Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 C 11 11 A næstu misserum verða væntanlega stigin mikil- væg skref í þá átt að end- urskipuleggja íslenskan fjármagnsmarkað. Við- skiptaráðherra hefur greint frá því að á haustþingi leggi hann fram frumvarp á Alþingi um að breyta ríkisviðskiptabönkunum, Búnaðar- banka íslands og Landsbanka ís- lands, í hlutafélagsbanka. Ekki mun vera stefnt að því að selja hlutabréf í bönkunum að sinni en hins vegar hefur verið minnst á þann möguleika að hlutaféð verði aukið með sölu hlutabréfa á markaði. Þá hefur viðskiptaráðherra í sam- vinnu við forsætisráðherra og sjávar- útvegsráðherra undirbúið breytingu á Fiskveiðasjóði íslands, Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði. Fram hafa kom- ið mismunandi skoðanir á því í hveiju sú breyting eigi að felast. Annars vegar er því haldið fram að rétt sé að sameina lánastarf- semi sjóðanna í einum ijárfestingarbanka. Hins vegar að breyta eigi fyrstnefndu sjóðunum í tvö hlutafélögum. í báð- um tilvikum er gert ráð fyrir því að Iðnþróunar- sjóður hætti starfsemi sinni og í staðinn komi nýsköpunarsjóður fyrir íslenskt atvinnulíf. Rökrétt franihald fyrri breytinga Þessar breytingar eru rökrétt framhald af breytingum á löggjöf um fjármagnsmarkað- inn á liðnum árum. ís- lenskur fjármagnsmarkaður er orð- inn hluti af alþjóðlegum markaði og íslensk fjármálafyrirtæki þurfa í vax- andi mæli að takast á við erlenda keppinauta. Öllum hömlum á gjald- eyrisviðskiptum hefur verið rutt úr vegi. Einstaklingar og fyrirtæki frá öðrum EES-ríkjum mega fjárfesta að vild í öllum greinum íslensks at- vinnulífs nema fiskveiðum og frum- vinnslu sjávarafurða. Bankar og aðr- ar lánastofnanir, verðbréfafyrirtæki og verðbréfasjóðir frá öðrum EES- ríkjum geta opnað útibú hér á landi án þess að þurfa til þess leyfi ís- lenskra stjórnvalda eða boðið þjón- ustu hér á landi án þess að opna afgreiðslu. Svipað gildir um starf- semi tryggingafélaga frá öðrum EES- ríkjum hér á iandi. Þótt eitt sinn hafi e.t.v. mátt lýsa íslenskum fjármagnsmarkaði sem vernduðum heimamarkaði íslenskra fjármálafyrirtækja þá á sú lýsing alls ekki við lengur. Nýjasta staðfest- ing þess er sala bifreiðatrygginga frá ensku tryggingafélagi hér á landi í harðri samkeppni við íslensk trygg- ingafélög. Fjórir áhrifavaldar Hrun þeirra múra sem eitt sinn umluktu íslenskan fjármagnsmarkað og aukin samkeppni frá erlendum aðilum eru einn þeirra áhrifavalda sem móta munu framtíðarþróun ís- lenskra fjármálafyrirtækja. Ahrifa- valdarnir eru fleiri: • Sívaxandi krafa frá almenningi og fyrirtækjum um lægra verð á fjár- málaþjónustu. Þetta á við um þjón- ustugjöld og útlánsvexti. • Samruni íslenskra atvinnufyrir- tækja í stærri heildir og vilji þeirra og geta til að takast á við stærri, flóknari og fjármagnsfrekari verk- efni hér á landi og erlendis. • Ör tækniþróun, ekki síst í tölvu- samskiptum, þ. á m. þróun Internets- ins. Áhrifa þessara breytinga er ein- ungis að litlu leyti farið að gæta á sviði fjármálaþjónustu en þeirra mun ekki síst gæta