Morgunblaðið - 02.03.1997, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BJÖRN G. Björnsson var ný-
kominn til landsins frá
Færeyjum, þar sem hann
sat fund stjórnar Norður-
landahússins í Þórshöfn
l fyrir íslands hönd, þegar
I ég heimsótti hann á heim-
ili hans í raðhúsi við
Engjasel í Reykjavík. Það
var á fögrum vetrardegi síðari hluta febrúar-
mánaðar þegar sólin var hátt á lofti og nýfall-
inn snjórinn lýsti upp umhverfið. Hann tók á
móti mér með bros á vör, klæddur dökkgrænu
ullarvesti, dökkblárri skyrtu og svörtum spari-
buxum.
Björn er ótrúlega fjölhæfur og meðal at-
hygíisverðustu listamanna af þeirri kynslóð
sem nú er komin á miðjan aldur. Hann hefur
tvívegis komið að brautryðjandastarfi. Þegar
Sjónvarpið hóf útsendingar árið 1966 og hann
var ráðinn leikmyndateiknari þar, og síðan
tveim áratugum síðar þegar hann var ráðinn
dagskrárgerðarstjóri á Stöð 2 og gegndi því
starfi í fjögur ár.
Eins og ekki er óalgengt um menn sem
komnir eru áf léttasta skeiði, orðnir miðaldra,
er Bjöm farinn að grána svolítið í vöngum
og grár litur kominn í skegghýjunginn á and-
litinu sem gerir hann virðulegan, og hann
kemur fyrir sjónir sem dæmigerður umfangs-
mikill athafnamaður. Hógværð og lítillæti eru
áberandi í fari hans, en þó um leið stolt þess
manns sem nýtur þeirra forréttinda að geta
starfað sjálfstætt að list sinni. Bjöm G. Björns-
son á að baki starfsaldur í rúma þijá áratugi
og býr yfir mikilli reynslu á sviði fjölmiðlunar.
Heimili Björns og konu hans, Þóru Jónsdótt-
ur móttökuritara, er einstaklega smekklegt.
Synir þeirra hjóna eru Steingrímur Jón, Björn
Þór og ívar sem er sex ára. Veggir heimilis
eru þaktir málverkum og teikningum eftir
kunna listamenn og aðra minna þekkta. Við
komum okkur fyrir í eldhúsi á annarri hæð.
Fyrst ræddi hann um bernskuárin og
námsárin þegar hann var að alast
upp í Reykjavík á fimmta og sjötta
áratugnum.
Uppruni og æskuár
„Ég er Reykvíkingur, fæddur á
Skeggjagötunni árið 1944, lýðveldis-
vorið, og ólst þar upp fyrstu árin,
en síðan í Skuggahvefinu, á Lindar-
götunni og Vatnsstígnum, í þessum
gömlu hverfum. Við mamma vorum
bara tvö, faðir minn var bandarískur
hermaður sem ég kynntist aldrei og
hef aldrei séð.
Ég var í sveit á Úlfsstöðum í Borg-
arfirði hjá móðursystur minni í ein
sjö, átta sumur frá því að ég var fimm
ára og fram að fermingu og það var
svona mitt annað heimili á sumrin.
Það er gaman að geta sagt frá því
að þarna náði ég í skottið á gamla
bændasamfélaginu. Það var sofið í
baðstofu, sem kom að vísu ekki til
af góðu, því að bærinn brann og það
var flutt í gamla torfbæinn eitt sum-
ar meðan verið var að byggja nýtt
hús. Þama var að hluta heyjað upp
á gamla mátann og slegið með orf
og ljá í erfiðum brekkum, og bundið
í bagga upp á hesta sem maður
teymdi svo heim að hlöðu.“
Það færðist bros yfir andlit Björns
þegar hann hóf að segja frá því
hvernig tónlistin kom inn í líf hans.
„Þegar ég fór í Lindargötuskólann
byijaði ég að spila á hljóðfæri. Þá
gerðist eitthvað. Þar var vinur minn
Arthur R. Moon, móðir hans var
þarna húsvörður og hann bjó í skól-
anum. Við byijum að spila á skóla-
böllum áður en við eiginlega vissum
af, hann á nikku og ég á trommur.
Þetta var á þeim árum þegar rokkið
var að byija. Ég lærði á trommur
hjá Guðmundi R. Einarssyni og æfði
á gúmmímottur heima í stofu hjá
Mumma tvo vetur. Ég hef stundum sagt að
þetta sé það eina sem ég hef yfirleitt lært.
