Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996
MORGUNBlAÐIÐ
Fasteignalán Landsbréfa
til allt að 25 ára
Vextir af lánunum eru á bilinu 6,75 til 8,25%.
Lánin henta t.d. þeim sem vilja skuldbreyta eldri lánum,
kaupa stærri eignir eða vilja taka lán til framkvæmda.
0
Ráðgjafar Landsbréfa hf. veita allar frekari upplýsingar y LANDSBRÉF HF.
7^4«^. - ^ÍfxSx
Gamalt timburhús í miðbænum
HÚSEIGNIN Kópavogsbraut 8 er til sölu hjá Fasteignamarkaðinum.
Þetta er 225 ferm. hús auk bílskúrs. Ásett verð er um 16 miHj. kr.
Einbýlishús við
Kópavogsbraut
HJÁ Fasteignamarkaðinum er til
sölu húseignin Kópavogsbraut 8.
Þetta er steinhús, reist árið 1955
og samtals að gólffleti 225 ferm.
Húsinu fylgir 34 ferm. sérstæður
bílskúr.
„Þetta er fallegt hús,“ sagði Jón
Guðmundsson hjá Fasteignamark-
aðinum. „Það er kjallari, hæð og
ris og stendur á afar skemmtileg-
um og skjólsælum stað, móti suðri
á stórri og fallegri, vel ræktaðri
lóð með háum trjám og með
skemmtilegu útsýni til suðurs og
vesturs."
„Á aðalhæð eru stórar, sam-
liggjandi stofur og eldhús með
nýlegri innréttingu, en gólf eru
lögð með parketi, sagði Jón enn-
fremur. „ Á þessari hæð er einnig
gestasnyrting.
„í risi eru þijú svefnherbergi
auk baðherbergis. Svalir eru á ris-
hæð og snúa þær í suður. Yfir
risi er geymsluris og lofthæð í ris-
inu er góð. í kjallara er innan-
gengt af hæðinni en auk þess sér-
inngangur og þar er nú tveggja
herbergja íbúð. Ásett verð er um
16 millj. kr. og eignin getur verið
laus fljótlega," sagði Jón Guð-
mundsson að lokum.
GÖMUL timburhús í gamla bæn-
um í Reykjavík hafa mikið aðdrátt-
arafl fyrir marga. Hjá fasteigna-
sölunni Hóli er nú ti! sölu einbýlis-
hús á Grettisgötu 353. Þetta er
bárujárnsklætt timburhús á
steyptum kjallara, byggt í kringum
aldamót. Flatarmál hússins í heild
er 169 ferm.
„Húsið er bakhús, en sér inn-
keyrsla er að húsinu og bílastæði
við það. Húsið skiptist þannig að
komið er inn á aðalhæð, en þar
eru forstofa, þijár samliggjandi
stofur og eldhús,“ sagði Elías Har-
aldsson hjá Hóli.
„í risi eru þijú herbergi og bað-
herbergi,“ sagði Elías ennfremur.
„Ekki er full lofthæð í kjallara, en
þar er þvottahús og tvö góð vinnu-
herbergi sem bjóða upp á mikla
möguleika. Húsið hefur verið í eigu
sömu fjölskyldu frá upphafi og er
mjög vel við haldið. Komið er þó
að viðhaldi á gleri og gluggum.
Grettisgötu 35B byggði Bjarni
Þorláksson trésmiður. Til eru upp-
haflegar teikningar að húsinu þó
ekki sé þess getið hver gerði þær.
Þegar húsið var endurvirt vegna
dýrtíðar árið 1924 hafði inn-
gönguskúr við austurgafl verið
stækkaður frá því það var byggt.
Þá hafa svalir þær, sem áður
voru á húsinu, verið teknar burt.
Þetta hús er að öðru leyti nær
óbreytt frá byggingu þess í kring-
um aldamót. Áður var því skipt í
tvær íbúðir en nú er það allt ein
íbúð. Ásett verð er 8,8 millj. kr.,
en ekkert er áhvílandi.
HÚSIÐ stendur við Grettisgötu 35B. Það er til sölu hjá fsteigna-
sölunni Hóli og ásett verð er 8,8 millj. kr.
Fasteigna- sölur í blabinu í dag
Agnar Gústafsson bls. 9
Almenna fasteignas. bls. 22
Ás bls. 20
Ásbyrgi bls. 19
Berg bls. 19
Bifröst bls. 12
Borgareign bls. 13
Borgir bls. 25
Brynjólfur Jónsson bls. 14
Eignamiðlun bis. 14-15
Eignasalan bls. 22
Fasteignamarkaður bls,10 °s 21
Fasteignamiðlun bls. 23
Fasteignas. Reykjavíkur bls. 13
Fjárfesting bls. 5oo7
Fold bls. 11
Framtíðin bls. 20
Frón bls. 18
Gimli bls. 6
Hátún bls. 14
Hóll b)s. 26-27
Hraunhamar bls. 3
Húsakaup bls. 5
Húsvangur bls. 4
Kjöreign bls. 28
Kjörbýli bls. 23
Laufás bls. 21
Óðal bls. 9
Skeifan bls. 8
Stakfell bls. 17
Valhöll bls. 24
Þingholt bls. 22
Skuldir skipta máli
Markaðurinn
Námsmenn eru ekki meðhöndlaðir á annan hátt
en aðrir í húsbréfakerfínu, segir Grétar J. Guð-
mundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar rík-
isins. Allar umsóknir eru afgreiddar á sama hátt.
