Morgunblaðið - 14.11.1996, Page 1

Morgunblaðið - 14.11.1996, Page 1
COLDWATER Það er vandi að selja fisk /4 FYRIRTÆKI Árnes býst við betri tið /6 EFNAHAGSMÁL Japanir standa á tímamótum /8 VIÐSKIPn AIVINNUIÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 BLAÐ Kamtsjatka BRESKA viðskiptablaðið The Financial Times fjallar á lof- samlegan hátt um rússneska sjávarútvegsfyrirtækið á Kamt- sjatkaskaga í Rússlandi, sem Islenskar sjávarafurðir hf. eru í samstarfi við. Greint er frá baráttu rússneska fyrirtækisins við að aðlaga sig markaðsbú- ískap og takast á við framtíð- ina./2 Vífilfell YFIRSKATTANEFND hefur staðfest úrskurð Skattstjórans í Reykjavík um að Vífilfelli hf. , hafi verið óheimilt að nýta ónot- uð rekstrartöp til frádráttar frá tekjuskatti frá Fargi hf. (áður Nútímanum hf.) og Gamla Ala- fossi hf. á árunum 1989-93./2 Tangi /HAGNAÐUR Tanga hf. á Vopnafirði nam rúmlega 21 milljón króna samkvæmt milli- uppgjöri fyrir fyrstu átta mán- uði ársins. Þetta eru mikil um- skipti í rekstri fyrirtækisins frá fyrra ári en þá nam hagnaður- inn eftir allt árið rúmum tveim- ur miIljónum./2 SÖLUGENGI DOLLARS Bandaríkin ísland g Kanada 2 Noregur I Sviss 0 0,6% JapanU-0,4% Viðskiptalönd ***r Verðbólga í vMiplalöaðuaum, mæló Verðbólga á íslandi var 2,5% frá september í fyrra til jafnlengdar í ár, sem er nokkuð meiri verðbólga en var að meðaltali í helstu viðskipta- löndum íslendinga, þar sem verðbólgan sama tímabil var 1,9%. Lægst var verðbólgan í Svíþjóð 0,2% og í Finnlandi 0,5%. Verðbólgan í ríkjum Evrópusambandsins var 2,3% að meðaltali. Mest var hins vegar verð- bólgan í Grikklandi 8,5% og 3,4% og 3,5% á Spáni, Ítalíu og í Portúgal. Æm’ Hækkun neysluverðsvísitölu frá september 1995 til september 1996 i fiQ Uj Grikkland Spánn Portúgal Ítalía* Danmörk Bretland Holland Belgía Austurríki* Frakkland Þýskaland írland** Lúxemborg Finnland Svíþjóð 0°’2% . ‘Bráöabirgðatölur ‘‘Agúst'95tilágúst'9B Breytingar á rekstri Bifreiðaskoðunar Skráningar- stofan hf. fær einkaleyfi BIFREIÐASKOÐUN ísiands hf. verður breytt í tvö sjálfstæð fyrir- tæki um næstu áramót. Jafnframt stefnir ríkissjóður að því að selja sinn hlut í fyrirtækinu á næsta ári. Skoðunarhlutinn verður áfram á Hesthálsi en skráningarhlutinn mun eftir breytingu heita Skráningarstof- an hf. og er stefnt að því að hún flytji í annað húsnæði um mitt næsta ár en allur rekstur fyrirtækjanna verður aðskilinn um næstu áramót. Að sögn Þórhalls Olafssonar, að- stoðarmanns dóms- og kirkjumála- ráðherra, mun ríkið eiga helming í Skoðunarstofunni og aðrir núverandi eigendur Bifreiðaskoðunar munu eiga hinn helminginn í samræmi við núverandi eignaraðild að Bifreiða- skoðun íslands. Skráningarstofan mun taka við einkaleyfi Bifreiða- skoðunar Islands á skráningu bif- reiða hér á landi og segir Þórhallur að það hafi verið óframkvæmanlegt að einkavæða hana nú um áramót. Ríkið selur allan hlutinn í skoðunarstöðinni í stefnuræðu forsætisráðherra kemur fram að stefnt skuli að því að selja hlut ríkisins í Bifreiðaskoðun íslands en ríkið hefur átt rúmlega 50% hlut í henni frá því að Bifreiða- eftirlit ríkisins var einkavætt árið 1988 og Bifreiðaskoðun íslands tók til starfa þann 1. janúar 1989. Svip- uð skoðun kom fram í máli Þorsteins Pálssonar, dóms- og kirkjumálaráð- herra, á Alþingi sl. vor. Að sögn Hreins Loftssonar, for- manns einkavæðingarnefndar, hefur engin ákvörðun verið tekin um hve- nær ríkið selur sinn hlut í Bifreiða- skoðun íslands en stefnt sé að sölu á næsta ári. „Það hefur ekki verið gengið frá neinum útfærslum né tímasetningum í því sambandi. Það er einungis skoðunarhlutinn sem verður seldur en ríkið mun eiga áfram sinn hlut í skráningarhlutan- um. Varðandi útboð á hlut ríkisins þá verður að öilum líkindum farið eftir gildandi verklagsreglum þar sem hlutabréf eru boðin út til al- mennings.“ Bíliðnafélagið selur 5,1% Rekstartekjur Bifreiðaskoðunar íslands hf. námu 443 milljónum króna á síðasta ári og hagnaður af rekstri nam 37 milljónum. Um síð- ustu áramót nam eiginfjárhlutfall fyrirtækisins 54%. í júlí sl. voru stærstu einstakir hluthafar í fyrirtækinu: Ríkissjóður með 50,7% hlut, Sjóvá-Almennar 10,8%, V átryggingafélag íslands 7,6%, Bílaábyrgð 7% og Bíliðnafé- iagið 5,1% en það hefur nýverið selt Hannesi Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra Securitas, allan sinn hlut í fyrirtækinu á genginu 1,5. í gær voru skráð kauptilboð í hlutabréf Bifreiðaskoðunar á geng- inu 1,3 og 1,4. Aftur á móti eru engin skráð sölutilboð á Opna til- boðsmarkaðnum. i s6 1 ö; >1 ‘ÍIBV -íö ■,-gi btl'J -an c?ðhug$a utn að j§átfestct: Glitnir sérhæfir sig í fjármögnun atvinnutækja. Með Kjörleiðum Glitnis bjóðast þér fjórar ólíkar leiðir til fjárfestingar í atvinnutækjum. Hafðu samband og fáðu upplýsingar um flýtifyrningar, skattfrestun og hvernig þú losnar við að binda rekstrarfé í tækjakosti. Ut er komið upplýsingarit um Kjörleiðir Glitnis. Þar er á einfaldan hátt fjallað 4 um ólíkar gerðir fjármögnunar. Hringdu og fáðu eintak eða Ifttu inn og spjallaðu við ráðgjafa okkar. GHtnirlil dótturfyrirtæki íslandsbanka Kirkjusandi, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. |98 iJ 0TTÓ - GRAFlSK HÖNNUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.