Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1996 Á SMOKKFISKVEIÐUM • SKLPVERJAR á Dalborgu EA reyndu fyrir sér á smokkfisk- veiðum við Kanada í haust. Lít- ill afli fékkst, en ljóst er að viss- ir möguleikar á þessum veiðum eru fyrir hendi. Sigurðu Davíðs- Morgunblaðið/Þorgcir Baldurason son, háseti hampar hér vænum smokkfiski úr aflanum. Rússar setja 15% leyfílegs kvóta á opinbert uppboð mmmmmmmmmmmmmmmm^^m rússnmeska sjávar- Féð sett í sérstakan sjóð til SKpp'Vf'S styrktar veiða og vinnslu kvótaúthiutun &n þess þó *' 0 að gera ser vonir um, að allir verði sáttir við sinn hlut. Úthlutunin verður hins vegar miklu formlegri en nú er og meginreglurnar svo ljósar, að hver og einn á að geta reiknað út hvaða kvóta hann getur fengið. Hluti kvótans, 15%, verður seldur á uppboði. Það fé, sem fæst fyrir uppboðskvótann, verður sett í sérstakan sjóð, sem síðan verður varið til að styrkja fyrirtæki í erfiðum héruðum en samt mikilvægum fyrir land og þjóð. Meðal annars verða styrktar veiðar á ákveðnum tegundum og einnig veiðar á ákveðnum miðum í því skyni að standa vörð um auðlindina og koma í veg fyrir ásælni annarra ríkja. Mestu átökin í rússneskum sjávarút- vegi eiga sér jafnan stað í kringum kvótaúthlutunina og þegar að henni dregur fer heldur betur að hitna í kol- unum. Greinaskrifum um sjávarút- vegsmál fjölgar, menn skiptast á ásök- unum hver í annars garð og beita fyr- ir sig þingmönnum og reyna að toga í spottana í hinum ýmsu stjórnarstofn- unum. Það verður aldrei auðvelt að deila réttlátlega takmörkuðum verð- mætum og jafnvel þótt ekki væri hægt að finna neitt að úthlutuninni, þá er einfaldlega ekki til nægur fiskur fyrir alla. Útkoman er því sú, að allir eru hundóánægðir. Hér á eftir fer útlistun Alexanders V. Rodíns, fyrsta aðstoðar- manns formanns sjávarútvegsráðsins, á þessu nýja kerfi, en hún kemur fram í viðtali við hann í tímaritinu Ry- batskie Novosti, eða rússnesku fiski- fréttunum: Kvótaúthlutunin er mjög viðkvæmt mál og til að koma í veg fyrir eilífan ágreining þurfum við kerfi, sem er að mestu laust við „mannlega þáttinn" ef svo má segja. Leikreglurnar verða að miðast við, að heiðarlegur og dug- legur sjósóknari geti gert sér grein fyrir sínum kvóta með góðum fyrirvara og jafnframt, að þeir, sem hafa haft rangt við, geti ekki sakað neinn um mismunun. Höfundar nýju kvótareglnanna hafa leitað fanga mjög víða. Þeir hafa aus- ið af þeirra reynslu, sem við höfum öðlast á síðustu fjórum umbrota- og umbótaárum í sjávarútveginum; skoð- að þær samþykktir, sem gerðar hafa verið innan greinarinnar, og núgild- andi lög og síðast en ekki síst nýtt sér reynslu annarra þjóða. Rétt er að taka fram, að nýju kvótareglumar taka ekki til krabbadýra og sá afli, sem kveðið er á um í milliríkjasamningum, er að sjálfsögðu undanskilinn. Helldarkvótanum skipt í fernt Heildarkvótanum er nú skipt í fjóra misstóra hluti: Fyrsti hlutinn er 50% af öllum kvót- anum, það er að segja helmingur þess afla, sem rússneskir sjómenn geta tek- ið innan rússneskrar lögsögu. Útreikn- ingar benda til, að þessi aflahlutur sé nógur til að tryggja útgerð allra rúss- neskra fiskiskipa og jafnvel, að hagn- aður verði af rekstri sumra þeirra. Allir útgerðarmenn, sem eiga skip og rekstrarleyfi og leggja inn umsókn í tæka tíð eiga rétt á úthlutun úr þess- um 50%. Byggist