Morgunblaðið - 19.12.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 19.12.1996, Síða 6
6 B FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hvar verður ávöxtun best áárinu 1997? Fjármál á fimmtudegi * Þjóðarbúskapur á Islandi stendur traustari fótum nú en nokkru sinni fyrr, skrifar Sigurður B. Stefánsson. Með gætni við hagstjóm og við gerð kjarasamninga em horfur í efnahagsmálum og á jjármálamarkaði góðar á árinu 1997. HLUTABRÉFAVERÐ á Wall Street hefur hækk- að úr 1.000 árið 1982 á mælikvarða Dow Jo- nes vísitölunnar í um 6.500 núna. Bjartsýnir spá því að senn verði 10.000 í augsýn og hver veit nema þeir komi til með að hafa rétt fyr- ir sér. Hlutabréfaverð getur þó ekki haldið áfram að hækka meira en sem nemur hagnaðaraukningu fyrirtækja þegar til lengdar lætur. A sama hátt er torvelt að sjá hvernig hagnaður fyrirtækja getur aukist hraðar en sem nemur fram- leiðsluaukningu (hagvexti) í þjóð- arbúskapnum. Hagnaðurinn getur ekki aukist hraðar en þjóðartekjur til lengdar nema með því móti að eigendur fyrirtækja (hluthafar) séu að taka til sín stærri skerf af kökunni á kostnað launþega eða neytenda... Síðan á árinu 1982 hefur árs- hækkun Dow Jones vísitölunnar að jafnaði verið fjórfalt meiri en sem nemur hagvexti í Bandaríkj- unum. Það þarf þó ekki endilega að þýða að hlutabréfaverð sé orð- ið of hátt núna. Til dæmis mætti benda á að hlutabréfaverð var afar lágt árið 1982 eftir 17 ára tímabil frá 1965 til 1982 þegar verð á hlutabréfum hækkaði minna en sem nam verðbólgu á þeim tíma.“ Varnaðarorð frá Wall Street eiga vel við á íslandi Þetta eru þijú lauslega þýdd brot úr grein eftir Tony Jackson, „Nothing lasts forever“, um sí- hækkandi hlutabréfaverð á Wall Street, en hún birtist í Financial Times á mánudag í síðustu viku. Þar veltir greinarhöfundur því fyr- ir sér hve lengi hlutabréfaverð geti haldið áfram að hækka jafn- hratt og það hefur gert síðustu 14 árin. Hækkun hlutabréfaverðs í Bandaríkjunum á árunum 1982 til 1996 svarar til um 10% raun- ávöxtunar á ári að jafnaði allan tímann og ættu flestir að geta verið ánægðir með þá ávöxtun. Hún er þó ekki nema lítið eitt hærri en raunávöxtun banda- rískra hlutabréfa að jafnaði allan tímann frá 1926 til 1988 en þá var hún 8,8%. Þau 62 ár ná yfir kreppuna miklu á fjórða áratug aldarinnar (eftir hrunið 1929) svo og 17 árin ofangreindu þegar hækkun hlutabréfaverðs hélt ekki í við verðbólgu. En það er ástæða til að hafa sérstaklega í huga að Dow Jones vísitalan hefur hækk- að um 20% á árinu 1996 eftir 25% hækkun árið 1995 og þau tvö árin er því um að ræða mjög mikla hækkun sem naumast getur varað í mörg ár. Þessi varnaðarorð frá Wall Street eiga vel við á íslandi nú. Hlutabréfaverð hér hækkaði um 25% árið 1994, 33% árið 1995 og um nálægt 60% árið 1996 eða að jafnaði 38% hvert árið. Slík hækk- un getur vissulega ekki haldist í mörg ár. Þó verður að hafa í huga að verðið var afskaplega lágt í mars 1984 þegar hækkunartíma- bilið hófst, með svipuðum hætti og átti við í Bandaríkjunum árið 1982. Þrátt fyrir mikla hækkun á síðustu árum er „hlutfallslegt verð“ í Bandaríkjunum og í Reykjavík er ekki mjög hátt í sögu- legu samhengi en þó nokkuð hátt. Með hlutfallslegu verði er átt við verðmæti hlutabréfa í fyrirtæki í hlutfalli við hagnað þess eða „tekjuöflunargetuna". Góðæri er grundvöllurinn fyrir hækkandi verði á hlutabréfum Ástæðan fyrir því að hlutfalls- legt verð er ekki mjög hátt í sögu- legu samhengi jafnvel eftir hækk- anir áranna 1994 til 1996 er sú að hagnaður skráðra fyrirtækja hefur einnig hækkað gífurlega (bæði nefnari og teljari hlutfallsins hafa hækkað). Arðsemi skráðra fyrirtækja á íslandi er hærri en arðsemi innlendra fyrirtækja að jafnaði og ekki er ólíklegt að hagn- aðaraukning þeirra í góðæri sé einnig meiri en annarra að jafn- aði. Þess vegna getur arðsemi hlutabréfa eða raunverðshækkun hlutabréfa verið miklu hærri en sem nemur hagvexti að jafnaði í mjög langan tíma, eins og dæmin sýna, og gagnstætt því sem haldið var fram í greininni í Financial