Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Möller og Kohler meiddir ÞÝSKU meistaramir í Dortmund urðu fyrir miklu áfalli í gær þeg- ar í ljós kom að tveir af bestu mönnum þess - Jiirgen Kohler og Andreas Möller - eru meiddir og óvíst er hvort þeir geta verið með í fyrri leiknum gegn Man- chester United í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða á morgun. Kohler, reyndasti varnarmað- ur Þjóðverja, var stokkbólginn á ökla og í meðferð vegna þess og miðvallarleikmaðurinn Möller fór til Frankfurt til sérfræðings vegna meiðsla í vöðva á fæti. Vandræði Dortmund voru næg fyrir; Matthias Sammer, aftasti vamarmaður liðsins, er I leik- banni og verður því ekki með og brasilíski varnaijaxlinn Julio Ces- ar hefur ekki enn náð sér af hnémeiðslum, eins og vonast hafði verið til. FIFA vill að dómar- ar verði atvinnumenn SEPP Blatter, framkvæmdastjóri Alþjóða knattspyrnusambandsins, segir tíma til kominn að dómarar verði atvinnumenn og greindi frá átaki í þá átt vegna HM í Frakklandi. Blatter sagði að nóg væri til af peningum til að greiða dómurum og áréttaði að dómarar hefðu ekki vísvitandi rangt við. Að sögn Blatters vill FIFA kalla dómarana sem dæma á HM saman í viku { mars á næsta ári til að leggja línurnar og aftur í þijá daga áður en keppnin hefst. Tveir snjall- ir nýliðar TVEIR leikmenn vom með Derby í fyrsta skipti um helg- ina, þegar liðið sigraði Man. Utd. Markvörðurinn Mart Poom sem félagið keypti frá Flora Tallinn, sem Teitur Þórðarson þjálfari í Eistlandi, og Paulo Cesar Wanchope frá Costa Rica. Báðir stóðu sig afbragðsvel. 21 markí 24 leikjum ALAN Shearer skoraði fyrir Newcastle gegn Sunderland á laugardag, aðeins 39 dögum eftir uppskurð vegna meiðsla í nára. Hann hefur verið nokkuð frá í vetur vegna meiðsla, en hefur engu að síður gert 21 mark í 24 deildarleikjum. Newc- astle á sjö leiki eftir og nú bíða menn spenntir hvort þessum mikla markaskorara tekst að gera 30 mörk í deildinni fjórða veturinn í röð. Gullit æfur „ÞEIR urðu sjálfum sér til skammar og mér einnig,“ sagði Ruud Gullit, stjóri Chelsea eftir 0:3 tapið gegn Arsenal. „Leiki menn ekki af ástríðu, sýni þeir ekki hvað þeir geta, er andstæð- ingunum gert auðvelt fyrir. Þetta var mikilvægur leikur fyr- ir okkur. Leikur sem átti að færa okkur Evrópusæti. Þeir ættu að skammast sín,“ sagði GuIIit. Þetta var aðeins annað tap Chelsea á heimavelli í deiidinni í vetur. Áður hafði liðið tapað 2:4 fyrir Wimbledon í október. Kjúklingur og pasta ARSENE Wenger, knatt- spymustjóri Arsenal, skipaði mönnum sínum að snæða kjúkl- ing og pasta fyrir leikinn gegn Chelsea. Þetta er á matseðlinum fyrir hvem leik, og þó svo þessi hæfist kl. 11.15 að staðartíma samanstóð morgunverðurinn ekki af komflögum og ristuðu brauði eins og menn eru líklega frekar vanir. Bergkamp íham DENNIS Bergkamp hefur leikið mjög vel með Arsenal upp á síðkastið. „Dennis líður mjög vel andlega hjá Arsenal og það eykur sjálfstraustið. Hann er mjög snöggur og það er glæsi- leiki yfír því sem hann gerir. Hann er 28 ára, á þeim aldri sem knattspymumanni fmnst hann vera á toppnum, vegna þess að þá hefur hann öðlast reynslu og skilur muninn á al- vöm vandamálum, sem leik- menn geta lent í, og ímynduð- um,“ sagði Arsene Wenger. jT