Morgunblaðið - 06.03.1997, Side 1

Morgunblaðið - 06.03.1997, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JWflripwMíiIöiifo C 1997 FIMMTUDAGUR 6. MARZ BLAÐ Samaranch gefur aftur kost á sér JUAN Antonio Samaranch, forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar, IOC, tilkynnti í gær að hann ætlaði að gefa kost á sér til endurkjörs í september nk., þegar kosningar fara næst fram en kosið er á fjögurra ára fresti. Samar- anch verður 77 ára í júlí og hefur verið for- seti IOC frá 1980. „Þetta var ekki erfið ákvörðun," sagði hann í gær. „Það er ekki fórn að vera forseti IOC.“ Varaforsetamir fjórir studdu framboðið og er ekki gert ráð fyrir mótframboði. Islandsfarinn Barker banda- rískur meistari RICKY Barker sem keppti við Jón Amar Magnússon, UMFT, í ein- vígi á afmælismóti ÍR á dögunum varð nýlega bandarískur meistari í sjöþraut innanhúss. Hlaut hann 5.969 stig, 14 stigum fleiri en Steve Fritz. Þessir tveir menn verða keppendur Bandarílganna í sjöþrautarkeppni HM í París um helgina. Thomas Dvorak, Tékklandi, er greinilega í góðri æfingu um þess- ar mundir því hann setti tékk- neskt met í sjöþraut á meistara- móti Tékklands fyrir skömmu. Fékk hann 6.211 stig. Annar varð Kamil Damasek með 6.182 stig. Robert Zmelik sem ásamt Dvorak hefur verið sterkasti tugþrautar- og sjöþrautarmaður Tékklands tók ekki þátt. Dvorak og Zmelik verða báðir á meðal keppenda á HM. Tugþrautarkappinn Dezso Szabo sló ungverska metið í sjö- þraut á meistaramóti sins heima- lands í Búdapest nýverið, er hann hlaut 6.148 stig. Er greinilegt á þessum úrslitum að Szabo ekki síður en Dvorak ætlar að vera í fremstu röð á HM. _ Þess má geta að íslandsmet Jóns Amars í sjöþraut er 6.110 stig, sett í Gautaborg 4. febrúar á síðasta ári. Það er Ijóst að Jón verður að sýna allar sínar bestu hliðar er hann mætir þessum köppum í París um helgina. HANDKNATTLEIKUR Sending Morgunblaðið/Kristinn. ANDREA Atladóttir, sem gekk tll llðs vlð Hauka í vetur, skor- aðl fjögur mörk í 26:21 slgri á Val í úrslltakeppni kvenna í gærkvöldi. Hér sendlr hún boltann en Ágústa Sigurðardétt- ir, sem fór beint í IIA Vals þegar Fylkir lagðl nlður kvenna- flokk félagsins, er tll varnar. Búningur Valdi- mars hengdur upp Búningur Valdimars Grímssonar þjálfara Stjörnunnar hefur verið hengdur upp í ijáfur í íþrótta- húsinu í Ásgarði - heimavelli Stjörnunnar. Er þetta líkt og gert er við búninga körfuknattleiksstór- stjarna í NBA deildinni í Bandaríkj- unum er þær leggja skóna á hill- una. Valdimar er sem kunnugt er meiddur um þessar mundir en búist er við að hann mæti til leiks á ný um miðjan apríl og er reiknað með að búningur hans verði geymdur á herðatré á núverandi stað þar til kappinn kemur í slaginn á ný. Þess má reyndar geta að Valdimar hefur stýrt sínum mönnum frá vara- VALDIMAR Grímsson. mannabekknum til sigurs í báðum leikjunum sem þeir hafa leikið síðan hann meiddist. Kúbjöllur hljómuðu Mosfellingar mættu með kúa- bjöllur á leik Aftureldingar og ÍR í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Bjöllurnar hljómuðu kröftuglega þegar ÍR var í sókn og hafði þessi gjörningur mikil áhrif á leik ÍR-inga sem gerðu aðeins sex mörk á móti 14 í fyrri hálfleik. Þegar Afturelding lék fyrri Evrópuleik sinn á móti Drammen í Noregi í fyrra féllu þeir einmitt á þessu sama bragði og þeir beittu á IR-inga í gær. FRAMKVÆMDIR við stórt og mikið knattspyrnusafn hefjast á næsta ári í Disneylandi í París og tilkynnti Alþjóða- knattspyrnusambandið í gær að sambandið muni leggja 50 miiyónir dala (um 3,5 miiy- arða króna) til að gera safnið eíns skemmtilegt og kostur er. Knattspyrnusafnið fær til umráða 93.000 fermetra i Disneylandi og þar á að meðal annars að koma fyrir full- komnum margmiðlunarbún- aði þannig að gestir geti skoð- að og „lifað" gamla merkilega atburði knattspyrnusögunnar. Einnig verður stillt upp liði allra tima auk liðs ársins. Varla var búið að tilkynna þetta þegar farið var að ræða um hvort Maradona yrði hafð- ur með í liði allra tíma. For- ráðamenn FIFA segja það óliklegt því meta þurfi menn útfrá getu þeirra, og þar sé Maradona ofarlega á lista, en einnig eftir hegðun þeirra utan vallar og þar er Mara- dona aftarlega á merinni. Víst er talið að Peie, Cruyff og Eusebio verði í fyrsta liðinu sem útnefnt verður i janúar á næsta ári. KNATTSPYRNA: ORRUSTAN UM ENGLAND / C2,C3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.