Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 1
UPPLÝSINGAR Alþingi öflugt á alnetinu/5 FYRIRTÆKI Búri vex fiskur um hrygg/8 SAMSKIPTl Sinn er siöur í landi hverju/10 VmSKIFTl/AIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER 1996 BLAÐ c Vöruskipti Fluttar voru út vörur fyrir 82,9 milljarða króna fyrstu átta mán- uði ársins, en inn fyrir 78,2 millj- arða fob. Afgangur var því á vöruviðskiptunum við útlönd sem nam 4,6 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 9,9 milljarða á föstu gengi. Einkaleyfi Stoðtækjafyrirtækið Össur hf. hefur sótt um einkaleyfi í tæp- lega 200 löndum vegna nýrrar aðferðar til að búa til svonefnda harða hulsu á gervifætur. Fyrst var sótt um einkaleyfi í Banda- ríkjunum og þegar umsóknin var samþykkt þar í síðasta mánuði var hafist handa annarstaðar. Hugbúnaður Islensk forritaþróun hf. og syst- urfyrirtæki þess í Skotlandi, Atl- antic Information Systems (AIS), hafa að undanförnu gert nokkra stóra samninga um sölu ópusallt- viðskiptahugbúnaðar til fyrir- tækja í Skotlandi. r- Breytingar á gengi hlutabréfa frá síðustu áramótum Hlutafélag Leiðrétt gengi hlutabr. 31. des. 1995 Gengi hlutabr. 30. sept. 1996 Hlutfallsleg breytlng á gengi hlutabréfa, 31.12 1995 - 30.9 1996 Hraðfr.h.Eskifjarðarhf Marelhf. Vinnslustöðin Síldarvinnslan hf. Har. Böðvarsson hf. Tæknivalhf. Skinnaiðnaður hf. ísl. sjávarafurðir hf. Plastprent hf. Skagstrendingur hf. Olíuverslun íslands hf. Pharmaco hf. SR-Mjöl hf. Hampiðjan hf. Grandi hf. Þormóður rammi hf. Skeljungur hf. SÍFhf. Útgerðarfélag Ak. hf. Lyfjaverslun ísl. hf. Eimskip hf. Olíufélagið hf, Auðlind hf. Alm. hlutabréfasj ísl. hlutabr.sjóðurinn hf. Sjóvá-Almennar hf. Jarðboranir hf. Ehf. Alþýðubankinn hf. íslandsbanki hf. Hlutabr.sj. Norðurl. hf. Hlutabr.sjóðurinn hf. Flugleiðir hf. Samein. verktakar hf. KEAhf. Ármann Viðskiptí með hlutabréf hafa þrefaldast VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verð- bréfaþingi íslands og Opna tilboðs- markaðnum tæplega þrefölduðust fyrstu níu mánuði ársins samanbor- ið við sama tímabil í fyrra. Viðskipt- in námu samanlagt rúmum 5,5 millj- örðum króna fram til loka septem- ber samanborið við rúmlega 1,9 milljarða fyrstu níu mánuði ársins 1995. Viðskipti með hlutabréf hafa aldrei áður verið jafnmikil og eru nú þegar í ár orðin tæpum tveimur milljörðum króna meiri en allt árið í fyrra, þegar þau námu rúmum 3,6 milljörðum króna. Sala á hlutabréfum á Verðbréfa- þinginu hefur numið 4.115 milljón- um króna það sem af er þessu ári, en á sama tíma í fyrra námu við- skipti með hlutabréf 1.577 milljón- um króna. Sala á hlutabréfum á opna tilboðsmarkaðnum hefur auk- ist enn meira hlutfallslega. Það sem af er þessu ári hafa hlutabréf fyrir 1.397 milljónir króna verið seld, en á sama tímabili í fyrra nam salan 328 milljónum króna. Allt árið í fyrra námu viðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi 2.858 milljónum króna og á Opna tilboðsmarkaðnum 763 milljónum króna. - Metár Viðskipti með hlutabréf í septem- ber á Verðbréfaþinginu námu 670 milljónum króna, sem er mjög svip- að og viðskiptin voru í júlí- og ágúst- mánuði, en nær tvöfalt meira en viðskiptin voru í júnímánuði. Heild- arviðskiptin í septembermánuði á þinginu námu rúmum ellefu millj- örðum króna, sem einnig eru svipuð viðskipti og verið hafa síðustu mán- uði. Ljóst er að hvað heildarvið- skipti á Verðbréfaþinginu varðar verður um metár að ræða í ár, þar sem viðskiptin fyrstu níu mánuðina nema nú þegar tæpum 85 milljörð- um króna, sem er næstum sömu viðskipti og voru allt árið 1994, þegar fyrra met var sett. Til saman- burðar námu viðskiptin á Verðbréfa- þingi í fyrra rúmum 70 milljörðum króna. Ef litið er til viðskipta með hluta- bréf í einstökum félögum í ár hafa mest viðskipti verið með hlutabréf í íslandsbanka og Flugleiðum, rétt um 500 milljónir króna í hvoru fé- lagi. I septembermánuði voru hins vegar mest viðskipti með hlutabréf í Plastprent hf., eða fyrir rúmar 122 milljónir króna. Þá voru viðskipti með hlutabréf í Flugleiðum fyrir 63 milljónir króna og í SR-mjöli fyrir tæpar 60 milljónir króna. Á öllu árinu 1995 seldist mest af hlutabréf- um i Flugleiðum, eða fyrir rúmar 344 milljónir króna, en næst mest seldist af hlutabréfum í Hlutabréfa- sjóðnum hf., fyrir 324 milljónir króna. Hraðfrystihús Eskifjarðar hækkað mest Hlutabréf í Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar hafa hækkað mest það sem af er þessu ári, en þau hafa nær fjórfaldast í verði frá áramótum. Þá hafa hlutabréf í Marel hf., Vinnslustöðinni hf., Sfldarvinnsl- unni hf., Haraldi Böðvarssyni og Tæknivali hf., nær þrefaldast í veðri á sama tímabili. PENINGAMARKAÐSSJÓÐUR Engin binding. Með nýjum peningamarkaðssjóði VÍB; Sjóði 9, getur þú ávaxtað fé þitt eða fyrirtækis þíns haftalaust. í einn sólarhring, eða lengur ef því er að skipta. Það er enginn kostnaður. Enginn binditími. Enginn munur á kaup- eða sölugengi. Tvö símtöl nægja - eitt til að kaupa og annað til að selja. Sjóður 9 fjárfestir einkum í skammtímaskulda- bréfum og víxlum ríkis og banka. Lágmarkseign í sjóðnum eru 250.000 krónur. Til að auðvelda bókhald sendum við tvö viðskiptayfirlit á ári. Mánaðarhækkun þingvísitölu borin saman við mánaðarhækkun verðlags á ársgrundvdli 10% ¦2% ¦4% s s ssísssisssí FOBYSTA 1 RÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Kirkjusandi. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.