Otrúleg helgi í úrvalsdeild á enska knattspyrnuleiksviðinu Handrítið sem draum- ur Arsenal-aðdáenda HALDA mætti að harður stuðningsmaður Arsenal hefði skrifað handritið að leikjum ensku úrvalsdeildar- innar í knattspyrnu um helg- ina. Liðið sigraði Chelsea ör- ugglega á iaugardagsmorgun, 3:0, Manchester United tap- aði fyrir Derby á heimavelli í eftirmiðdaginn, 2:3, og á sunnudaginn urðu leikmenn Liverpool - sem áttu mögu- leika á að komast í efsta sæt- ið - að sætta sig við tap, 1:2, á heimavelli gegn Coventry, sem var í neðsta sæti. United er sem fyrr á toppnum en Arsenal og Liverpool fylgja fast á eftir og nú bendir ekk- ert til annars en einvígi þess- ara þriggja stórvelda haldi áfram þar til flautað verður til leiksloka í síðustu umferð- inni ívor. Paulo Cesar Wanchope frá Costa Rica lék með Derby í fyrsta skipti á laugardaginn og stal senunni á Old Trafford. Lagði upp fyrsta mark Derby og skoraði það næsta eftir glæsilegan einleik. Wanchope gekk til liðs við Derby í síðasta mánuði og hefur nýlega fengið atvinnuleyfi í Englandi. Ashley Ward skoraði fyrir Derby á 29. mín. eftir að Wanchope skall- aði knöttinn til hans og sex mín. síðar skoraði framheijinn frá Costa Rica á eftirminnilegan hátt; fékk knöttinn á eigin vallarhelmingi og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir varnarmanna United til að stöðva andstæðinginn komst hann inn í vítateig og skoraði. Glæsilega gert en varnarmenn United voru ein- kennilega illa á verði. Eric Cantona minnkaði muninn strax eftir hlé en þrátt fyrir linnu- litla sókn tókst heimamönnum ekki að jafna. Þegar stundarfjórðungur var eftir nýtti Dean Sturridge sér hins vegar óvenjuleg mistök danska markvarðarins Peters Schmeichels og jók muninn á ný. Varamaðurinn Ole Gunnar Sol- skjaer gaf United mönnum von með marki skömmu síðar en þrátt fyrir stanslausa sókn síðustu mín- úturnar tókst meisturunum ekki að jafna. Ótrúlegt Liverpool gat komist á toppinn á sunnudaginn en leikmenn liðsins létu það tækifæri sér úr greipum ganga. Coventry, sem var í neðsta sæti, kom í heimsókn og gestirnir virtust ekki ætla að ríða feitum hesti frá viðureigninni því Liverpool sótti linnulítið og fékk ákjósanleg færi til að skora. Staðan var þó markalaus í leikhléi sem var í raun ótrúlegt miðað við gang mála. Það var Robbie Fowler sem braut ísinn eftir hlé með 29. marki sínu i vetur; skoraði með bylmingsskoti utan úr teig eftir sendingu Johns Barnes. Flestir héldu að eftir þetta Reuter PAULO Cesar Wanchope var með Derby í fyrsta skipti og byrjaði með látum. Hér fagnar hann glæsimarki sínu. Bergkamp frábær Chelsea byijaði vel gegn Arsenal og Gianfranco Zola átti glæsilegt skot af stuttu færi sem fór rétt yfir mark gestanna. Eftir að Ian Wright kom Arsenal yfir á 22. mín. var hins vegar allur vindur úr heimamönnum og leikmenn Arsenal sigruðu örugglega. Chelsea stjórn- aði leiknum framan af og leikmenn liðsins voru einmitt með knöttinn á miðsvæðinu, á leið fram völlinn, skömmu áður en fyrsta markið kom; þeir misstu hann klaufalega, knötturinn barst til Hollendingsins Dennis Bergkamp sem sendi strax á Ian Wright, hann stakk vörnina af og skoraði örugglega. Einfalt mark og vel að verki staðið hjá Arsenal en heimamenn voru aftur á móti