Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 B 9 KNATTSPYRNA FOLK ¦ TVÍBURARNIR Guðmundur og Sæmundur Jónssynir unnu síðasta rallmót ársins á Ford Escort. Keppt var á Suðurnesjum. Steingrímur Ing- asson og Jóhannes Jóhannesson á Nissan náðu forystu en óku út af og töpuðu miklum tíma og enduðu í sjö- unda sæti. ¦ Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmasson á Talbot náðu öðru sætiog unnu titil í flokki eins drifs bíla í íslandsmótinu. í rall- inu unnu Garðar Þór Hilmarsson og Guðni Þorbjörnsson flokk Norð- dekk bíla. ¦ BJÖRN B. Steinarsson vann reynda jaxla á krosshjólum í sand- spyrnunni og varð meistari, sem sveið þeim reyndari svolítið. Björn hefur síðustu ár liðsinnt kvartmílingnum Vali Vífilssyni af kappi og unnið mikið starf fyrir þá sem keppa í kvartmílu. Hann hefur í sex ár smíð- að Challanger ökutæki í kvartmíluna og ætlar að mæta í keppni á bílnum næsta sumar. ¦ KARL Gunnlaugsson varð annar til meistara á krosshjólum. Hann keppti fyrir skömmu í kappakstri í Englandi en hætti með bilaða vél. í sömu keppni ók Þorsteinn Marel en varð einnig fyrir bilunum. Eftir keppni kastaðist síðan Þorsteinn fram yfir motokross hjól sem hann var að prófa og brotnaði á báðum höndum. ¦ FINNUR Aðalbjörnsson keppti á motokross hjóli en hann er þekktari sem vélsleðamaður. Hann hefur fund- ið bensíngjöfina að nýju. Vann í sum- ar erfiða klifurkeppni á mótorhjólum. Finnur náði bronsi í sandspyrnunni og klykkti síðan út með því að æða mýri og djúpan skurð fullan af vatni upp undir hendur á mótorhjólinu. Nokkrum sinnum. ¦ FINNUR er bóndi og smalar stundum á mótorhjóli sínu. Hann flaug af hjólinu 20 metra af hjólinu í lok smölunar einn daginn vegna þreytu, ók beint á barð. Hafði ekki orku í að taka í bremsuna, að sögn sveitunga hans sem sáu til. Hélt síðan áfram för sinni eins og ekkert hefði í skonst ¦ AKUREYRINGURINN knái Jón Rúnar Rafnsson ók Ford Bronco 1974 í sandspyrnunni. Jeppa hans hafði verið ekið 300.483 km áður en að keppni kom og það hlýtur að vera einstakt í keppnistæki í akstursiþrótt- um. ¦ GUNNAR Guðmundsson náði ekki að verja titil sinn í jeppaflokknum í sandspyrnunni. Sjálfskiptingin bilaði í tímatökum og hann var heppinn að geta keppt. Gunnar varð að sætta sig við annað sætið á eftir Gunnari Geirssyni á risavöxnum og þungum Ford^ Bronco. ¦ JÓNAS Karl Harðarson átti í vandræðum í sandspyrnunni. Pakkn- ing hjá olíudælunni lak og titringur var í drifbúnaðinum þar sem keppnis- tæki hans hafði verið hækkað upp. Jónas keppir að öllu jöfnu í kvartm- ílu og varð þriðji að stigum í flokki útbúinna bíla í sandspyrnunni. ¦ BIRGIR Þór Bragason kvik- myndaði í Mótorsport þáttinn fyrir Ríkissjónvarpið í síðasta skipti á keppninni. Hann var heppinn að verða ekki fyrir spyrnugrind Kristjáns Skjóldals sem snarsnerist í rásmark- inu í einni spyrnunni. Birgir stóð þó eins og klettur og myndaði en bíllinn stoppaði í tveggja metra fjarlægð frá honum. IMEIL Lewis, lelkmaður hjá Leicester (t.h.) lelkur á Ruel Fox hjá