Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ KIMATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1997 B 9 ÍÞRÚWR FOLK ■ JASON Dozzell gerði eina markið með glæsilegum skalla eftir hornspymu á 81. mín. þegar Tott- enham sigraði Wimbledon. Leik- urinn þótti hins vegar afar slakur. ■ FJORA fastamenn vantaði í lið Chelsea gegn Arsenal vegna leik- banna. Það voru Mark Hughes, Roberto Di Matteo, Dennis Wise og Frank Sinciair. Þá voru Frank Leboeuf og Eddie Newton fjarri góðu gamni vegna meiðsia. ■ IAN Wríght gerði 27. mark sitt í vetur og er nú aðeins átta mörkum frá markameti Cliff Bastin fyrir Arsenal. ■ IAN Selley sem fótbrotnaði illa í febrúar 1995, var með Arsenal um helgina - í fyrsta skipti síðan hann meiddist. Á sínum tíma var ekki reiknað með að hann léki fram- ar og raunar munaði minnstu að taka þyrfti af honum fótinn. ■ FRANSKA „undrabarnið" Nic- olas Anelka, sem kom frá París SG í vetur, kom inná í fyrsta skipti hjá Arsenal um helgina. Anelka er nýorðinn 18 ára. ■ ASTON Villa gerði þijú mörk á 13 mín. kafla og sigraði Everton 3:1. David Unsworth kom gestun- um yfir en Savo Milosevic (41. mín.), Steve Staunton (50.) og Dwight Yorke (54.) svöruðu. ■ MICKEY Evans kom inná sem varamaður fyrir Matt Le Tissier á 72. mín. og gerði tvö síðustu mörk Southampton gegn Nott. Forest um helgina. Þetta voru fyrstu mörk Evans síðan hann kom frá Ply- mouth fyrir mánuði fyrir 500.000 pund. ■ ÍTALSKA félagið Tórínó rak í gær þjálfarann Mauro Sandreani, eftir að félagið tapaði þriðja heima- leiknum í röð á sunnudag. Tórínó er í 6. sæti 2. deildar. ■ GEORGE Weah var í gær skip- aður sérstakur íþróttafulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. Hlutverk hans verður að vekja athygli á bágu ástandi barna með alnæmisveiruna og barna sem eiga um sárt að binda í kjölfar ófrið- ar og stríðs. ■ WEAH tryggði Líberíu sigur, 1:0, á Egyptalandi í undankeppni HM í fyrradag og þar með er ljóst að Egyptaland kemst ekki í úrslita- keppnina. Líbería er fimm stigum á eftir Túnis í 2. riðli Afríku en efstu liðin mætast í Túnis í lok mánaðarins. ■ RANGERS er með níu stiga forystu í skosku úrvalsdeildinni og á góðri leið með að verða skoskur meistari níunda árið í röð, en fjórar umferðir eru eftir. Celtic varð meistari níu ár í röð, 1966 til 1974, sem er met en Rangers getur jafn- að það. ■ OL YMPIAKOS vann Pan- athinaikos 2:0 á útivelli í grísku deildinni um helgina og er með sex stiga forystu á AEK en sex umferð- ir eru eftir. Olympiakos varð síð- ast meistari 1987 „en ekkert stöðv- ar okkur núna“, sagði talsmaður félagsins. Liðið hefur leikið mjög vel á tímabilinu en athygli vekur að miðhetjarnir og lykilmenn þess, Predrag Georgevic og Ilia Ivic, hafa lítið getað spitað vegna meiðsla. Stórleikur í Frakklandi FIIAKKAR undirbúa nú heims- meistarakeppnina í knattspyrnu, sem verður í Frakklandi 1998, af fullum krafti. Þeir ætla að koma á leik Evrópuúrvalsins og heims- liðsins, sem verður valið frá flest- um af þeim þjóðum, sem ná að tryggja sér rétt til að leika i HM. Hertha Eyjólfur Sverrisson og samheijar - í Herthu stigu stórt skref í átt að efstu deild þýsku knattspyrnunn- ar þegar þeir unnu Kaiserslautern 2:0 við mikinn fögnuð 75.000 áhorf- enda á Ólympíuleikvanginum í Berl- ín í gærkvöldi. Hertha byijaði með látum og fyrirliðinn Axel Kruse skoraði fyrir heimamenn um miðjan fyrri hálfleik en skömmu síðar var brotið á hon- um með þeim afleiðingum að hann varð að fara af velli. Kruse hafði verið besti maður Herthu og missti liðið taktinn um stund án hans. Gestirnir nýttu sér það og Kuka var nálægt því að