Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 D 7 BOKMENNTIR Sjávarútvegur EXPORT OR DIE The Icelandic Fishing Industry. The Nature and Behaviour of its Export Sector. 1996. Útg. Sjávar- útvegsstofnun Háskóla íslands. Höf. Amar Bjamason. SJÁVARÚTVEGSSTOFNUN Háskóla íslands gaf fyrr á þessu ári út rit eftir Arnar Bjarnason um þann þátt íslensks sjávarútvegs er snýr að útflutningi sjávarafurða. Bókin er nánast óbreytt doktorsritgerð höfundar sem hann varði við Edin- borgarháskóla í maí 1994. Bókin er 335 bls. og skiptist í 9. kafla, auk heimildaskrár og viðauka. Bókin er byggð á margra ára rannsóknum höfundar og virðist hann þegar á heildina er litið hafa unnið gott verk. Hinsvegar vaknar sú spurning við lestur bókarinnar hvort heppilegra hefði verið að gefa niðurstöður af rannsóknum höfund- ar út með öðrum hætti, t.d. í 2-3 vönduðum greinum í vísindatímariti eða styttri og hnitmiðaðri útgáfu á íslensku. Meginefni bókarinnar Bókin ber þess mjög merki að um er að ræða doktorsritgerð. Að lokn- um stuttum inngangskafla eru tveir almennir kaflar. í þeim fyrri er fjall- að um hve íslenska hagkerfið sé háð útflutningi sjávarafurða og hinn síð- ari er almenn haglýsing á íslenskum sjávarútvegi. Að honum loknum er fræðilegur yfirlitskafli um það sem ritað hefur verið á undanförnum árum um útflutningshegðun fyrir- tækja. Það er því ekki fyrr en i 5. kafla sem gerð er grein fyrir rannsóknum höfundar og má segja að 5.-8. kafli myndi þungamiðju bókarinnar. í 9. kafla er síðan gerð grein fyrir helstu niðurstöðum. Einkenni útflutningsfyrirtækja í 5. kafla er gerð grein fyrir at- hugun höfundar á eðli u.þ.b. 60 fyr- irtækja sem stunduðu útflutning á sjávarafurðum á árinu 1991 og voru um 92% útflutningsins í þeirra hönd- um. Höfundur telur að fjórir þættir einkenni útflutningsfyrirtækin. í fyrsta lagi að fá stór fyrirtæki séu ráðandi í útflutningnum. Í öðru lagi, að þrátt fyrir að dregið hafi úr mikil- vægi stóru sölusamtakanna hafi hlutur sölufyrirtækja í útflutningi ekki minnkað, þ.e. lítil og sérhæfð sölufyrirtæki hafa haslað sér völl en framleiðendur ekki tekið sjálfír að selja framleiðslu sína sem neinu nemur. í þriðja lagi hafa minni sölu- fyrirtækin, líkt og stóru sölusamtök- in, tekið að sérhæfa sig í tilteknum afurðaflokkum. í fjórða lagi er það einkennandi að tengsl framleiðenda sem versla við minni sölufyrirtækin eru ekki eins sterk og mun sveigjan- legri en tengsl framleiðenda við stóru sölusamtökin. Frumkvæði í útflutningi og vandamál tengd útflutningi í 6. kafla er fjallað um þann vanda sem fylgir J)ví að flytja út sjávaraf- urðir frá Islandi án þess að hafa heimamarkað til að hasla sér völl á fyrst. Það er algengast í viðskiptum í heiminum að fyrirtæki hasli sér ekki völl á erlendum mörkuðum fyrr en þau hafa náð fótfestu á heima- markaði. Sagt er frá ástæðum þess að sö- lusamtökum fyrir sjávarafurðir var komið á fót og orsökum þess að ýmsir minni útflytjendur tóku að auka hlutdeild sína í útflutningi sjáv- arafurða á 9. áratugnum í sam- keppni við sölusamtökin. Bent er á í því sambandi að þegar frystitogur- um tók að fjölga fóru útgerðarfélög, sem ekki voru aðilar að sölusamtök- um, að flytja út frystar afurðir, oft í gegnum minni útflytjendur. Mark- aðsaðstæður voru hagstæðar og því góður tími fyrir litil fyrirtæki að hasla sér völl í útflutningi. Fram kemur í viðtölum höfundar við þá sem hófu sjálfstæða útflutn- ingsstarfsemi að margir þeirra höfðu reynslu af því að hafa starfað erlend- Áhugavert rannsókna- og kennslugagn is, höfðu góða tungu- máiakunnáttu, nýttu sér persónuleg tengsl í viðkomandi landi og voru hvattir áfram af framleiðendum sem voru þreyttir á sö- lusamtökunum og vildu fá beinni tengsl við markaðinn og upplýs- ingar um það sem þar var að gerast. Þá er ijallað um al- þjóðavæðingu sölusam- takanna og starfsemi þeirra erlendis. Þar sem rannsóknin fór aðallega fram á árinu 1992 er þessi hluti áhugaverður því gríðarlega margt hefur gerst í þessum efnum á sl. 4 árum. í lok kaflans er fjallað um ýmsar þær hindranir sem útflytjendur standa frammi fyrir. Má þar nefna árstíðabundnar sveiflur í framboði á fiski, oft á tíðum skort á fiski til sölu, skuldbindingar framleiðenda gagnvart sölusamtökunum, styrki og niðurgreiðslur til framleiðenda meðal samkeppnisþjóða, óáreiðan- Arnar Bjarnason