steinstofandi. Bergkamp átti einnig þátt í öðru markinu; sendi fram vinstri kantinn á Wright, hann gaf fyrir markið og David Platt skoraði af stuttu færi. Hollenski landsliðsmaðurinn, sem fór á kostum í leiknum, gerði þriðja markið á 80. mín. eftir skelfi- leg mistök í vörn Chelsea. Botnbaráttan Aston Villa sigraði Everton, 3:1, og Nottingham Forest tapaði heima, 1:3, fyrir Southampton. Bæði lið eru í botnbaráttunni; Midd- lesbrough er nú í þriðja neðsta sæti, Forest í því næstneðsta og Southampton er neðst. Liðin hafa lokið misjafnlega mörgum leikjum, Middlesbrough stendur nokkuð vel að vígi en staða Forest er afar slæm. „Ég get ekki bent á hina leikmennina þó að þeir hafi ekki staðið sig vel því ég gerði slæm mistök - sem kostuðu tvö mörk,“ sagði Stuart Pearce, leikmaður og knattspymustjóri Forest, að leiks- lokum. Slakt á Wembley fengi ekkert stöðvað heimamenn en Coventry jafnaði 13 mín. síðar, þar var að verki Noel Whelan með skalla eftir homspyrnu. Stan Colly- more fékk dauðafæri til að koma Liverpool yfír á ný á 75. mín. en skaut framhjá opnu marki úr miðj- um markteignum og á síðustu mín- útunni gerði Dion Dublin svo sigur- markið, sem einnig kom eftir hom- spymu. David James markvörður Liverpool gerði hræðileg mistök og Dublin átti auðvelt með að pota honum í markið. Tvær mín. og 55 sek. vom komnar fram yfir venju- legan leiktíma þegar Dublin skoraði og flautað var til leiksloka fáeinum andartökum síðar. „Þetta er hálfvandræðalegt. Við áttum að vera búnir að tryggja okkur sigur löngu áður en þeir gerðu sigurmarkið," sagði Roy Evans, knattspymustjóri Liverpool. „Það kemur alltaf ein og ein svona ótrúleg helgi í ensku knatt- spyrnunni. Vonandi verða þær fleiri hjá okkur,“ sagði Gordon Strachan, stjóri Coventry. Middlesbrough og Leicester áttust við í úrslitaleik deild- arbikarkeppninnar á Wembley leik- vanginum í London á sunnudag. Liðin skildu jöfn, 1:1, eftir fram- lengdan leik og mætast að nýju á miðvikudag í næstu viku, á Hills- borough í Sheffield. Leikurinn á Wembley olli mikl- um vonbrigðum. Hann var ekki vel leikinn, hvorugt lið þorði að taka mikla áhættu lengi framan og lítið var um færi. Fabrizio Ravanelli, ítalski lands- liðsmiðheijinn hjá Middlesbrough, náði forystunni þegar fímm mín. voru liðnar af framlengingunni. Eftir að Brasiliumaðurinn Juninho hafði pijónað sig í gegnum vörn Leicester barst knötturinn út í teig- inn af vamarmanni og Ravanelli þrumaði í gegnum þvögu leik- manna og í markið - óveijandi fyrir Bandaríkjamaninn Kasey Keller markvörð. Það var svo hinn 18 ára Emile Heskey sem jafnaði er þijár mín. voru eftir. Eftir fyrirgjöf skallaði hann í þverslá, knötturinn hrökk niður á marklínuna, varnarmönn- um tókst ekki að hreinsa frá og Heskey náði að pota í netið. Það voru einmitt markaskorar- arnir sem fengu bestu færi liðanna í venjulegan leiktíma; Heskey skallaði ofan á þverslána á 65. mín. og Ravanelli átti svo glæsileg- an skalla í stöng á 79. mín. Var sannarlega óheppinn að ná ekki forystunni þá. Aðurnefndur Juninho, sem alla jafna er maðurinn á bak við sóknar- leik Middlesbrough, gat ekki haft sig mikið í frammi. Svíinn Pontus Kámark hafði hann í strangri gæslu og stóð sig geysilega vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.