Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 2. MARS 1997 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Tilraunasveit Spírandi baunir voru valdar athyglisverðasta hljómsveit síðustu Músíktih'auna. Músíktilraun- ir í aðsigi MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar eru framundan, hefjast næstkomandi fimmtudag og hefst þá keppni á þriðja tug hljóm- sveita um hljóðverstíma og ýmis verðlaun önnur. Fyrsta kvöld Músíktil- rauna verður næstkom- andi fimmtudag, 6. mars, eins og getið er, annað til- raunakvöldið verður 13. mars, það þriðja 14. mars, og er aukvaköld vegna mik- illar aðsóknar, og loka und- anúrslitakvöldið er síðan haldið 20. mars. Úrslit verða 21. mars og fæst þá úr skor- ið hvaða þrjár hljómsveitir og einni betur hreppa hljóð- verstíma og ýmislegt nýti- legt góss. Undanfarin ár hefur þeim sveitum farnast vel sem tek- ið hafa þátt í Músíktilraun- um; nægir að nefna vinsæl- ustu rokksveit landsins, Botnleðju, sem sigraði í þar- síðustu Músíktilraunum. Botnleðja leikur sem gesta- sveit úrslitakvöldið sjálft, en aðrar gestasveitir verða Kolrassa krókríðandi sem leikur fyrsta kvöldið, Qu- arashi leikur annað kvöld- ið, Maus þriðja kvöldið, og Páll Óskar Hjálmtýs- son treður upp fjórða und- anúrslitakvöldið. Verðlaun Músíktilrauna hafa nýst sveitunum vel, má nefna að Botnleðja hljóð- ritaði sína fyrstu breiðskífu fyrir sigurlaunin á sín- um tíma. Einnig hljóta verðlaun besti gítarleikari, bassaleikari, trommuleikari og söngvari. Hljómsveitirnar í þremur efstu sætum hafa fengið hljóðverstíma í vferðlaun; 25 tímar í Sýrlandi eru fyrstu verðlaun, 25 tímar í Grjót- námunni önnur verðlaun, 20 tímar í Hljóðhamri þriðju verðlaun og athyglisverð- asta hljómsveitin fær 20 tima í Hellinum. Sérstök dómnefnd fylgist með hvert kvöld, en áheyrendur ráða því hvaða sveitir fara áfram, þó vægi vals þeirra sé minna úrslitakvöldið. SÓIÓSK RZA EINN helsti ujjptíikustjóri rappsögunnar er Wu- Tang-stjórinn RZA, sem stýrt hefur upptökum á öllum skífum fíokksins til þessa, hvort sem um er að ræða sameiginlega útgáfu eða sólóskífur. Hann hefúr þó gert minna af þvi að rajjpa sjálfúr, en gerði fyr- ir skemmstu samning við Gee Street um sólóskífu. Upptekinn RZA. RZA heíúr mótað stefn- ur og strauma í rapp- inu síðastliðin tvö ár sem upptökustjóri, en minna gert af því að rappa sjálfur rajxpinu. A væntanlegri sólóskífu sér hann þó um rappið til viðbótar við tón- listina og segist langt kom- inn með textana. Hann er ekkert að skafa utan af því þegar hann getur jxlötunn- ar; segir hana eiga eftir að skipta miklu máli fyrir rappheiminn og tónlistarlíf almennt, aukinheldur sem textarair verði ekkert slor. „Félagar mínir í Wu-Tang segja að ég sé snilldar textasmiður, þeir kalla mig Ábótann, og það er heiðurstitill sem menn verða að vinna fyrir.“ Þó RZA sé óspar á yfír- lýsingar og spenntur fyrir því að fara að hljóðrita skífuna nýju, verður ein- hver bið á henni, því fyrst þarf að koma út nýju Wu- Tang skifunni. Að sögn eru Wu-Tang-menn í hljóðveri í Los Angeles en þeir flúðu heimaslóðir í New York til að fá vinnu- frið. RZA kemur einnig við sögu á væntanlegri Gra- vediggaz-skífu sem koma á út síðsumars, og Chajxpad- inna-skífa, sem hann stýr- ir upptökum á, kemur skömmu síðar. Til viðbót- ar við þetta hefur hann i nógu að snúast að sinna eigin útgáfu- íýrirtæki og vandséð að tími geílst til sóló- skífu á þessu árí að minnsta kosti. NÝLIÐIÐ ár var mikið dansár og fyrir þreytt eyru komu út margar skemmtilegar skífui' og spennandi, að- allega í jungle, sem virðist í