Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 6
6 D MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ F/skverð he/ma h Þorskur Kr./kg Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja s Engar upplýsingar bárust um sölu á Fiskmarkaðinum í Hafnarfirði í síðustu viku, en á Faxamarkaði var einungis á laugardag seldur fiskur og þá aðrar fisktegundir en hér eru nefndar. Um Fiskmarkað Suðurnesja fóru alls 109,0 tonn af þorski á 98,48 kr./kg. Af ufsa voru seld 21,1 tonn og meðalverðið 90,66 kr./kg og 42,7 tonn af karfa á 58,56 kr. hvert kíló. Af ýsu voru seid 88,6 tonn og meðalverðið 84,12 kr./kg. Þorskur««^» Karfi««» Ufsi Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bremerhaven, Þýskalandi, í síðustu viku. Þar af voru 127,0 tonn af karfa seld á 146,96 kr./kg. Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 634,2 tonn á 132,05 kr./kg. Þaraf voru 133,4 tonn af þorski seld á 129,80 kr./kg. Af ýsu voru seld 255,0 tonná 112,26 kr./kg, 102,1 tonn af kolaá 193,98 kr./kg, 15,0 tonnaf karfaá 85,21 kr./kg og 10,2 tonn af grálúðu á 233,48 kr./kg. Vaxandi eftirspurn eftir smokkfiski í Asíulöndum KOLKRABBA- og smokkfiskaflinn í heiminum hefur aukist mikið á síð- ustu árum, eða úr 1,5 milljónum tonna 1980 í þrjár millj. tonna 1994. Kom það fram á fjórðu alþjóðaráðstefnunni um veiðar og vinnslu á þessum tegundum í New Orleans í Bandaríkjunum í lok októ- ber sl. en þar var fjallað um allt, sem að þessari atvinnugrein lýtur, með sérstakri áherslu á markaðsmálin í Evrópu og Asíu. Aflinn í heiminum er nú um þrjár milljónir tonna o g fer minnkandi Það er aðallega smokkfiskur- inn, sem stendur undir aflanum eða að 77%, og hefur aukningin öll orðið í honum. Er kolkrabba- aflinn um 300.000 tonn en hefur farið minnkandi vegna aukinnar friðunar í austanverðu Mið-Atl- antshafi. Með nýlegu samkomu- lag Evrópusambandsins og Mar- okkó mun enn verða dregið úr veiðinni. Veiðar á tíuarma smokk- fiski hafa verið jafnar og stöðug- ar í 240.000 tonnum árlega síð- asta áratuginn og talið er, að svo verði áfram. Aukningin í smokkfiskveiðinni stafar næstum eingöngu af því, að ný mið fundust í Suðvestur- Atlantshafi. 1980 komu þaðan 1% heildaraflans en 19% 1994. Enn sem fyrr kemur þó mest af kol- krabba- og smokkfiskaflanum úr Norðvestur-Kyrrahafí eða 960.000 tonn 1994. Mest frá Argentínu Japanir eru mesta veiðiþjóðin með á bilinu 500.000 til 800.000 tonn og síðan Suður-Kóreumenn með 380.000 tonn 1994, sem var verulega minna en árin áður. Afli Perúmanna, sem fóru fyrst að stunda þessar veiðar 1980, var 200.000 tonn 1994 og var þar aðallega um að ræða samstarf við japönsk og s-kóresk fyrirtæki. Kolkrabba- og smokkfiskút- flutningur var ein milljón tonn 1994 á móti 350.000 tonnum 1982 og 540.000 tonn 1990. Er Argentína mesta útflutningsland- ið með 186.000 tonn 1994 og síð- an Marokkó með 100.000 tonn, aðallega kolkrabba til Japans. Mest er flutt inn til Japans, Spánar og Ítalíu en neyslan er langmest í Japan eða 45% af heimsframleiðslunni. Hefur neyslan einnig verið að aukast í öðrum Asíulöndum og er nú 34% þar og um 13% í Miðjarðarhafs- löndum. Eins og sjá má af þessu eru helstu markaðirnir mjög staðbundriir og neysla eykst mjög rólega í Norður-Ameríku og Norður-Evrópu. Þótt heildarneyslan sé mest í Japan hefur hún farið minnkandi og er nú 6,5 kg á mann á ári. Hefur hún einnig minnkað nokkuð í Tævan og Spáni en á Ítalíu er hún nokkuð stöðug eða um þijú kg árlega á mann. Hún er hins vegar langmest í Suður-Kóreu eða um níu kg á mann. Kolkrabba- og smokkfiskafli ESB-skipa hefur verið á bilinu 160.000 til 250.000 tonn og var 213.000 tonn 1994. Veiddu Spánveijar mest, 120.000 tonn, ítalir 47.000 tonn og Frakkar, Grikkir og Bretar skiptu afgang- inum með sér. Hefur innflutning- ur til Miðjarðarhafsríkjanna og þá aðallega til Spánar