Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 2
 2 D ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ný fasteignasala í Firðinum, sem byggir á viðskiptasérleyfi Hóll, Hafnarfirði tekinn til starfa ^ ? i VIÐ borðið situr Ólafur Rafnsson hdl., en að baki honum standa þeir Bjarni S. Ásgeirsson hrl., Franz Jezorski, fasteignasali á Hóli í Reykjavík, Ingi H. Sigurðsson hdl og Sverrir Albertsson, sölustjóriáHóli,Hafnarfirði. NÝ FASTEIGNASALA, Hóll, Hafnarfirði, hóf göngu sína í síð- ustu viku. Hóll, Hafnarfirði verð- ur rekinn í samstarfi við fast- eignasöluna Hól í Reykjavík, en er í eigu nýs hlutafélags. Eigend- ur þess eru fasteignasalan Hóll ehf. og Lögmenn, Hafnarfírði ehf, en þeir eru Bjarni S. Ásgeirs- son hrl., Ingi H. Sigurðsson hdl. og Ólafur Rafnsson hdl. Sölustjóri á Hóli, Hafnarfirði, verður Sverrir Albertsson, en hann starfaði áður hjá fasteigna- sölunni Valhúsum. Aðrir starfs- menn verða ívar Ásgrímsson, sölumaður og Guðbjörg Guð- mundsdóttir ritari. Öll eru þau búsett í Hafnarfirði. Hóll, Hafnarfirði hefur aðsetur á annarri hæð að Reykjavíkurvegi 60, þar sem Lögmenn, Hafnar- fírði hafa skrifstofu sína. Þar eru ennfremur ráðgjafaskrifstofa og bókhaldsþjónusta og munu þessi fyrirtæki öll starfa náið saman. Samtengdar söluskrár — Fasteignasalan Hóll í Reykjavík hefur lagt áherzlu á góðan starfsanda og góða þjón- ustu jafnt við seljendur sem kaup- endur og munum við hjá Hóli, Hafnarfirði fylgja því fordæmi í hvívetna, segir Sverrir Alberts- son. — Þessar fasteignasölur munu hafa samvinnu sín í milli og sölu- skrár þeirra verða samtengdar. Þannig geta viðskiptavinir þeirra haft aðgang að mun fleiri eignum og þær eignir, sem koma í sölu, ná um leið til mun stærri kaup- endahóps. Að sögn Sverris mun Hóll, Hafnarfirði beina starfsemi sinni að fasteignamarkaðnum í Hafn- arfírði og nálægum byggðarlög- um, þar á meðal Suðurnesjum. — Við vonumst til að bæta við okkur miklum fjölda eigna strax á fyrstu vikum, eftir að við opnum, segir Sverrir. Hóll, Hafnarfirði mun nýta nýjustu tölvutækni í starfsemi sinni og söluskráin verður fljót- lega kynnt á alnetinu (Internet- inu). Hægt verður að stilla upp óskalista um skipti á eignum og kalla fram myndir af eignum á tölvuskjám starfsmanna. Spennandi nýjung — Eg tel þetta vera afar spenn- andi nýjung, sem gæti komið selj- endum og kaupendum að miklu gagni, segir Franz Jezorski, fast- eignasali á Hóli í Reykjavík. — Það er nýtt í fasteignasölu hér að hagnýta sér viðskiptasérleyfi (franchise) og þá samvinnu, sem í því felst. Að Hóli, Hafnarfirði standa mjög reyndir og ábyrgir menn, sem eru með víðtæka reynslu í viðskiptalífinu. Við hjá Hóli höfum lagt áherzlu á persónulega þjónustu við við- skiptamenn okkar og lagt kapp á að vera í fararbroddi á sviði nýj- unga, sem eru ti! þess fallnar að ná til seljenda og kaupenda og bæta þjónustuna við þá. Stofnun fasteignasölunnar Hóls, Hafnar- firði er mikilvægur áfangi á þeirri leið. Ég vona, að Hafnfirðingar taki þessari nýju fasteignasölu vel, sagði Franz Jezorski að lok- um. Fasteigna sölur í bla&inu í dag Agnar Gústafsson bls. 27 Almenna Fasteignasalan bls. 18 Ás bls. 22 Ásbyrgi bls. 9 Berg bls. 23 Bifröst bls. 4 Borgareign bls. 17 Borgir bls. 12 Brynjólfur Jónsson bls. 10 Eignamiðlun bls. 4-5 Eignasalan bls. 9 Fasteignamarkaður bls. 19 Fasteignamiðlun bls. 9 Fasteignas. Reykjavíkur bls. 24 Fasteignamiðstöðin bls. 18 Fjárfesting bls. 17 Fold bls. 3 Framtíðin bls. 22 Frón bls. 18 Garður bls. 15 Gimli bls. 6 Hátún bls. 26 Hóll bis 7-14-15-26 Hraunhamar bls. 28 Húsakaup bls. 23 Húsvangur bls. 8 Kjöreign bls. 11 Laufás bls. 20 Oðal bls. 27 Skeifan bls. 10 Valhús bls. 18 Valhöll bls. 25 Þingholt bls. 13 Þumalputtareglur og aðrar viðmiðanir Markaðurinn Æ fleiri fá nú aðstoð við greiðsluáætlanir, áður en þeir kaupa eða byggja, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Þar hefur greiðsluþjónusta fjármálastofnana komið að góðum notum. ^^ft er sagt, að nauðsynlegt sé að eiga a.m.k. 15% af kaup- verði íbúðar eða byggingarkostnaði sem