Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1997 B 5 ÍSLANDSMÓTIÐ í FIMLEIKUM Rúnar og Elva Rut í fararbroddi RÚNAR Alexandersson úr Gerplu og Elva Rut Jónsdóttir, Björk, voru sigursæl á íslands- mótinu ífimleikum um helgina. Þau urðu bæði íslandsmeistar- ar í fjölþraut, en að auki sigr- aði Rúnar á öllum áhöldum og Elva Rut á tveimur af fjórum mögulegum. Íslandsmótið fór fram í Laugar- dalshöll. Á föstudag fór fram liðakeppni, en einstaklingskeppni var haldin á laugar- dag og sunnudag. Rögnvaldsson Keppt var í fjölþraut skrífar a laugardag, en daginn eftir fór fram keppni á einstökum áhöldum. Gerpla sá um framkvæmd mótsins að þessu sinni og tókst vel upp. Gerpla sigraði í liðakeppni karla á föstudag. Rúnar Alexandersson var í fararbroddi Gerplumanna og hlaut liðið alls 144,750 stig, en lið Ármanns fékk 129,750 stig. Sveit Gerplu skipuðu þeir Jón Trausti Sæmundsson, Dýri Kristjánsson, Sigurður Freyr Bjarnason og Vikt- or Kristmannsson auk Rúnars. Sveit Bjarkar sigraði í liðakeppni kvenna og hlaut liðið 98,895 stig. Ármenningar fengu 92,030 stig og höfnuðu í öðru sæti, en lið Keflvík- inga lenti í þriðja sæti með 83,613 stig. Lið Bjarkar var skipað þeim Elvu Rut Jónsdóttur, Hlín Bene- diktsdóttur, Tinnu Þórðardóttur, Evu Þrastardóttur og Elísabetu Birgisdóttur. Yfirburðir Rúnars Keppt var tvívegis á hverju áhaldi í einstaklingskeppninni í fjöl- þraut. Um leið og keppendur reyndu með sér í liðakeppninni á föstudag, gilti árangur þeirra sem fyrri umferð í fjölþrautinni, sem lauk á laugardag. í henni bar Rún- ar Alexandersson höfuð og herðar yfir keppinauta sína og hlaut 103,800 stig. Félagar hans í Gerplu, þeir Jón Trausti Sæmunds- son og Dýri Kristjánsson komu næstir. Jón Trausti fékk 92,350 stig, en Dýri hlaut 91,600 stig. Rúnar var ekki ánægður með frammistöðu sína á gólfi, en í þeim æfingum var hann með 8 stig að meðaltali. Þrátt fyrir það var hann efstur allra keppendanna í þeirri grein. Hann var eigi að síður í ess- inu sínu á bogahestinum og var með 9,275 stig að meðaltali fyrir frammistöðu sína á honum. Elva Rut Jónsdóttir úr Björk varð hlutskörpust í fjölþraut kvenna og fékk 68,690 stig. Ár- menningurinn Elín Gunnlaugsdótt- ir varð önnur - fékk 62,365 stig, en Eva Þrastardóttir úr Björk fékk 60,277 og hafnaði í þriðja sæti. í fjölþraut kvenna er keppt á fjórum áhöldum, en sex áhöld eru notuð í keppni karla og er það skýringin á miklum stigamun karla og kvenna í fjölþraut. Elva Rut sýndi sérstak- lega góð tilþrif á slá í fjölþraut- inni, enda er það hennar hennar sterka hlið. Keppni á einstökum áhöldum fór fram á sunnudag, eins og áður segir. Rúnar Alexandersson sigraði á öllum áhöldunum, en hörðustu keppnina fékk hann á gólfi og í stökki. Á gólfi fékk Rúnar 8,250 stig, en Dýri Kristjáns- son hlaut 8,050 stig. í stökkinu var keppnin eilítið jafn- ari, því Jón Trausti Sæmundsson fékk 0,1 stigi minna en Rúnar, sem hlaut 8,350 stig fyrir stökk sín. Elva Rut Jónsdóttir sigraði með nokkrum yfirburðum á tveimur áhöldum af fjórum í