið illa í lokaþrautinni. Maður sér illa út þegar drullan þeytist upp og jeppinn hendist til á hálu undirlaginu. Það er alltaf hætta á að festast eins og henti marga. En ég slapp í gegn,“ sagði Haraldur Pétursson, sem vann meistaratitilinn í flokki sérút- búinna jeppa annað árið í röð, í samtali við Morgunblaðið. Fyrir örfáum vikum vann hann fyrsta heimsbikarmótið í torfæru. Haraldur, sem er 24 ára, býr í Ölfusi og hefur einbeitt sér að tor- færunni í sumar og undirbúið jeppa sinn í skemmu á bóndabýli foreldra sinna. í vetur mun hann vinna á verkstæði Ljónstaðabræðra svokall- aðara, Ólafs og Tyrfings Leóssona við jeppabreytingar, en þeir hafa einmitt verið í aðstoðarliði Haraldar í mótum sumarsins. „Mér finnst skemmtilegra að vinna titilinn í ár, þar sem allir toppökumennirnir voru með allan tímann, enginn jeppi bil- aði. Um mitt tímabilið vantaði mig einhvern neista, einbeitingu, en neistinn kviknaði á lokasprettinum pg ég náði bæði í heimsbikarinn og Islandsmeistaratitilinn. Sá síðar- nefndi er mér meira virði,“ sagði meistarinn um helgina. „Ég hefði ekki getað ímyndað mér fyrir fjórum árum að að ég VÆNGSTÝFT Stjörnulið hafði lítið f klærnar á sprækum Vals- mönnum að gera á sunnudag- inn þegar liðin mættust í Garðabænum. í lið heima- manna vantaði fimm leikmenn úr byrjunarliðinu og Valsmenn höfðu undirtökin í 4:2 sigri. Veðrið á sunnudaginn, mikið rok með rigningu, var lítt til þess fallið að spila knattspymu en samt sýndu gestirnir frá Hlíðarenda oft á tíð- um ágæta takta. Þeir höfðu frá upp- hafi undirtökin og eftir stöðuga sókn fyrstu mínútum- ar kom fyrsta markið frá Guð- mundi Brynjólfssyni og annað fljót- lega kom ekki á óvart. Stjörnumenn voru ráðalausir en tóku lítið eitt við sér eftir mörk gestanna og úr einni af fáum sóknum sínum fengu þeir vítaspyrnuna, sem gaf mark. Eftir hlé hresstust Garðbæingar en það kom fyrir lítið því Valsmenn slógu ekkert af og réðu sem fyrr ferð- inni. Þeir efldust við næstu tvö Stefán Stefánsson skrifar yrði búinn að vinna þijá titla á svona skömmum tíma. Byijaði í torfærunni til gamans. Kannski heimsbikarinn verði mikils virði í framtíðinni ef erlent fjármagn verð- ur til að styrkja þessa íþrótt. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist. Ég keppi a.m.k. næsta sumar og hef heyrt að margir keppendur frá fyrri tíð mæti í slaginn að nýju. Það verður gott mál að fá meiri sam- keppni og spennu í titilslaginn ef af verður, þótt hún sé nóg fyrir. Við sem keppum í þessari íþrótt erum alltaf að læra og vonum allir að einn daginn þá verði það sem við erum að gera metið þannig að það geti orðið okkar lifibrauð. Margir hafa lagt allt í sölurnar síð- ustu ár og það væri gaman af ein- hveijir fengju loks að njóta ávaxt- anna af 25 ára þekkingu íslendinga af srníði fjórhjóladrifinna ökutækja fyrir torfæru," sagði Haraldur. Om Æ Strax á sjöundu mín- B I útu fékk Guðmund- ur Brynjólfsson góða sendingu Salihs Heimis Porca í gegn um vörn Stjörnunnar og stýrði hann boltanum í vinstra hornið. 0:2 Á 23. mínútu átti fvar Ingimarsson gott skot með jörðinni að marki Stjörnunnar, Bjarni Sigurðsson markvörður varði en hélt ekki boltanum og Guðmundur Bryiyólfsson fylgdi vel á eftir og skoraði af stuttu færi. 1 -21 I ■fSas Rúnari Sigmunds- isyni Stjömumanni var brugðið rétt innan vítateigs á 29. mínútu og dæmd var víta- spyma, sem Baldur Bjamason skoraði úr í hægra homið en Bjarni markvörður fór í það vinstra. 