Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 12
 ÖFLUG /fiDDf siiST IxOi CQ> 'OUUV J ; VslEG | NÝHERJl HH httpy/www.nyheji.is JfltyigíMnMafoitfo VIÐSKIFTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 Fólk Fjármála- sljóri hjá Aco ehf. • GUÐMAR Guðmundsson hef- ur tekið til starfa sem fjármála- stjóri hjá Aco ehf. Um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu og er ráðning Guðmars liður í endurskipulagn- ingu fyrirtækis- ins á upplýs- ingasviði. Guðmar varð stúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri 1988 og við- skiptafræðingur frá Háskóla ís- lands 1993. Síðustu tvö ár starf- aði hann sem viðskiptafræðingur hjá Skífunni ehf. og þar áður sem fjármálastjóri hjá Eðalfiski hf. Mun Guðmar bera ábyrgð á fjár- málum Aco ásamt innri stjórn á upplýsingamálum fyrirtækisins en undir það heyrir allt skrifstofuhald. Guðmar hefur einnig umsjón með áætlanagerð fyrirtækisins ásamt sölustjóra og þjónustustjóra. Sam- býliskona Guðmars er Oddný Arnadóttir bókmenntafræðingur. Nýirsijórn- endurhjá Flugleiðum • JENS Bjarnason hefur tekið við starfi flugrekstrarstjóra af Guð- mundi Magnússyni sem tekið við starfi flugmanns á Boeing 757 vél- um félagsins. Flugrekstrar- stjóri sér um daglegan rekstur flugdeildar. Það verður í hans umsjá að skipu- leggja flugrekst- urinn, þar með talið að starfsað- Bjarnason ferðir og þj41fun áhafna svo og gerð allra handbóka, sé í samræmi við gildandi öryggis- reglur. Jens lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1980. Leiðin lá til Bandaríkjanna og þar lauk Jens m.a. prófi flugvéla- verkfræði frá Iowa State Univers- ity og Stanford University í Kali- forníu. Arið 1992 lauk hann doktors- prófi í aflfræði frá Northwestern háskólanum í Chicago. Jens hóf ung- ur störf hjá Flugleiðum. Hann byrj- aði í hlaðdeild á Reykjavíkurflug- velli á sumrin frá 1979 en kom aft- ur til starfa fyrir félagið eftir nám sem verkfræðingur í verkfræðideild Flugleiða 1983-88 og svo aftur árið 1994 en í millitíðinni hafði hann unnið fyrir Verkfræðistofnun Há- skóla Islands. Frá ársbyijun 1995 Jens Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. O LANASJOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIGI 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK, SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 til 1. júlí 1996 gegndi Jens stöðu framkvæmdastjóra loftferðaeftir- lits Flugmálastjórnar. • HALLGRÍMUR Jónsson hefur nýlega tekið við stöðu yfirflugstjóra Flugleiða en hann tekur við starfinu af Jóni R. Steindórssyni sem látið hefur af störfum fyrir aldurs sakir eftir áratuga langa þjónustu við félagið. Hall- grímur lauk prófi í siglingafræði og fékk atvinnu- flugmannsskír- teini árið 1962 frá flugskólan- um Þyt. Hann kenndi síðar flug hjá sama flugskóla og starfaði sem flugmaður við síldarleit. Ári síðar hóf Hallgrímur að fljúga fyrir Norð- urflug Tryggva Helgasonar til 1964. Það ár lauk hann prófi frá AST (Air Service Training) í Skot- landi og var þar með kominn með breskt atvinnuflugmannsskírteini. Árið 1965 var hann ráðinn til Flug- félags Islands sem flugmaður á DC-3 og í desember sama ár hóf hann störf hjá Loftleiðum sem sigl- ingafræðingur og flugmaður á DC-6 flugvélum félagsins. Hann flaug síð- an CL-44 (Rolls Royce-400) og DC-8 frá 1970. Haligrímur gerðist flugstjóri á F-27 