hún á því, að áður hefur verið reiknaður út meðalafli við- komandi skipagerðar í hverri fiskteg- und og er hann byggður á reynslu síð- ustu 20 til 30 ára. Ein skipagerð fær til dæmis eina einingu, önnur 1,3, sú þriðja 0,8 og þannig fram eftir götun- um. Síðan eru allar einingarnar taldar saman og deilt með þeim í kvótann. Þá kemur fram sá afli, sem svarar til einnar einingar, og út frá því geta menn auðveldlega reiknað sinn kvóta hvort sem þeir eru með eitt skip eða fleiri. Félagslegur kvóti Annar hlutinn er félagslegi kvótinn, 25% af heildarkvótanum. Þessi kvóti er ætlaður fyrirtækjum, sem hafa tek- ið á sig ýmsar félagslegar skyldur, reka til dæmis skóla, barnaheimili, sjúkrastöðvar og félagsheimili, og einnig fyrirtækjum, sem heilu bæimir eiga allt sitt undir. Hér getur eininga- fjöldinn farið eftir fjölda starfsmanna eða þeirra, sem byggja afkomu sína á fyrirtækinu. Að því búnu fer úthlutun- in fram eftir sömu reglum og í fyrsta hluta. Fyrirtæki, sem ekki hafa gerst sek um gróf brot á fiskveiðireglunum, eiga aðgang að þessum hluta. Þriðji hlutinn, 10% heildarkvótans, er hugsaður sem hvatning eða til að ýta undir þróun í sjávarútveginum. Um hann geta aðeins sótt vel rekin fyrirtæki, sem hafa farið að lögum og greitt sína skatta og eru talin líkleg til nokkurra afreka. Eru kvótaeining- arnar í þessum flokki reiknaðar út frá ákveðnum stærðum í rekstri fyrirtæk- isins og þróun. Uppboðskvóti í fjórða og síðasta lagi er svo upp- boðskvótinn, 15% af heildarkvótanum. Er meiningin með honum til dæmis að auðvelda þróunaráætlanir í sjáv- arútveginum og takmarkast hann við fyrirtæki, sem ekki hafa brotið gróf- lega af sér. Er þessi kvóti seldur og ekkert eitt fyrirtæki má kaupa meira en 5% af honum. Verður þess sérstak- lega gætt að stilla verðinu á þessum kvóta í hóf enda er hann ekki framselj- anlegur. Þessi sjóður verður einnig notaður til að styðja við þróunaráætlanir í ákveðnum héruðum og hann má nota til að auðvelda kaup á björgunar- og rannsóknaskipum. Aðlögunarár Með þessu nýja kerfi hafa markaðs- öflin verið virkjuð á margan hátt en vafalaust er það ekki gallalaust. Lík- legt er, að það þurfi að laga að sérstök- um aðstæðum í ýmsum héruðum en stefnt er að því að búið verði að sniða af hugsanlega vankanta áður en kem- ur til kvótaúthlutunar fyrir 1998. FÓLK Sigfús stjómar nú Nýsi hf. • Sigfús Jónsson hefur nú tekið við framkvæmdastjórn Nýsis hf. úr höndum Stefáns Þórarinssonar, sem nú er orðin framkvæmdastjóri ný- stofnaðs útgerðarfélags við Falklandseyjar. Eignaraðild Nýsis er eftir sem áður hjá þeim báðum. Undanfarin ár hefur Sigfús unnið að ýmsum ráðgjafarverkefnum erlendis, m.a. fyrir Alþjóðabankann i Litháen og fyrir Nýsi í Kanada, Oman, Namibíu, á Falklandseyjum og í Lett- landi auk þess sem hann hef- ur unnið að mörgum innlend- um ráðgjafarverkefnum fyrir ráðuneyti, sveitarfélög og op- inberar stofnanir. Sigfús, sem fæddurer árið 1951, lauk doktorsprófi í hagrænni landafræði frá Newcastle University 1980 og MA-prófi í skipulagsfræðum frá Dur- ham University 1976. Hann var formaður og ráðgjafi nefndar félagsmálaráðherra um sameiningu sveitarfélaga 1991, um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga 1992 og reynslusveitarfélög 1993-94, aðstoðarmað- ur iðnaðar- og viðskipta- ráðherra fyrri árshelming 1993 og