MARGIR þættir hafa áhrif á
greiðslugetu íbúðarkaupenda
og þar með hve dýra íbúð þeir geta
fest kaup á. Laun, framfærslukostn-
aður og búseta vega þar þungt.
Skuldir kaupenda, sem til er stofnað,
óháð sjálfum íbúðarkaupunum, hafa
einnig veruleg áhrif. Það gefur auga
leið, að íbúðarkaupandi, sem er með
skuldir á bakinu þegar ráðist er í
kaup, hefur lægri greiðslugetu en sá
sem er ekki í þeirri stöðu. Þá skiptir
ekki máli hvernig til þeirra skulda
er stofnað, hvort um er að ræða
skuldir vegna bifreiðakaupa, utan-
landsferða, tannviðgerða eða náms,
svo dæmi séu tekin. Þessar og aðrar
sambærilegar skuldir minnka
greiðslugetu viðkomandi kaupenda
og hljóta að gera það að verkum að
íbúðarkaup þeirra verða að taka mið
af þeim. Þetta gleymist því miður
stundum í umræðum um námslán.
Greiðslumatið endurskoðað
Fyrir tveimur árum var greiðslu-
matið í húsbréfakerfínu tekið til end-
urskoðunar, með hliðsjón af mikilli
umræðu um vanskil heimilanna. Þá
var komin fimm ára reynsla af þessu
nýja fyrirkomulagi við lánveitingar
hér á landi og því full ástæða til að
kanna og meta þann árangur sem
náðst hafðist. Greiðsluerfiðleikar
fólks höfðu þá aukist og vanskil af
húsnæðislánum þar með, enda var
atvinnuleysi meira en í langan tíma
og ýmsir fleiri erfíðleikar á vinnu-
markaði.
Breytingar voru gerðar á greiðslu-
matinu í framhaldi af þessari endur-
skoðun. Viðmiðunarmörk um
greiðslugetu voru lækkuð úr 20% af
heildarlaunum í 18%, auk þess sem
kröfur voru hertar um staðfestingu
á eigin fjármagni kaupenda, launum
þeirra og ýmsu fleiru er máli skiptir
við kaup. Þar að auki var ákveðið,
að undantekningarlaust skyldi taka
fullt tillit til afborgana af námslánum
í greiðslumati. Aður hafði óbeint
verið tekið tillit til námslána, því
heimilt var að meta greiðslugetu allt
að 30% af heildarlaunum og því gert
ráð fyrir að með því að nota 20%,
væru afborganir af námslánum innan
þeirra hámarksviðmiðunarmarka,
þegar þau væru tekin með.
Endurgreiðslu námslána
breytt
Hámarksendurgreiðsla námslána
miðaðist við 3,75% af tekjum viðkom-
andi skuldara til ársins 1992. Þijú
ár liðu þá frá námslokum til upphafs
endurgreiðslna. Á árinu 1992 var
endurgreiðslum hins vegar breytt.
Nú miðast endurgreiðslur við 5%
af tekjum og hefjast tveimur árum
eftir námslok. Eftir 5 ár hækka
endurgreiðslumar síðan í 7% af tekj-
um, sem er þá hámarksendurgreiðsla.
Það fer ekki á milli mála að þetta
endurgreiðsluhlutfall vegur mun
meira í greiðslugetu íbúðarkaupenda
en það hlutfall sem áður var, og því
var nauðsynlegt að taka meira tillit
til námslána í greiðslumatinu en áð-
ur. Og ákveðið var að taka fullt tillit
ti! þeirra. Annað væri að mismuna
umsækjendum um húsbréfalán.
Námslán eru líka skuldir
Það er misskilningur hjá þeim sem
halda því fram, að námsmenn séu
meðhöndlaðir á annan hátt en aðrir
í húsbréfakerfinu. Allar umsóknir eru
afgreiddar á sama hátt. Fullt tillit
er tekið til allra skulda umsækjenda,
þegar greiðslugeta er metin, óháð
því hvemig til þeirra er stofnað.
Annað væri ekki sanngjamt. Það er
einnig misskilningur að auðvelt sé
að komast framhjá þessu kerfí, með
því að segja ekki frá námslánunum,
þegar sótt er um húsbréfalán. Ef svo
vill til að slíkar umsóknir fara í gegn,
er ástæða til að hafa í huga, að rang-
ar upplýsingar, sem máli skipta varð-
andi greiðslugetu, geta leitt til þess
að húsbréfalán verði gjaldfellt.
Það væri ekki til bóta fyrir þá sem
þurfa á námslánum að halda, að
þeir nytu einhverra sérkjara í hús-
bréfakerfinu. Mestu máli skiptir fyr-
ir þá hvemig endurgreiðslum lán-
anna er háttað. Annars væri verið
að fela einhvem vanda.