1:3 Á 29. mínútu var Sigþór Júlíusson hlaupinn niður yst í vítateig og umsvifalaust var dæmd víta- spyma. Úr henni skoraði Salih Heimir Porca örugglega upp í hægra hornið en Bjami mark- vörður fór í það vinstra. 1B Æky alsmenn tóku ■ “Wstutta hornsþymu hægra megin og Saiih Heimir gaf boltann fyrir markið á 60. mínútu. Anthony Karl Greg- ory stökk þar manna hæst inni í markteig og skallaði inn fjórða mark Vals. 2./IÁ 75. mínútu renndi ■“■•Bjami Gaukur Sig- urðsson boltanum í gegnum vörn Vals og þar var fyrir á auðum sjóBaldur Bjarnason, sem skoraði léttilega. mörk en gleymdu sér andartak í vörninni og var refsað fyrir það með öðru marki Stjörnunnar. Mörk Vals hefðu getað verið enn fleiri því á 78. mínútu skallaði ívar Ingi- marsson boltann rétt yfir markið eftir fyrirgjöf Arnljóts Davíðssonar, sem kom inn á sem varamaður og stórkostlegt stutt samspil Sigþórs Júlíussonar og Salihs Heimis Porca undir lokin endaði með góðu færi en skotið fór í slá. Leikur Stjörnunnar var afleitur í þessum leik en leikmönnum er að vísu vorkunn því í liðið vantaði marga; Kristinn Lámsson, sem far- inn er utan í nám og Reyni Björns- son, Valdimar Kristófersson, Her- mann Arason og Helga Björgvins- son, sem allir tóku út leikbann. Fyrir vikið fóru tveir sóknarmenn í vörnina, Goran Micic og Ragnar Árnason, og þó að þeir hafi svo sem áður spreytt sig þar, tókst þeim ekki vel upp núna. „Þetta var lélegt og menn voru ekki að leggja sig fram en ég veit ekki hvað veldur," sagði Þórður Lárusson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Annars komum við til með að velgja KR- ingum undir uggum í næsta leik.“ „Ég er ánægður með liðið, það spilaði vel og baráttan var góð enda held ég að við höfum sjaldan skap- að okkur jafn mörg marktækifæri og í þessum leik,“ sagði Sigurður Grétarsson þjálfari Valsmanna. Það er óhætt að taka undir þessi orð því fyrir þennan fjögurra marka leik höfðu Valsmenn gert 13 mörk í deildinni og þá í 15 leikjum. Þó að mótspyrnan hafi svo sem ekki verið mjög mikil verður að segjast eins og er að Valsmenn voru góðir, vörnin hélt vel, miðjumennirnir byggðu oft upp skemmtilegar sókn- ir, sem sköpuðu oft usla í herbúðum Garðbæinga og baráttan var góð. ÍR reynir að halda Bretunum ÍR-INGAR, sem beijast við fall- drauginn í 2. deild, reyna nú allt hvað þeir geta til að halda tveimur af bestu leikmönnum sínum í sum- ar, þeim Ian Ashbee og Will Davies en þeir voru fengnir að láni úr þijá- tíu manna leikhópi Derby í Eng- landi fram til loka deildarkeppninn- ar. Bretarnir áttu bókað flugfar til Englands í dag, þriðjudag, því ÍR- ingar töldu að fyrir þann tíma hefðu örlög þeirra ráðist en af því verður ekki fyrr í lokaumferðinni á föstu- daginn kemur. Missir þeirra myndi eflaust veikja vörn Breiðhyltinga þar sem Ashbee hefur gegnt stóru hlutverki og Davies hefur staðið sig ágætlega í framlínunni. KNATTSPYRNUÞJALFARI Unglingaráð Leiknis óskar eftir að ráða knattspyrnuþjálfara til starfa við þjálfun yngri flokka félagsins. Umsóknum skal skilað á skrifstofu félagsins, Gerðubergi 1, Reykjavík, fyrir 27. september nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.