þá mund að leggja undir sig heiminn. Fjölmargar stefnur aðrar gerðu sig líkleg- ar til landvinninga; electrofunk, triphop, progi'essive house, breakbeat og svo mætti lengi telja, landamærin reyndar nokkuð á reiki sumstaðai- og oft bitamunur en ekki fjár. Eðli síns vegna er best að neyta danstónlistar af safndiskum, þ.e. fjöl- breytnin er best tryggð með því að kom- ast yfir góða safnskífu ' og fjöl- breyinin er það sem allt snýst um eftirÁrna Motthíasson ólíkt rokkinu. Iðulega verða til safnplöturaðir, nefni til að mynda safnið frábæra Breakbeat Sci- ence, sem annað bindi í þeirri röð kemur út 10. mars og er ekki síðra en það fyrra, og einnig má nefna Dope on Plastic, sem komin er í fjórða skammt og öfl- ugri en nokkru sinni. Fjórða innlegg í Dope on Plastic útgáfuröðina kom út í janúarlok og hef- ur borist hingað til lands íyrir atbeina Hljómalind- ar. Þriðja platan í röðinni kom út fyrir réttu ári og sló ræki- - lega í gegn, en fyrri skífur höfðu og gengið vel. Framan af var út- gáfan helguð triphopi, eins og má meðal ann- ars sjá á und- irtitli fyrstu skífunnar, This AinÖt Trip Hop, en eftir því sem fram leið fjölgaði stefnum. Disk- unum heíúr og fjölgað, því í upphafi var bara einn, og þá í mesta lagi hægt að velja um hvort menn vildu sextán laga blöndu eða tólf stök lög, en fjórða bindið er 22 laga tveggja diska óblandað, en 18 laga blanda á einum disk fæst einnig. Lagaval- ið er og óvenju fjölbreytt, eins og heyra má af þeim tveim sem náð hafa hvað mestri hylli hér - á landi undan- farið; Let Me Clear My Throat, hreinræktað Old Schooí með DJ Kool og Remem- ber Me, triphop Blue- boy, sem er víst piltung- ur frá Glasgow. Disk- arnir gefa reyndar mynd af því hvert stef nir í dans- tónlist að frátöldu jungle, því soul-áhrif leyna sér ekki hvar sem litið er, til að mynda í áðurnefndu lagi Blueboy. Sem forðum stefna menn í ólíkar áttir vestan hafs og austan, því vestur í Bandan'kjunum eru rapparar og dansbolt- ar ýmist á hraðleið inn í létt popp eða í átt að jass, sem heyra má á nýjustu skífu Masters at Work, Nu Yorican Soul, en á meginlandi Evrópu eru menn fastir í froðunni sem forðum. í Bretlandi er sterk hreyfing í átt að meiri tilraunamennsku og dæmi um það eru nokkur á Dope on Plastic, sem þó verður að telja í léttari kantinum, að minnsta kosti ef miðað er við skíf- ur eins og áðurnefnda Breakbeat Seience II. Bandarísk lög era nokkur á skífúnum tveim, sem undirstrika sum að þó mai-gt sé líkt með skyld- um, stefnir í ólíkar áttii'. Úmsjónamaður Dope on Plastic raðarinnar, þ.e. sá sem setur plötumar saman, heitir John Stap- leton, kallaður Dr. Jam, og stendur víst til að hann komi hingað til lands á næstunni, meðal annars til að ' >'• kynna plötu- röðina. Hann er jafnan talinn með fremstu plötu- snúðum Breta og hitaði til að mynda upji fyrir Prodigy á frægum tón- leikum þeirrar sveitar í Brixton fyrir skemmstu. Með í för verður þá vænt- anlega annar plötusnúð- ur, Paul Smith, sem þekktari er sem DJ Krash Slaughta, en hann tók þátt í endurgerð Work Mi Body sem einnig er að finna á skífunum margumræddu. Vonandi verður af þeimi heim- sókn, en reyndax- merki- legt hve margir framúr- skarandi tónlistarmenn hafa troðið ujxj) hér und- anfarna mánuði, þó ekki séu þeir allir í popp- stjörnuleik; nægir að nefna J Majik og Ed Rush. Dope on Plastie IV und- irstrikar að þróunin í átt að taktmem tónlist og fæiTÍ hljómum, heldur áfram af krafti og kannski er mínimalisminn loksins dauður úr leiðindum. Hvild fyrir þreytt eyru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.