Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1996 D 3 MARKAÐSSÓKN Islenzkar sjávarafurðir opna söluskrifstofu í Tókýó í Japan í kjölfar aukinna umsvifa „Ætlum okkur að verða mjög sterkir“ íslenzkar sjávarafurðir hafa aukið umsvif sín á Japansmarkaði verulega og möguleikar eru að opnast á sölu á fiski til landa eins og Kína og Indónesíu. Hlér Guðjónsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Japan, heimsótti ÍS í Tókýó. SÖLU SKRIFSTOFA íslenskra sjávarafurða hf. var opnuð í Tókýó í lok nóvember. Umsvif ÍS á þessum miklvæga markaði hafa stöðugt aukizt, bæði með sölu afurða úr ufsa frá UTRF í Rússlandi og auk- inni framleiðslu á loðnuafurðum á íslandi.í tilefni af þessum áfanga í markaðsstarfi ÍS komu þrír af æðstu stjórnendum ÍS til Japans ásamt eiginkonum sínum. Þeir Benedikt Sveinsson forstjóri, Sæ- mundur Guðmundsson aðstoðarfor- stjóri og Höskuldur Ásgeirsson verðandi framkvæmdastjóri mark- aðs- og sölusviðs. Viðstaddur at- höfnina var Hjálmar W. Hannesson sendiherra ásamt fulltrúum helstu fískverslunarfyrirtækja í Japan. Þó nú hafí ÍS formlega opnað skrifstofu sína í Tókíó hefur hún verið starfrækt frá því um miðjan júlí í sumar. Framkvæmdastjóri skrifstofu ÍS í Japan er Teitur Gylfason sem um árabil hefur unn- ið að uppbyggingu markaðsmála þar i landi. Salan hefur aukist stór- lega ár frá ári. Teitur sagði í við- tali við Morgunblaðið að með því að opna skrifstofuna í Tókíó hafi verið stigið stórt skref í áttina að því að efla enn frekar tengslin við þennan mikilvæga markað. Standa í eldlínunni „Það sem gerir þetta helst að merkum tímamótum er það að hing- að til höfum við verið að vinna með þennan markað úr mikilli fjarlægð og komið hingað helst í heimsókn- ir. Okkur hefur lengi fundist vanta sterkari tengsl. Það er nauðsynlegt að geta fylgst stöðugt með markað- inum til að geta brugðist við þeim breytingum sem þar verða. Þessi skrifstofa gerir okkur kleift að standa í eldlínunni og fá öll nauð- synleg skilaboð á skemmri tíma. Þau þurfa ekki lengur að fljúga 10.000 km leið til að ná til okkar. Ekki má heldur gleyma mann- lega þættinum sem styrkist að mikl- um mun. Persónuleg tengsl skipta auðvitað miklu máli í þessum við- skiptum eins og öðrum. Með því að hafa skrifstofu og bæði íslenskt og japanskt starfs- fólk, tryggjum við ákveðna vídd í þekkingu og fjölbreytileika sem gerir okkur sterkari í heild. Við getum unnið að sölustarfinu á miklu öruggari hátt en áður. Vinnan verð- ur í heild sinni mun ítarlegri og nákvæmari ef við erum alltaf á staðnum og við trúum því að þetta skili sér í auknum viðskiptum og sölu.“ Loðna, rækja og alaskaufsi Helstar meðal þeirra fiskteg- unda sem ÍS flytur til Japans frá íslandi eru loðnuafurðir, karfaaf- urðir og rækja. Meðal tegunda sem seldar eru í minna magni má nefna grálúðu og annan flatfisk. Langstærsta söluafurð ÍS í Japan er hins vegar alaska-ufsi og alaska- ufsahrogn frá Kamchsjatka. Teitur var spurður hvort áherslan væri mest á sölu erlendra afurða. „Undirstaðan í þeim fiski sem við erum að selja er fiskurinn frá íslandi og verður held ég alltaf. Fiskurinn sem við fáum núna frá verkefnum okkar í Kamchsjatka, Namibíu og vonandi fleiri stöðum í framtíðinni gerir okkur hins vegar kleift að styrkja heildarmyndina og ná aukinni fótfestu víðsvegar í heiminum. Við ætlum okkur að verða mjög sterkir á alþjóðlegum vetvangi. Erlendur fiskur gerir okk- ur umsvifameiri og öflugri á mark- aðnum og styrkir þannig sölumögu- leikana fyrir afurðir íslenskra fram- leiðenda.