Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SIGURÐUR VALUR SVEINSSON Wi 1.000 markahópinn LIÐ Sigurðar Leiknir leikir Skgruð MORK Meðalt. íleik Markahæstu menn í 1. deildinni ©f frá því byrjað var að leika í stórum sal 1966 I I 1976-77 ©Þróttur 9 29 3,22 1980-81 © Þröttur 14 135 9,64 1981-82® Þróttur 14 91 6,50 1988-89 ©Valur 18 99 5,50 1991-92 ©Selfoss 22 156 7,09 1992-93 ©Selfoss 22 172 7,82 1993-94 © Selfoss 21 160 7,62 1994-95 ©Víkingur 19 140 7,37 1996-97 © HK 2 25 12,5 1.503 ValdÍmar GrímSSOn Valur, KA, Selloss, Stjarnan 1.235 HanS GUðmUndSSOn FH, KR, Breiöabl, KA, Stjarnati, ÍH\ 1.158 Birgir Sigurðsson i-mum, nm, vmnm 1.013 Páll ÓlafSSOn Próttur, KH, Hatlkar 1.007 Sigurður Sveinsson Mttm, vaim, sm., vik., m -------;-----------------------------------( Sigurðar skoraði fyrsta mark sitt ^) /' 1. deild í handknattleik fyrir Þrótt í leik gegn ÍR þann 31. okt. 1976 1©Flest mörk Sigurðar í leik í 1. deild' 17- með Selfossi gegn KR (ú), 12. desember 1993 - með HK gegn Fram (ú), 18. september 1996 f 6- með Þrótti gegn Val (0), 5. febrúar 1981 15- með Prótti gegn KR (h), 27. nóvember 1980 ¦ með Selfossi gegn Þór (h), 16. febrúar 1994 SAMTALS: 141 1.007 7,14 14- með Þrótti gegn FH (ú), 5. nóvember 1980 - með Selfossi gegn Vikingi, 25. nóvember 1992 Itg) -með Selfossigegn UMFA(ú), 9. mars1994 <g ¦ ÞREMUR íslenskum körfu- knattleiksdómurum hefur verið út- hlutað verkefni í Evrópukeppninni í körfuknattleik. Kristinn AJberts- son dæmir tvo leiki í Belgiu, Helgi Bragason dæmir í Svíþjóð og Leifur Garðarsson dæmir tvo leiki á Spáni. Fyrri leikurinn er þriðju- daginn 8. október og það er enginn smáleikur, viðureign Real Madrid og Benfica. ¦ DÓMARAR héldu sitt árlega haustþing að Laugarvatni um helgina og þar voru línurnar fyrir veturinn lagðar. Alls sóttu ríflega 30 dómarar ráðstefnuna sem tókst vel. ¦ KEFLVÍKINGAR sigruðu á Reykjanesmótinu í körfuknattleik, en mótinu lauk um helgina. Kefla- vík vann Hauka 97:91 i síðasta leiknum og tryggði sér þar með sigur, hlaut 10 stig. Haukar urðu í öðru sæti með 6 stig, Grindavík fékk einnig 6 stig og Njarðvík 2. ¦ VALIÐ var lið mótsins og í því eru: Friðrik Ragnarsson og Guð- jón Skúlason eru bakverðir, Helgi Jónas Guðfinsson og Albert Osk- arsson framherjar og Shawn Smith miðherji. Maður mótsins var valinn Guðjón Skúlason. ¦ BORGNESINGAR sigruðu í FOLK Vesturlandsmótinu í körfuknatt- leik um helgina, unnu alla sína leiki. Skagamenn urðu í öðru sæti, KFI í því þriðja og lestina rak Snæfell. ¦ GUÐNI Bergsson lék í byrjun- arliði Bolton, hans fyrsti leikur með liðinu í langan tíma. Bolton vann Bradford 4:2 og hefur ekkert ann- að lið í deildarkeppninni í Eng- landi, skorað eins mörg mörk og Bolton, 21. ¦ LÁRUS Orri Sigurðsson lék vel í vörninni hjá Stoke, þegar lið- ið vann Huddersfield, 3:2. ¦ LIVERPOOL er með mjög sterkan leikmannahóp. Þegar liðið lagði Chelsea að velli, sátu leik- menn sem hafa kostað elleft millj. punda á varamannabekknum. ¦ ÍRSKI landsliðsmaðurinn Niall Quinn, sem kostaði Sunderland 1,3 millj. punda, er meiddur á hné og mun missa af HM-leik írlands gegn Makedóníu 9. október. ¦ EFTIR tap Tottenham heima gegn Leieester um helgina, er ljóst að forráðamenn liðsins verða að taka fram tékkheftið og kaupa leik- menn. Gerry Francis, knatt- spyrnustjóri Tottenham, ætlar að skjótast yfir á meginland Evrópu í vikunni, til að kaupa tvo til þrjá