Times sem vitnað var til hér að framan. Góður hagvöxtur í þjóðarbú- VIÐSKIPTI verðbólga hefur minnkað og hagvöxtur aukist - Verðbólga \\ Hagvöxtur - X 1 wxn J wrr r~i ffl r~i I Verðbólga og hagvöxtur í Bandaríkjunum 8o/o------------------------ 1990-1997 pVerðbólga 4 2 0 '2 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 10%--------------------- ... í Þýskalandi 8 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Hagvöxtur á íslandi 1971-97 og mögulegur vöxtur Vísitala landsframleiðslu 4 2 0 -2 |- Hagvöxtur 1 Verðbólga ITTrrHR 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1 o % — --------------------- ... í Japan 1971 1975 1980 1985 1990 1995 Hagvaxtarslakinn 1971 til 1997 15% 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 -------- ... í Bretlandi 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 skapnum eða góðæri, þ.e. stöðug og jöfn tekjuaukning í þjóðarbú- skapnum, er grundvöllurinn fyrir því að hagnaður fyrirtækja geti haldið áfram að aukast og þar með verð á hlutabréfum í þeim að hækka. Þess vegna þarf að byija á því að greina hagvaxtar- horfur þegar reynt er að svara spurningunni hvar á hlutabréfa- markaði ávöxtun verður best á árinu 1997. Að skuldabréfamark- aði verður vikið að síðar. Hagvaxtarhorfur eru áfram góðar á árinu 1997 í langflestum löndum veraldar. Áætlað er að hagvöxtur í öllum ríkjum samtals verði yfir 4% en á árinu 1996 er reiknað með 3,8%. Tekjur jarð- arbúa munu því aukast meira á árinu 1997 en nokkru sinni í sögu mannkyns. í helstu iðnríkjum er búist við að hagvöxtur verði 2,5% árið 1997 en útkoman árið 1996 er áætluð 2,2%. Þær tölur skipta íslendinga í raun meiru þar sem viðskipti eru einkum við iðnríkin þótt önnur lönd skipti æ meira máli. Verðbólga er áætluð aðeins um eða innan við 2,5% í iðnríkjun- um. Seðlabankar virðast hafa full tök á verðlagsþróun og aukningu peningamagns. Góður hagvöxtur og lítil verðbólga í öllum mikilvægum ríkjum Myndimar í hægri dálknum sýna hagvöxt og verðbólgu í fjór- um af mikilvægustu iðnríkjunum og þar ræður þróun á verðbréfa- markaði úrslitum. Þótt horfur í efnahagsmálum séu almennt góð- ar er að mörgu að hyggja og ekki síst hvar hvert ríki er statt í hag- sveiflunni, þ.e. hve langt er síðan síðasta samdráttar- eða stöðnun- arskeiði lauk. í Bandaríkjunum er að hefjast sjötta árið (frá og með 1992) í uppsveiflu. Átvinnuleysi þar er um 5,5% og álitið er að afkastageta þjóðarbúsins sé nýtt nokkurn veginn til fullnustu. Þar kann að styttast í hápunkt hag- sveiflunnar. Hagvöxtur er áætlað- ur um 2,3% og verðbólga um 2,9- 3%, hvort tveggja svipað og á ár- inu 1996. Vegna hættu á vaxta- hækkunum gæti orðið nokkur órói á hlutabréfamarkaði. í Evrópu er EMU hugsunarhátt- urinn allsráðandi og flest stóru ríkin (Þýskaland, Frakkland, ítal- ía, Spánn o.s.frv.) keppast við að draga hratt úr fjárlagahalla til að fullnægja skilyrðum Maastricht- sáttmálans. Þessar aðgerðir halda aftur af þenslu og verðbólgu. í Þýskalandi benda hagspár til betra árferðis 1997 en í ár og hagvöxtur ætti að aukast úr um 0,8% á þessu ári í a.m.k. 2% en verðbólga er vel innan við 2% (sjá mynd). Mik- ið er komið undir því að stjórnvöld nái að auka fijálsræði á vinnu- markaði til að draga úr atvinnu- leysi og glæða hagvöxt og minnka ríkisútgjöld. Þjóðarbúskapur í Japan hefur gengið afar vel á árinu 1996 og er reiknað með að hagvöxtur verði yfir 4%. Hann mun þó minnka á árinu 1997 vegna þess að áhrif eru að fjara út af mikilli aukningu ríkisútgjalda frá árunum 1993-94 en þá var gripið til aukinna rík- isumsvifa til að glæða framleiðslu. Verðbólga er engin (lækkandi verðlag) og framleiðslukerfið er að styrkjast eftir kreppuna 1990 til 1995. í Bretlandi gengur þjóðarbú- skapurinn mjög vel og er hagvöxt- ur 2,2% í ár og horfur á 3,5% aukningu á árinu 1997. Ríkishalli er HtiII og skuldir langt undir Maastricht-skilyrðum. Enginn pól- itískur vilji er þó til að taka af- NÝHERJI Skaftahlíð 24 - Sími 569 7700 http://www.nyherji.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.