Morgunblaðið - 02.03.1997, Side 15

Morgunblaðið - 02.03.1997, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 B 15 geta leiðangursmenn átt von á að lenda í öllum hugsanlegum aðstæð- um. „Við munum fara fjórar eða fimm ferðir í gegnum þennan jökul til að ferja búnað okkar í búðirnar ofar í fjallinu,“ segir Björn. „Khum- buísfallið breytist á hveijum degi og er því sérstaldega varasamt. Vegna stöðugs hruns í jöklinum er óæski- legt að sofa á honum og raunar íeyna menn að vera eins fljótir um hann og mögulegt er. I fyrsta skipt- ið mun ferðin fram og til baka senni- lega taka allan daginn, en þegar við höfum aðlagast þunna loftinu betur verðum við fljótari. Jökullinn er í 5.500 til 6.700 metra hæð.“ „Þegar við verðum komnir yfir 5.000 metra hæð,“ segir Hallgrím- ur, getum við átt von á því að lenda í mjög slæmu veðri. Það sem við óttumst hins vegar mest í þessari ferð er úrkoman. Monsúnrigningarn- ar birtast sem snjóstormar þarna uppi, en þær geta hafist um miðjan maí eða um það leyti sem við ætlum okkur að verða búnir að fara á topp- inn. Það getur hins vegar brostið á með úrkomu fyrr, en líkurnar til þess eru ekki miklar.“ Reynsla ekki síður mikilvæg en góð líkamleg þjálfun ísklifur veitist óvönum manni heldur erfitt, enda þarf ákveðna tækni og mikinn kraft til að hefja sig upp brattann með þungan bak- poka á öxlum. Mannbroddarnir og ísöxin létta þó verkið, en það skiptir auðvitað höfuðmáli að þeim sé beitt rétt. í raun má segja að ferðin upp jökulinn reyni á allan líkamann; álagið er vitanlega stöðugt á fæ- turna, en þegar farið er upp ísveggi reynir ekki síður á hendur og bak. Þegar nokkuð var liðið á daginn og bakpokinn var farinn að síga eilít- ið í lék mér hugur á að vita hvernig þremenningarnir hafi búið sig undir það líkamlega álag sem leiðangurinn mun kosta þá. „Það má líta á allar þær fjallaferðir sem við höfum farið í undanfarin fimmtán ár eða svo sem undirbúning fyrir þessa ferð,“ segir Einar. „í þessum ferðum og í starfi okkar fyrir Hjálparsveitir skáta höf- um við aflað okkur mikillar reynslu sem á eftir að nýtast okkur mjög vel á Everestfjalli. Og það er ekki síður mikilvægt að vita hvernig á að bregðast við ólíkum aðstæðum en að vera í góðu formi. Aftur á móti er líkamleg þjálfun okkar eitt af því fáa sem við getum tryggt áður en við förum. Við getum líka séð til þess að búnaðurinn verði sá besti sem fáanlegur er og við getum kynnt okkur leiðina sem við ætlum að fara og mistök sem fyrri leiðangrar hafa gert. Að öðru leyti verðum við að láta skeika að sköp- uðu.“ „Æfíngar okkar hafa verið fjöl- breyttar, en fjallamennska er mikil- vægur þáttur í þeim,“ heldur Björn áfram. „Við höfum bæði verið á fjöll- um um helgar og að ganga á göngu- skíðum, hlaupa, hamast á þrekstig- um og lyfta lóðum fjórum, fímm sinnum í viku. Þessar æfingar miða að því að við séum í sem bestri þjálf- un þegar við leggjum í hann. Við höfum farið í mjólkursýrumælingar og í rannsóknir á Reykjalundi til að sjá hver staða okkar er. Við höfum fengið ráðgjöf í sambandi við þjálfun og mataræði. Annars fer það mikið eftir því hvernig menn aðlagast þunna loftinu hvort þeim gengur vel eða illa að fara upp á fjallið. Menn sem eru í mjög góðri þjálfun þurfa ekki endi- lega að aðlagst því betur; sumir eru einfaldlega fljótari að aðlagast en aðrir og sumt fólk þolir þunna loftið alls ekki.“ Einar bendir á að reynslan kenni mönnum að þekkja takmörk sín. „Og hún hefur líka kennt manni hversu langt maður getur farið, hversu mik- ið maður þolir. Hún hefur kennt manni að gefast ekki upp um leið og þreyta fer að segja til sín. Þetta er spurning um að vera vanur þreytu og kunna að bregðast við henni, yfirvinna hana með viljastyrknum án þess þó að ofgera sér.