Síðan fór ég á spila á trommur í unglinga-
hljómsveitum, byijaði með Fimm í fullu fjöri
1959 og svo í Diskó sextett, sem keppti við
Lúdó sextettinn um hylli æskufólksins og
spilaði mikið í Iðnó á sumrin. Við í Fimm í
fullu fjöri spiluðum í Silfurtunglinu fimm eða
sex kvöld í viku og á milli þijú og fimm á
sunnudögum. Þama kynntist ég Carli Möller,
Guðjóni Margeirssyni, Kjartani Norðfjörð og
Erni Ármannssyni. Þama voru Guðbergur
Auðunsson og Siggi Johnnie að syngja. Svo
keypti ég Gibson gítar af Hjörleifí Bjömssyni
bassaleikara sem hann hafði keypt á Kefla-
víkurflugvelli.“
Savannatríóið
„Ég náði tiltölulega fljótt tökum á gítarn-
um. Þegar Guðjón Margeirsson bassaleikari
kom í Verslunarskólann var þar piltur sem
heitir Troels og var með þjóðlagagrúppu í
skólanum. Þá var ég í menntaskólanum, en
Guðjón mundi þá eftir að ég hafði eignast
þennan forkunnar fína og góða gítar, svo ég
var kallaður á æfingu í Verslunarskólann að
hlusta á þessa sex manna grúppu sem var
undir áhrifum frá Kingston-tríóinu og tónlist
þeirra. Þetta var 1961.
Ég var tekinn inn í hópinn og spilaði á
nemendamóti VÍ í Sjálfstæðishúsinu við Aust-
urvöll. Við sungum aðlallega þjóðlög og kú-
rekalög. Þá er það, að við hliðina á mér í
menntaskólanum situr strákur úr Keflavík
sem heitir Þórir og hann spilaði á hvað sem
var. Ég fékk hann með mér á æfíngu út í
Verslunarskóla. Það gerðist þá að fjórir úr
þessum sjö manna hópi vom látnir hætta en
Þórir kom í staðinn og eftir varð tríó með
Guðjóni Margeirssyni að auki á bassa.“
- Er það ekki þá sem Savannatríóið verð-
ur til?
„Jú, við komum fljótlega fram í útvarps-
þætti og lagið líkaði vel, var talsvert umbeð-
ið og við urðum að finna nafn á tríóið svo
hægt væri að kynna það. Nafnið Savanna
líklega tekið úr landafræðinni. Fyrsti umboðs-
maður okkar var Pétur Pétursson þulur. Hann
sló víxil svo við gætum fjármagnað hljóðfæra-
kaup og látið sauma á okkur skyrtur. Svo
kom Pétur rakari líka til sögunnar sem um-
boðsmaður. Við æfðum heilt prógramm og
komum fram í fyrsta sinn opinberlega sem
skemmtikraftar á nýársdag 1963, fyrst í Grill-
inu á Hótel Sögu. Jón Leifs tónskáld sat að
snæðingi í Grillinu þetta kvöld og hneykslað-
ist víst eitthvað á útsetningum okkar. Við
sungum fimm sinnum þetta fyrsta kvöld, og
það var ef til vill dæmigert fyrir ferilinn, tríó-
ið sló strax í gegn og á ijórum árum höfðum
við sungið fyrir landann mörgum sinnum um
allt land. Við vorum m.a. fastagestir í Naust-
inu á þorranum og þegar mest var komum
við fram 16 sinnum eina vikuna. Krafan um
sífellda endurnýjun á söngskránni varð til
þess að við ákváðum að hætta þegar hæst
stóð. Þórir fór til útlanda að iðka tónlist,
Troels var í viðskiptum og fór að syngja með
Þremur á palli, en ég réð mig í vinnu hjá
Sjónvarpinu, sem þá var að verða til.“
Brautryðjandi hjá Sjónvarpinu
Þegar Björn lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík í júní 1966 var undirbún-
ingur að stofnun Sjónvarpsins í fullum gangi
og honum bauðst einstakt tækifæri. Andrés
Indriðason, sem var þá orðinn starfsmaður
Sjónvarpsins, gerði samning við þá félaga í
Savannatríóinu um gerð sex þátta sem voru
fyrstu íslensku skemmtiþættirnir.
„Og fyrsti þátturinn var á dagskrá opnun-
arkvöldið 30. september. Við unnum síðan að
þessum þáttum, og það hafði þær afleiðingar
að ég varð eftir þar. Ég var beðinn um að
gera umgerð þáttanna. Það hafði ekkert verið
hugsað fyrir því, engin leikmyndadeild til eða
neitt þess háttar, og ég var beðinn um að
vera þarna áfram og fékk vinnu hjá Sjónvarp-
inu, algjörlega ómenntaður maður, nýskriðinn
út úr menntaskóla, bara með mína Herranæt-
urreynslu á bakinu. Ég tók að mér leikmynda-
gerð hjá Sjónvarpinu fyrstu árin og þar var ég
í tíu ár. Þetta var gríðarlega skemmtilegur
og magnaður tími.
