Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG Ð PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR4. DESEMBER 1996 BLAÐ EFNI 3 Söluskrifstofa ÍS í Tókýó Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipa Viðtal 5 EinarK. Guðfinnsson og Bjarni Kr. Grímsson Markaðsmál Q Vaxandi eftir- spurn eftir smokkfiski í Asíulöndum Á SALTFISKMARKAÐIMUM • SPÁÐ í saltfiskinn. Steingrím- ur J. Sigfússon, alþingismaður og formaður sjávarutvegsnefndar Alþingis, var á dögunum í Bareel- ona á Spáni að kynna sér saltfisk- markaðinn þar. Hann heimsótti Morgunb)aðia/HG meðal annars útvatnarana, hina hef ðbunðnu saltfisksala í Kata- l ón íu. Auk þess heimsó tti hann Union Islandia, dótturfyrirtæki SÍFáSpáni SÍF eykur fisksölu sína á Italíu um allt að 15% SÖLUSKRIFSTOFA SÍF á ítalíu eykur sölu á markaðssvæðinu um allt að 15% á þessu ári miðað við síðasta ár. Alls verða nú seld ríf- lega 4.000 tonn af salfiskafurðum að verðmæti nálægt 1,5 milljörðum króna. Uppistaðan í sölunni er hefðbundinn flattur fiskur, en afurðir í neytendaumbúðum sækja stöðugt á. Sigurður Sigfús- son, forstöðumaður söluskrifstofunnar í Mílanó, segist sáttur við gang mála og er hóflega bjarstsýnn á áframhaldandi söluaukningu. Fullunnar afurðir seldar í auknum mæli Sigurður segir að um þrír fjórðu hlutar sölunnar séu flattur fiskur, sem fari mest til Suður-ítalíu. Þessi fiskur sé að mestu leyti frá íslandi, en einnig sé seldur fiskur frá dótturfyrirtæki SÍF í Noregi, NOR-MAR A.S.. Einnig er selt mikið af flökum, af þorski, keilu og löngu og fara þau aðallega á mark- að á Mið- og Norður-Ítalíu og á Sikiley. Fullunnin vara „Við seljum í vaxandi mæli afurðir í neytendapakkningum," segir Sigurð- ur. „Þar er um að ræða fullunna vöru, saltfiskflök eða flattan fisk í neytenda- umbúðum frá dótturfyrirtæki SÍF í Frakklandi, Nord Morue, sem seld er í fiskbúðum og stórmörkuðum. Þá selj- um við mikið af reyktum síldarfjökum frá íslandi. Flökin eru fryst á íslandi en reykt hjá Nord Morue og seld í 100 gramma pakkningum. Síðast, en ekki sízt, seljum við útvötnuð saltfiskflök í neytendaumbúðum frá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Sú afurð fer beint inn á stórmarkaðina og nýtur vaxandi vinsælda, því víða er erfitt að fá út- vatnaðan saltfísk tilbúinn til mat- reiðslu," segir Sigurður. Sérstada á markaðnum Sigurður segir að þessar neytenda- pakkningar njóti vaxandi vinsælda. Einkum gangi vel með síldina, sem náð hafi nokkurri markaðshlutdeild á aðeins þremur árum. „Við erum að keppa við innflytjendur frá Noregi í saltfiski og þjóðir eins og Breta og Hollendinga í síldinni. Þegar við á annað borð komumst inn á markaðinn, taka flestir kaupendur íslenzku afurð- irnar fram yfir aðrar. Við seljum allar okkar afurðir undir eigin vörumerkjum og höfum náð að skapa okkur sérstöðu á markaðnum. Þessi sérstaða ásamt gæðum íslenzku afurðanna er grund- völlurinn fyrir góðum árangri á mark- aðnum hér á Italíu," segir Sigurður Sigfússon. Fréttir Vilja fisk að sunnan og austan • TÖLUVERT algengt mun vera að fiskvinnslur með báta og skip í föstum viðskiptum setji það sem skilyrði að fisk- urinn sé veiddur fyrir sunnan eða austan land þar sem að fiskur úti fyrir Norður- og Vesturlandi sé mun verr fallinn til vinnslu. /2 Humarveiðum svæðaskipt • ÚTVEGSMANNAFÉLAG Hornafjarðar vill að tekin verði upp svæðaskipting í humarveiðum þar sem ijóst er að humar er mjög stað- bundinn. Yrði það mjög til að auðvelda stýringu sóknar að skipta humarmiðunum upp í ákveðin veiðisvæði, að mati formanns félagsins./2 15% kvótans á uppboð • RÚSSNESKA sjávarút- vegsráðið hefur ákveðið að taka upp nýtt kerfi við kvótaúthlutun án þess þó að gera sér vonir um að allir verði sáttir við sinn hlut. Úthlutunin verður hinsveg- ar miklu formlegri en nú er og meginreglurnar svo ljósar að hver og einn á að geta reiknað út hvaða kvóta hann getur fengið. Hluti kvótans, alls 15%, verður seldur á uppoði./8 Markaðir Fiskeldi Fiskeldi eykst stöðugt • FISKELDI í heiminum vex stððugt fiskur um hrygg. Samkvæmt tölum frá F AO nam eldi á fiski og skelfiski 18,5 milljónum tonna árið 1994, en það eru um 17% af fiskafla heimsins. Þá nam eldi á sjávargróðri alls tæpum 7 niilljónum tonna sama ár. Eldið eykst stöðúgt og er Asía langum- svifamest í því með um 16 milljónir tonna. Athygli vek- ur að árið 1994 var eldi af þessu tagi mjög lítið í Afr- íku, aðeins 74.000 tonn. Það er aðeins 400 tonnum meira en Skotar einir framleiddu þetta árið. Helztu fiskteg- undir í eldinu eru leirgedda, sem algengust er í Banda- ríkjunum, lax, en þar eru Norðmenn langumsvifa- mestir og ýmisr aðrir hrað- vaxnir hlýsjávarfiskar. Auk þess má nefna kykvendi eins og álinn. Af skeldýrum er langmest alið af rækju./6 Lyftu þér á hærra plan Ingvar Helgason hf. Sœvarhöjða 2 Slmi 525 8000 Véladeild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.