Morgunblaðið - 08.04.1997, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 08.04.1997, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1997 B 3 Jason með 14 mörk, Dagur 5 Morgunblaðið/Golli INGA FRÍÐA Tryggvadóttlr, fyrlrllöl Stjörnunnar, tryggði llðl sínu slgur á Haukum í Hafnarflrðl f gærkvöldi og þar með oddaleik í úrslitakeppninni. Hér svffur hún Inn af línu elnbeitt á svlp en Ragnheiður Guðmundsdóttir, fyrlrllði Hauka, kemur engum vörnum við. Endurtekið efni? Stjörnustúlkur unnu annan leikinn í röð eftir að Haukar höfðu sigrað í tveim- urfyrstu úrslitaleikjunum. Lokarimma úrslitakeppninnar í Garðabæ á morgun STJÖRNUSTÚLKUR sýndu Ól- afi Lárussyni þjálfara sínum að staðhæfing hans um að stríðið væri búið eftir tap í fyrsta leik gegn Haukum í úrslitakeppn- inni, ætti sér enga stoð. Þeim tókst, með mikilli baráttu, að svara fyrir sig og sigra Hauka tvívegis, sem tryggir þeim oddaleik. Fjórði leikurinn fór fram í Hafnarfirði í gærkvöldi og eftir mikinn darraðardans kom til framlengingar. Þar lagði Fanney Rúnarsdóttir lóð sín á vogarskálarnar svo um munaði er hún varði sjö skot og Stjarnan vann 21:19. Sömu lið áttust við í úrslitum íslandsmótsins í fyrra og þá vann Stjarnan fyrstu tvo leikina en Haukar næstu þijá. Stefán „Við klúðrum þessu, Stefánsson spiluðum ekki vel og skrifar áttum að klára mótið í Garðabænum síð- asta laugardag en veröum að gera það á miðvikudaginn í staðinn," sagði Ragnheiður Guðmundsdóttir fyrirliði Hauka eftir leikinn. „Ég er ekki smeyk við þann leik þó að þær haldi í vonina að leikar fari eins og í fyrra því það gerist ekki.“ Garðbæingar voru greinilega komnir í Hafnarfjörðinn til að selja sig dýrt og náðu strax ágætum tökum á leiknum og 3:0 forystu. Þá fóru Haukar að taka Herdísi Sigurbergsdóttur, leikstjórnanda Stjörnunnar, úr umferð og með þolinmæði tókst heimaliðinu að ná tveggja marka forystu, 9:7, á með- an gestirnir skoruðu ekki í 10 mín- útur. Stjörnustúlkur lögðu ekki árar í bát og komust aftur inn í leikinn svo að jafnt var um miðjan síðari hálfleik, 14:14. Þá kom dapur 10 mínútna kafli Garðbæinga en það varð þeim hinsvegar til happs að Haukar voru litlu betri. Skoruðu þó þrisvar og komust í 17:14. Stjam- an gerði þá næstu fjögur mörk og komst í 18:17 en Haukar jöfnuðu. Taugar leikmanna voru þandar til hins ítrasta og áttu þeir í miklum vandræðum með að spila handknatt- leik svo að fjórar síðustu mínútumar liðu án þess að mark væri skorað. Haukar fengu gott tækifæri til að tryggja sér sigur en Fanney Rúnars- dóttir í marki Stjömunnar varði eft- ir hraðaupphlaup þeirra svo fram- lengja varð leikinn. I framlengingunni tók Fanney til sinna ráða og varði sjö skot á glæsi- lega hátt á meðan stöllur hennar náðu að halda einbeitingunni og skora þtjú mörk. „Eitthvað varð ég að gera eftir hafa setið á bekknum en ég er ekki hetja - það er allt liðið,“ sagði Fanney markvörður eftir leikinn. „Leikurinn var æðis- legur. Allir bjuggust við að nú myndu Haukar tryggja sér titilinn en við ætluðum að sýna fólki að við gefumst ekki upp. í fyrstu tveimur leikjunum klikkuðum við í kollinum en ekki nú. Leikurinn vannst á góðri vörn og góðum kar- akter þegar við unnum upp þriggja marka forskot þeirra." Haukastúlkur náðu sér ekki á strik í þessum leik enda mótstaðan mun meiri en í fyrstu tveimur leikj- unum. Vörnin var þó grimm að venju en sóknarleikurinn gekk ekki sem skyldi því þar vantaði uppá ákveðnina. Vigdís Sigurðardóttir í markinu varði vel og Judit Eszterg- al og Ragnheiður fyrirliði voru ágætar auk þess sem Andrea Atla- dóttir sýndi tilþrif í lokin. Loks kom að því að Stjarnan sýndi hvað í henni býr eftir dapra leiki. Sem fyrr vantaði ekki barátt- una til að byija með og þó að döpru kaflarnir, sem oft hafa orðið þeim að falli, kæmu tókst liðinu að klóra sig inn í leikinn að nýju. Sóley Halldórsdóttir varði vel í byijun og þegar Fanney var hleypt inná vildi hún sanna sig og gerði það. Ragn- heiður Stephensen var góð og Her- dís Sigurbergsdóttir, Nína K. Björnsdóttir og Inga Fríða Tryggvadóttir voru dijúgar í