aukist mikið eða úr 173.000 tonnum 1984 í 373.000 tonn 1994. Hafa Indveijar verið stórir í þessum innflutningi, með 51.000 tonn 1995, og síðan Marokkómenn með 32.000 tonn. Eins og áður segir er innflutn- ingurinn mestur til Japans en hann hefur verið að aukast í öðr- um Asíuríkjum, einkum í Suður- Kóreu. Þótt neyslan hafi raunar minnkað nokkuð í þessum ríkjum þá hefur samdrátturinn í veiðum þeirra verið enn meiri og því hef- ur innflutningsþörfin aukist ár frá ári. Minni veiði Vegna takmarkaðs framboðs á kolkrabba hefur verð á honum hækkað mikið á Japansmarkaði og má rekja það eingöngu til takmarkana á veiðum Spán- verja. Veiðar Suður-Kóreu- manna á kolkrabba- og smokk- fiski hafa minnkað um nærri 100.000 tonn sl. fjögur ár og veiðar Tævana hafa einnig minnkað verulega. 1992 var framboðið þar 11 kg á mann en aðeins fimm kg 1994. Kolkrabba- og smokkfiskiðnað- urinn í Kína hefur verið í mikilli sókn síðustu árin og búist er við, að kínversk skip muni brátt leysa alveg af hólmi þann flota austur- evrópskra skipa, sem lengi hefur stundað þessar veiðar við landið. 1992 veiddu Kínveijar um 80.000 tonn en 195.000 tonn 1994. Er innanlandsneyslan enn mjög lítil, aðeins um 150 g á mann, en fer vaxandi. í Malasíu er aflinn nokkuð stöð- ugur, um 50.000 tonn, en neyslan hefur minnkað nokkuð vegna aukinnar áherslu á útflutning. Er hún ekki nema eitt kg á mann, sem er lítið í Asíu. Fiskveiðisamningar Noregnr og ESB semja um niðurskurð á afla NOREGUR og Evrópusambandið hafa gert tvíhliða samning um veiðar í Skagarek og Kattegat fyrir næsta ár. Um er að ræða verulega niðurskurð á aflaheimildum í þorski og síld. Samkvæmt samningum verður Norðmönnum heimilt að veiða tæp 5.000 tonn af rækju á þessum hafsvæðum. Heildarþorskkvóti verður skorinn niður úr 23.000 tonnum í 16.100. Þá var samkomulag um að draga verulega úr síldveiðum í sam- ræmi við ráðleggingar Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Heildarkvóti á síld, sem veidd er til manneldis, verður 80.000 tonn og verður hlutur Noregs 10.600 tonn. Þá er gert ráð fyrir því að 10.000 tonn af síld komi sem aukaafli við veiðar á brislingi. Loks verður leyfi- legt að taka um 20.000 af síld við veiðar á öðrum uppsjávarfiski til mjöl- og lýsisvinnslu. Eldi á skeldýrum og þara iilí ar fra ml 5/C sla — fæ kju afl \ / • T vu ' Brú nn i bari ----- Ra uðui rþar i í firi hari !■ i .'J ■— HEIMSALFUR Hlutfallslegt verðmæti eldisafurða; skeldýra, fisks og sjávargróðurs eftir heimsálfum 1994 Suður-Ameiíka 0,5% N-Ameríka Fyrrverandi Sovétr. 0,9% Evrópa Eyjaálla 0,6% Fiskeldið langmest í Asíu ASÍA tekur öðrum heimsálfum langt fram í eldi á fiski og sjávargróðri. Mælt í magni er hlutur Asíu tæp 87% heildarinn- ar og um 70% verðmætanna. Evrópa kemur næst með aðeins 7,2 % heildarinnar, en verðmæti framleiðslunnar í Evrópu er hins vegar 10,5%. Skýringin á meira vægi ef mælt er í verð- mætum er sú, að laxeldi er uppi- staða f iskeldis í Evrópu og fæst hlutfallslega hátt verð fyrir lax- inn. Asía er á hinn bóginn mjög umsvifamikil í eldi á rækju, sem reyndar er seld á nokkuð góðu verði og sjávargróðri, sem er ekki eins verðmætur. Norður- Ameríka er í þriðja sæti í eld- inu, en þar er eldi á leirgeddu orðið umtalsvert. AFURÐIR Magn eldisafurða 1994 fisks, skeldyra og sjávargróours tonn 4,2% tonn Aðrarleg. 0,3% ELDI á fiski er uppistaðan í eld- inu. Um helmingur heildarinnar er fiskur, eða um 13 milljónir tonna. Sjávargróðurinn er um fjórðungur heildarinnar, tæp- lega 7 miHjónir tonna og í þriðja sæti, með 4,4 milljónir tonna, er skel af ýmsu tagi. Árleg aukn- ing á fiskeldi og eldi á skelfiski er um 12,5% eða meira en tvær milljónir tonna. Mest er alið af rækju, af einstökum tegundum, eða um 920.000 tonn árið 1994, samkvæmt upplýsingum frá FAO.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.