Morgunblaðið - 02.03.1997, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 B 5
Hljóðritum við feril Kristins og
Kristjáns svo heillegur verði við
yfirlit síðar? í útlöndum starfa um
tuttugu söngvarar fyrir utan þá
sem þjóna okkur hér. Við fáum
vikulega að heyra óperuþætti frá
útlöndum í útvarpi og það er ágætt,
stundum er sagt að sent sé út
beint. Ég hef nú setið við hlið
söngvara sem sagður var syngja í
slíkri „beinni“ útsendingu inni í
stofu meðan útsendingin stóð yfir.
Skyldi Galdra-Loftur Jóns Ásgeirs-
sonar hafa verið tekinn upp? Ég
veit að það eru skiptar skoðanir
um íslensku óperuna en það breyt-
ir ekki því að Olöf Kolbrún Harðar-
dóttir og Garðar Cortes hafa gert
kraftaverk og verið fyrirferðarmik-
il í íslensku tónlistarlífi. Hefur
þeirra sönglist verið haldið til
haga? Veður hægt að blaða í alb-
úminu og hlusta á þeirra söng er
fram líða stundir?
Ég staldra við söngvarana, en
hvað með hljóðfæraleikarana,
píanistana, strengjaleikarana,
blásarana? Einar Sveinbjörnsson í
Svíþjóð? Guðna Franzson í Reykja-
vík, Arnald gítarleikara á Spáni?
Bryndísi á Akureyri, hún flutti öll
píanóverk Hafliða Hallgrímssonar
mjög fallega fyrir ári síðan. Stór-
merkilegt er starf Kammermúsík-
klúbbsins. Hann á 40 ára afmæli
nú, ástæða er til að fagna því sér-
staklega. Nýr strokkvartett, skip-
aður ungu fólki, frumflutti verk
eftir Jón Nordal - voru ljósvakam-
iðlarnir þar? Halldór Haraldsson á
60 ára afmæli um þessar mundir,
hvað er langt síðan tekið hefur
verið upp sólóprógramm með hon-
um fyrir ljósvakamiðla? Gísli
Magnússon píanóleikari verður
senn 70 ára, hvað skyldi vera til
á böndum af leik hans?
Og hvað með unga
fólkið sem nú er að
koma? Valur Pálsson
spilar á kontrabassa
eins og aðrir spila á
fiðlu, ætli sé til upp-
taka sem sýnir hæfni
hans? Ætli séu til
upptökur með t.d.
Sigrúnu Eðvaldsdótt-
ur sem sýna feril
hennar í listinni? Loks
má nefna það mæta
fólk sem sest hefur
að hér og unnið hefur
íslensku tónlistarlífi
ómetanleg störf.
Hvað um list t.d. Ruth
Magnússon og Ró-
berts A. Ottósonar?
Við heyrum fátt um
af henni. Svona mætti
lengi telja. Þjóðin á
og rekur ríkisfjöl-
miðla, útvarp og sjón-
varp, og sér til þess
að mennta fólk með
rekstri tónlistarskól-
anna og veita því
námslán til þess að
læra hjá færasta fólki JÖNAS
utan lands og innan.
Nýtur þjóðin ávaxt-
anna sem hún hefur sáð til? Höld-
um við vöku okkar? Það vakna
margar spurningar."
Tónlist fyrir alla
Jónasi varð tíðrætt um tónleika-
kynningar fyrir skólabörn sem
hann nefnir: Tónlist fyrir alla, og
felst í því að ýmsir af bestu lista-
mönnum þjóðarinnar heimsækja
skólana í Kópavogi og víðar. Þetta
er að vísu ekki alveg nýtt í þjóðar-
sögunni. Á árum áður hélt Ingólfur
Guðbrandsson t.d. uppi slíkri kynn-
ingu á tónlist fyrir skólabörn í
Laugarnesskóla. Þar sáu margir
og heyrðu í fyrsta skipti söngvara
og hljóðfæraleikara leika listir sín-
ar þann veg að viðstöddum hefur
ekki gleymst í amstri liðinna daga
og þær kynningar urðu kveikjan
að umfangsmiklu tónlistarstarfi
sumra þeirra nemenda sem á þær
hlýddu.
„Ég er þeirrar skoðunar að við
eigum að við eigum að nýta okkar
besta listafólk til þess að leyfa
æskunni að upplifa og læra að
njóta og þá um leið að læra að
meta gildi lista - tónlistar í þessu
JÓNAS leikur undir fjölskyldusöng, þá búinn að læra á píanó í mánaðartíma. Lengst t.v. er
Jóna Guðmundsdóttir amma Jónasar, sem hann heitir í höfuðið á.
JÓNAS og Ruth Magnússon eftir tónleika á
Selfossárunum. Ljósm: Tómas Jónsson.