kaflans lítt leika sumra framleið- enda, óstöðugt viðskip- taumhverfi á Islandi, fjarlægð frá mörkuðum, flutningskostnað og ófullnægjandi banka- þjónustu. Útflutningsstefna og markaðsstýring í 7. kafla er fjallað itarlega um útflutnings- stefnu og markaðsstýr- ingu fyrirtækja í út- flutningi sjávarafurða og sýnt fram á að tölu- verður munur er á milli fyrirtækja hvað þetta varðar. Höfundi finnst nokkuð skorta á markmiðssetningu meðal útflytjenda og telur að marg- ir þeirra einblíni um of á að ná sem hæstu verði hveiju sinni. Hann telur að fyrir því séu þrjár meginástæður. í fyrsta lagi vegna þess að hér sé aðallega um að ræða lítt unna eða hálfunna náttúruafurð. í öðru lagi sé fjárhagur margra framleiðenda veikur. í þriðja lagi hafi hlutaskipta- kerfi sjómanna áhrif bæði í gegnum vinnsluna og útflutninginn, þ.e. TIL SÖLU IceMac w~ Frystibúnaðurtil sölu GRAM 8 stöðva sambyggt plötufrystitæki. SQUARE 9 stöðva sambyggt plötufrysti- tæki. 4 stk. JACKSTONE skipatæki. 3 stk. KVÆRNER lárétt plötufrystitæki. 3 stk. GRAM lárétt plötufrystitæki. 1 stk. KVÆRNER HOWDEN, Type 204- 11050, skrúfupressa. 1 stk. KVÆRNER HOWDEN, Type 163- 18050, skrúfupressa. Með pressunum fylgir nauðsynlegur búnaður. Höfum einnig STILL lyftara, 2,5 tonn, með nýjum snúningi. BAADER 60 og 61 hnífa- brýni. Frekari upplýsingar fást hjá sölumönnum lceMac í síma 562 3518. Krókabáturtil sölu Óskað er eftir tilboðum í fiskibátinn Kistufell ÍS-32, skipaskrárnr. 2085. Bátur þessi, sem er smíðaður úr trefjaplasti hjá skipasmíða- stöð Sortlands í Noregi árið 1990, er fram- byggður, 9,45 brúttótonn, 5,99 rúmlestir brúttó, 9,54 m á lengd og 3,35 m á breidd. Báturinn er í mjög góðu ástandi og með nýja vél. Reiknað þorskaflahámark bátsins er rúm 74 tonn og er það allt óveitt. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu undirritaðs. Sveinbjörn Sveinbjörnsson hdl., Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 5200. krafan um að selja aflann hæsta verði hveiju sinni. Það er þó niður- staða höfundar að eftir því sem vinnslustig eykst þeim mun meiri tilhneiging sé til þess að elta ekki hæsta verð hveiju sinni heldur byggja upp traust langtímasambönd við kaupendur. í 8. kafla er tölfræðilega greining sem staðfestir meginniðurstöður 6. og 7. kafla. í 9. kafla eru meginnið- urstöður bókarinnar. Niðurstöður Bókin er fyrst og fremst fræðilegt verk og er mjög áhugaverð fyrir þá sem stunda rannsóknir og kennslu á þessu sviði. Hún er ekki eins að- gengileg þeim sem starfa við útflutn- ing sjávarafurða. Fyrir slíkan les- endahóp hefði styttri og hnitmiðaðri útgáfa hentað betur. Bókin stendur vel undir þeim kröfum sem gera þarf til bóka af þessu tagi. Umfjöll- unin er vönduð og fagleg vinnubrögð eins og best verður á kosið. Sigfús Jónsson A TVINNUAUGL YSINGAR Tangi hf. á Vopnafirði Framleiðslustjóri Tangi hf. á Vopnafirði, sem er vaxandi fyrir- tæki í vinnslu á síld og loðnu, auglýsir eftir framleiðslustjóra. Um er að ræða krefjandi starf, þar sem áhersla er lögð á skipuleg vinnubrögð og árangur í starfi. Umsækjendur þurfa að hafa brennandi áhuga á öllu er viðkemur vinnslu á bolfiski, síld og loðnu, sem gerir þeim kleift að bera ábyrgð á framleiðslu og gæðamálum hjá fyrirtækinu. í starfsemi Tanga hf. hefur verið lögð rík áhersla á vöruvöndun og gæðamál. Nauðsynlegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en eftir 1 mánuð. í umsóknum þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Umsóknir sendist til skrifstofu Tanga hf., Hafnarbyggð 7, 690 Vopnafirði, merktar: „Framleiðslustjóri", fyrir 10. desember nk. (faxnúmer 473 1513). ÞJONUSTA Frystihús óskast Gott frysti- og fiskvinnsluhús óskast til leigu eða kaups. Æskileg frystiafköst 50-70 tonn á sólarhring. Æskileg staðsetning Suð-vesturland en þó ekki skilyrði. Mjög fjársterkir aðilar. Tilboð með nánari upplýsingum sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 15. desember, merkt: „F - 1212“. BATAR — SKIP Örvar HU-21 Til sölu er Örvar HU-21, sem er 51,91 m frystitogari, smíðaður á Akureyri 1982. Skipið er búið 2.402 hestafla Wichmann aðalvél, sem var endurbyggð af framleiðanda á síðasta ári. Skipið selst með veiðileyfi. LM skipamiðlun, Friðrik J. Arngrimsson hdl., löggiltur skipasali, Skólavörðustig 12, Reykjavík, simi 562 1018.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.