lokin. Hlutverkaskipti Haukar gátu tryggt sér íslands- meistaratitilinn með sigri í þriðja leik liðanna í Garðabænum á laug- ardaginn en tókst ekki og má segja að liðin hafi haft hlutverkaskipti. Nú voru það Garðbæingar sem héldu haus svo til allan leikinn en Hafnfirðingum fataðist flugið um tíma, sem dugði Stjörnustúlkum til eins marks sigurs, 23:22. Stjaman tók strax forystu og komst í 8:4 en þá tók við kæru- SÓKNARNÝTING Þriðji leikur kvennaliðanna i úrslitum íslandsmótsins, leikinn i Garðabæ laugardaginn 5. aprfl 1997. Stjarnan Haukar Mðrk Sóknir % ; Mörk Sóknir % 11 26 42 F.h 8 25 32 12 26 46 S.h 14 27 52 23 52 44 Alls 22 52 42 6 Langskot 5 4 Gegnumbrot 6 3 Hraðaupphlaup 1 5 Horn 5 3 Lína 1 2 Viti 4 leysi og munurinn fór i eitt mark, 8:7. Þær náðu sér síðan strik vel á strik aftur og gáfu hvergi eftir, þar til fjórar mínútur voru eftir af leikn- um og staðan 21:16. Sigur virtist í höfn en Stjörnustúlkurnar náðu ekki að halda sínu striki. Taugarnar brustu en þrátt fyrir góða viðleitni Haukastúlkna, sem höfðu ekki sýnt mikinn sigurvilja, tókst þeim ekki að brúa bilið. Vörn Stjörnunnar var góð en Herdís Sigurbergsdóttir var tekin úr umferð í sóknarleiknum, svo hann varð ekki eins skarpur, en Ragnheiður Stephensen og Ásta Sölvadóttir voru þar í aðalhlutverk- um. Sóley Halldórsdóttir varði vel en Rut Steinsen og Inga Fríða Tryggvadóttir komu til í lokin. Haukar vom heillum horfnir í sóknarleiknum en vörnin stóð þó fyrir sínu. Vigdís Sigurðardóttir í markinu, Thelma Bj. Árnadóttir og Hanna G. Stefánsdóttir voru þó ágætar. SÓKNARNÝTING Fjórði leikur Ikvennaiðanna í úrslitum Islandsmótsins, leikinn í Hafnarfirði mánudaginn 7. apríl 1997. fcé Haukar | Stjarnan MörK Sóknir % \ MörK Sóknir % 10 27 37 F.h 10 27 37 8 25 32 S.h 8 25 32 1 7 14 Framl. 3 7 43 19 59 32 Alls 21 59 36 7 Langskot 7 1 Gegnumbrot 4 2 Hraðaupphlaup 2 •3 Horn 3 4 Lína 4 2 Víti 1 ísland byijar heima ÍEM ÍSLAND, sem er í öðrum riðli ásamt Júgóslavíu, Litháen og Sviss í Evr- ópukeppni landsliða í handknatt- leik, á fyrst heimaleik við Sviss. Fyrri leikurinn við Svisslendinga á að fara fram á tímabilinu 24. til 26. september nk. en seinni leikur- inn 27. eða 28. september. Fyrri viðureignin við Litháa skal leikin ytra 28. til 31. október en sú seinni heima 1. eða 2. nóvember. Júgósla- var eiga að leika á íslandi á tímabil- inu 26. til 28. nóvember en seinni leikurinn verður ytra 29. eða 30. nóvember. 20 lið leika í fímm fjögurra liða riðlum. í fyrsta riðli eru Króatía, Portúgal, Rúmenía og Makedónía. í þriðja riðli leika Tékkland, Frakk- land, Slóvenía og ísrael. í fjórða riðli eru Spánn, Noregur, Þýskaland og Slóvakía. í fimmta riðli spila Svíþjóð, Ungveijaland, Danmörk og Pólland. Ítalía heldur úrslitakeppn- ina og er því ekki í undankeppninni frekar en Evrópumeistarar Rúss- lands. Meistararn- ir sigruðu REDBERGSLID sem á titil að vera í 1. deild í handknattleik Svíþjóð vann GUIF 27:21 í fyrsta leik liðanna í úrslitum ura sænska meistaratitilinn. Sama fyrirkomulag er á keppninni og hér á landi - það lið sem sigrar í þremur leikjum verður meistari, HM kvenna 1999 haldið í Noregi NORÐMENN halda úrslita- keppni heimsmeistaramóts kvenna i handknattleik árið 1999. S^órn alþjóða hand- knattleikssambandsins ákvað þetta á dögunum en valið stóð á milli Noregs og Rúraeníu. Danir og Svíar taka þátt í framkvæmd keppninnar með Norðmönnum og verður einn riðill leikinn í hvoru landi í fyrsta hluta keppninnar en tveir í Noregi og framhaldið verður svo allt þar. Norðmenn komast sjálfkrafa í úrslita- keppni HM sem mótshaldarar en ekki hefur enn verið ákveð- ið hvort Danir og Sviar fái einnig sjálfkrafa sæti eða þurfi að taka þátt i undanriðlum. Heimslið gegn Dönum HEIMSLIÐ í handknattleik mætir Dönum 3. ágúst næst- komandi í Nyborg. Tilefnið er 100 ára afmæli íþróttarinnar - en hún var fyrst leikin í þessari dönsku borg árið 1897, með sama sniði og enn er leik- ið í dag. Heimsliðið verður valið strax að loknu heims- meistaramótinu í Japan i næsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.