Tottenham. Bergerernýja stjaman á Anfield PATRIK Berger, hinn hárprúði sóknarieikmaður frá Tékklandi, fellur heldur betur inn í leik Liverpool-liðsins. Hann skoraði tvö frábær mörk þegar Liverpool skellti Chelsea 5:1 á Anfield Road. Berger skoraði þar með sex mörk á viku - tvö mörk þegar hann kom inná sam varamaður gegn Leicester á dögunum, tvö mörk fyrir Tékkland gegn Möltu sl. miðvikudag og tvö gegn Chelsea, ífyrsta leik sínum í byrjunarliði. Liverpool er á toppnum í Eng- landi og er liðiðtil alls líklegt í meistarabaráttunni. Það er þó of snemmt fyrir stuðningsmenn Liverpool að fara að fagna - fyrir sex árum vann Liverpool sex leiki í röð í byrjun og fagnaði tólf sigrum í fyrstu fjórtán leikjum sínum. Þegar upp var staðið varð Arsenal meistari, Liverpool íöðru sæti. Berger og hinn 21 árs Robbie Fowler, sem hefur skorað 67 mörk í 116 leikjum, vinna vel sam- an. Berger tók stöðu átta millj. punda mannsins Stan Collymore. Fowler opnaði leikinn fyrir Liver- pool með marki á fimmtándu mín., síðan skoraði Andy Myers sjálfs- mark, áður en Berger skoraði þriðja markið rétt fyrir leikhlé og það fjórða á 49. mín. John Barnes rak smiðshöggið á sigurinn með marki á 57. mín., Frakkinn Frank LeBouef skoraði mark Chelsea úr vítaspyrnu á 85 mín. „Við getum leikið betur en við gerðum gegn Chelsea," sagði Roy Evans, knattspyrnustjóri Liver- pool, sem hefur unnið fimm leiki og gert tvisvar jafntefli í sjö fyrstu leikjunum í úrvalsdeildinni. Ruud Gullit, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekki ánægður að leik loknum: „Við vorum sjálfum okkur verstir, gerðum slæm varnarmistök sem kostuðu mörk." Newcastle skaust upp í annað sætið með sigri á Leeds á Elland Road, 1:0. Alan Shearer, sem hefur skorað í tíu af ellefu leikjum sem hann hefur leikið gegn Leeds, skor- aði sigurmarkið á 59. mín. Carlton Palmer, varnarleikmaður Leeds, var rekinn af leikvelli á 30 mín., fékk að sjá gula spjaldið tvisvar á fjórum mín. „Eg get ekki sagt að Palmer hafi verið skynsamur, að næla sér í tvö gul spjöld á stuttum tíma fyr- ir eins brot. Það er hans höfuðverk- ur, ekki minn," sagði Shearer. Arsenal er komið í þriðja sætið Wenger með Arsenal í Þýskalandi „ÉG mun ekki kaupa fræg nðfn, heldur góða knatt- spyrnumenn," sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri A rsenitl, þegar hann var spyrður hvort hann ætlaði að kaupa þekkta leikmenn til Ars- enal. „Eg mun ekki ana að neinu, ég hef leikmenn í huga sem geta styrkt leikmannahóp- inn." Wenger kom snoggt til Englands frá Japan fyrir helg- ina. Hann fór með Arsenal-lið- inu til Middlesbrough og er nú með því í Þýskala ndi til að sjá seinni leik Arsenal og Mbnchengladbach í UEFA- keppninni í kvöld. Arsenal tap- aði fyrri leiknum, 2:3, heima. Wenger heldur á ný til Japans á fimmtudag og svjórna r Grampus Eight í síðasta sinn á laugardaginn. Wenger tekur við stjórninni hjá Arsenal í byrjun október. „Eg mun ekki stjórna Arsenal- íiðinu gegn Mönchengladbach, það sér Rice um og ég treysti