Morgunblaðið - 02.03.1997, Side 2

Morgunblaðið - 02.03.1997, Side 2
2 B SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ \m wjift ai IbdfMir s@lð Miéir SUMARIÐ 1958 gekk ný- fermdur drengur dag einn út úr húsi ömmu sinnar og föðursystkina á Grettisgötunni og var ferð hans heitið vestur í bæ til þess að hefja píanónám hjá frú Leopoldínu Ei- ríks. Föðursystkini hans höfðu gef- ið honum í fermingargjöf tilsögn í píanóleik í mánaðartíma. Milli kennslutímanna sat hann og æfði sig á píanóið heima hjá skyldfólk- inu á Grettisgötunni með lamaðan föðurbróður sinn sem áhugasaman áheyranda. Nærvera frændans og eldheitur áhugi hans á framförum nemandans varð til þess að náminu var sinnt af enn meiri kostgæfni. „Það var mikil ögun táningi að æfa sig við þessar aðstæður," seg- ir Jónas. „Eg man til dæmis að einn daginn hafði ég uppi áform um að fara í bíó, en Leifi þótti ég eiga ólokið við eitthvað og sagði, „Ekki fer ég í bíó“, enda gat hann sig hvergi hreyft. „Ég fæddist á Bergþórshvoli og er stoltur af því,“ heldur Jónas áfram. „Ættfólk mitt, bændafólk, söng mikið og í Landeyjunum var ættarsetrið Austurhjáleiga, á stundum nefnd Sönghjáleiga. Faðir minn Ingi- mundur Guðjónsson hafði for- göngu um sönginn, hann lærði að leika á harmoníum í þrjár vikur hjá bónda einum og fór ríðandi sveitina á enda með eldiviðarpoka á bakinu til að borga fyrir tímana. Árangur af þessari skammvinnu kennslu var sá að hann varð vel sálmabókarfær og stjómaði söng fjölskyldunnar og síðan kórum hvar sem hann var allt sitt líf. Ég flutti bamungur að Selfossi með foreldrum mínum og átti þar bemskuárin, bjó þar í næsta húsi við Davíð Oddsson. Þegar ég var tíu ára skildu foreldrar mínir. Móð- ir mín heitir Guðrún Kristjánsdótt- ir og býr hún nú á dvalarheimili fyrir aldraða á Hvolsvelli. Hún hefur löngum verið sjúklingur, einnig á bernskuárum mínum var hún mikið á sjúkrahúsum. Atvikin höguðu því svo til að ég fylgdi ég föður mínum. Við pabbi fluttum til Þorlákshafnar sem þá var um hundrað manna byggð. Bjuggum við feðgamir fýrst í einu herbergi í verbúð í Þorlákshöfn, eftir að hann gerðist verkstjóri hjá Meitlin- um. Það var að vissu leyti erfitt tímabil en mér afar kært í minning- unni. Ég fór í skóla í Hveragerði en leiddist þar svo mjög að faðir minn hafði forgöngu um að koma á fót bamakennslu í Þorlákshöfn. Það varð úr að barnakennsla hófst í Þorlákshöfn og Kristján frá Djúpalæk var ráðinn kennari, kynnin við hann vom mér dýr- mæt. Kennslan fór fram í einni stofu og sátu þar börn á ýmsum aldri. Það var mjög skemmtilegt samfélag í Þorlákshöfn á þessum tíma og einmanakennd var orð sem enginn skildi af eigin raun. Lífið- var „saltfiskur", vinnan var það sem allt snerist um. Ég vann í fiski á sumrin og kynntist þannig fólk- inu í kringum mig vel og einnig íslendingnum í sjálfum mér. Það var mikil samheldni með fólkinu í Þorlákshöfn, ég man eftir að a.m.k. einu sinni fóru nær allir í þorpinu saman í útilegu á Snæfellsnes." Að Jónasi standa að mestu rang- æskar ættir, hann er kominn að þrem fjórðu hlutum frá Jóni Stein- grímssyni eldklerki, foreldrar Jón- asar eru systkinabörn og afi hans og amma líka. „Ég segi stundum að ég eigi varla erindi á ættarmót, mér nægi að líta í spegil,“ segir Jónas og hlær. Vestfirðir eiga þó þau ítök í honum að amma hans var frá Fífustöðum í Ketildölum í