JÓNAS og Sigríður Ella héldu sína fyrstu tón-
leika saman árið 1966.
LITLIR tónleikagestir á Selfossi þyrpast á tónleika hjá Jónasi
Ingimundarsyni á þeim árum er hann starfaði þar.
Ingimundarson á æskuárunum
fyrir austan.
tilviki," segir Jónas. „Nýtum okkur
kosti fámennisins. Við eigum mikil
verðmæti fólgin í vannýttum gáf-
um og menntun okkar tónlistar-
fólks. Tónskáldið og uppeldisfröm-
uðurinn Zoltan Kodaly sagði:
„Tónlistaruppeldi ætti að hefjast
níu mánuðum fyrir fæðingu", en
leiðrétti sig svo og sagði: „Níu
mánuðum fyrir fæðingu móðurinn-
ar.“ Mikilvægi þess að leiða æsk-
una að þeirri lind fegurðar sem
tónlistin er ætti að vera öllum ljós.
Ég gæti sagt þér skemmtilegar
sögur af reynslu minni í þessu
brasi. T.d. þegar snáðinn sagði,
sýnilega feiminn, við Kristin Sig-
mundsson, hvattur af kennaran-
um: „Þú syngur svo fallega að ég
var næstum farinn að gráta.“ Eða
hvernig maður verður vitni að því
hvernig fordómar táninganna
molna niður við það að sjá og heyra
tónlistina á staðnum. Þjóðirnar í
kringum okkur hafa gert merki-
lega hluti á þessu sviði. Stjórn
menntamála og menningar hér
þarf að þekkja sinn vitjunartíma.
Ég lít svo á að sakir fámennis
okkar getum við búið til „módel“
af svona starfi og verið öðrum fyr-
irmynd. Við þurfum að leggja okk-
ur fram í þessum efnum, börnunum
hæfir aðeins það besta.“
Fæddur með
söngkirtil?
„Ég get ekki svarað því hvers
vegna starf mitt með með söngvur-
um hefur orðið svona fyrirferðar-
mikið. Ég veit bara að ég byijaði
að leika með söngvurum þegar ég
var söngnemandi Einars Kristjáns-
sonar, og lék oft með öðrum söng-
nemendum hans. Nokkru seinna
lék ég með Sigríði Ellu Magnús-
dóttur á tónleikum og síðan hefur
þetta undið upp á sig. Ég er lík-
lega fæddur með eins konar söng-
kirtil sem nærist á slíku starfi.
Reynsla mín sem kórstjóri í tuttugu
ár hefur vissulega komið mér að
gagni í skiptum mínum við söngv-
ara, þar hafa ekki komið upp
vandamál. Þegar ég leik undir söng
þá finnst mér að með einhveijum
hætti sé um heild að ræða, ég
geri lítinn greinarmun á söngnum
og leiknum, mér finnst stundum
sem ég syngi sjálfur. Þannig er
þetta.“
Leikið og spjallað
Eftir að ég fór að koma fram
sem píanóleikari gerðist það eins
og af sjálfu sér að ég fór að segja
frá einu og öðru sem viðkom tón-
listinni og fékk strax í upphafi
sterk jákvæði viðbrögð við því.
Þetta hefur fylgt mér. Ég vona þó
að engum sé það ljósara en mér
hve hættulegt það getur reynst að
tala um tónlist - hún tekur við
þar sem orðunum sleppir. í spjalli
mínu er ég ekki að gefa hinar
venjubundnu upplýsingar um tón-
skáldin, svo sem að Beethoven
hafi verið heyrnarlaus og Bach
hafi átt mörg börn, það er heilsu-
fræði, ég reyni miklu fremur að
taka sýni úr verkunum og til að
sýna fram á margbreytileika tón-
anna. Iðulega fær fólk ekkert pró-
gramm áður en tónleikarnir hefjast
þannig að það veit ekki fyrirfram
á hveiju það á von, það fær hins
vegar prógramm í lok tónleikanna.
Þannig hef ég fijálsar hendur og
þótt allt sé þetta vandlega undir-
búið þá viðhef ég vissan spuna í
kynningum. Við þessar aðstæður
gleymi ég sjálfum mér og jafnvel
höfundinum, tónlistin er aðalatrið-
ið. Ég er þó engan veginn að gefa
hinu hefðbundna tónleikahaldi
langt nef, leik á mörgum slíkum
tónleikum á ári hveiju, en afstaðan
er þar önnur, það myndast stund-
um múr milli áheyrenda og flytj-
enda, með spjalli er hægt að ijúfa
þennan múr og skapa tengsl sem
auðveldar óvönum hlustun, það er
mín reynsla.“
Skynjar fegurðina
gegnum tónlistina
Jónas Ingimundarson er fólki
að góðu kunnur fyrir tónlistarstörf
sín, að öðru leyti kemur hann fyr-
ir sjónir sem hlédrægur maður sem
vill vinna sín störf í kyrrþey. Hann
æfir sig á hljóðfærið daglega svo
klukkustundum skiptir og unir því
vel að geta lokað sig af við þá iðju.
