Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA i 1997 ÞRIDJUDAGUR 8. APRIL BLAD KORFUKNATTLEIKUR Yfirburðir og fullkom- inn vetur hjá Keflvík- ingum KEFLVÍKINGAR urðu á sunnudaginn ís- landsmeistarar í körfu- knattleik karla er þeir lögðu Grindvíkinga, 106:92, í þriðja úrslita- leiknum. Keflvíkingar höfðu nokkra yfirburði í körfunni í vetur og töpuðu aðeins ijórum leikjum og er árangur þeirra því sérlega glæsilegur. Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflvíkinga, hefur því haft nóg að gera við að taka við verðlauna- gripum en ef marka má svip hans hefur hann alltaf jafn gaman af enda full ástæða til í vetur. Liðið hefur undir stjórn Sigurður Ingimundarsonar þjálfara unnið allt sem hægt er að vinna hér á landi. Guðjón fyrir- liði segir að þetta sé besta lið sem hann hafi leikið með og víst er að það er nærri lagi sé árangur liðsins skoðaður. Morgunblaðið/Einar Falur SUND Öm og Kolbrún Ýr söfn uðu gulli í Lúxemborg Orn Arnarson og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir voru með sanni sundmenn alþjóðlega unglingamóts- ins í Lúxemborg um ívar helgina. Þau stungu Benediktsson sér til sunds íjórum skrifarfrá sinnum í úrslita- Lúxémborg sundi, hvort í sínum flokki, Örn í 1981 og Kolbrún í 1982, og urðu sigurvegarar. Árangur þeirra var spegilmynd af glæsilegum árangri sem íslensku unglingarnir náðu á mótinu. Alls unnu þau til 32 verðlaunapen- inga, auk þess að hafna í öðru sæti í stigakeppni mótsins. Nærri 500 keppendur frá fimmtán löndum tóku þátt í mótinu. Sjö ungmenni tóku þátt í þessu móti í fyrra og fengu átta verðlaunapeninga. Frammi- staða íslenska liðsins vakti verð- skuldaða athygli. Af sjö mótsmetum sem voru sett setti Órn fjögur og Kolbrún eitt. Tímar þeirra í sigurgreinunum eru mjög athyglisverðir. Örn kom fyrst- ur í mark í 400 skriðsundi á 4.09,65 mín., í 100 m baksundi á 59,55 sek., í 200 m baksundi á 1.06,90 mín., næstbesti tími íslendings í 50 m laug, loks í 100 m skriðsundi á 55,45 sek. í 400 m skriðsundi synti Kolbrún á 4.36,40 mín., í 100 m baksundi á 1.06,74 mín., sem er 25/100 frá íslandsmeti. í 200 m baksundi mældist hún á 2.25,45 mín. og í 100 m skriðsundi á 59,77 sek. Allir íslensku sundmennirnir bættu sinn fyrri árangur hvort held- ur er litið á árangur í 25 eða 50 m laug. Nánar verður greint frá mótinu í máli og myndum á unglingasíðum á fimmtudaginn. BIARKIGÓDUR í „INDÍÁNAHLUTVERKI" GEGN KA/ B12 AÐALTÓLUR Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð *| # 6 af 6 2 47.785.000 p 5 af 6 0 2.092.807 3. 53,6 2 173.480 4. 4af6 244 2.260 ^ 33,6 1.053 220 Samtals: 1.301 98.792.867 HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ: 98.792.867 •Miðarnir með bónus- vinningunum i taugardags- löttoinu voru keyptir hjá Gerplu vtð Sótvatiagötu, Breiðhottskjöri við Arnar- bakka og Shellstöðinni við Bústaðaveg i Reykjavik, Söluturninum Bræðraborg við Hamraborg i Kópa- vogt og Essóskalanum á Taiknaftrði. Lottohöparntr sem verða með a Ras 2 á föstudag eru: KEA a Ólafsfirði og Sólfilma t Reykiavtk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.