Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐiÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR1997 B 5 HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Ásdís HULDA Bjarnadóttlr skoraðl fjögur mörk fyrlr Hauka á laugar- daglnn. Hér reynlr hún aö sleppa framhjá Evu Þórðardóttur varnarmannl Vals. Haukar í kröppum dansi HAUKASTÚLKUR lentu í kröppum dansi í Laugardals- höll á laugardaginn þegar þær mættu Val í úrslitaleik bikar- keppninnar. Líkur á sigri voru þeim allar í hag ef skoðuð eru úrslit fyrri leikja liðanna og staða deildarinnar en Vals- stúlkur voru sýnd veiði en ekki gefin og það var ekki fyrr en á síðustu mínútum leiksins að Haf nfirðingum tókst að tryggja sér 16:13 sigur og hampa bik- arnum flokin. Astand tauga leikmanna var ekki upp á það besta til að byrja með en sóknarleikur Hafnfirð- inga þó beittari. Vaiva Drilingaite markvörður Vals svarf þó mesta odd- inn af því biti með stórkostlegri markvörslu auk þess sem vöm Valsstúlkna var grimm. Eftir að Haukar höfðu ekki skorað mark í tíu mínútur um miðjan fyrri hálfleik og staðan 5:4 þeim f vil, brugðu þær á það ráð að taka Gerði Stefón Stefánsson skrifar B. Jóhannsdóttur úr umferð, sem slævði sóknarleik Vals. Sama var uppi á teningnum eftir hlé, Haukastúlkur komust lítt áleið- is á meðan Valur sótti í sig veðrið og jafnaði þegar rúmar tíu mínútur vom til leiksloka. Liðið fékk mögu- leika á að komast yfir en Vigdís Sigurðardóttir í marki Hauka var ekki á þeim buxunum og varði glæsilega. Eftir að hvort lið hafði klúðrað vítaskoti í stöðunni 13:13 þegar þrjár mínútur voru til leiks- loka, gekk allt upp hjá Hafnfirðing- um, sem héldu betur haus í mikilli spennu og náðu að skora þrjú mörk síðustu tvær mínútumar. Haukaliðið hefur oft leikið betur og átti í vandræðum með að ná flugi í sóknarleiknum enda mótspyrnan öflug. Vörnin var aftur á móti ágæt og markvarsla Vigdísar Sigurðar- dóttur góð. Harpa Melsteð hélt að mestu sínu striki með góðum leik og Judith Esztergal var ágæt en aðrir leikmenn geta betur. Litlu munaði að frábær barátta Valsstúlkna dygði til að leggja hátt- skrifaða andstæðinga þeirra að velli. Sóknarleikurinn var þó ekkert til að hrópa húrra fyrir en ungar stelpurnar stóðu vaktina í vörninni með prýði, sem aftur skilaði stór- kostlegri markvörslu Vaivu Dril- ingaite, er varði 27 skot. Gerður B. Jóhannsdóttir fyrirliði reif sínar stúlkur í gang til að byrja með en var síðan tekin úr umferð og sást lítið í sóknarleiknum eftir það en stóð fyrir sínu í vöminni. Hafrún Kristjánsdóttir var öflug í vörninni og Sigurlaug Rúnarsdóttir var einn- ig góð. Það varð ekki aftur snúið ÞESSI sigur er toppurinn á ferl- inum hjá mér og bætir fyllilega upp tapleikinn með Selfossi í úrslitum bikarsins fyrir nokkr- um árum,“ sagði Gústaf Bjarnason, fyrirliði Hauka, í al- gleymi fagnaðar í leikslok, eftir að KA var lagt að velli 26:24. Eftir Ivar Benediktsson Við vissum að leikurinn yrði erf- iður og einnig að við vomm óreyndari að leika til úrslita. Þar af leiðandi tók það okkur nokkum tíma að ná áttum og sækja í okkur veðr- ið. En í síðari hluta fyrri hálfleiks tókst okkur að kom- ast á skrið, ná forystu og halda henni allt þar til yfir lauk, eftir það varð ekki aftu rsnúið." Gústaf sagði Haukaliðið vera jafnt og ekki skipað neinum stór- stjörnum. Mörkin hefðu komið í flestum stöðum á vellinum og það sýndi öðm fremur styrk heildarinn- ar sem hefði lagt gmnninn að sigr- inum. „Styrkur okkar felst í þessu og þar með eiga andstæðingamir erfiðara með að „kortleggja" leik okkar og bijóta okkur á bak aft- ur.