leikmenn. ¦ BJARKI Gunnlaugsson skoraði fyrir Mannheim sem sigraði Carl Zeiss Jena, 4:0, í þýsku 2. deild- inni á laugardaginn. Hann gerði fjórða mark liðsins á 80. mín. og lagði upp annað. Þetta var í fyrsta sinn í langan tíma sem Bjarki er í byrjunarliðinu. ¦ EYJÓLFUR Sverrisson og fé- lagar hans í Hertha Berlín gerðu markalaust jafntefli við Kaisers- lautern á föstudag. Eyjólfur lék allan leikinn. ¦ ÞÓRÐUR Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Bochum sem sigr- aði Hamburg 3:1 í 1. deild. ¦ HELGI Sigurðsson og samherj- ar hans í TB Berlín gerðu 1:1 jafn- tefli við Stendal í 3. deildinni. Helgi lék allan leikinn en skoraði ekki. TB Berlín er nú í 4. sæti deildarinn- ar, hefur unnið þrjá leiki og gert fimm jafntefli. SÖGULEGT Hætt er við að taugar margra verði þandar næstkomandi sunnudag. M fæst úr þvi skorið hvaða lið verður íslandsmeistari karla í knattspymu og kringum- stæður verða allar hinar skemratUegustu - efstu liðin, KR og ÍA, mætast ^^^^_ á Akranesi, jöfn að stigum, í síðasta leik. Það eina sem huga þarf að er að biðja æðri máttar- völd um gott veður. KR og ÍA eru meðal mestu stórvelda íslenskrar knattspyrnusögu og KR-ingar hafa einmitt oftast ailra orðið íslands- og bikarmeístarar. Vesturbæjarrisinn var f dvala í rúman aldarfjórðung þar til Skagamaðurinn Guðjón Þórðar- son kom þar iál starfa og KR-ing- ar fögnuðu tvívegis í röð sigri í bikarkeppniraú. En „sá stóri" hefur ekki náðst síðan 1968 og mörgum finnst löngu tímabært að þetta garaalgróna, sterka fé- lag nái íþann verðlaunagrip sem talinn er eftirsóttastur £ íslenskri íþróttakeppni. Litlu munaði fyrir fáeinum árum og KR-inga ^er farið að lengja eftir því að ís- landsbikarinn komi í Frostaskjól- ið. Nu er Gttðjón aftur við srjórn- völinn á Akranesi og Lúkas Kostic, fyrrum fyrirliði IA, þjálf- ari KR-inga. Bæði lið hafa á að skipa úr- vals knattspyrnumönnum og veiku hlekkirnir eru ekki margir, ef einhverjir. Þetta verður ieikur ársins hérlendis og ekki arnalegt að fá annan „bíkarúrsMtaleik" í lok leiktíðarinnar um ísiandsbik- arinn. Liðin eru jöfn að stigum en raarkahlutfall KR-inga hagstseð- ara sem nemur einu marki. Jafn- ara getur það varla verið. Segja má að KR standi ðrlítið betur. að vígi; jafntefli yrði þess váld- andi að KR-ingar hömpuðu ís- landsbíkarnum en sigur Akur- nesinga færði þeim bikarinn fimmta árið í röð. Það er ekkert grín að mæta Skagamönnum á þeirra heiraavelli og senmlega Yndislegt ad vera hlut- laus 09 &&te notid sögulegrar stundar lítið betra fyrir KR að nægja jafntefli. Bæði lið munu því von- andi leika til sigurs þó reikna megi með því að þau fari varlega í sakirnar. Vonandi verður við- stöddum þó skemmt í þær 90 mínðtur sem sýningin stendur sunnudaginn 29. september á AkranesvelH. Ljóst er að stuðningsmenn beggja sveita fjölmenna á Akra- nesvöll á sunnudaginn en ástæða er til að hvetja sera flesta aðra tíl að vera viðstaddir sögulega stund. Hún verður það nemilega sama hvernig fer. Aldrei hefur liði tekíst að verða íslandsmeist- ari fimm ár í röð og það yrði heldur ekki dónalegt að geta sagt barnabörnunum frá því í ellinni að haf a verið viðstaddur er Vest- urbæjarrisinn náði loksins tak- markinu eftir 28 ára erfiða bið. Leikurinn á Akranesi verður sá eini á sunnudaginn því hinir fjórir hafa verið færðir fram á laugardag. Það er vel til fundið hjá KSÍ; þá fá hin liðin verð- skuldaða athygli