Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 B 3
KNATTSPYRNA
Ronaldo og
Sukermeð
þrennur
SPÆNSKIR knattspyrnumenn voru á skotskónum íleikjum helg-
arinnar þegar gerð voru 37 mörk ítíu leikjum. Efstu liðin tvö
unnu sannfærandi sigra og hættulegustu framherjarnir f
spænsku knattspyrnunni, Davor Suker hjá Real Madrid og Ron-
aldo hjá Barcelona, gerðu báðir þrennu fyrir lið sín. Staðan á
toppnum er óbreytt, Real hefur enn sex stiga forskot á Barcelona.
Real Madrid sýndi réttnefndan
stórleik á heimavelli sínum,
Santiago Bernabéu-leikvanginum,
þegar liðið gjörsigr-
Ásgeir aði Oviedo með sex
Sverrisson mörkum gegn einu.
skrifar Króatinn Davor
frá Spáni Suker var í miklum
ham og gerði þijú mörk í leiknum,
það fyrsta úr víti á 2. mínútu en
hin tvö með tveggja mínútna milli-
bili í síðari hálfleik. Þetta var besti
leikur Real Madrid á þessu leiktíma-
bili og leikmenn Oviedo voru heppn-
ir að fá ekki á sig fleiri mörk því
framheijar Madrid, „hin heilaga
þrenning" eins og þeir Suker, Raúl
og Miljatovic eru gjarnan nefndir,
fóru illa með fjölmörg opin færi.
Þriðja þrenna Sukers
Fabio Capello, þjálfari Real
Madrid, var kampakátur eftir leik-
inn sem og áhorfendur sem voru
um 90.000. „Þetta var mjög mikil-
vægur sigur og nauðsynlegur fyrir
sjálfstraustið," sagði Capello og vís-
aði þar með til óvænts taps Madrid-
liðsins gegn Rayo Vallecano á
fimmtudag í liðinni viku. Davor
Suker var einnig í sjöunda himni
en þetta var þriðja þrennan sem
hann gerir á þessu keppnistímabili.
„Mörkin mín voru ekki það mikil-
vægasta í þessum leik, heldur sigur
liðsins," sagði Króatinn snjalli eftir
leikinn.
A Spáni velta menn því nú fyrir
sér hvort hann verði markakóngur
þessarar leiktíðar en Suker hefur
gert 19 mörk. „Deildarkeppnin
skiptir mig mestu máli. Ég verð að
vinna titla. Að verða markakóngur
er allt annað mál. En auðvitað vil
ég mjög gjarnan hreppa þann titil
líka!“ sagði Suker.
„Ronaldo líktist loks Ronaldo"
Sá sem einna helst virðist geta
komið í veg fyrir að Davor Suker
Reuter
RONALDO fagnar öðru marki sínu gegn Zaragoza.
standi uppi sem markakóngur að
keppnistímabilinu loknu heitir Ron-
aldo, besti knattspyrnumaður heims
nú um stundir og framherji Barcel-
ona. Brasilíumaðurinn baneitraði
hafði ekki skorað í þremur síðustu
leikjum liðsins en hann sýndi sína
bestu takta þegar Real Zaragoza
kom í heimsókn á Camp Nou-leik-
vanginn á sunnudag. Ronaldo skor-
aði tvö mörk á fímm mínútna kafla
í fyrri hálfleik og fullkomnaði
þrennuna á 72. mínútu eftir snilld-
arsendingu frá Búlgaranum Hristo
Stoichkov sem komið hafði inn á
tveimur mínútum áður. Þetta var
þriðja þrenna Ronaldos á keppnis-
tímabilinu. Leiknum lauk með sigri
Barcelona 4:1 og liðið sýndi loks
hvað í því býr. „Ronaldo líktist loks
Ronaldo," sagði Bobby Robson,
þjálfari Barcelona, eftir sigurinn.
„Ég þurfti á þessum mörkum að
halda þar sem ég hafði ekki skorað
í þremur leikjum í röð. Við sýndum
bráðgóðan leik, nýttum færin og
vöm okkar var traust,“ sagði Ron-
aldo. Líkt og Davor Suker forðaðist
hann allar vangaveltur um hvort
hann yrði markakóngur spænsku
fyrstu deildarinnar en hann hefur
skilað boltanum 21 sinni í netið á
tímabilinu. „Það skiptir mig engu
hvort ég verð markahæstur. Það
sem skiptir máli er að leikimir vinn-
ist.“ Dómarar vom mjög í sviðsljós-
inu í leikjum helgarinnar en þeir
dæmdu átta vítaspyrnur í leilq'unum
tíu og sýndu átta leikmönnum rauða
spjaldið.
FOLX
I MIDDLESBROUGH hefur boð-
ið Brian Robson, knattspyrnu-
stjóra félagsins, fímm ára samning
sem metinn er á 1,5 milljónir punda.
Samningurinn stendur honum til
boða þó svo að liðið félli úr úrvals-
deildinni.
I BOBBY Charlton, stjórnar-
maður Manchester United, var í
Flórens á Ítalíu um helgina til að
fylgjast með varnarmanninum
Luigi Amoruso, sem jafnframt er
fyrirliði liðsins. Amoruso var ekki
í byijunarliði Fiorentina á móti
Juventus en kom inn á sem vara-
maður. United hefur verið að leita
eftir sterkum vamarmanni í vetur
og hefur Amoruso verið sterklega
inni i myndinni, en talið er að hann
kosti ekki undir fimm milljónum
punda.
■ FRANSKI miðheijinn Christ-
ophe Dugarry vísaði í gær á bug
fregnum þess eðlis að hann hefði
hótað að fara frá AC Milan ef
hann væri ekki oftar í byijunarlið-
inu.
■ DUGARRY, sem var vikið af
velli þegar AC Milan tapaði 1:0
fyrir Perugia í ítölsku deildinni í
fyrradag, sagðist hafa nefnt þann
möguleika að fara. „Heimsmeist-
arakeppnin fer fram á næsta ári
og ef ég er ekki í byijunarliði fé-
lagsliðs míns á ég ekki mikla mögu-
leika á að komast í landsliðið,“ sagði
hann. „Ég ber mikla virðingu fyrir
AC Milan og geri mér grein fyrir
að slíkt félag getur ekki tryggt mér
öruggt sæti í byijunarliði."
SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR
Bakhjarl hafnftrskra íþróttamanna