Arnarfirði. Borinn á höndum ætt- ingja og vina óx Jónas upp og JÓNAS, Viðar Gunnarsson, Gunnar Guðbjartsson og Kristinn Sigmundsson í óperuhúsinu í Wi- esbaden í Þýskalandi eftir íslenska söngtónleika þar. varð æ tónelskari sem árin liðu. „Ég var söngvið bam og fékk mitt tónlistaruppeldi í æsku af þessu söngstússi heima og svo úr Útvarp- inu. Ég var ekki gamall þegar ég sat um að hlusta á óperutónlist af ýmsu tagi og tólf ára þekkti ég töluvert til í heimi þeirra tónbók- mennta, Callas og Jussi Björling voru leikfélagar mínir. Fyrir mig var það mjög sérstök upplifun að spila tvær langar æfingar með Boris Christoff þegar hann var hér á Listahátíð um árið. Þegar ég fór í gagnfræðaskóla í Hveragerði bjó ég hjá Ingunni Bjamadóttur tón- skáldi og hennar yndislegu fjöl- skyldu. Hún sagði stundum frá því að ég hefði byrjað okkar kynni ellefu ára gamall á því að spyija hana hver væri hennar uppáhalds ópera. Ég leitaði gjaman eftir kynnum við mér eldra fólk, enda einbimi alinn upp að mestu með eldra fólki. Pabbi giftist aftur og eignaðist þijú böm en ég var þá farinn að heiman. Ég umgekkst þó auðvitað jafnaldra mína líka, t.d. átti ég þátt í að stofna ung- mennafélag í Þorlákshöfn sem starfaði af miklu fjöri og ég spil- aði á harmónikku á skólaböllum - það var einmitt vegna þeirrar spila- mennsku sem Leifur, hinn lamaði föðurbróðir minn, spurði hvort ég vildi ekki koma suður og fá tilsögn í píanóleik í fermingargjöf, heima hjá þeim var til píanó en ekki heima hjá mér. Eftir að ég var kominn í píanónám fyrir alvöru fór ég á sjó í tvö sumur til þess að vinna mér inn peninga til að kaupa mér píanó.“ í Tónlistarskólanum í Reykjavík Það var móðir Jónasar sem hafði frumkvæði að því að leita eftir skólavist fyrir hann í Tónlistarskól- anum í Reykjavík. „Þá eins og oft fyrr og síðar var ég leiddur áfram án þess að hafa meðvitað mótaða stefnu,“ segir hann. „Það var mamma sem fór í tónlistarskólann og spurðist þar fyrir um skólavist fyrir mig og tók með sér um- sóknareyðublöð sem ég síðan fyllti út. Henni var sagt að úr því ég hefði verið svona stutt í píanónámi væri kannski heppilegra fyrir mig að læra á t.d. trompet en slíkt kom aldrei til greina. Þótt ég hefði bytj- að seint á læra gekk námið nokkuð vel. Ég hef aldrei ætlað mér að verða eitthvað, ég hef verið leiddur áfram og hljómborðið hefur löng- um verið mitt töfraborð sem ég nota til að hafa ofan af fyrir mér. í Tónlistarskólanum kynntist ég góðum kennurum, svo sem Rögnvaldi Siguijónssyni, Ásgeiri Beinteinssyni og síðast en ekki síst Árna Kristjánssyni. Hann er stór- kostlegur maður og dásamlegur kennari. Ég fór í tónmenntakenn- aradeildina og sat þar með fólki eins og Jóni Stefánssyni, Þorgerði JÓNAS og Ágústa kona hans leika fjórhent í brúðkaupi sonar síns, Gunnars Leifs, og Guðrúnar Blöndal. ÞESSI mynd var tekin 31. janúar sl. í DigraneskirRju þegar Jónas minntist 200 ára afmælis Schuberts á afmælisdegi hans. Ljósmynd Krissý. ÐIGRANESKIRKJA var þéttskipuð fólki á Schuberttónleikum Jónasar Ingimundarsonar fyrir skömmu. Ingólfsdóttur, Agli Friðleifssyni og fleirum slíkum, sem öll hafa unnið tóntlistinni mikið gagn hvert á sínu sviði. Námið var eins konar stúd- entspróf í tónlist og gaf innsýn inn í margvísleg fræði sem ég sem píanisti hefði aldrei leitt hugann að. Ýmsir kennarar höfðu mikil áhrif, eins og til dæmis