þar. Fjármálasamsteypur Til að bregðast við þessum breytt- um aðstæðum þarf stærri og öflugri ijármálafyrirtæki en áður. Það er ekki aðeins nauðsynlegt til að geta þjónað sífellt stærri atvinnufyrirtækj- um heldur einnig til að geta dreift útlánaáhættu og annarri áhættu með viðunandi hætti, dregið úr kostnaði til að mæta sívaxandi samkeppni og á sama tíma tryggt nægjanlega arð- semi til að geta fjárfest í nýrri tækni og stundað eðlilegt þróunarstarf. Þetta leiðir án efa til þess að hér á landi munu myndast Ijármálasam- steypur, annað hvort við samruna Framtíðarsýn á fjármagnsmarkaði Sjónarhorn Hugmyndir um að sameina Fiskveiðasjóð og Iðnlánasjóð í rjárfestingarbanka tefja fyrir nauðsynlegri uppstokkun ijármálafyrir- tækja, að áliti Finns Sveinbjörnssonar. gildir í atvinnuiífinu. Því er mikil- vægt að ríkisviðskiptabönkunum verði breytt í hlutafélagsbanka og fjárfestingarlánasjóðum atvinnuveg- anna í hlutafélög svo hlutir geti gengið kaupum og sölum og eignar- tengsl myndast milli fjármálafyrir- tækja. Þetta gildir ekki aðeins um ríkisviðskiptabankana, Fiskveiðasjóð og Iðnlánasjóð heldur einnig Ferða- málasjóð og Stofnlánadeild landbún- aðarins. Þá þarf einnig að endur- skoða rekstrarfyrirkomulag spari- sjóðanna því þeir eru sjálfseignar- stofnanir sem geta keypt önnur fjár- málafyrirtæki en sjálfir njóta þeir verndar rekstrarfyrirkomulagsins. Verði þetta tvennt gert er ég ekki í vafa um að mjög fljótt muni draga til tíðinda á fjármagnsmarkaði og starfandi fjármálafyrirtæki þjappast saman í stærri heildir. Það er æski- leg þróun að mínu áliti. Jafnframt tel ég að hugmyndir um að sameina Fiskveiðasjóð og Iðnlánasjóð í tiltölu- lega stóran fjárfestingarbanka eigi ekki við lengur og muni einungis tefja fyrir nauðsynlegri uppstokkun starfandi fjármálafyrirtækja og sam- runa þeirra í alhliða íjármálasam- steypur. Höfundur er hagfræðingvr og framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra viðskiptabanka. Finnur Sveinbjörnsson ijármálafyrirtækja sem nú starfa eða samruna að þeirra að einhvetju leyti og nána samvinnu að öðru leyti. Þessar íjármálasamsteypur verða tiltölulega fáar, varla fleiri en þijár. Fjármálasamsteypur framtíðarinnar munu bjóða almenningi og fyrirtækjum alhliða fjármálaþjónustu, þ.e. hefðbundna bankaþjón- ustu, lánastarfsemi þ.m.t. húsnæðislán og önnur fjárfestingarlán til langs tíma og eignar- leigu, verðbréfavið- skipti, verðbréfasjóði og tryggingar. Samhliða þeim munu starfa einhver sérhæfð íjármálafyrir- tæki, t.d. á sviði verðbréfaviðskipta, en trúlega ekki í lánastarfsemi eða á sviði greiðslumiðlunar. Aukin sam- keppnisvitund almennings og fyrir- tækja hér á landi mun tryggja að þessar fjármálasamsteypur veita hver annarri eðlilegt aðhald en mesta aðhaldið mun þó koma frá erlendum fjármálafyrirtækjum. Nú eru starfandi hér á landi þrír viðskiptabankar og eru tveir þeirra í eigu ríkisins, sparisjóðirnir (Spari- sjóðabanki íslands hf. og tæplega þijátíu sparisjóðir um land allt), tvö greiðslukortafyrirtæki (í eigu við- skiptabanka og sparisjóða), nokkrir