og allir geta fylgst með úrslitaleiknum. Það er yndisiegt vera hlutlaus og geta notið stóru stundarinnar á Akranesi. Hver hlakkar ekki W „, . Skapti Hallgrímsson Hvað ráðleggurkaratemaðurinn ÓLAFUR NIELSEW efslagsmál virðast óumflýjanleg? Hlaupaskór besta vörnin ÓLAFUR Nielsen, 19 ára Reykvíkingur, hef ur vakið athygli síðustu misserin í karate, og virðist sem bestu menn okkar í karate séu nú að koma sterkir til leiks. Ólaf ur segir marga æfa sjálf svarnaríþróttina, en því miður virðist sem f ólk sé hálffeimið við aðtaka þátt íkeppni. Hann segir einnig að sumir haf i þær ranghugmyndir um íþróttina að gott sé að æfa hana til að geta slegist betur. Eftir Skúla Unnar Sveínsson Olafur er, sem áður seg^ir, fædd- ur í Reykjavík en uppalinn í Bandaríkjunum, á Akureyri og í Reykjavík. Hann er á fjölmiðla- fræðisviði í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og á tvo vetur eftir þar. Hann byrjaði að æfa karate fyrir fjórum til fimm árum og hefur æft vel síðan. En hvers vegna byrjaði hann í karate? „Ég veit það eiginlega ekki. Boltaíþróttir eru leiðinlegar og ég hafði aðeins prófað badminton og fleiri íþróttir en fann mig ekki í neinu þar til ég fór í karate. Það er eina íþróttin þar sem ég hef fundið mig og í raun eina íþróttin sem ég hef æft af einhverju viti. Bróðir vinar míns var í karate og þannig byrjaði þetta." Er mikið æft? „Það er dálítið mismunandi. Ég reyni að æfa sjálfur þrisvar til fimm sinnum í viku hjá Þórs- hamri þar sem ég er núna og svo kenni ég 5 til 7 ára krökkum og 8 til 10 ára tvisvar í viku." Er ekki allt ofsnemmt að senda fimm ára krakka í karate? „Nei, nei. Þau eru að sjálfsögðu ekki látin slást neitt fyrstu árin. Við erum að kenna þeim aga og undirstöðuatriði í karate. Kennslan byggir talsvert á leikjum og að sjálfsögðu á aga. Karate er íþrótt sem reynir á allan kroppinn og hausinn líka. Við reynum að draga það sem allra lengst að láta krakka fara að slást, þeir verða að vera orðnir talsvert stálpaðir til þess." Eru margir krakkar sem æfa karate? ÓLAFUR Nielsen hefur vaklð athygli Morgunblaðið/Golli karate. „Já, og alltaf að aukast. Fyrst var þetta fremur rólegt en nú er svo komið að við verðum að vera tvö í tímum til að geta fylgst með öllum og haft stjórn á öllu." Er karate ekki líka fínt til að læra að slást almennilega? „Það má vel vera og karate getur örugglega bjargað einhverj- um sem lendir í vandræðum, en það er nú regla númer eitt að, lendi maður í einhverju þar sem líklegt sé að áflog verði á að hlaupa í burtu. Góðir hlaupaskór eru því besta vörnin." En eru ekki einhverjir sem koma í karate með þessu hugar- fari? „Jú, það eru sjálfsagt einhverj- ir, en „svörtu sauðirnir" síast fljót- lega úr eða bæta ráð sitt og sjá að ofbeldi er alls ekki Iausnin." Voru slagsmálin freistandi þeg- ar þú byrjaðir? „Ég var 14 ára þegar ég byri- aði og var ekki farinn að stunda bæjarlífið mikið. Ég hef aldrei verið fyrir slagsmál og sérstak- lega ekki eftir að ég byrjaði í karate." Með hvernig litt belti ertu? „Ææii. Ég hef verið mjög ragur við að fara í gráðurnar og fá mér belti. Ég er bara með bláa beltið og það er hálfasnalegt að koma á mót erlendis með blátt belti því þar eru^ flestir með svart eða brúnt. Ég keppi því bara með hvítt belti á mótum úti. En nú verð ég að gera bragarbót á þessu og fá mér almennilegt belti."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.