árið 1984 og þjálf- unarflugstjóri á sömu flugvélateg- und tveimur árum síðar. Arið 1991 gerðist hann flugstjóri á Boeing 737 vélum fram til byijunar ársins 1995 er hann skipti yfir á Boeing 757 vélar. • PÉTUR Friðriksson hefur tekið við nýrri stöðu deildarstjóra í upp- lýsingatækniþróun. Starf Péturs felst m.a í stefnumótun, þarfagreiningu og samræmingu í upplýsinga- tæknimálum fé- lagsins. Þá mun Pétur sinna verkefnastjórn- un við undirbún- ing verkefna í upplýsingatækni auk þess að fylgjast vel með tölvumarkaðinum í leit að hentug- um lausnum fyrir félagið. Pétur stundaði nám í DeVry Institute of Technology og Harper College í Chicago 1980-1982 og lauk prófi í viðskipta- og rekstrarfræðum í Háskóla íslands 1996. Pétur starf- aði fyrir Burroghs tölvufyrirtækið í Chicago 1982-1983 við viðgerðir á stórum tölvukerfum. 1983 stofn- aði Pétur ásamt öðrum hugbúnað- arfyrirtækið Rafreikni sem m.a. þýddi WordPerfect ritvinnslukerfið á íslensku auk annarrar hugbúnað- argerðar. Rafreiknir var sameinað Einari J. Skúlasyni 1988 og starfaði Pétur þar uns hann hóf störf hjá Flugleið- um 1989 í tölvudeild sem fyrsti starfsmaðurinn sérstaklega ráðinn til starfa við einmenningstölvur. I tölvudeild hefur Pétur unnið að ein- menningstölvuvæðingu félagsins, en tölvunet Flugleiða er tvímæla- laust stærsta og umfangsmesta tölvunet á íslandi. Torgið Olís opnar mannlausar stöðvar OLIS mun á næstunni opna fyrstu sjálfvirku og ómönnuðu bensín- stöðvarnar undir nafninu „ÓB- ódýrt bensín“. Önnur verður stað- sett við stórmarkað Fjarðarkaupa í Hafnarfirði, en hin við verslunina Engjaver í Grafarvogi. Stöðvarnar verða með yfirbyggðu skyggni og sjáifsala, þar sem hægt er að nota seðja og kort allan sólarhringinn. Áformað er að opna síðar á árinu tvær ÓB-stöðvar til viðbót- ar. Fram kemur í fréttabréfi Olís að með opnun þessara stöðva ætli Olís að mæta kröfum markaðarins um ódýrara bensín og greinilegum áhuga hjá stórum hluta viðskipta- vina á að afgreiða sig sjálfir gegn lægra verði. Stöðvarnar verði sam- keppnisfærar við ódýrasta bensín- ið á markaðnum. Þær verða ein- faldar að gerð og ódýrarar í upp- byggingu og rekstri. Dreifingarstöð í Sundagarða Frá því er einnig skýrt að Olís hefur nú tekið á leigu húsnæði Mata í Sundagörðum 8 undir dreif- ingarmiðstöð og flytjast bæði sölu- deild, lager, Olísbúðin og þjónustu- borð þangað. Þessi starfsemi hefur hingað til verið til húsa á Vagn- höfða 13. Hallgrímur Jónsson Pétur Friðriksson Hugvit á heimsvísu STÓRAUKIN sókn íslenskra hug- búnaðarfyrirtækja undanfarin ár á erlend mið hefur hleypt nýju lífi í íslenskan tölvuheim þar sem gífur- leg þensla hefur verið undanfarin tvö til þrjú ár. Frá árinu 1990 hef- ur útflutningur á hugbúnaði nær hundraðfaldast en á síðasta ári nam hann tæpum milljarði og allt útlit fyrir að útflutningurinn eigi eftir að halda áfram að vaxa og dafna. íslensku hugbúnaðarfyrirtækin eru sífellt að verða alþjóðlegri, bæði með samstarfi við erlend fyrirtæki og opnun dótturfyrir- tækja erlendis. í blaðauka Morg- unblaðsins, Tölvur og tækni, segir Friðrik Skúlason að íslenskir hug- búnaðarframleiðendur verði að vera reiðubúnir til að flytja hluta starfsemi sinnar úr landi ætli þeir að ná umtalsverðum árangri. Hjá fyrirtæki Friðriks, Frisk, eru starfs- mennirnir fjórtán hér á landi en heildarfjöldi þeirra