“ Hann sagði á hinn bóginn auð- veldara að slá vopnin úr höndum KA, þar sem leikur þeirra væri meira og minna borinn uppi af tveimur leikmönnum. „Við höfum látið allan hópinn spreyta sig í vet- ur, það atriði vó þungt að þessu sinni og á vonandi eftir að fleyta okkur lengra. Við höfum fengið smjörþefinn af því að standa á efsta þrepi og ætlum ekki að gefa neitt eftir í þeim viðureignum sem eftir em á Islandsmótinu." Hefði ekkl þolað framlengingu „í ljósi þess að ég hef átt í erfið- um meiðslum upp á síðkastið þá er það enn ánægjulegra en ella að koma til leiks og standa sig vel og fagna bikarnum í leikslok," sagði Bjarni Frostason, markvörður Hauka, en hann átti stórleik og varði 19 skot í leiknum, mörg úr dauðafærum. „Ég er búinn að vera í meistara- flokki og fyrstu deild í tólf á og þetta er fyrsti alvöm titillinn, þó ég hafi reyndar einu sinni orðið deildarmeistari með Haukum þá er það ekki þessu líkt. Þá var umgjörð- in og stemmningin í kringum leik- inn frábær.“ Bjami segir að það hafi verið mjög mikilvægt að byrja strax á að veija og ná þannig strax takti við leikinn. „Þar með var bjöminn unninn.“ Hann segir ökklameiðslin ekki hafa háð sér vemlega í leiknum, vel hafi verið búið um þau fyrir viðureignina. „Ökklinn er ansi bólg- inn núna og ég efast um að hann hefði þolað framlengingu," sagði Bjami með bros á vör og benti á bólginn ökklann sem hafði verið „klæddur" kælipokum. Bjami sagði Haukaliðið hafa far- ið erfíða leið í úrslitin, lagt Aftureld- ingu, HK, Stjömuna og FH. Allt hefðu þetta verið erfíðir leikir og sumir m.a. endað í erfiðum fram- lengingum. „Það kom því ekkert annað til greina en sigur og þetta er sætt og engu líkt, dagurinn er yndislegur." „Þetta var rétti tíminn til koma inn í liðið á ný,“ sagði Halldór Ing- ólfsson, leikmaður Hauka, en hann hefur átt í þrálátum meiðslum í hné og m.a. þurft að fara í tvo upp- skurði síðan í haust, en hann meidd- ist í 1. umferð bikarkeppninnar er Haukamenn slógu Aftureldingu út. Halldór segist ekki vera búinn að ná sér að fullu, en horfurnar séu góðar. „Ég beðið lengi eftir því að geta byrjað að leika að nýju, en eftir að ljóst var að við kæmumst í úrslitin setti ég stefnuna á að vera með og það tókst. Tilfinningin að sigra er góð, ekki síst eftir það sem á undan er gengið." Þeir áttu aldrei möguleika „Ég hef ekki verið það oft í sig- urliði að ég geti sagt annað en að þetta er ótrúlega sætt og ég hef ekki vanist þessari tilfínningu," sagði Páll Ólafsson, aðstoðarþjálf- ari Hauka. Hann hefur einu sinni áður unnið bikarinn, en það var árið 1981 er hann lék með Þrótti. „Eftir erfíðleika framan af fyrri hálfleik snemm við leiknum okkur í hag og er síðari hálfleikur byijaði var ekki aftur snúið, þeir áttu aldr- ei möguleika. Við lékum mjög vel og flest allt gekk upp af því sem lagt var af stað með. Dagurinn í heildina er yndislegur, við ætluðum að hafa Haukadag í Höllinni og stóðum svo sannarlega við það.“ ■ Leikurinn... / B6 Morgunblaðið/Ásdís BJARNi Frostason markvörður Hauka og Gústaf Bjarnason fyrirliðl voru í fararbroddl er hlaup- Inn var sigurhrlngur með bikarlnn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.