jafna skömmu fyrir hlé en Eyjólfur, sem var sem klettur í vörninni, náði að bjarga á síðustu stundu. Hertha var betra liðið í seinni hálfleik og skapaði sér tvö góð marktækifæri en það var mótheijinn Roos sem innsiglaði sig- urinn þegar hann gerði sjálfsmark er 10 mínútur voru af seinni hálf- leik. Aldrei hafa verið fleiri áhorfend- ur á leik í 2. deild en uppselt var á viðureignina sem þótti mjög góð. „Þetta er stærsti sigur minn sem þjálfari,“ sagði Júrgen Röber, þjálf- ari liðsins. Hertha er með 46 stig eftir 24 leiki, Kaiserslautern er í / öðru sæti með 45 stig og Wolfsburg í þriðja sæti með 38 stig. Mainz og Meppen eru með 37 stig en þijú efstu lið deildarinnar flytjast í 1. deild. Bjarki Gunnlaugsson og fé- lagar í Mannheim gerðu jafntefli, 1:1, við Jena og eru í fimmta neðsta sæti en fjögur lið falla. Juve niðurlægir Milan Mesti ósigur AC Milan á heimavelli í sögu félagsins Reuter LEIKMENN Juventus fagna einu sex marka sinna gegn AC Milan. Frá vinstri: Angelo Di Lfvio, Mark Juliano, Alessio Tacchinardi, Vladimir Jugovic (15) og Alen Boksic. Fjórði sigur Bayern Múnchen í röð í þýsku deildinni Mattháus tók á sprett og fagnaði Klinsmann ÞEGAR lætin eru hvað mest í kringum leikmannahóp Bayern Miinchen gengur liðinu best á knattspyrnuvellinum. Það vann sinn fjórða sigur í röð um helg- ina, 3:0, í Hamborg. „Leikmenn mi'nir þurfa ekki að vera ellefu vinir, heldur er mikilvægara að þeir leiki sem liðsheild inni á vellinum eins og þeir gerðu í Hamborg," sagði Giovanni Trappatoni, þjálfari Bayern. eir Lothar Mattháus og Júrgen Klinsmann hafa ekki verið perluvinir að undanförnu. Þrátt fyrir ágreining þeirra hljóp Mattháus endilangan völlinn til að fagna Klins- mann er hann skoraði fyrsta mark Bayern. Besti leikmaður liðsins var miðvallarleikmaðurinn Mario Basler, sem Bayern sektaði í sl. viku eftir að hann lét sig hverfa þegar hann var tekinn af leikvelli í leik gegn Bremen og mætti ekki á æfingu eftir leikinn. Thomas Helmer skoraði þriðja mark Bayern, sem hefur þriggja stiga_ forskot á meistara Dortmund. „Ég er ánægður með fjóra sigurleiki í röð, en það er löng leið eftir í meistarabaráttunni," sagði Trappatoni. Svisslendingurinn Stephane Chapuisat skoraði bæði mörk Dort- mund gegn Bochum, annað úr víta- spyrnu, 2:0. Matthias Sammer var rekinn af leikvelli eftir að hafa feng- ið tvær áminningar. Sammer mun ekki leika með liðinu gegn Man- chester United í meistaradeild Evr- ópu annað kvöld, þar sem hann tek- ur út leikbann. Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dort- mund, gerir sér vonir um að sóknar- leikmennirnir Karlheinz Riedle og Heiko Herrlich verði klárir í slaginn gegn United. Steffen Freund lék á ný með Dortmund, kom inná sem varamaður — og lék sinn fyrsta leik í 283 daga. Schalke varð fyrir mikilli blóð- töku, þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Karlsruhe. Miðheij- arnir Martin Max og Youri Mulder meiddust illa, þannig að þeir leika ekki meira með á keppnistímabilinu. Þetta er mikið áfall fyrir liðið, sem mætir Tenerife í UEF’A-keppninni í kvöld. Bayer Leverkusen tapaði óvænt fyrir Hansa Rostock, 0:1, og Stuttgart, varð að sætta sig við jafn- tefli í Freiburg, 1:1. Giovane Elber léku ekki með Stuttgart. Hollending- urinn Frank Verlaat í vörn Stutt- gart meiddist, liðbönd í ökkla slitn- uðu, þannig að hann leikur ekki meira með á keppnistímabilinu. JUVENTUS gjörsigraði AC Milan á San Siro leikvanginum í Mílanó á sunnudagskvöldið, 6:1, og er það mesti ósigur Milan á heimavelli í sögu fé- lagsins. Parma er öruggt í öðru sæti, sigraði Sampdoria, 3:0. Fiorentina og