starfsmanna erlendis, sem vinna beint eða óbeint við þróun, dreifingu eða sölu á hugbúnaði er yfir 200. Stór hluti íslenska hugbúnaðar- geirans hefur opnað saman skrif- stofu í Víetnam og Marel hefur stofnað fjögur dótturfyrirtæki er- lendis, þar af tvö síðan í júlí sl. ESB-styrkir í upplýsingatækni íslendingar sem starfa á sviði upplýsingatækni og hafa áhuga á að víkka út starfsemina geta sótt um styrki, vegna verkefna á sviði upplýsingartækni, til fjórðu rann- sóknar- og þróunaráætlunar ESB, sem hófst árið 1994 og lýkur í árs- lok 1998. Innan hennar er lögð mikil áhersla á upplýsingatækni og renna 180 milljarðar til verkefna á því sviði, en rannsóknar- og þró- unaráætlunin hefur alls til ráðstöf- unar 1.000 milljarða. Verkefni sem íslendingar eru aðilar að hafa feng- ið úthlutað styrkjum að verðmæti tæpum 800 milljónum úr rann- sóknar- og þróunaráætluninni. Að sögn Ebbu Þóru Hvannberg, eins íslensku stjprnarnefndarfull- trúanna í upplýsingatækniáætlun- inni, þá hafa íslenskir aðilar sýnt áætluninni mikinn áhuga. „Hún býður upp á mjög mikla möguleika og má þar nefna sem dæmi að fyrirtæki sem hafa hug á að hag- ræða og bæta upplýsingatækni innan síns fyrirtækis geta sótt um styrki til þess að bæta þar úr. Ein- hver hópur íslenskra fyrirtækja hafa nýtt sér þennan möguleika í samstarfi við aðila sem vinna við að setja upp og lagfæra upplýs- ingatækni innan fyrirtækja." Þegar er hafinn undirbúningur að fimmtu rannsóknar- og þróun- aráætluninni og verður að öllum líkindum svipuðu fjármagni varið til hennar og þeirrar fjórðu. Þörf fyrir lítil fyrirtæki í erindi Odds Benediktssonar, prófessors við Háskóla íslands, á kynningarfundi Rannsóknarráðs íslands um upplýsingatækniáætl- un ESB, kom meðal annars fram að hátækniðnaðurinn sé iðnaður sem hentar íslendingum vel. „Ný- ungargirni og hugvit íslensku þjóð- arinnar nýtist vel á sviði hátækni þar sem þörf er fyrir lítil fyrirtæki sem geta fundið sjallar lausnir." I samtali við Morgunblaðið sagði Oddur að ólíklegt væri að ísiensk hátæknifyrirtæki ættu eftir að vinna að stórverkefnum erlend- is vegna smæðar sinnar og búast mætti við því að erlendir risar keyptu íslensku smáfyrirtækin og hugmyndir þeirra með. Hann sagði ennfremur að stjórnvöld yrðu að standa að baki hugbúnaðariðnaðinum til þess að hann nái að þróast og styrkja stöðu sína. „Ég er ekki að tala um beina fjárstyrki til einstakra fyrir- tækja heldur það að stjórnvöld myndu m.a. bjóða út hugbúnaðar- gerð sína þannig að allir í þessum geira standi jafnfætis." Yfir 200 nýnemar Vegna aukinna verkefna við hugbúnaðargerð hefur eftirspurn eftir menntuðum tölvunar- og kerfisfræðingum stóraukist. í haust innrituðust rúmlega tvö hundruð manns í tölvunarfræði við Háskóla íslands og kerfisfræði við Tölvuháskóla Verslunarskólans. Hluti þeirra fer væntanlega í fram- haldsnám erlendis, því ekki er boðið upp á MS-nám hérlendis. Um leið skapast alltaf hætta á að fólk með framhaldsmenntun skili sér ekki aftur til landsins því svip- uð þensla er hjá nágrannaríkjun- um á tölvusviðinu. Augljóst er þess vegna að huga þarf að því að halda velmenntuðum einstakl- ingum í landinu til að mynda með því að bjóða upp á framhaldsnám í tölvunarfræði við Háskóla íslands og bjóða nemendum upp á að stunda vinnu samfara náminu. GH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.