Hann býr ásamt konu sinni og
dótturinni Láru Kristínu í fallegu
húsi við Álfhólsveg í Kópavogi.
Synirnir Haukur Ingi guðfræðing-
ur og Gunnar Leifur ljósmyndari
eru fluttir að heiman. Hús Jónasar
var einu sinni tvíbýlishús en svo
voru íbúðirnar sameinaðar þannig
að húsið státar af tveimur stofum
í sitthvorum endanum og er flygill
í annarri og píanó í hinni. Jónas
leikur á flygilinn. Meðan við tölum
saman um þýðingu tónlistarinnar
fyrir fólk gengur hann skyndilega
að flyglinum, næstum eins og
ósjálfrátt, og tekur að leika af
fingrum fram tóndæmi til áherslu
orðum sínum. Undan fingrum
hans spretta hljómar af ýmsu tagi,
sumir þýðir, aðrir fullir af spurn
og jafnvel reiði. „Ég veit vel hvað
tónlistin hefur gefið mér og ég
vil aðeins reyna eftir megni að
útbreiða hennar mál,“ segir hann
eftir að hafa leikið fyrir mig und-
urfagran kafla úr verki eftir
Schubert. Það leynir sér ekki að
tónlistin hefur hann á valdi sínum
meðan hann leikur, um það vitnar
andlitssvipur hans. Jafnvel eftir
að hann er staðinn upp og farinn
að tala um um annað efni má finna
þau áhrif sem tónlistin hefur á
hann. „Ég skynja fegurðina og
guðdóminn í gegnum tónlistina,
það er líka mikilvægt að muna
að það syngur enginn í vondu
skapi en það er hægt að syngja
burtu leiðindi,“ segir hann til skýr-
ingar og að svo mæltu fáum við
okkur aftur sæti við sófann og
kaffibollana.
„Ég trúi ekki að allt sé tilviljun,
ég held að lífið hafi sinn tilgang,“
segir Jónas í framhaldi af þessum
verklega tónlistarkafla viðtalsins.
Sem dæmi segir hann mér sögu
frá London. „Eg var í heimsókn
hjá Sigríði Ellu og við vorum að
spjalla saman um gamla daga í
Vínarborg. Meðal annars fórum
við að tala um Breta einn, John
Humphreys, sem við höfðum
hvorki heyrt né séð í sautján ár.
„Það væri nógu gaman að vita
hvort hann býr enn í London,“
segi ég við Sigríði. „Réttu mér
símaskrána". Hún átti bara eina
af fjórum. Ég byija að fletta og
það voru auðvitað margar, margar
blaðsíður með nafninu Humphreys.
Loks valdi ég einn úr af handa-
hófi og hringdi. Sá rétti Hump-
hreys svaraði og var í meira lagi
undrandi. „Ég er hérna staddur
skamma stund hjá pabba mínum,
ég hef ekki komið til hans í þijár
vikur og er á leiðinni út eftir tvær
mínútur, það var ótrúleg heppni
að þú skyldir ná í mig,“ sagði hann.
Er svona lagað tilviljun?
Aðra sögu, afar umhugsunar-
verða, segir Jónas mér að skiln-
aði. „Við Sigfús Halldórsson voru
ágætir vinir og hann teiknaði raun-
ar af mér mynd skömmu áður en
hann dó. Nokkru eftir lát hans var
ég staddur hjá góðri vinkonu minni
og meðan við vorum að spjalla
segir hún allt í einu, „Hann Sigfús
Halldórsson er hérna hjá okkur,
hann á erindi við þig, hann vill að
þú hjálpir honum að ljúka við tvö
lög sem hann átti ófrágengin þeg-
ar hann dó.“ Þessi kona talar sjald-
an um yfirskilvitlega hluti og mér
hnykkti svolítið við, ekki síst vegna
þess að daginn áður hafði Frið-
björn G. Jónsson, sem unnið hafði
mikið með Sigfúsi, hringt til mín
og beðið mig að skrifa niður lag
sem Sigfús hafði samið og þeir
æft lítillega saman en hvergi var
nú til varðveitt nema í huga Frið-
bjarnar. Ég vissi að konan gat með
engu móti vitað neitt um það sam-
tal né heldur hafa haft spumir af
þessu lagi með öðru móti. Þótt ég
gæfi lítið út á það sem konan sagði
hringdi ég í Friðbjörn og sagði
honum að ég vildi gjarnan skrifa
niður ófrágengna lagið hans Sig-
fúsar. „Raunar voru nú lögin tvö,“
svaraði Friðbjörn.“