Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • L AGN AFRÉTTIR • GRÓDUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • fltagttnlMbi^ Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 17. september 1996 Blað C íbúðarkaup og SKULDIR minnka greiðsluget- una, hverjar sem þær eru og því hljóta íbúðarkaup að taka mið af þeim, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Þetta gleymist þvi' miður stundum í umræðum um námslán. / 2 ? Utgöngu- leiðir GREIÐAR útgönguleiðir úr húsum eru nauðsynlegar, ef eldsvoða ber að höndum. I þætt- inuin Smiðjan fjallar Bjarni Ólafsson m. a. um útgönguleið- ir, þegar útidyr eða stigar hafa lokazt. Nauðsynlegt er, að fólk kynni sér þær vel. /18^ Seltjarn- arnesi IÝTT byggingasvæði á vestanverðu Seltjarnar- nesi með lóðum fyrir 24 htís hefur vakið talsverða at- hygli. Arkitektarnir Helga Bragadóttir og Ágústa Svein- björnsdottur og landslagsarki- tektinn Ingibjörg Kristjáns- ddttir hafa skipulagt þetta svæði og tekur deiliskipulagið mið af verðlaunatillögu þeirra frá 1994. Með því er reynt að skapa nyjan valkost, á Nesinu með nokkuð þéttri byggð meðal- stórra sérbýla á tiltölulega litl- um einkalóðum og sameiginlegu útivistarsvæði. Lóðirnar verða 500-700 ferm. að stærð, en húsin verða af tvenns konar gerð, annars veg- ar einbýlishús á einni hæð og Mikil aukning í húsbréfaumsókn- um byggingaraðila Á fyrstu átta mánuðum þessa árs varð yfir 70% aukning í húsbréfaum- sóknum byggingaraðila miðað við sama tímabil í fyrra, sem sýnir, að umsvif í smíði nýrra íbúða eru ólíkt meiri í ár en á síðasta ári. Athygli vekur, að þessi aukning hefur orðið aðallega á síðustu þremur mánuðum. Aukingin í skuldabréfaskiptum vegna nýbygginga byggingaraðila er samt enn aðeins 6% meiri í ár. Skýringin á því er m. a. sú, að hús- bréfalán eru ekki veitt fyrr en íbúð- ir eru fokheldar og stundum taka byggingaraðilarnir út húsbréfalánin í áföngum, eftir því sem framkvæmd- um miðar áfram. Þá kemur það einnig fyrir, að byggingaraðilarnir eru búnir að selja áður en að húsbréfaláninu kem- ur og þá er það kaupandinn, sem tek- ur lánið. Fjöldi umsókna vegna ný- bygginga einstaklinga er þó svipað- ur nú og á sama tíma í fyrra. Innkomnar umsóknir um húsbréf vegna notaðs húsnæðis voru um 22% fleiri í ágústlok miðað við sama tíma- bil í fyrra, sem sýnir að hreyfing á notuðum íbúðum er talsvert meiri í ár. Þar við bætist, að þeim eignum fjölgar stöðugt, sem búið er að taka húsbréfalán út á. Þá þarf ekki að gefa út ný húsbréf nema að litlu leyti, þeg- ar þessar eignir skipta um eigendur, þar sem kaupandinn yfirtekur áhvíl- andi húsbréf. Útgefin húsbréf námu 1260 millj- ónum kr. í síðasta mánuði og heild- arútgáfan nam 9,2 milljörðum kr. í ágústlok. Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði lítilega í síðasta mánuði, en það sem af er september hefur hún verið mjög stöðug. Afgreiðslur í húsbréfakerfinu í jan.- ágúst 1996n breyting frá sama tímabili 1995 8fiÉi Innkomnar umsóknir Notað húsnæði Endurbætur Nýbyggingar ein Nýbyggingar byi Samþykkt sku Notað húsnæði Notað húsnæði Endurbætur - fjc Endurbætur - ur. Nýbyggingar einstaklinga - fjöldi Nýbyggingar einstaklinga - upphæðir Nýbyggingar byggingaraðila - fjöldi Nýbyggingar byggingaraðila - upphæðir Samþykkt skuldabréfaskipti alls - upphæð Útgefin húsbréf Reiknað verð Breyting jan.-ág. 1996/1995 22,3% Endurbætur -21,9% Nýbyggingar einstaklinga 2,4% Nýbyggingar byggingaraðila 72,6% Samþykkt skuldabréfaskipti Notað húsnæði - fjöldi 20,7% Notað húsnæði - upphæðir Endurbætur - fjöldi 16,7% 6,4% Endurbætur - upphæðir -7,9% l~Æib, &&,-. *%&&£* 17,4% 12,2% 6,4% -5,9% 18,1% 18,3% hins vegar parhús á tveimur hæðum. Einbýlishúsin verða nær útjöðrum svæðisins að sunnan og vestan en parhúsin verða á svæðinu norðan og aust- anverðu. Kynningarfrestur á skipulag- inu er til 27. september og síðan hafa bæjaryfirvöld 4-6 vikur til þess að taka afstöðu til athuga- semda, sem kunna að berast varðandi skipulagið. Áhugi á þessum lóðum er að vonum mikill og margir hafa þegar kynnt sér skipulagið með byggingaráform í huga, enda um sérstaklega aðlaðandi svæði að ræða og þar við bætist, að þetta eru síðustu lóðirnar á Vestursvæðinu. Vonir standa til, að löðirnar komi í sðlu í byrjun næsta árs og þá gætu bygginga- framkvæmdir hafizt að fullu næstavor. /16 ? TRYGGeU PER BETRA VERÐ HJA SKANDIA Þaðborgarsig aðgera verðsamanburð! Kaupgengi Húsbréfa er mismunandi eftir fjármálastofhunum. Skandia keppist við að bjóða alltaf besta kaupgengið og staðgreiðir húsbréfin samdægurs. Ráðgjafar Skandia veita allar upplýsingar um kaupgengi Húsbréfa. Hærra kaupgengi þýðir hærra verð fyrir Húsbréfin þín. Skandia F J A R F E S T I N G A R F É L A G i E) S K A N O I A HF L.AUGAVEGI 170 S ( fvl i 5 -4 O SO BO FAX 5-aO BO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.