Morgunblaðið - 02.03.1997, Page 14
14 B SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
SKEIN yfír landi sól á sumar-
vegi - / og silfurbláan
Eyjafjallatind / gullrauðum
loga glæsti seint á degi.“
Eins og skáldið láta flestir sér
nægja að líta fagran jökulinn úr
fjarlægð. En til eru þeir sem sjá
ögrun í hveijum tindi og vilja sigra
hann, vilja klífa þar upp, finna af-
rekið í lúnum vöðvum og sjá vítt
til allra átta. Og þegar einn er sigr-
aður verður að vinna þann næsta
og þann næsta, uns aðeins sá hæsti
er eftir. Mörgum er það hulin ráð-
gáta hvað rekur þessa menn áfram.
Félagarnir þrír úr Hjálparsveit
skáta í Reykjavik og Kópavogi sem
ætla að klífa Everesttind í vor segja
að þeir sjálfir hafi ekki fundið svar-
ið við þessari spurningu og því haldi
þeir áfram að fara á fjöll. „En auð-
vitað er það líka metnaðurinn sem
rekur okkur áfram,“ segir Einar,
„það er okkur mikil áskorun að
verða fyrstir íslendinga til að fara
á hæsta fjall jarðar."
Líta má á hvern tind sem þre-
menningarnir hafa klifið undanfarin
ár sem undirbúning fyrir ferð þeirra
á Everest sem liggur á landamærum
Nepal og Tíbet í Himalajafjöllum.
Everest er 8.848 metra hátt og er
nefnt eftir breska landmælinga-
manninum Sir George Everest
(1790-1866). Fyrstir til að ná tindi
fjallsins 29. maí árið 1953 voru
Nýsjálendingur-
inn Edmund Hill-
ary og Nepalbúinn
Tenzing Norgay.
Síðan hafa um
670 manns komist
alla leið á toppinn
en miklu fleiri
þurft að játa sig
sigraða fyrir hon-
Aðeins
sá hæsti
eftir
Undirbúningur fyrir ferð þremenninganna
Bjöms Ólafssonar og Hallgríms
Magnússonar í Hjálparsveit
skáta í Reykjavík og Einars K.
Stefánssonar í Hjálparsveit
skáta í Kópavogi á hæsta fjall
jarðar, Everest, er
á lokastigi, en lagt
verður upp í leið-
jkrfj angurinn 23. mars.
uMýl Hluti af undirbún-
um.
Á jökli
Mikill snjór var á leiðinni inn að
Gígjökli daginn sem iagt var upp í
þessa æfingaferð og alger blinda.
Keyrt var eftir staðsetningartækj-
um, en farið var á tveimur jeppabif-
reiðum í eigu Hjálparsveita skáta í
Reykjavík og Kópavogi. Ferðin inn
að jöklinum tók lengri tíma en áætl-
að var þannig að ekki var komið að
jöklinum fyrr en upp úr hádegi. Þar
sem við höfðum þurft að ganga síð-
asta spölinn að jöklinum áðum við
ingnum er að fara í fjallaferðir
hér innanlands og reyna búnað sem notaður
verður í leiðangrinum. Þröstur Helgason
blaðamaður og Þorkell Þorkelsson
ljósmyndari fóm með í eina slíka ferð á
Gígjökul, sem er skriðjökull er gengur
norður úr Eyjafjallajökli.
Morgunblaðið/Þorkell
FERÐIN upp Gígjökul gekk
hægt, enda náði snjórinn upp á
mið læri. Ferðin var hluti af
lokaundirbúningi þeirra Björns
Ólafssonar, Hallgríms Magnús-
sonar, sem sjást fremstir á mynd-
inni, og Einars K. Stefánssonar
fyrir ferðina á Everest í vor.
EIN af aðalhindrunum upp Ever-
estfjall er hinn stórbrotni Khum-
buskriðjökull sem er 1.000 metra
hár og fellur fram um einn metra
á dag. Þótt Gígjökull sé engan
veginn jafnstórbrotinn skriðjökull
var ferðin á hann meðal annars
hugsuð sem æfing fyrir klifrið upp
ísfallið mikla á Everest.
GIST var í ís-
helli á Gígjökli
og var vistin
fremur köld og
blaut þótt ekki
væri kvartað
mikið.
um stund í íshelli neðst í honum,
gleyptum í okkur nokkrar brauð-
sneiðar, fórum í goretexgallann,
settum upp mannbroddana og höfð-
um til ísaxir og öryggislínur áður
en við lögðum á brattann. í hópnum
voru auk þremenninganna og okkar
Morgunblaðsmannanna Jón Þór Víg-
lundsson, myndatökumaður Sjón-
varpsins, sem mun vera í för með
fjallgöngumönnunum upp að Ever-
est, og Hörður Magnússon, bróðir
Hallgríms, sem mun verða aðstoðar-
maður. Allir í hópnum höfðu ein-
hvetja reynslu af fjallamennsku
nema blaðamaðurinn sem aldrei áður
hafði stigið fæti á jökul.
Fannfergið jókst þegar komið var
á jökulinn og náði upp á mið læri.
Eru þetta óvenjulegar aðstæður
enda miðaði okkur frekar hægt upp.
Ein af hindrununum á leiðinni upp
á tind Everestfjalls er hinn stór-
brotni Khumbuskriðjökull sem er
meira en 1.000 metra hár. Skriðjök-
ull þessi, eða ísfall, skríður fram um
einn metra á sólarhring og er því á
stöðugri hreyfingu. Á þessum jökli