Inter, sem eiga Evrópuleiki ívikunni, gerðu markalaust jaf ntefli. Þetta er of hræðilegt til að geta verið satt, sagði Franco Bar- esi, fyrirliði AC Milan, eftir að lið hans hafði goldið af- Einar Logi hroð gegn Juventus. Vignisson Gamla kempan var á skrifar hælunum mestan ra ta lu hluta leiksins eins og aðrir varnarmenn Milan og fór hinn ungi Christian Vieri oft illa með hann. Sprengikraftur Vieris skilaði fyrsta marki leiksins, hann tætti fram hjá Baresi og Rossi náði ein- ungis að vetja þrumuskot hans fyrir fætur Jugovics sem afgreiddi knött- inn í netið. Eftir að Zidane hafði gert annað mark Juve úr víti, sem dæmt var á Maldini, var Ijóst í hvað stefndi. Milan hafði þó byijað nokkuð vel og einungis stórgóð markvarsla Peruzzis hélt Juve á floti. í seinni hálfleik féllu öll vötn til Dýrafjarð- ar, allt lak inn hjá Milan meðan Peruzzi sá til þess að ójafnvægið varð algert. Jugovic gerði annað mark sitt, Vieri gerði tvö og Amor- uso eitt en Simone gerði eina mark Milan. „Þessi úrslit gáfu kolranga mynd af leiknum, mínir menn léku býsna vel til að byija með en lánleys- ið var fullkomið auk þess sem Ju- ventus er með töframann á milli stanganna. Liðin áttu jafn mörg skot á markið og nánast öll skot þeirra rötuðu í netið,“ sagði forseti Milan, Silvio Berlusconi, eftir leikinn. „Ég er himinlifandi með drengina, Vieri, Zidane og Jugovic þurftu að leika aðrar stöður en vanalega og leystu það af hreinu listfengi. Þetta gefur okkur kraft fyrir leikinn erflða gegn Ajax í vikunni, eini ótti minn er að Boksic verði ekki búinn að ná sér,“ sagði Marcello Lippi, þjálfari Juventus. Liðsmenn Parma léku stórvel á móti Sampdoria og hefðu hæglega getað gert fleiri mörk en þijú. Arg- entínumaðurinn Heman Crespo kom þeim á bragðið með fallegu marki eftir glæsilegan undirbúning landa síns, Sensini, og Alessandro Melli, sem byijaði í fremstu víglínu í fjar- veru Chiesa, var besti maður vallar- ins ásamt þeim tveimur fyrrnefndu. Sensini gerði annað markið með skalla eftir mikil mistök Frakkans Karembeus og Crespo bætti öðru marki við undir lok leiksins. „Juvent- us er ósigrandi en við emm á góðri leið í meistaradeildina. Það eru allir að tala um Ronaldo, lítið á Crespo! Hann og Chiesa eiga eftir að láta duglega til sín taka í framtíðinni," sagði sigurreifur þjálfari Pamia, Carlo Ancelotti, í leikslok. Sven Göran Eriksson, þjálfari Samp, var óhress: „Við vomm vel inni í leiknum og áttum góð færi í byijun leiksins en eftir að við fengum þetta heimskulega annað mark á okkur var þetta búið spil.“ Fiorentina og Inter léku á laugar- daginn þar sem liðin eiga Evrópu- leiki í vikunni, miskunn sem ekki var sýnd Evrópumeisturum Juvent- us! Leikurinn var bragðdaufur og endaði með markalausu jafntefli. Fiorentina sótti þó mun meira en Gianluca Pagliuca var í miklu stuði í marki Inter og varði allt sem að marki kom. Bologna komst upp að hlið Inter í 3.-4. sæti með 3:2 sigri á Reggiana. Rússinn Kolyvanov gerði tvennu og Svíinn Kennet And- erson eitt mark með gullfaliegum skalla. Lazio blandar sér nú í baráttuna um Evrópusæti, vann Piacenza ör- ■ ugglega á heimavelli, 2:0, með mörkum frá Signori og Rambaudi. Atalanta hrynur hins vegar niður töfluna, tapaði þriðja leik sínum í röð, nú gegn Udinese á útivelli. Þjóð- veijinn Oliver Bierhoff og Brasilíu- maðurinn Amoroso gerðu mörk heimamanna. Cagliari vann óvæntan sigur á Roma á heimavelli, 2:1. Carboni gerði mark Roma en Tovalieri og Silva mörk heimamanna og var mark þess síðamefnda stórfallegt .. og hlýtur eflaust nafnbótina mark dagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.