fjárfestingarlánasjóðir atvinnuveg- anna (þar eru Ferðamálasjóður, Fisk- veiðasjóður Íslands, Iðnlánasjóður og Stofnlánadeild landbúnaðarins mikil- vægastir og eru þeir allir í eigu ríkis- ins), fjögur eignarleigufyriitæki (eitt í eigu Islandsbanka hf., eitt í eigu ríkisviðskiptabankanna og tveggja tryggingafélaga, eitt í eigu sparisjóð- anna og eitt sem eingöngu var stofn- að um einn tiltekin eignarleigusamn- ing), sex verðbréfafyrirtæki (tvö í eigu viðskiptabanka, eitt í eigu spari- sjóðanna og eitt að miklu leyti í eigu annars verðbréfafyrirtækis), nokkrir verðbréfasjóðir sem allir eru ná- tengdir verðbréfafyrirtækjum og nokkur vátryggingafélög og líftrygg- ingafélög. Miðstýrð þróun? Það er ómögulegt að segja hvern- ig þessi flóra fjármálafyrirtækja mun endurraðast í tiltölulega fáar fjár- málasamsteypur á komandi árum. Ég álít að farsælast sé að ekki verði reynt að miðstýra því um of á þessu stigi þótt ríkisvaldið sem eigandi ríki- sviðskiptabankanna tveggja og helstu fjárfestingarlánasjóða at- vinnuveganna sé í lykilaðstöðu til þess að skapa einhveijar af fjármála- samsteypum framtíðarinnar. Þess í stað ættu stjórnvöld að leggja áherslu á tvennt á næstu misserum: • Tryggja að sams konar fjármála- fyrirtæki búi við sömu starfskilyrði á markaði. Þetta hefur að mestu leyti þegar verið gert en lagaákvæði um að sveitarstjórnir skipi tvo menn í stjórnir sparisjóða og að fulltrúar viðskiptabanka sitji í stjórnum fjár- festingarlánasjóða eru þó dæmi um hið gagnstæða. Breyting á ríkisvið- skiptabönkum og fjárfestingarlána- sjóðum atvinnuveganna í hlutafélög er einnig liður í því að samræma starfsskilyrði á markaðnum. • Tryggja að uppstokkun fjármála- fyrirtækja í fjármálasamsteypur geti átt sér stað á grundvelli sömu lög- mála og með sama hætti og almennt Rá&stefha fj a rskipta - S4ú þegar 90 ár eru liðin frá jppr iL,il. II kuí & cmcímí wnr Irm&i ir I Nú þegar 90 ár eru li&in frá því að sœsími var iagður til landsins og Landssími ísiands tók til starfa, efnir Póstur og sími til ráðstefnu um fjar- skiptaþróun. :00 Ávarp samgönguráðherra Halldórs Blöndal 3:10 Staða fjarskipta á fslandi í dag Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri 13:30 Frá ríkisrekstri yfir í hlutafélag Frá einkaleyfi til opinnar samkeppni Tormod Hermansen, forstjóri Telenor, Noregi 14:10 Framtíðin Cuðjón Már Guðjónsson, stjórnarformaður Oz 14:25 Fjarskiptatæknin í fyrirtækjarekstri Símon Kristjánsson, deildarstj. fjarskiptasv. tölvud. Flugleiða 14:40 Netvædd margmiðlun Örn Orrason, verkfræðingur, Kerfisverkfræðistofu Háskóla Islands 15:00 Kaffiveitingar 15:30 Internet II Jan Snygg, Ericsson, Svíþjóð 16:10 Samruni tölvu- og símatækni Frosti Bergsson, forstjóri Opinna kerfa 16:25 Opnar umræður frummælenda og annarra fundarmanna 17:00 Ráðstefnuslit Fundarstjóri: Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Scandic Hótei Loftleiðir 7. október 1996, kl. 13:00 Skráning er hafin í síma 550 6003 Aðgangur er öllum opinn og er ókeypis POSTUR OG SIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.