“ Öðruvísi markaður Benedikt Sveinsson forstjóri ÍS sagði í viðtali að Japansmarkaður væri töluvert öðruvísi en aðrir markaðir í heiminum. ÍS hefði aðrar vörur hér en annars staðar og í mörgum tilvikum minna unnar af- urðir. Eins lagði hann áherslu á mikilvægi viðskipta með erlendan físk. „Það hefur mjög mikið að segja í viðskiptum okkar hérna að við getum boðið afurðir frá Rússlandi. Þá á ég bæði við alaska-ufsa, ufsa- hrogn og fleiri afurðir sem styrkja stöðu okkar mjög mikið gagnvart kaupendum í Japan. Við getum vonandi haldið áfram þessum viðskiptum við Rússana. Hvað alaskaufsann varðar þá erum við nú þegar komnir með samninga til næstu þriggja ára eða til ársins 1999 þannig að við höldum áfram að selja þeirra vörur hérna. Við gerum reyndar ráð fyrir því að fá meiri fisk frá Rússlandi í náinni framtíð. Sá fiskur verður að öllum líkindum seldur á Japansmarkaði. Opnar flelrl möguleika Skrifstofa ÍS í Japan opnar okk- ur nú einnig aukna möguleika á að afla hráefnis í samstarfi við jap- önsk fyrirtæki auk þess sem hún mun einnig sinna öðrum Asíulönd- um að nokkru leyti. Má þar helst nefna Kína, Tævan og Kóreu. Hins vegar hef ég það á tilfinningunni að ef við ætlum að ná meiri viðskipt- um í Kína þá þurfum við að hafa mannskap á svæðinu sem getur sinnt viðskiptunum frá degi til dags. Mér þykir ekki ólíklegt að bráðlega verði farið að skoða möguleikana á að sækja inn á markað í Kína. Það má líka nefna lönd eins og Indónes- íu sem er á mikilli uppleið. Þegar á heildina er litið þá er ljóst að hér er gífurlega mikið um að vera, ekki síst í viðskiptum með fisk. Það verð- ur því ekki annað sagt en að við séum fullir bjartsýni og hlökkum til að fá að takast á við þau verk- efni sem bíða í þessum heimshluta.“ Miklir möguleikar í Kóna Hjálmar W. Hannesson sendi- herra í Kína var einnig viðstaddur opnunina á miðvikudaginn. Japan hefur heyrt undir sendiráð íslands í Peking í allmarga mánuði en form- lega tók Hannes við því embætti þann 28. nóvember er hann afhenti keisaranum trúnaðarbréf sitt. Sendiráð íslands í Kína er einnig sendiráð fleiri Asíuríkja. Hjálmar sagði þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í Tókyó að það væru miklir möguleikar í Kína hvað varðar fiskveiðar, fiskverkun og markaðssetningu sjávarafurða. Hann taldi einnig að japanski mark- aðurinn ætti eftir að aukast enn að mikilvægi i framtíðinni. Nú þeg- ar fara um það bil 30% af öllum fískútflutningi í heiminum til Jap- ans. Hannes sagðist einnig eiga von á því að það verði mikil aukning á samvinnu íslendinga við lönd eins og Víetnam. Þar er öll tækni við fískveiðar mjög vanþróuð og íslensk fyrirtæki hafa verið að þreifa fyrir sér með veiðar þar. Verði alvara úr þessari samvinnu gæti farið svo að Islendingar byggi þar grunninn að nútímalegum fiskveiðum. Aukin samvlnna í framtlöinni „Ég efast ekki um að einhver samvinna verði þar í framtíðinni. Austur- og Suðaustur-Asía eru í svo miklum efnahagslegum uppgangi að ég sé geysilega möguleika fyrir íslensk fyrirtæki þar. Ekki aðeins á sviði fiskveiða og sölu heldur einn- ig á öðrum sviðum þar sem við erum sterkir. Við höfum mikla þekkingu hvað varðar nýtingu á jarðhita og íslendingar eru nú með þess_ konar verkefni í gangi í Kína. íslensk hugbúnaðarfyrirtæki eru einnig að hasla sér völl. Opnun þessarar skrifstofu ÍS í Japan er talandi dæmi um það hvemig viðskipti íslenskra fyrir- tækja eru stöðugt að eflast og auk- ast í þessum heimshluta," segir Hjálmar. Morgunblaðið/Hlér Guðu'ónsson ÍSLENSKI hópurinn í Japan: Björn Ársæll Pétursson, skrifstofunni í Tókýó, Sig Haraldsdóttir og eiginmaður hennar, Benedikt Sveinsson, forsljóri IS, Teitur Gylfason, forstöðumaður skrifstofunnar í Tókýó, og Soffía Friðbjörnsdóttir, eiginkona hans, Sæmundur Guðmundsson, aðstoðarforstjóri IS, og eiginkona hans, Sólveig Jóhannsdóttir, og Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs ÍS, og eiginkona hans, Elsa Þórisdóttir. Hjálmar W. Hannesson, sendiherra íslands í Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS, tekur á móti Kína, ræðir málin við japanskan viðskiptavin gestum í móttöku, sem haldin var vegna opnun- ÍS. ar skrifstofu ÍS í Japan. Sími 511 1010 leiðréttingarbúnaði Sjálfvirk stöðvarleitun KSyl/tN Stóraukin nákvæmni traust Og góð tækl Finnur alltaf bestu skilyrðin Hámákvæmur hraði 11 tungla móttakari Tilboðsverð ^ Grandagarði 9 • 101 Reykjavík Bláa línan sýnir venjulegan GPS feril, en sú rauða leiðréttan feril eftir KGP-98D. Munurinn er augljós. radiomidun http://www.radiomidun.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.