kvennaflokki. Hún hlaut 8,362 stig fyrir stökk og 8,412 stig fyrir æfingar sínar á tvíslá. Henni gekk þó ekki vel á besta áhaldi sínu, slánni. Hún gerði slæm mistök í tvígang og varð að sætta sig við annað sætið. Lilja Erlendsdóttir úr Gerplu bar því sig- ur úr býtum og fékk 7,675 stig. Elín Gunnlaugsdóttir, Ármanni, sigraði á gólfi, en þá varð Elva Rut einnig í öðru sæti. Elín fékk 8,062 stig, en Elva Rut hlaut 7,650 stig. Morgunblaðið/Golli RÚNAR Alexandersson úr Gerplu hafði mikla yflrburAI á íslandsmótinu um helglna og slgraAI á öllum áhöldunum auk þess aA verAa Islands- melstar! f fjölþraut og elga sætl í slgursveitinnl f llðakeppni. Morgunblaðið/Golli ELVA Rut Jónsdóttir, sem gerir hér æfing- ar á slá, varö hlutskörpust í fjölþraut og var elnnig í slgursveit Bjarkar í liöakeppn- inni. Hún sigraði einnig á tveimur áhöldum á sunnudag. Viktor stal senunni á tvíslánni Þrátt fyrir að Rúnar Alexandersson hafi sigrað á tvíslá á sunnudag, vakti Viktor Kristmanns- son úr Gerplu mesta athygli í þeirri grein. Hann er aðeins á þrettánda aldursári og komst í úrslit eftir góðan árangur á föstudag, en þá fékk hann hæstu einkunn allra keppenda fýrir æfingar sínar á tvíslánni, eða 8 stig. I úrslitum á sunnudag stóð hann sig enn betur, fékk 8,250 stig og hafnaði í öðru sæti á eftir Rúnari, sem hlaut 8,650 stig. Viktor mætti snemma á mótsstað og beið lengi eftir að röðin kæmi að keppni á tvíslánni, sem er uppáhalds áhaldið hans. „Eg átti auðvitað ekki von á sigri, en ég vonaðist til að ná öðru sætinu og það tókst. Rúnar er bara svo góður að það er eigin- lega ekki hægt að vinna hann,“ sagði Viktor, sem byrjaði að æfa fimleika þegar hann var fjögurra og hálfs árs gamall. Fleira ungt fimleikafólk lagði sitt af mörkum á íslandsmótinu. Lilja Erlendsdóttir úr Gerplu er einn- ig á þrettánda aldursári og sigraði á slá. Hún varð einnig önnur í stökki og hafnaði í fímmta sæti í fjölþrautinni. Er í framför RÚNAR Alexandersson var raunsær þrátt fyrir að hafa sigrað í öllum mðgulegum greinum á íslandsmótinu. „Ég bjóst alveg við þessu, en ég er ekki alveg sáttur við árang- ur minn á mótinu. Ég hefði vijjað gera betur á gólfinu. Ég er samt í framför og það eru keppinautar mínir hér á íslandi líka. Þannig hjálpa þeir mér Iíka að bæta mig,“ sagði Rúnar, en hann heldur út fyrir landsteinana í byrjun mai til að taka þátt i æfinga- keppni á Spáni. Held áfram að bæta mig Elva Rut Jónsdóttir er 18 ára gðmulog æfir hjá Björk. Hún varð íslandsmeistari í fjölþraut og sigraði auk þess á tveimur áhöldum, en vildi samt gera betur. „Eg er ánægð með árangur minn á föstudag og iaugardag, en ég stóð mig ekki nógu vel á slánni í dag [sunnudag] og datt tvisvar," sagði Elva Rut. Hún varð einnig í öðru sæti á gólfi, en sagðist ekki hafa búist við sigri í þeirri grein. „Elín [Gunnlaugsdóttir úr Armanni] er með D-æfíngu, en ekki ég. Þess vegna sigr- aði hún,“ sagði hún, en D- æfing er ákveðin erfið- leikagráða sem ekki er á allra færi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.