Róbert Abraham Ottóson, Engel Lund, Einar Kristjánsson, sem var söng- kennari minn, Jón Þórarinsson og fleiri mætti telja. í Tónlistarskójanum kynntist ég konunni minni, Ágústu Hauksdótt- ur, hún var að læra á píanó eins og ég, við spiluðum stundum sam- an fjórhent í gamla daga. Nú kenn- ir hún píanóleik við Tónmennta- skóla Reykjavíkur. Við giftum okk- ur ung og hún hefur verið minn besti vinur og mikilvægasti leið- beinandi, hún hlustar á allt sem ég geri og segir mér hiklaust hvað henni finnst. Árið 1967 fórum við til Vínar- borgar ásamt ungu barni okkar og ég hóf nám við Tónlistarhá- skóla Vínarborgar. Vínarpíanist- arnir Jörg Demus og Alfred Brend- el höfðu komið hingað og haldið tónleika hjá Tónlistarfélaginu, eins og allir vita hélt það mæta félag uppi öflugu tónleikahaldi í ára- tugi, það þarf nauðsynlega að end- urvekja það mikilvæga starf að nýju. Ég var hrifinn af þessum mönnum og ég spilaði fyrir Dem- us. Ég var þá búinn að fá uppgef- in nöfn kennara við tónlistarskól- ann í Vínarborg. Hann merkti við nokkra þeirra og setti tvo krossa við einn og sagði: „Ef þú kemst til hans þá ertu á grænni grein.“ Ég skrifaði Josef Dichler og hann svaraði og sagðist hafa þijú pláss laus en 27 hefðu sótt um. Ég fór í inntökuprófið til Vínarborgar og komst til Dichler. í Vínarborg vor- um við til ársins 1970. Það var stórkostlegt að vera þar, andi gömlu meistaranna sveif þar enn um þrátt fyrir að búið væri að breyta mörgu í hinni gömlu og virðulegu borg. Ég gleymi aldrei þegar ég heyrði fyrstu tónleikana í Musikverein, það voru svo mikil viðbrigði frá Háskólabíói, hljómur- inn í húsinu var svo fagur, þá skildi ég merkingu orðanna: Á vængjum söngsins. Eftir að við komum heim til ís- lands fórum við á Selfoss og vorum þar í fjögur ár. Ég kenndi og spil- aði, æfði kóra - dvöl okkar þar eystra var lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Árið 1974 fluttum við til Reykjavíkur, þá bauðst mér kennarastaða við Tón- listarskólann. Þótt gott væri að vera að Selfossi fannst mér stund- um ég vera dálítið langt í burtu, einkum þegar fólk var að leita eft- ir að fá mig til að spila með sér.“ Hrísgrjón í píanóinu „Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ég hef reynt fyrir mitt leyti að koma að gagni eftir mætti. Ég hef kennt, stjórnað kór- um og leikið á um það bil 40 til 50 tónleikum á ári frá 1970 og ég tala þá ekkert um skólakynningar og uppákomur af öllu mögulegu tagi við öll hugsanleg tækifæri. Ég get sagt margar reynslusögur úr þessu starfi, sumar skemmtileg- ar. Eitt sinn í bijáluðu veðri barð- ist ég með Kristni Sigmundssyni á tónleikastað, við náðum við illan leik u.þ.b. klukkustund of seint og gátum við átt von á því að hafa sjálfir misst af okkur, ef svo má segja, en viti menn salurinn var fullur af fólki sem hafði ofan fyrir sér með söng, er þetta ekki yndis- Iegt? Eg man eftir mjög Iöngum ein- leikstónleikum úti á landi. Úrvals hljóðfæri var að staðnum og allt gekk vel en í fyrsta verkinu eftir hlé settist ein nótan föst og hreyfði sig hvergi. Hagleiksmenn í salnum réðust í það vandaverk óvönum að taka allt hljóðfærið í sundur og í ljós komu allmörg hrísgrón sem höfðu blandað sér í leikinn. Skýr- ingin var brúðkaup, sem átti sér stað daginn áður í leikriti og hluti FRAMHALD Á SÍÐU 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.