“ Þurfa að beita sig hörðu til að borða Um sexleytið var tekið að skyggja á Gígjökli og við fórum að svipast um eftir góðum skafli til að grafa okkur snjóhús. Nýfallinn snjórinn var of laus í sér til að við gætum Þegar ráðist er í risavaxið verkefni eins og að klífa hæsta fjall heims er reynt að auka möguieikana á að það heppnist eins og hægt er. Óviðráðanlegir þættir eru margir, svo sem slæmt veður, en búnað til að kljást við verkefnið er hægt að hafa eins góðan og kostur er. Það er grundvaíiarmarkmið leiðangursmanna við val á búnaði að hann sé svo gúður að ekki verði unnt að kenna honum um ef snúa þarf við. í þennan leiðangur er því leitast við að velja það besta og hentugasta sem völ er á. Skátabúðin hefur útvegað útbúnað í alla leiðangra og ferðir f jallgöngumannanna í gegnum árin og gerir slíkt hið sama í þessa ferð á þak heimsins. Hér gefur að líta það helsta í búnaði leiðangursmanna. Margt af honum er svipað því sem þarf til að takast á við íslenska veðráttu í versta ham, en annað er fáséðara hér. Hlífðarfatnaður: íslenskur Cinlamani hlífðarfatnaður, hannaður og íramleiddur af Foldu á Akureyri í samvinnu við leiðangursmenn. Þessi latnaður er sérlega þægilegur og auðveldur í notkun og einstaklega lipur. Dúngalli: Sérsaumaður heilgalli Irá Mountain Equipment úrsérvöldum dún og efnum sem anda sérlega vel en eru algjörlega vindheld. Húfur: Bæði lambhúshettur og aðrar húlur eru úrlleece og ullarefnum. Einnig eru notaðar neoprene andlitsgrímur. Sólgleraugu: Stormgleraugu með góðri veðurvörn og jöklagleraugu sem hindra að útfjólubláir og innrauðir geislar sólar skaði sjónina. Bakpokar: Leiðangursmenn nota 60 iítra klifurpoka frá Karrimor og North Face. Þeir eru létlir, hafa alla þá eiginleika sem sóst er eftir og eru með einföldu burðarkerfi sem lítil hætta er á að bili. Klifurbelti: Til að festa klifurlínuna við manninn. Dúnlúffur Úr sömu efnum og gallinn. Undir eru menn í ullarvettlingum og ullarhönskum til að koma í veg fyrir kal þegar dúnlúffurnar eru teknar af, t.d. við myndatöku. ísöxi og mannbroddar: Þessi búnaður er frá Grivel og var valinn vegna þess að hann ersérlega þægilegur í notkun og léttur. Skór: Notaðir eru sérhannaðir háfjallaskór með mikilli einangrun og áfastri legghlíf. Sokkarnir eru bæði úr ull og gerfiefnum. Millifatnaður: Millifatnaður er bæði úr fleece og ull og er af nokkuð mörgum gerðum. Buxurnar eru smekkbuxur og peysurnar eru misþykkar til að auðvelda að tempra hita og kulda. Undirföt: Notuð eru uHarnærföt frá Löffler, fóðruð með froltekenndu polyproplene. Þau eru hlý og flytja raka strax frá líkamanum. Nærbuxurnar eru líka fóðraðar til að vernda viðkvæmustu líkamshlutana. Kllfurlínur: Notaðar eru tvær gerðir af línum. Teygjanlegar klifurlínur eru notaðar á milli manna í klifri en statískar eða óteygjanlegar línur eru festar á erfiðustu köflunum. Klifurbúnaður: Karabínur, línuklemmur til að fikra sig upp fastar línur, ísskrúfur og margt fleira. Tjöld: Á fjallinu eru einungis notuð þrautreynd og rúmgóð tjöld frá North Face. Dúnsvefnpokar: Dúnsvefnpokarnir eru leiðangurspokar trá Mountain Equipment. Þeir eru úr sömu efnum og dúngallarnir ogeru gefnir upp fyrir alltað-40°C. Efst á fjallinu er ekki óalgengt að farið sé f pokana í öllum fötunum. Dýnurnar eru sjálfuppblásanlegar loftdýnur frá Therma Rest og Karrimat leiðangursdýnur. grafið okkur í hann og var því leitað að eldri snjólögum undir honum. Eftir nokkra leit var farið rökkva talsvert og engin nægilega góð fönn hafði fundist; var því ákveðið að snúa aftur niður jökulinn og gista í íshellinum sem áð var í fyrr um daginn. Vistin