Sjónvarpið var svo nýtt, öll þjóðin fylgdist
með þessu og allir sem komu þarna fram og
unnu þarna voru orðnir landsþekktir á örfáum
mánuðum. Þetta breytti mjög miklu, t.d. í
félagslífi þjóðarinnar. Ég man líka að fólk
horfði mikið á útlit á þáttum. Við fengum
lánuð húsgögn í húsgagnaverslunum og fólk
tók mjög mikið mark á því sem það sá í sjón-
varpinu. Ef við vorum með einhver sófasett
eða eitthvað í láni þá fóru þeir hlutir að seljast
í búðunum. Þarna urðu í fyrsta skipti til stjörn-
ur í samfélaginu, stjórnmálamenn, listamenn
eða sjónvarpsmenn.
Það var gaman að fylgjast með hvernig
stjórnmálamennirnir komu inn í þennan nýja
miðil. Þeir kunnu nú illa á sjónvarp svona
yfirleitt. Flestir voru vanir allt öðru formi,
fundarforminu, þar sem menn sátu
uppi á pöllum í félagsheimilum eða
fundarsölum og höguðu sér allt öðru-
vísi en sjónvarpið krafðist. Það var
merkilegt að fylgjast með hvernig
menn aðlöguðust þessum nýja miðli,
og það er nú hluti þess sem ég hef
einstöku sinum fengist við hin síðari
árin í samvinnu við aðra, að kenna
sjónvarpsframkomu, hef tekið menn
í þjálfun, bæði stjórnmálamenn og
frambjóðendur og hina og þessa, og
hef haft mjög gaman af því.
Þessi tíu ár hjá Sjónvarpinu voru
alveg rosalegur tími og það var mik-
ið unnið. Leikmyndadeildin vann
stundum dag og nótt. Það voru upp-
tökur á daginn, svo komu fréttirnar
og eftir fréttir byijuðum við að taka
niður leikmyndirnar og setja upp nýj-
ar fyrir næsta dag og oft var unnið
fram undir morgun. Þarna voru fínir
starfskraftar. Ég segi stundum að ég
hafi alið upp fólk eins og Rósu Ing-
ólfs, Halla og Ladda og fjölmargt
skemmtilegt fólk annað sem var
þarna í deildinni og steig þar sín
fyrstu skerf. Þegar ég kem þarna inn
er ég einn til að byija með, síðan
kemur Björn Kristleifsson sem nú er
arkitekt og svo Björn Emilssson sem
er núna upptökustjóri. Við erum þrír
Birnirnir, einbjörn, tvíbjörn og þrí-
björn og þannig var deildin skipuð
fyrstu árin. Þegar ég hætti 1976 var
þetta orðin sautján manna deild, stoð-
deild við dagskrárgerðina.
Á árunum 1969-70 var ég hjá
danska sjónvarpinu og gekk þar í
gegnum námskeið og síðan starfs-
þjálfun og kynntist því hvemig Danir
vinna. Þar var forstöðumaður Jorn
Mathiassen sem var mikill snillingur
og frægur maður í þessu fagi og það
sem maður lærði mest af honum var
afstaðan til verkefnanna - hvert sé
hlutverk leikmyndahönnuðarins. Það
er ekki hans hlutverk að ráða ferðinni og
vera aðalmaður. Hann er stuðningsaðili og á
að reyna að skynja hvaða umgjörð hæfir hveiju
efni og reyna vinna hana þannig að enginn
taki eftir henni. Hún á að styðja við efnið en
ekki stíga fram og lifa sínu eigin lífi. Þetta
hef ég reynt að hafa sem mottó. Líkt og
áhrifsmúsík kemur inn til að undirstrika til-
finningu þannig getur leikmyndahöfundurinn
líka undirstrikað tilfinningu og andrúm það
sem á að ríkja í viðkomandi dagskrá. Hvort
sem það er fréttaþáttur, skemmtiþáttur eða
leikrit. Leikmyndarhöfundur á egótrippi er
alveg ómögulegur.
Þegar ég var þarna úti er liturinn að koma
og Danir eru að byija að vinna í lit. Ég man
eftir því að það var verið að undirbúa ein-
hvern þátt með flottri sænski söngkonu í
danska sjónvarpinu og talið barst að því hvern-
ig liti ætti að hafa. Þá sagði Mathiassen þessi
ágætu orð: - „Ég hafði nú hugsað mér að
nota bara varalit. Þetta er kona sem er með
útgeislun og þarf enga liti. Hún er sjálf litrík,
„Menningin
er auúlittf
Bjöm G. Bjömsson hefur síðastliðna þrjá áratugi starf-
að að leikmyndagerð og sýningahönnun fyrir sjónvarp,
kvikmyndir, leikhús, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfé-
lög. Bjöm var einn af fyrstu starfsmönnum Sjónvarps-
ins og starfaði þar í áratug. Skömmu eftir að Stöð 2
hóf útsendingar 1986 varð hann dagskrárgerðarstjóri
þar og starfaði þar allt til ársins 1990. Hann er einn
þriggja meðlima hins landskunna Savannatríós. Olafur
Ormsson ræddi við Bjöm um menningarmál, flölmiðla,
árin með Savannatríóinu og sitthvað fleira.