eigið fé, áður en lagt er af stað í íbúðarkaup eða húsbyggingu á hinum almenna markaði. Þetta er eins konar þumalputtaregla, sem er að sjálfsögðu ekki algild, en hef- ur reynst ágætlega sem fyrsta viðmiðun fyrir fólk. Hún á eingöngu við fyrir þá sem eru með meðaltekj- ur eða þar yfír. Þeir sem eru tekjulægri eru hins vegar alla jafna verr settir, eins og gefur að skilja, og þurfa eflaust í flestum tiivikum á meira eigin fé að halda ef vel á að takast til með kaup eða byggingu. Hér er auðvitað ekki um vísindi að ræða. Sérstök ástæða er til að taka skýrt fram, að svona þumalputtaregla getur aldrei verið annað en það. Hún kemur ekki í staðinn fyrir vel ígrundað greiðslumat eða greiðsluáætlun. Reynslan Þumalputtareglur verða til á grundvelli reynslu þeirra sem geng- ið hafa í gegnum það sem um ræð- ir hverju sinni. Slík regla varðandi eigið fé vegna íbúðarkaupa eða húsbygginga byggir einmitt á reynslu þeirra, sem staðið hafa í kaupum eða byggingum á liðnum árum. Glettilega oft hefur það kom- ið fyrir, að fólk sem hefur ekki átt mikið eigið fé við kaup, en hefur jafnvel haft þokkalega góð laun, hefur lent í verulegum greiðsluerf- iðleikum. Það stafar oftast af því, að ef eigið fé er lítið vex þörfín fyrir skammtímalán til að greiða af öðr- um slíkum, til að framfleyta vand- anum, sem stundum tekst en stund- um ekki. Það þekkja flestir sögur frá fyrri tímum, þegar fólk lagði af stað í íbúðarkaup eða húsbygg- ingu með tvær hendur tómar. Oft gekk það upp, en hætt er við að dregið hafí úr slíku á síðustu tveim- ur áratugum eða svo. I félagslega íbúðarkerfínu er gengið út frá því, að kaupendur sem fá aðgang að því kerfí eigi ekki eins mikið eigið fé og almennt er talið nauðsynlegt til að eignast íbúð á hinum almenna markaði. Láns- hlutfall vegna félagslegra eignar- íbúða er allt að 90% af byggingar- kostnaði eða kaupverði. Þá er einn- ig heimilt að veita þeim sem eru allra verst settir allt að þriggja ára lán vegna 10% útborgunar við kaup á íbúð. Þeir þurfa því strangt til tekið í sumum tilvikum ekkert eigið fé að eiga við kaup. Hvort alltaf sé skyn- samlegt að úthluta eignaríbúðum þegar þannig er ástatt, er hins veg- ar annað mál. Ástæða þess að láns- hlutfall í félagslega húsnæðislána- kerfinu er eins hátt og raun ber vitni er auðvitað sú, að hinir lægst launuðu eiga almennt litla eða enga möguleika á að leggja fjármagn til hliðar til að mynda stofn að eigin fé til kaupa á íbúðarhúsnæði. Þá má geta þess, að verð á búseturétti í búseturéttaríbúðum getur verið lægst 10% af verðmæti íbúðar. Önnur viðmið eru því til staðar þeg- ar um félagslegar íbúðir er að ræða. Önnur þumalputtaregla í hús- næðismálum, sem oft hefur reynst ágætlega sem vísbending, er að miða við að heildarskuldir verði ekki mikið umfram tvöfaldar árs- tekjur. Það er með þessa viðmiðun- arreglu eins og aðrar, að hún gefur oft þokkalega til kynna hvert stefnir hjá fólki, ef um er að ræða meðal- tekjur eða þar yfír. Aðstæður fólks eru hins vegar alltaf misjafnar og líklegt að hvað þetta varðar séu möguleikar þó nokkuð mismunandi. Greiðslumat og greiðsluáætlunir Þumalputtareglur koma aldrei í staðinn fyrir vel unnið greiðslumat eða greiðsluáætlanir. í sjálfu sér er greiðslumatið í húsbréfakerfínu eins konar framhald og útvíkkun á áður- nefndum þumalputtareglum, en mun nákvæmara þó. Þegar greiðslumat er framkvæmt liggur yfírleitt ekki fyrir hvaða íbúð viðkomandi ætlar að festa kaup á eða byggja. Þegar ákveðin íbúð liggur hins vegar fýrir, er kominn grundvöllur til að fram- kvæma nákvæmari greiðsluáætlanir að gefnum ákveðnum forsendum. Það er alltaf að verða algengara, að fólk, sem er að kaupa eða byggja íbúðarhúsnæði, fái aðstoð við að vinna nákvæmar greiðsluáætlanir áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar. í því sambandi hefur greiðsluþjónusta ijármálastofnana, sem hefur verið að ryðja sér til rúms, komið mörgum að góðum notum. Slíkt getur reynst vel sem framhald af fyrstu þumalputtareglum. I ! I > > > I t I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.