honum fullkomlega," sagði Wenger. með sigri á Middlesborough, 2:0. John Hartson færði Arsenal óska- byrjun er hann skoraði fyrra mark- ið eftir þrjár mín. og Ian Wright bætti öðru marki við á 27. mín. Tony Adams kom inná sem vara- maður fyrir Lee Dixon _á 30 mín. og átti skot í stöng. Áður hafði Fabrizio Ravanelli átt skot sem hafnaði á þverslánni á marki Arse- nal. Frakkinn Patrick Vieira, sem Arsenal keypti frá AC Milan á 3,5 millj. punda, lék í fyrsta sinn í byrj- unarliði og átti mjög góðan leik á miðjunni. Gary Pallister, varnarmaður Manchester United, meiddist á hné á Villa Park, þar sem United varð að sætta sig við jafntefli gegn Ast- on Villa, 0:0. Peter Schmeichel lék ekki í marki United vegna meiðsla, stöðu hans tók Hollendingurinn Raimond Van Der Gouw. Blackbum, meistararnir frá 1995, eru á botni deildarinnar eftir jafntefli 1:1 gegn Everton. Skotinn Duncan Ferguson, miðherji Ever- ton, var rekinn af leikvelli rétt fyr- ir leikslok. Grikkinn George Donis skoraði mark Blackburn á 32. mín., David Unsworth jafnaði fyrir Ever- ton fimm mín. síðar. Skallamark frá varamanninum Ian Marshall á 86. mín. tryggði Leicester sigur, 1:2, á Tottenham á White Hart Lane. Þetta var fyrsta mark Marshall fyrir Leicester síðan hann var keyptur frá Ipswich á 800 þús. pund. Stóran þátt í sigrinum átti 18 ára táningur, Emile Heskey, sem lék varnarmenn Tottenham oft grátt - lagði upp fyrra markið, sem Steve Claridge skoraði eftir 22. mín. Clive Wilson skoraði mark Tottenham úr vítaspyrnu á 64. mín. Steve Walsh, fyrirliði Leicester, náði aftur á móti ekki að skora úr vítaspyrnu í leiknum þar sem Ian Walker varði skot hans. Adams fer ekkifrá Arsenal „TONY Adams er ekki á för- um frá Arsenal," sagði Pat Rice um þann orðróm að George Graham vi Ij i fá hann til Leeds. „ Adams verður áfram hjá okkur," sagði Rice, sem stj órnar Arsenal-Iiðinu þar til Arsene Wenger tekur við stjórninni en þá verður Rice aðstoðarmaður hans. Adams kom inn á sem vara- maður gegn Middlesbrough og stóð sig vel í fyrsta leik sínum með liðinu siðan í jan- uar. „Tony var eins og stóð- hestur í girðingu sem skyndi- lega var laus," sagði Rice. „Hann mun ekki hlaupa frá vandræðum sínum, heldur takast á við þau. Tony er mjög mikilvægur fyrir Ars- enal, bæði innan og utan vall- ár," sagði Rice. Tony Adams, sem hefur átt við áfengis- vandamál að stríða, lét það ekki á sig fá þð að áhorfendur hrópuðu oft á hann: „Þrefald- an vodka." Adams er þekktur fyrir að herðast við mótlæti og leika vel á útivöllum þegar áhorfendur hrópa að honum. Vialli þoldi ekki mót- lætið Þ AÐ var aftur á móti annar maður, sem þoidi ekki mó t- lætið, var með leikaraskap og dólgshátt við áhorfendur og fékk þá gegn sér. Það var ítalinn Vialli hjá Chelsea sem þoldi greinilega ekki stórt tap gegn Liverpool, 5:1. Þetta var fyrsta tap Chelsea og margir segja að það hafi komið á réttum tíma, verið góð ráðn- ing fyrir Ruud Gullit og læri- sveina hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.