í íshellinum var frekar blaut og köld, þótt ekki væri mikið kvart- að. Frost var að vísu ekki mikið en sumir hins vegar sveittir og blautir inn að skinni og því stutt í kulda- skjálftann þegar göngunni var hætt. Strax var drifíð í að bræða snjó í súpu og kaffí svo að einhver ylur héldist í kroppnum þar til lambalær- ið, sem var með í för, hefði grillast í skaflinum fyrir utan hellin. Vafa- laust verður ekkert lambalæri með í för upp á Everest en harðfiskurinn og hákarlinn mega hins vegar ekki missa sín. „Það er meira til gamans gert að taka með eilítið af ekta íslenskum mat,“ segir Einar. „Að öðru leyti reynum við að borða nokkurn veginn sama mat og við gerum hér heima. Við kaupum allan mat í Bretlandi. Við verðum ekki með frostþurrkaðan mat, sem þekkist hér og er frekar orkusnauður, heldur mat sem hefur verið hannaður sérstaklega fyrir breska herinn. Mataræðið breytist þó þegar við förum að klifra í fjall- inu sjálfu auk þess sem matarlystin minnkar vegna þunna loftsins, jafn- vel svo að menn þurfa að beita sig hörðu til að borða eitthvað. Við munum fara að finna fyrir þessu vandamáli strax í grunnbúðunum, sem eru í 5.300 metra hæð. Við inn- byrðum aðallega vökva, en þeir pró- tein- og orkudrykkir sem við höfum með okkur eiga að fullnægja nær- ingar- og orkuþörf líkamans. Drykk- irnir miðast við það að við brennum þeim en ekki vöðvamassa líkamans sem annars gengur mjög hratt á í svona mikilli hæð.“ „Besti orkugjafinn er auðvitað fita,“ segir Bjöm, „en í svona þunnu lofti getum við ekki nýtt hana, því til að bijóta hana niður þarf líkam- inn mikið súrefni.“ Andinn verður að vera góður Lærið bragðaðist vel, enda hafðar grillaðar kartöflur og dýrindis gráð- ostasósa með. Sósan er kannski táknræn fyrir andann sem ríkir inn- an hópsins: Það er ýmislegt hægt að gera þótt aðstæður séu ekki hin- ar bestu. í sósunni má líka sjá létt- leikann sem einkennir allar aðgerðir hópsins. „Það er mikilvægt," segir Hallgrímur, „að menn taki sig ekki of hátíðlega þótt þeir hafí kannski skoðanir á öllum hlutum. Það er afar mikilvægt að andinn sé góður í svona ferð, enda þarf ekki mikið til þess að eyðileggja allt. Við höfum farið í leiðangur þar sem við þurftum að sofa í sama tjaldinu í sex vikur og það slettist held ég einu sinni upp á vinskapinn. Þetta er því ekki hlut- ur sem ég hef miklar áhyggjur af, þó að við séum ekki alltaf sammála vinnur þessi hópur mjög vel saman að öllu jöfnu.“ „Það eru til mjög dramatískar sögur um leiðangra sem hafa sundr- ast vegna þess að það slettist upp á vinskapinn í hópnum,“ segir Ein- ar. „Við njótum þess að vera mjög meðvitaðir um þetta vandamá! og vörumst það sérstaklega, auk þess sem við þekkjum hver annan mjög vel. Við þekkjum bæði verstu og bestu hliðar hver annars og vitum hvemig á að bregðast við þegar hleypur fýla eða illska í einhvern.“ Það er engin fýla eða illska í hópn- um þegar við leggjumst til hvílu seint að kveldi á Gígjökli. Hlýir dún- pokarnir bræða skjálftann fljótt úr búknum. Manni verður hugsað til þess þegar þremenningarnir verða komnir i efstu búðirnar á Everest- fjalli í 7.950 metra hæð og reyna við síðasta hlutann af leiðinni upp á tindinn. í þeirri hæð nær líkaminn lítt að hvílast þótt legið sé fyrir, það tapast orka bara við það að draga andann, auk þess sem líkaminn nærist illa eins og áður sagði. Þama geta þeir því í mesta lagi dvalið í þrjá sólarhringa. Og aðeins verður reynt einu sinni við síðustu 900 metrana, eftir eina tilraun er orkan búin og snúa verður niður aftur. Þremenningarnir eru hins vegar von- góðir um að þeir muni standa á hæsta stað jarðar um miðjan maí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.