ráð- gjafi heil- brigðisráð- herra 1994-95. Hann var bæjarstjóri á Akur- eyri 1986-90 og þá líka stjórnarformaður Krossa- ness, Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar og ístess. Sveit- arstjóri var hann á Skaga- strönd 1984-86, kennari við MR og HÍ 1983-84, fulltrúi á Framkvæmdastofnun rík- isins 1979-81, í stjórn Byggðastofnunar 1985-87, stjórnarformaður Iðntækni- stofnunar frá 1992, formað- ur nefndar um opinberan stuðning við nýsköpun í at- vinnulífinu 1993, formaður nefndar um sameiningu sam- einingu Landakots og Borg- arspítala 1995, höfundur bókarinnar Sjávarútvegur á Islandi á 20. öld, gistipró- fessor í landafræði við Saint Mary’s University í Halifax 1979-80, styrkþegi kana- díska vísindasjóðsins við rannsóknir á sjávarútvegi Nýfundnalands við Mem- orial University í St. John’s 1982-83. Eiginkona hans er Kristbjörg Antonsdóttir og eiga þau tvær dætur. Sigfús Jónsson Ag’iiar Þór sér um söluna til Spánar • MIKLAR breytingar hafa að undanförnu átt sér stað á starfsemi SIF á Spánar- markaði. í ljósi þess kynnir SÍF einn starfsmanna sinna, Agnar Þór Brynjólfsson, sölustjóra fyrir Spánarmark- að i fréttabréfi sínu, Saltar- anum. Agnar Þór hóf störf hjá SÍF í bytjun október 1994 og var við þáverandi dóttur- fyrirtæki SÍF á Spáni, Co- pesco-SIF, en þar vann hann að sölu- og markaðsmálum. Eftir eitt ár kom Agnar Þór heim og tók við núverandi starfi sínu. Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi SÍF á Spánarmarkaðnum undan- farna mánuði með stofnun dótturfyrirtækisins Union Is- landia, sem er í Barcelona. Starf Agnars Þórs felst að —— mestu leyti í ^Pw||SÍI& því að sinna m nýja dóttur- W&k Jr fyrirtækinu í 4 / "*'v f Barcelona KÉjjjw^ ásamt öðrum stórum kaup- ■áffigfe:;.,,:;- endum ann- Agnar Þór ars gtaðar á Bryryolfsson gpánj Agnar Þór varð stúdent frá Fjöl- brautarskólanum í Armúla 1988. Þaðan lá leið hans í Tækniskóla íslands og út- skrifaðist han þaðan í janúar 1993 sem rekstrarfræðingur. Agnar segist vera mjög ánægður í starfi, hann segist kunna því vel að starfið sé fjölbreytt, mikil samskipti séu við fólk og alltaf sé nóg að gera. Ahugamál Agnars eru fjölskyldan og skíðaiðkan. Lax með heitri trönuberjasósu í ERLI dagsins er oft gott að grípa til fljótlegra upp- skrifta og eina slíka fann Verið í jólablaði verslunar- keðjunnar Marks og Spencer þar sem stendur skrifað að um sé að ræða bæði fljótlega og auðvelda matargerð. Rétturinn heitir í fyrmefndu blaði vetrarlax með heitri trönubeijasósu og er uppskriftin fyrir fjóra. Undirbúningur ætti ekki að taka meira en tíu mínútur og eldunartíminn uin fimmtán mínútur. í réttinn fer: I msk. ólífuolía Laxaflak, skorið í 4 sneiðar salt svartur pipar 4 msk. trönubeijasulta, bragðbætt með appelsínusafa og berki af hálfri appelsinu Hitið ólffuolíuna á steikingarpönnu. Roðflettið laxaflak- ið, skerið það í fjóra jafna bita og kryddið sneiðaraar með salti og svörtum pipar. Steikið þær í olíunni við meðalhita í um það bil fjórar mínútur á hvorri hlið eða þar til sneiðarnar eru steiktar í gegn. Hitið trönu- betja-sultuna í litlum potti ásamt appelsinusafnanum og rifnum berkinum þar til þetta hefur samlagast Kryddið eftir smekk. Borið fram með belgjabaunum og soðnum, löngum hrísgrjónum. Sesamfræjum stráð yfir meðlætið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.